Reitur 1.170.1 og 1.170.2
Verknúmer : SN020360
51. fundur 2006
Reitur 1.170.1 og 1.170.2, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, vegna kæru eigenda hússins að Bankastræti 3 á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar á deiliskipulagi reita 1.170.1 og 1.170.2 er taka til svæðis innan Lækjargötu, Bankastrætis, Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum kæranda um ógildingu ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 10. júlí 2002, sem staðfest var í borgarráði Reykjavíkur hinn 16. júlí 2002, um samþykkt deiliskipulags staðgreinireita 1.170.1 og 1.170.2, fyrir hluta Lækjargötu, hluta Bankastrætis, hluta Þingholtsstrætis og hluta Amtmannsstígs í Reykjavík.
42. fundur 2006
Reitur 1.170.1 og 1.170.2, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 4. janúar 2005 varðandi kæru vegna deiliskipulags reita 1.170.1 og 1.170.2. Einnig lögð fram viðbótargreinargerð lögfræðistofunnar Landslög f.h. skipulags- og byggingarsviðs, dags. 12. janúar 2006.
Viðbótargreinargerð lögfræðistofunnar Landslaga samþykkt.
174. fundur 2004
Reitur 1.170.1 og 1.170.2, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 02.10.02, varðandi kæru vegna deiliskipulags miðborgarinnar, reit 1.170.1 og 1.170.2. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. september 2004.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
87. fundur 2002
Reitur 1.170.1 og 1.170.2, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 02.10.02, varðandi kæru vegna deiliskipulags miðborgarinnar, reit 1.170.1 og 1.170.2.
Málinu vísað til umsagnar forstöðum. lögfræði- og stjórnsýslu.