Óðinsgata 9 og 9b, Frostaskjól 2 , Grensásvegur, Safamýri 28, Safamýri, Skógarsel 11-15, Kjalarnes, Klébergsskóli, Fossaleynir 19-21, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Arnarbakki 1-3, Baldursgata 24, Bjarnarstígur 3, Bleikjukvísl 10, Dalbraut 14, Framnesvegur 23, Gylfaflöt 16-18, Jörfagrund 1, Kleifarsel 28, Nauthólsvík 107481, Ólafsgeisli 39, Pósthússtræti 11, Sogavegur 160, Stigahlíð 41, Þórðarsveigur 2, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Borgartún 25-27 og 31, Grettisgata 39, Hlíðarhús 3-5, Laugarnes, Neskirkja, Njálsgötureitur, Reitur 1.174.2, Reykjavíkurtjörn, Skipulags- og byggingarnefnd, Skipulags- og byggingarnefnd, Skipulags- og byggingarnefnd, Vottun glugga og hurða,

Skipulags- og byggingarnefnd

77. fundur 2002

Ár 2002, fimmtudaginn 4. júlí kl. 09:00, var haldinn 77. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Björn Ingi Hrafnsson, Kristján Guðmundsson, Tinna Traustadóttir og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Þórarinn Þórarinsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Helga Guðmundsdóttir, Stefán Hermannsson og Stefán Haraldsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20242 (01.18.42)
210143-3869 Arnar Jónsson
Óðinsgata 9 101 Reykjavík
1.
Óðinsgata 9 og 9b,
Lagt fram bréf eigenda Óðinsgötu 9, dags. 20.06.02, þar sem óskað er eftir að sameina lóðirnar nr. 9 og 9b við Óðinsgötu.
Sameining lóða samþykkt.

Umsókn nr. 20913 (01.51.6-9.9 07)
700169-3919 Knattspyrnufélag Reykjavíkur
Frostaskjóli 2 107 Reykjavík
2.
Frostaskjól 2 , Br á frkl á lóð og mannvirkjum
Lagt fram bréf Knattspyrnufélags Reykjavíkur, dags. 03.06.02, varðandi frágang við gervigrasvöll N-V við eldra íþróttahús, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ehf, dags. 26.05.02. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. 02.07.02.
Samþykkt að vísa erindinu í deiliskipulagsvinnu.

Umsókn nr. 20218
500269-6779 Landssími Íslands hf
Thorvaldsensstræti 4 150 Reykjavík
3.
Grensásvegur, færanleg símstöð
Lagt fram bréf Landssíma Íslands hf, dags. 28.05.02, varðandi uppbyggingu fastlínukerfis Landssíma Íslands hf, í Fossvogs- og Smáíbúðahverfi. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26.06.02.
Nefndin gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða staðsetningu enda verði lögð fram byggingarleyfisumsókn.

Umsókn nr. 980356 (01.28.31)
491070-0139 Knattspyrnufélagið Fram
Safamýri 28 108 Reykjavík
4.
Safamýri 28, Knattspyrnufélagið Fram
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa, dags. 26.06.02, að forsögn að deiliskipulagi á reit, sem afmarkast af Starmýri að norðan, Miklubraut að sunnan, Safamýri að austan og Álftamýri að vestan. Einnig lagður fram samningur Reykjavíkurborgar og Knattspyrnufélagsins Fram, dags. 23.05.02.
Samþykkt að vinna áfram á grundvelli framlagðra gagna.

Umsókn nr. 20226 (01.28)
110758-3329 Gunnar H Ingimundarson
Safamýri 34 108 Reykjavík
5.
Safamýri, umferð
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 31.05.02 ásamt útskrift úr fundargerð samgöngunefndar frá 27.05.02 s.l., varðandi erindi Gunnars H. Ingimundarsonar, dags. 14.05.02 um umferð um Safamýri
Kynnt.

Umsókn nr. 537 (04.93.00)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Ármúla 6 108 Reykjavík
6.
Skógarsel 11-15, deiliskipulag/aðalskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ehf, dags. 15.01.02, að deiliskipulagi á lóðinni nr. 11-15 við Skógarsel ásamt tillögu Borgarskipulags, dags. 08.02.02, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur. Málið var í auglýsingu frá 24. apríl til 5. júní, athugasemdafrestur var til 5. júní 2002. Athugasemdabréf bárust frá Árna Auðuns Árnasyni, Skógarseli 15, dags. 05.04.02, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, dags. 08.05.02, Valdimar Má Péturssyni, Ljárskógum 7, dags. 22.05.02, Fornleifavernd ríkisins, dags. 27.05.02, Guðjóni Á. Jónssyni, Ljárskógum 29, dags. 04.06.02, undirskriftarlisti með 84 nöfnum dags. 5.06.02, Sigurði Thoroddsen ark. dags. 5.06.02 og Sveinbirni Kristjánssyni dags. 1.06.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir.
Auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt með fjórum atkvæðum Reykjavíkurlista gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokks.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
"Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að friðlýst svæði verði kynnt með merkingum með fróðleik og sögulegri fortíð svæðisins. Gengið verði snyrtilega frá svæðinu. Að öðru leyti er vísað til umsagnar Árbæjarsafns."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd mótmæla fyrirhugaðri íbúðarbyggð við Skógarsel 11-15 (Alaskalóð).

Umrætt svæði hefur undanfarin 40 ár verið auðkennt sem útivistarsvæði, grænt svæði, gróðrarstöð eða opið svæði til sérstakra nota og það verið samþykkt a.m.k. átta sinnum á undanförnum áratugum. Ennfremur er vitað að á svæðinu stóð bær í margar aldir eða Breiðholtsbærinn, sem 23 þúsund manna hverfi í Breiðholti er kennt við. Lóðin er merkt þjóðminaverndarsvæði og þar eru friðlýstar fornleifar. Þær eru gerðar hornreka í þessu skipulagi.

Fyrirhuguð uppbygging á svæðinu er algjörlega út í hött. Bygging 50 íbúða á svæðinu með nýtingarhlutfall upp á 0,8 m.a. með tveimur fjögurra hæða fjölbýlishúsum er bæði skipulags- og umhverfisslys í þessu umhverfi. Ekkert tillit hefur verið tekið til athugasemda og mótmæla íbúa.

Foreldrafélög og Íþróttafélga Reykjavíkur hafa sent borgarráði erindi og varað við slysahættu gangandi vegfarenda yfir Skógarsel á þessu svæði. Engin viðhlýtandi grein hefur verið gerð fyrir umferðartengingu frá Skógarseli í tengslum við uppbyggingu á Alaskalóðinni en ljóst er að staðsetning 50 íbúða á lóðinni mun enn auka á umferðarvandann.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa andstöðu sinni við tillöguna. Við leggjum áherslu á að svæðið verði fyrst og fremst nýtt undir garð- og útivistarsvæði í þágu íbúa Breiðholts og annarra Reykvíkinga."

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
"Svokölluð Alaskalóð við Skógarsel 11-15 var eitt af svokölluðu þéttingarsvæðum samkvæmt tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, sem kynnt var í júní 2001. Á þéttingarsvæðum er stefnt að því að byggja íbúðir innan byggðra hverfa á gildistíma Aðalskipulagsins. Við kynningu á tillögu Aðalskipulags bárust engar athugasemdir.
Samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, samþykkt í borgarstjórn í apríl 2002 er gert ráð fyrir 48 íbúðum á svæðinu.
Tekið hefur verið mið af umsögnum borgarminjavarðar varðandi afmörkun rústa og garðyrkjustjóra vegna gróðurs. Svæðið er tæpir 2 hektara að stærð en aðeins um helmingur þess er nýtt undir íbúðarbyggð m.a. vegna aðlögunar að umhverfi, gróðri og minjum.

Því er vísað á bug að fyrirhuguð byggð hafi neikvæð áhrif á nánasta umhverfi og er svæðið í raun upplagt til þéttingar byggðar. Á það skal einnig bent að margar fyrirspurnir hafa borist til skipulags- og byggingarsviðs um minni sérbýlishús á svæðinu.

Ekkert mælir á móti því að tillagan verði samþykkt."


Umsókn nr. 10407
7.
Kjalarnes, Klébergsskóli, leikskólalóð
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga, dags. 08.02.02, að deiliskipulagi leikskólalóðar í Grundahverfi, Kjalarnesi, ásamt tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjalarness 1990-2010. Málið var í auglýsingu frá 24. apríl til 5. júní, athugasemdafrestur var til 5. júní 2002. Athugasemdabréf barst frá forstöðumanni ÍTR Kjalarnesi, dags. 28.05.02. Lagður fram nýr uppdr. Arkitektur.is, dags. 03.07.02.
Auglýst tillaga að deiliskipulagi samþykkt með þeirri breytingu á lóðarmörkum sem fram kemur á uppdrætti dags. 03.07.02.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20143 (02.46.81)
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
8.
Fossaleynir 19-21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Teiknistofu arkitekta, dags. 15.04.02, varðandi uppbyggingu á lóðinni nr. 19-21 við Fossaleyni, samkv. uppdr. dags. 15.04.02. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 22.04.02 og tillaga Teiknistofu arkitekta, dags. 10.05.02. Málið var í grenndarkynnngu frá 24. maí til 21. júní 2002. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt breyting á deiliskipulagi samþykkt með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs dags. 22.04.02.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 25360
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 209 frá 2. júlí 2002.


Umsókn nr. 25098 (04.63.220.1 09)
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
10.
Arnarbakki 1-3, færanlegar kennslustofur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4.06.02. Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir tveimur færanlegum kennslustofum úr timbri austan við Breiðholtsskóla á lóðinni nr. 1-3 við Arnarbakka.
Alls verða þá átta færanlegar kennslustofur á lóðinni.
Gjald kr. 4.800
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 23524 (01.18.620.8)
260953-5169 Helga Nína Heimisdóttir
Baldursgata 24 101 Reykjavík
11.
Baldursgata 24, hækka húsið
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 08.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka þakbrúnir og mæni hússins á lóðinni nr. 24 við Baldursgötu. Einnig er sótt um leyfi til þess að koma fyrir svölum eftir endilangri bakhlið hússins, samkv. uppdr. Z- arkitekta, dags. 30.07.01.
Samþykki nágranna í nr. 24A dags. 28. apríl 2002 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 24. maí til 21. júní 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun 2. hæð 23,4 ferm., 49,2 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.362
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 25024 (01.18.222.4)
031166-5869 Hilmar Birnir Hilmarsson
Bogahlíð 13 105 Reykjavík
12.
Bjarnarstígur 3, breyting úti og inni
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 15.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja við efri hæð norðausturenda og breyta innra skipulagi einbýlishúss á lóð nr. 3 við Bjarnarstíg, samkv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 19.02.02. Málið var í kynningu frá 24. maí til 21. júní 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Viðbygging 2. hæð 13,1 ferm., 37,2 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.786
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 24306 (04.23.370.5)
150750-7769 Eugenia Lovísa Hallgrímsdóttir
Grundartangi 5 270 Mosfellsbær
13.
Bleikjukvísl 10, leikskóli
Sótt er um leyfi til að byggja þriggja deilda leikskóla (sextíu börn og sex starfsmenn) sem einnar hæðar timburhús á lóð nr. 10 við Bleikjukvísl.
Stærð: Leikskóli 461,7 ferm., 1788 rúmm., leikfangageymsla 7 ferm., 17,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 86.664
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Skila skal vottun eininga fyrir úttekt á botnplötu.


Umsókn nr. 25313
580377-0339 Samtök aldraðra
Hafnarstræti 20 101 Reykjavík
14.
Dalbraut 14, 27 íb. fyrir aldraða
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt íbúðarhús, einangrað að utan og klætt með sléttri og að hluta báraðri álklæðningu, með 27 íbúðum fyrir aldraða auk kjallara og neðanjarðar bílageymslu á lóð nr. 14 við Dalbraut.
Bréf frá Samtökum aldraðra dags. 26. júní 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Íbúðir kjallari 449,8 ferm., 1. hæð 683,5 ferm., 2.-4. hæð 676,9 ferm., bílgeymsla 750,3 ferm., samtals 3914,3 ferm., 11605,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 557.078
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25324 (01.13.410.1)
240158-3539 Einar Kristinn Hauksson
Brattatunga 4 200 Kópavogur
15.
Framnesvegur 23, tvíbýli
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt tveggja íbúða hús á þremur hæðum á lóðinni nr. 23 við Framnesveg.
Samþykki nokkurra nágranna í húsunum nr. 21 við Framnesveg og 54 við Öldugötu dags. 5. júní 2001 fylgir erindinu. Bréf hönnuðar dags. 11. janúar 2001 fylgir erindinu. Útskrift úr gerðarbók skipulags og byggingarnefdar frá 15. ágúst 2001 fylgir erindinu.
Stærð: 1. hæð íbúð og geymslur 94,8 ferm., 2. hæð íbúð 118,3 ferm., 3. hæð íbúð 120,3 ferm.
Samtals 333,4 ferm. og 1016,3 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 48.782
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málið verður grenndarkynnt þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 24995 (02.57.630.1)
050455-5139 Ásmundur Þór Kristinsson
Steinagerði 7 108 Reykjavík
16.
Gylfaflöt 16-18, atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 16-18 við Gylfaflöt
Stærð: 1. hæð verkstæði 574,8 ferm., 2. hæð skrifstofur 411,5 ferm. Samtals 986,3 ferm. og 4205,3 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 201.854
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25210 (32.47.280.1)
231168-4279 Árni Gunnar Sveinsson
Dvergabakki 36 109 Reykjavík
17.
Jörfagrund 1, Einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft timburhús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 1 við Jörfagrund.
Stærð: Íbúð 183,8 ferm., bílgeymsla 51,9 ferm., samtals 235,7 ferm., 890,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 42.739
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25305 (04.96.340.2 01)
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
18.
Kleifarsel 28, færanlegar kennslustofur
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir tveimur færanlegum kennslustofum sunnan Seljaskóla á lóðinni nr. 28 við Kleifarsel.
Stærð: Færanlegar kennslustofur 142,8 ferm. og 476,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 22.886
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25104 (01.77.--9.6)
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
19.
Nauthólsvík 107481, Geymsla
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4.06.02. Sótt er um leyfi til þess að byggja geymsluskúr fyrir björgunarbát að suðurhlið húss sem hýsir starfsemi siglingaklúbbs ÍTR í Nauthólsvík.
Bréf hönnuðar dags. 16. maí 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 27,0 ferm. og 90 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 4.320
Samþykkt.
Til bráðabirgða með þeirri kvöð að skúrinn verði fjarlægður þegar krafist verður.


Umsókn nr. 25175 (04.12.320.8)
130163-2549 Viggó Haraldur Viggósson
Rauðás 2 110 Reykjavík
20.
Ólafsgeisli 39, einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt úr steinsteypu í plasteinangrunarmót og steinað að utan með ljósu kvarsi á lóð nr. 39 við Ólafsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 81,6 ferm., 2. hæð 93,5 ferm., bílgeymsla 23,1 ferm., samtals 198,2 ferm., 674,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 32.357
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 25075 (01.14.051.4)
620698-2889 Hótel Borg ehf
Pósthússtræti 11 101 Reykjavík
441001-3550 Gentlemens Club-Ísland ehf
Pósthússtræti 11 101 Reykjavík
21.
Pósthússtræti 11, Breyting inni
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi, gera palla í gólfi og koma fyrir fyrirlestrasal á fyrstu hæð hótels Borgar á lóðinni nr. 11 við Pósthússtræti.
Jafnframt lagt fram bréf Guðmundar Magnússonar dags. 27. júní 2002.
Gjald kr. 4.800
Frestað.

Umsókn nr. 24971 (01.83.011.5)
070561-5149 Jónas Jónasson
Sogavegur 160 108 Reykjavík
22.
Sogavegur 160, anddyri, kvistur
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 08.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja anddyri og kvist við norðurhlið, koma fyrir þakgluggum og klæða utan með bárujárni húsið á lóðinni nr. 160 við Sogaveg, samkv. uppdr. Davíðs Karlssonar bygg.fr., dags. 30.04.02. Einnig lagt fram samþykki Þóru K. Kristjánsdóttur, Sogavegi 158, Þórdísar Jónasdóttur og Birnu Dís Benediktsdóttur, Sogavegi 162, mótt. 29.05.02. Málið var í kynningu frá 24. maí til 21. júní 2002. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Viðbygging 11.6 ferm. og 16,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 787
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 25230 (01.71.210.3)
130344-3649 Guðmundur Einarsson
Stigahlíð 41 105 Reykjavík
23.
Stigahlíð 41, Breyting á þaki
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 20.06.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja nýtt, breytt þak á bílskúr á lóð nr. 41 við Stigahlíð, samkv. uppdr. ALARK arkitekta sf, dags. 27.11.00.
Samþykki meðeigenda dags. 4. október 2000 og samþykki nágranna að Stigahlíð 39 dags. 4. október 2000 fylgja erindinu. Einnig lagt fram samþykki allra eigenda sem grenndarkynningin var send til, mótt. 1. júlí 2002.
Stærð: Rúmmálsaukning bílskúrs 22,1 rúmm.
Gjald kr. 1.061
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 25330 (00.00.000.0)
660169-2379 Íslenskir aðalverktakar hf
Keflavíkurflugvelli 235 Keflavíkurflugvöllu
24.
Þórðarsveigur 2, fjölbýlish. m. 61 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra til fimm hæða steinsteypt fjölbýlishús með 61 íbúð auk þjónustuhúsnæðis og neðanjarðar bílgeymslu fyrir 54 bíla á lóð nr. 2-12 við Þórðarsveig.
Jafnframt er lag til að lóð verði framvegis nr. 2-6 við Þórðarsveig.
Bréf hönnuðar dags. 25. júní 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Hús nr. 2 (matshluti 01) Íbúð kjallari 274 ferm., 1.-4. hæð 407,6 ferm., samtals 1904,4 ferm., 5719,5 rúmm.
Hús nr. 4 (matshluti 02) Íbúð kjallari 222,5 ferm., 1. hæð 389,4 ferm., 2.-4. hæð 405,6 ferm., samtals 1828,7 ferm., 5505,4 rúmm.
Hús nr. 6 (matshluti 03) Íbúð kjallari 48,8 ferm., 1. hæð 472,8 ferm., 2.-5. hæð 466,6 ferm., samtals 2388 ferm., 7244,5 rúmm.
(matshluti 04) Bílgeymsla 1265,9 ferm., 3633,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.175.770
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Helga Bragadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 10070
25.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 21. júní 2002.


Umsókn nr. 519 (01.21.81)
701285-0699 Arkitektar Skógarhlíð sf
Skógarhlíð 18 105 Reykjavík
690497-2719 ÍAV-Ísafl ehf
Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík
26.
Borgartún 25-27 og 31, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. júní 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 5. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Borgartúni 25-27. Jafnframt var lagt fram bréf Kristínar Þ. Ágústsdóttur og Sigurðar Arnar Einarssonar frá 12. þ.m. um málið.


Umsókn nr. 24751 (01.17.312.5)
200364-7919 Valgerður Auður Andrésdóttir
Grettisgata 39 101 Reykjavík
27.
Grettisgata 39, fsp. viðbygging
Lagt fram bréf arkitekta Ólöf & Jon ehf, dags. 24.06.02, varðandi viðbyggingu/stækkun við húsið á Grettisgötu 39.
Jafnframt lögð fram umsögn Árbæjarsafns dags. 24. júní 2002 fylgir erindinu.
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu með vísan til umsagnar Árbæjarsafns. Þegar byggingarleyfisumsókn hefur borist verður erindið grenndarkynnt.

Umsókn nr. 20130 (02.84.53)
700994-2449 Teiknistofan H.G. ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
28.
Hlíðarhús 3-5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. júní 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 5. s.m. um breytingu deiliskipulags Hlíðarhúsa 3-5.


Umsókn nr. 20140 (01.32.85)
170648-3669 Hrafn Gunnlaugsson
Laugarnestangi 65 105 Reykjavík
29.
Laugarnes, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 12. apríl 2002, varðandi kæru vegna Laugarnestanga 65.
Úrskurðarorð:
Deiliskipulag fyrir Laugarnes, sem samþykkt var af borgarráði Reykjavíkur 12. september 2000, er fellt úr gildi að því er varðar lóðina nr. 65 við Laugarnestanga í Reykjavík.
Samþykkt að endurskoða deiliskipulag svæðisins.

Umsókn nr. 20118 (01.54.41)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
30.
Neskirkja, viðbygging
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. þ.m. um auglýsingu deiliskipulags við Neskirkju.


Umsókn nr. 10228 (01.19.01)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
31.
Njálsgötureitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. júní 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 5. s.m. um deiliskipulag Njálsgötureits.


Umsókn nr. 20180 (01.17.42)
32.
Reitur 1.174.2, Grettisgata, Vitastígur, Laugavegur, Barónsstígur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. júní 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 5. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.174.2, sem afmarkast af Grettisgötu, Vitastíg, Laugavegi og Barónsstíg.


Umsókn nr. 20249
33.
Reykjavíkurtjörn, bílgeymsla
Kynnt niðurstaða dómnefndar. Gögnum var dreift á fundinum.


Umsókn nr. 552
34.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 20. júní 2002 á B-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 5. júní 2002.


Umsókn nr. 20246
35.
Skipulags- og byggingarnefnd, áheyrnarfulltrúi
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. júní 2002, að Ólafur F. Magnússon, Vogalandi 5, verði áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í skipulags- og byggingarnefnd og Sveinn Aðalsteinsson, Bergstaðastræti 7 til vara.


Umsókn nr. 20247
36.
Skipulags- og byggingarnefnd, kosning fulltrúa
Lagt fram bréf borgarstjóra varðandi kosningu fulltrúa í skipulags- og byggingarnefnd á fundi borgarstjórnar 20. júní 2002.


Umsókn nr. 25359
37.
Vottun glugga og hurða,
Lagt fram bréf Samtaka iðnaðarins dags. 4. júní 2002 vegna vottunar á gluggum og hurðum.