Aðalskipulag Reykjavíkur,
Hátún 6,
Reitur 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur,
Laugavegsreitir,
Engjateigur 7,
Haðaland 2-8,
Bryggjuhverfi,
Gæludýragrafreitur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa ,
Ólafsgeisli 85,
Laugavegur 59,
Suðurhlíð 38,
Þorláksgeisli 112,
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Barónsstígur 13,
Bröndukvísl 22,
Bæjarháls, Hraunbær,
Fyrirspurn frá Ingu Jónu Þórðardóttur,
Gjaldskrá vegna byggingarleyfa,
Gjaldskrá vegna úttekta og vottorða,
Kjalarnes, vistvæn íbúðabyggð,
Kópavogur,
Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur,
Skipulags- og byggingarnefnd,
Skipulags- og byggingarsvið,
Útilistaverk,
Byggingarnefnd
48. fundur 2001
Ár 2001, miðvikudaginn 31. október kl. 09:00, var haldinn 48. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Óskar Bergsson, Guðmundur Haraldsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gunnar L. Gissurarson og áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Harðarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Ólafur Bjarnason, Þórarinn Þórarinsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Helga Bragadóttir, Jóhannes Kjarval, Ólöf Örvarsdóttir og Sigurður Pálmi Ásbergsson.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 523
1. Aðalskipulag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 ásamt greinargerð, dags. 14. okt. 2001, ásamt skýringarblöðum.
Undir sama lið í fundargerð nefndarinnar frá 14.10.01 var bókað að lögð hefðu verið fram drög að umhverfismati. Slíkt skjal var hins vegar ekki lagt fram og leiðréttist það hér með.
Kynnt. Leiðrétting samþykkt.
Umsókn nr. 10421 (01.23.53)
700994-2449
Teiknistofan H.G. ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
2. Hátún 6, viðbygging
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 19.10.01 ásamt tillögu, dags. 20.09.01, að nýjum íbúðum á lóðinni nr. 6 við Hátún.
Samþykkt að fela Borgarskipulagi að skoða skipulag svæðisins og ræða við umsækjendur um þátttöku í kostnaði við deiliskipulagsvinnu af svæðinu.
Umsókn nr. 10127 (01.19.3)
3. Reitur 1.193, Heilsuverndarstöðvarreitur,
Lögð fram drög að skipulagsforsögn fyrir reit 1.193, "Heilsuverndarreit", sem markast af Barónsstíg, Bergþórugötu, Snorrabraut og Egilsgötu, dags. í október 2001.
Samþykkt.
Umsókn nr. 10428
4. Laugavegsreitir,
Lagt fram yfirlit Borgarskipulags, dags. 30.10.01, um byggingarmagn vegna nýrra deiliskipulagsáætlana í miðborginni.
Kynnt.
Umsókn nr. 10410 (01.36.65)
540671-0959
Ístak hf
Skúlatúni 4 105 Reykjavík
5. Engjateigur 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga ARKÍS ehf, dags. 16.10.01, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Engjateigur 7. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 10.10.01.
Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 10368 (01.86.43)
060729-2559
Jóhannes Einarsson
Lúxemborg
710178-0119
Teiknistofan ehf
Ármúla 6 108 Reykjavík
6. Haðaland 2-8, bílskúr
Lagt fram bréf Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, f.h. Jóhannesar Einarssonar, Haðalandi 4, dags. 18.10.01, varðandi synjun á umsókn um leyfi til að byggja bílskúr í suðausturhorni lóðarinnar nr. 4 við Haðaland.
Niðurstaða skipulagsstjóra staðfest. Ef fallist yrði á slíka breytingu myndi það þýða grundvallarbreytingu á deiliskipulagi.
Umsókn nr. 10423 (04.0)
7. Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Björns Ólafs arkitekts, dags. 05.09.01, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 10-12 við Tangabryggju og nr. 31-33 við Naustabryggju (hús 12), nr. 21-29 Naustabryggju (hús 13), nr. 13-15 við Naustabryggju (hús 14A) og nr.17 við Naustabryggju (lóð 14B). Einnig lagt fram bréf Björgunar ehf, dags. 29.10.01.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 960443
460598-3629
ProMark ehf
Kleppsmýrarvegi 8 104 Reykjavík
8. Gæludýragrafreitur, lóðarumsókn
Lagt fram bréf ProMark ehf, dags. 19.07.01, varðandi umsókn um hvíldarreit fyrir gæludýr.
Samþykkt að skoðað verði hvort kom megi fyrir gæludýrakirkjugarði í Gufunesi við gerð deiliskipulags af svæðinu. Haft skal samráð við heilbrigðiseftirlit og yfirdýralækni.
Umsókn nr. 24016
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa , fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 177 frá 30. október 2001.
Umsókn nr. 23853 (04.12.620.5)
080747-3659
Gísli B Blöndal
Lækjasmári 8 201 Kópavogur
10. Ólafsgeisli 85, einbýlishús á 2 h
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft einbýlishús úr steinsteypu með innbyggðri bílgeymslu á neðri hæð á lóðinni nr. 85 við Ólafsgeisla.
Stærð: xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 23966 (01.17.301.9)
531200-3060
Lóðarafl ehf
Stararima 51 112 Reykjavík
11. Laugavegur 59, Fsp. Hótel og nýbygging.
Spurt er hvort leyft yrði að byggja hæð (5. hæð) ofan á húsið á lóðinni nr. 50 við Laugaveg og byggja fimm hæða nýbyggingu á lóðinni nr. 80 við Hverfisgötu. Byggingarnar yrðu tengdar með svifgangi og samnýttar sem hótel með samtals 91 herbergi. Á hluta jarðhæða beggja húsa yrði einnig komið fyrir verslunum.
Bréf hönnuðar dags. 18. október 2001 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.
Óskar Bergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 23939 (01.78.860.1)
100860-4499
Jón Valur Smárason
Kolbeinsmýri 3 170 Seltjarnarnes
12. Suðurhlíð 38, (fsp) fjölbýlishús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja fjögurra hæða fjölbýlishús með allt að 50 íbúðum og bílgeymslukjallara undir fyrir um 70 bíla í líkingu við fyrirliggjandi frumdrög á lóð nr. 38 við Suðurhlíð.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Þorvaldur S. Þorvaldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 23869 (04.13.570.8)
161063-3129
Snorri Þorsteinn Olgeirsson
Kjarrhólmi 38 200 Kópavogur
13. Þorláksgeisli 112, (fsp) Nýbygging
Lögð fram að nýju fyrirspurn um hvort leyft yrði að byggja tvílyft einbýlishús úr steinsteypu, að mestu í samræmi við meðfylgjandi teikningar, á lóðinni nr. 112 við Þorláksgeisla. Hliðstæð fyrirspurn var afgreidd neikvætt á fundi nefndarinnar 17. okt. s.l.
Nei, ófullnægjandi lausn.
Umsókn nr. 10070
14. Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar Skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 26. október 2001.
Umsókn nr. 23748 (01.17.412.7)
480190-1069
Byggingadeild borgarverkfræð
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
15. >Barónsstígur 13, rishæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.10.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja rishæð (4.hæð) ofan á eftirmeðferðarheimilið á lóðinni nr. 13 við Barónsstíg, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur, dags. 09.08.00, síðast breytt 27.09.01.
Stærð: 4. hæð 99,4 ferm. og 289,5 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 11.870
Samþykkt að frestað afgreiðslu erindisins þar sem verið er að vinna deiliskipulag af svæðinu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 24008 (04.23.551.4)
16. Bröndukvísl 22,
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 23. þ.m., þar sem skýrt er frá samþykkt borgarráðs um frestun á afgreiðslu liðar nr. 13 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar varðandi Bröndukvísl 22.
Umsókn nr. 10283 (04.3)
450599-3529
Fasteignafélagið Stoðir hf
Ármúla 13 108 Reykjavík
060457-4769
Sigmar A Steingrímsson
Hraunbær 120 110 Reykjavík
460886-1399
AM PRAXIS sf
Sigtúni 42 105 Reykjavík
17. Bæjarháls, Hraunbær, miðsvæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23. október 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 3. s.m. um breytt deiliskipulag lóða við Hraunbæ o.fl.
Umsókn nr. 10013
18. Fyrirspurn frá Ingu Jónu Þórðardóttur,
Á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar 24.10.01, lagði Inga Jóna Þórðardóttir fram fyrirspurn um hver væri ástæða þess að ekki hafi enn verið lögð fram tillaga um opnun Hafnarstrætis sem vísað var til skipulags- og byggingarnefndar frá borgarráði í júlí s.l. Einnig lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, dags. 27.07.01.
Frestað.
Inga Jóna Þórðardóttir óskaði bókað:
Ég hlýt að vekja athygli á vinnubrögðum formanns skipulags- og byggingarnefndar í þessu máli. Erindi til nefndarinnar sem sent er frá borgarstjóra í lok júlí og bókað móttekið hjá Borgarskipulagi 1. ágúst 2001 hefur ekki enn verið sett á dagskrá nefndarinnar. Ég óska eftir skriflegri greinargerð frá formanni skipulags- og byggingarnefndar um hvaða vinnureglur gilda um bréf sem berast nefndinni og með hvaða hætti hann tryggi verklag.
Umsókn nr. 24009
19. Gjaldskrá vegna byggingarleyfa,
Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa um gjaldskrá vegna byggingarleyfa.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 24010
20. Gjaldskrá vegna úttekta og vottorða,
Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa um gjaldskrá vegna úttekta og vottorða.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 525
21. Kjalarnes, vistvæn íbúðabyggð,
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19.10.01, varðandi íbúaþing um vistvæna byggð á Kjalarnesi.
Kynnt.
Umsókn nr. 10418
250359-7219
Haraldur Steinn Rúriksson
Klyfjasel 7 109 Reykjavík
22. Kópavogur, Sala- og Seljahverfi
Lagt fram bréf Haraldar Rúrikssonar, Klyfjaseli 7, dags. 11.10.01, ásamt undirskriftalista (341) fólks í efri byggðum Selja- og Salahverfis, varðandi tillögu Kópavogsbæjar um breytt deiliskipulag Rjúpnasala 10, 12 og 14. Einnig lagt fram bréf Borgarskipulags til Bæjarskipulags Kópavogs dags. 19.10.01. Ennfremur lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 19.10.01 ásamt uppdr. dags. 03.07.01, 10.07.01 og 11.07.01.
Umsókn nr. 990446 (01.22.01)
691195-2369
PK-hönnun sf
Ingólfsstræti 1a 101 Reykjavík
23. Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 23. október 2001 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 17. s.m. um Vélamiðstöðvarreit ásamt húsakönnun Árbæjarsafns 2001.
Umsókn nr. 552
24. Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar frá 18. október 2001 á fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. s.m. Borgarstjórn samþykkti 20. lið b-hluta fundargerðarinnar með 8 atkvæðum gegn 7. B-hluti fundargerðarinnar var að öðru leyti samþykktur með samhljóða atkvæðum.
Umsókn nr. 10429
25. Skipulags- og byggingarsvið, starfsáætlun
Lögð fram drög að starfsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2002.
Umsókn nr. 10427
521280-0269
Listasafn Reykjavíkur
Flókagötu 24 105 Reykjavík
26. Útilistaverk, "Ástarbrautarbletturinn"
Lagt fram bréf Kjarvalsstaða, dags. 04.10.01, varðandi staðsetningu útilistaverksins " Ástarbrautarbletturinn" eftir Sigurð Guðmundsson, samkv. uppdr. borgarverkfræðings, dags. 03.10.2001.
Nefndin gerir ekki athugasemd við staðsetningu listaverksins.