Samráðsferli, Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, Barónsstígur, Blóðbankinn, Reitur 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur, Skildingatangi 4, Gautavík 20-22 og 28-30, Arnarnesvegur, Reykjanesbraut, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Grænlandsleið 29-53, Stakkahlíð 17, Stórhöfði 37, Þorláksgeisli 10, Þorláksgeisli 43, Skildinganes 49, Reitur 1.170.1 og 1.170.2, Umhverfismál, viðurkenning SSH, Ægisíða 82, Fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni,

Skipulags- og byggingarnefnd

87. fundur 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 9. október kl. 09:05, var haldinn 87. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Katrín Jakobsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Þórhildur L. Ólafsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Helga Guðmundsdóttir, Stefán Finnsson, Ólafur Bjarnason og Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20012
1.
Samráðsferli,
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks sem kynnt var á fundi borgarstjórnar þann 03.10.02:
"Settur verði á fót starfshópur um að gera tillögur um verklag við kynningu á aðal-og deiliskipulagsáætlunum og breytingum á þeim. Markmiðið með reglunum er að íbúar og hagsmunaaðilar komi að málinu á fyrsta stigi vinnunnar. Vinnuhópurinn samanstandi af tveimur kjörnum fulltrúum í skipulags- og byggingarnefnd og sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs".

Formaður nefndarinnar Steinunn Valdís Óskarsdóttir lagði fram svohljóðandi breytingartillögu:
Um nokkurt skeið hefur staðið yfir undirbúningsvinna á vegum formanns nefndarinnar í samráði við sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs um samráðsferli í skipulagsmálum. Sú vinna gerir ráð fyrir breyttum áherslum nefndar og skipulags- og byggingarsviðs í kynningar og samráðsmálum. Sjálfsagt er að skipa formlegan starfshóp sem komi að þeirri vinnu og er lagt til að í hópnum sitji auk formanns skipulags- og byggingarnefndar, einn kjörinn fulltrúi meirihluta og einn frá minnihluta. Að auki verði sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs í starfshópnum.
Breytingartillaga samþykkt samhljóða.

Umsókn nr. 980691 (01.6)
670269-2569 Knattspyrnufélagið Valur
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
2.
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lögð fram tillaga Alark arkitekta sf, að deiliskipulagi Hlíðarenda fyrir reiti 1.62, 1.628.8 sem markast af Hringbraut (eftir færslu), Bústaðavegi, Flugvallarvegi og Hlíðarfæti, dags. 01.10.02. Einnig lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi, dags. 08.10.02, og minnisblað verkfræðistofu varðandi gönguleiðir dags. 08.10.02.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir vék af fundi kl. 9:15, Þorlákur Traustason tók sæti á fundinum í hennar stað.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi.
Vísað til borgarráðs.

Skipulags- og byggingarnefnd ítrekaði svohljóðandi bókun frá fundi nefndarinnar 02.10.02:

"Forsenda fyrir uppbyggingu íþróttaaðstöðu við Hlíðarenda er að aðgengi gangandi, hjólandi og annarrar óvarinnar umferðar verði tryggt. Tengja ber Þingholt, Norðurmýri og Hlíðarhverfi með mislægum lausnum, t.d. göngubrú við Hlíðarendasvæðið samhliða uppbyggingu svæðisins."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda Hlíðarendaskipulagið í auglýsingu en ítreka þá skoðun að mun betur þarf að ganga frá göngutengingu að svæðinu og þá sérstaklega hvað varðar tengingu Norðurmýrar við svæðið. Einnig teljum við að nýta hefði mátt svæðið betur með þéttari byggð en fyrirhugað er samkvæmt því skipulagi sem nú er sent í kynningu.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Fulltrúar Reykjavíkurlista samþykkja að senda skipulag Hlíðarendasvæðisins í auglýsingu, en leggja áherslu á að líta beri heildstætt á aðkomu gangandi vegfarenda að íþróttasvæðinu og útivistarsvæðinu í og við Öskjuhlíð. Sérstaklega beri að tryggja ásættanlega tengingu Norðurmýrar og Holta- og Hlíðarhverfis við þetta svæði.
Að öðru leyti er skipulagið í fullu samræmi við það byggingarmagn atvinnu- og íbúðarhúsnæðis sem kveðið er á um í aðalskipulagi og frekari þétting vart framkvæmanleg.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir fyrri hluta bókunar Reykjavíkurlista. Hins vegar ítrekum við að skipulag og forsendur þess eru háðar pólitískum vilja. Hlíðarendasvæðið er kjörið að nýta til þess að þétta byggð í nágrenni miðborgarinnar og því hefði átt að leita leiða til að ná því markmiði enn betur en gert er í þessari tillögu.

Áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins, Ólafur F. Magnússon, óskaði bókað:
Tekið er undir ábendingar um nauðsyn þess að tryggja betur örugg göngutengsl við Hlíðarendasvæðið, sérstaklega frá Norðurmýrarsvæðinu, en fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir.


Umsókn nr. 20315 (01.19.30)
700994-2449 Teiknistofan H.G. ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
3.
Barónsstígur, Blóðbankinn, stækkun
Lagt fram að nýju bréf Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 09.09.02, varðandi stækkun Blóðbankans við Barónsstíg, samkv. uppdr. dags. 03.10.02, ásamt skuggavarpi, dags. 07.10.02.
Jákvætt gagnvart tillögu. Umsækjandi þarf að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem auglýsa þarf til kynningar. Íbúum við Eiríksgötu, gengt Blóðbankanum, skal tilkynnt um málið og það kynnt sérstaklega fyrir þeim.

Umsókn nr. 10232 (01.19.3)
4.
Reitur 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur, deiliskipulag
Lögð fram drög að deiliskipulagstillögu Hornsteina arkitekta ehf, dags. í sept. 2002, að deiliskipulagi reits, sem markast af Snorrabraut, Egilsgötu, Barónsstíg og Bergþórugötu (Heilsuverndarreitur). Einnig lögð fram húsakönnun Árbæjarsafns dags.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 20318 (01.67.52)
610102-2980 Hús og skipulag ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
5.
Skildingatangi 4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu óverulegrar deiliskipulagsbreytingar er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Hús og skipulag ehf, dags. 10.08.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 4 við Skildingatanga. Einnig lagt fram samþykki eiganda Skildinganess 2, dags. 26.09.02.
Kynnt tillaga að breytingu samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20305 (02.35.74)
6.
Gautavík 20-22 og 28-30, breyting á lóðamörkum
Lagt fram bréf eigenda Gautavíkur 20-22 og eigenda Gautavíkur 28-30, dags. 31.08.02, varðandi ósk um breytingar á núgildandi lóðarmörkum milli Gautavíkur 20-22 og Gautavíkur 28-30, samkv. meðfylgjandi ljósriti af mæliblaði. Einnig lagt fram bréf Jónínu Kjartansdóttur, f.h. Friðgerðar, mótt. 30.09.02.
Breyting á lóðamörkum samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20363 (04.9)
7.
Arnarnesvegur, lega
Kynning


Umsókn nr. 20365 (04.6)
8.
Reykjanesbraut, Stekkjarbakki, mislæg gatnamót, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram til kynningar tillaga Verkfræðistofu að breytingu á deiliskipulagi mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka, dags. 02.09.02, ásamt umsögn Verkfræðistofu dags. 07.10.02.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 25970
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 221 frá 8. október 2002.


Umsókn nr. 25959
530289-1339 JB Byggingarfélag ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
10.
Grænlandsleið 29-53, fjölbýlishús 2.h, 26 íb., 14 mhl.
Sótt er um leyfi til þess að byggja átta steinsteypt tveggja hæða tvíbýlishús samtengd með stoðveggjum og sameiginlegri bílgeymslu fyrir 16 bíla ásamt fimm steinsteyptum tveggja hæða tvíbýlishúsum með innbyggðri bílgeymslu fyrir tvo bíla. Samtals er sótt um leyfi til þess að byggja tuttugu og sex íbúðir á lóð nr. 29-53 við Grænlandsleið.
Brunahönnun VSI dags. 1. október 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Hús nr. 29 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 89,9 ferm., 2. hæð 89,9 ferm., samtals 179,8 ferm., 543,9 rúmm.
Hús nr. 31 (matshluti 02), hús nr. 33 (matshluti 03), hús nr. 35 (matshluti 04), hús nr. 37 (matshluti 05), hús nr. 39 (matshluti 06), hús nr. 41 (matshluti 07) og hús nr. 43 (matshluti 08) eru öll sömu stærðar og hús nr. 29 samtals 179,8 ferm., 543,9 rúmm. hvert hús.
Hús nr. 45 (matshluti 09) íbúð 1. hæð 98,5 ferm., 2. hæð 89,6 ferm., bílgeymslur 62,5 ferm., samtals 250,6 ferm., 784,3 rúmm.
Hús nr. 47 (matshluti 10), hús nr. 49 (matshluti 11), hús nr. 51 (matshluti 12) og hús nr. 53 (matshluti 13) eru öll sömu stærðar og hús nr. 45 samtals 250,6 ferm., 784,3 rúmm. hvert hús.
Bílgeymsla (matshluti 14) geymslur íbúða í matshlutum 01-08 samtals 72,5 ferm., bílgeymsla 436,4 ferm., samtals 508,9 ferm., 1477,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 467.990
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 23969 (01.71.400.2)
650297-2539 Skörungar ehf
Lyngási 17 210 Garðabær
621097-2109 Zeppelin ehf
Garðatorgi 7 210 Garðabær
11.
Stakkahlíð 17, Niðurrif, nýbygging, 10 íbúðir.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4.06.02. Sótt er um leyfi til þess að rífa verslunarhúsnæði og byggja í þess stað tvílyft steinsteypt fjölbýlishús með tíu íbúðum á lóðinni nr. 17 við Stakkahlíð. Bílakjallari með fimmtán bílastæðum er undir húsinu. Einnig lagt fram bréf formanns húsfélagsins Bogahlíð 2-6 dags. 3.06.02.
Málið var í kynningu frá 24. júní til 19. júlí 2002. Athugasemdabréf bárust frá 8 íbúum í Bogahlíð 8, dags. 01.07.02, skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 17.07.02 ásamt framsendu erindi íbúa að Bogahlíð 12-18 frá 8. þ.m, Eddu Hermannsdóttur, Bogahlíð 6, dags. 15.07.02, íbúum Bogahlíðar 2,4 og 6, dags. 16.07.02, eigendum íbúða Bogahlíðar 10, dags. 09.07.02, Aðalheiði Tómasdóttur, Bogahlíð 10, dags. 15.07.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 20.08.02. Lagt fram bréf Eddu Hermannsdóttur, Bogahlíð 6, dags. 28.08.02 og bréf íbúa í Bogahlíð 8-10, dags. 29.09.02.
Stærð: Verslunarhús sem verður rifið (matshl. 01, landnr. 107251, fastanr. 203-1320) skráð 339,0 ferm. og 1406 rúmm.
Nýbygging: Kjallari, bílgeymsla 463,5 ferm., geymslur o.fl 220,2 ferm. 1. hæð íbúðir 526,9 ferm. 2. hæð 496,0 ferm.
Samtals 1706,6 ferm. og 5113,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 245.429
Frestað.

Umsókn nr. 23215 (04.08.580.2)
621293-2069 Hreinsitækni ehf
Stórhöfða 35 110 Reykjavík
12.
Stórhöfði 37, skrifstofu og þjónustubygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða skrifstofu- og þjónustubyggingu úr steinsteypu á lóðinni nr. 37 við Stórhöfða.
Bréf hönnuðar dags. 20. ágúst 2002 og skýrsla um brunahönnun dags. 20. ágúst 2002 fylgja erindinu.
Stærð: Atvinnuhúsnæði 1. hæð verkstæði 1818,3 ferm., 2. hæð verslun 1606,5 ferm., 3. hæð skrifstofur 1562,7 ferm.
Samtals 4987,5 ferm. og 23699,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 113.759
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25855 (00.00.000.0)
561001-3910 Leigufélag Búseta ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
13.
Þorláksgeisli 10, stækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.09.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka og bæta við íbúð á fjórðu hæð fjölbýlishússins nr. 10 (matshluti 03) á lóðinni nr. 6-12 við Þorláksgeisla, samkv. uppdr. ASK arkitekta, dags. 29.07.02, breytt 17.09.02.
Bréf hönnuðar dags. 20. september 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Húsið var áður skráð samtals 1024,3 ferm., 3219,8 rúmm. en verður nú 1078,8 ferm. og 3304,7 rúmm.
Stækkun 54,5 ferm. og 84,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 4.075
Frestað.
Umsækjandi þarf að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.


Umsókn nr. 25951 (05.13.660.1)
500501-2350 Rúmmeter ehf
Krókhálsi 10 110 Reykjavík
14.
Þorláksgeisli 43, fjölbýlish., 3. h.,7 íb., 8 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft steinsteypt fjölbýlishús með sjö íbúðum og átta innbyggðum bílgeymsum á lóð nr. 43 við Þorláksgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 125,1 ferm., 2. hæð 358,6 ferm., 3. hæð 358,6 ferm., bílgeymslur 212,8 ferm., samtals 1055,1 ferm., 3062,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 147.019
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25868 (01.67.421.2)
100860-4499 Jón Valur Smárason
Kolbeinsmýri 3 170 Seltjarnarnes
15.
Skildinganes 49, (fsp) svalir o.fl.
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir breytingum á svölum, skjólvegg og vegg við sorpgeymslu hússins nr. 49 við Skildinganes.
Bréf hönnuðar dags. 12. september 2002 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 20360 (01.17.01)
16.
Reitur 1.170.1 og 1.170.2, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 02.10.02, varðandi kæru vegna deiliskipulags miðborgarinnar, reit 1.170.1 og 1.170.2.
Málinu vísað til umsagnar forstöðum. lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 20364
17.
Umhverfismál, viðurkenning SSH,
Lögð fram orðsending skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 20.08.02 ásamt bréfi skipulags- og byggingarsviðs dags. 08.10.02 þar sem lagt er til að hreinsistöðin við Klettagarða verði tilnefnd til viðurkenningar árið 2002.
Kynnt.

Umsókn nr. 25977 (01.54.330.1)
18.
Ægisíða 82, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 3. október 2002 þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 10. júlí 2002 um synjun á umsókn um leyfi til þess að byggja glerskála við austurhlið hússins nr. 82 við Ægisíðu.
Málinu vísað til umsagnar forstöðum. lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 20013
19.
Fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Suðurhlíð 38
Guðlaugur Þór Þórðarson spurðist fyrir um Suðurhlíð 38.
Upplýst var að stefnt væri að því að gera grein fyrir málinu á næsta fundi.