Grafarholt,
Reitur 1.133.4, Sólvallagötureitur,
Landspítalalóðir,
Hlíðarhús 3-7, Eir,
Víkurvegur/Reynisvatnsvegur,
Sólheimar 29-35,
Ljósavík 46-50,
Ólafsgeisli 77 ,
Ólafsgeisli 83 ,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Halla- og Hamrahlíðarlönd,
Tryggvagata,
Veiðimannavegur,
Þekkingariðnaður,
Skipulags- og byggingarnefnd
5. fundur 2000
Ár 2000, miðvikudaginn 1. nóvember kl. 09:00, var haldinn 5. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hilmar Guðlaugsson og áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Harðarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þorvaldur S Þorvaldsson, Helga Bragadóttir, Ólafur Bjarnason, Þórarinn Þórarinsson, Sigríður Kristín Þórisdóttir og Jón Árni Halldórsson.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Björn Axelsson og Ingibjörg Guðlaugsdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 478 (41)
681194-2749
Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 28 101 Reykjavík
1. Grafarholt, deiliskipulag og skilmálar austurhluta
Lögð fram tillaga Kanon arkitekta ehf, að deiliskipulagi og skilmálum dags.30.10.00, að austursvæði Grafarholts. Einnig lagðar fram umsagnir umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 12.10.00 og 19.10.00.
Einar Daníel Bragason tók sæti á fundinum kl. 9:13.
Samþykkt að auglýsa tillöguna sem deiliskipulag fyrir svæðið, með þeim breytingum að á uppdráttum verði greint frá mögulegum kirkjugarði á grænu svæði til sérstakra nota og bætt verði inn í skilmála ákvæðum um svalaskýli.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 115
2. Reitur 1.133.4, Sólvallagötureitur, Sólvallagata, Ánanaust, Holtsgata, Framnesvegur.
Að lokinni kynningu eru lögð fram að nýju frumdrög ark. Glámu/Kím að deiliskipulagi reits 1.133.4 dags. í júní 2000. Einnig lögð fram bréf íbúum að Holtsgötu 41, dags. 30.03.00, íbúa Framnesvegi 44, Gunnars Þorsteins Halldórssonar, Framnesvegi 44, dags. 04.04.00, Ólínu Þorvarðardóttur, form. Íbúasamtaka Vesturbæjar, dags. 04.04.00, varðandi byggingu fjölbýlishúss á lóðinni Sólvallagötu 80. Ennfremur lagt fram bréf Ara Þórðarsonar dags. 20.06.00 varðandi nýbyggingu á lóð nr. 78 við Sólvallagötu skv. uppdr. ES teiknistofu dags. 20.06.00. Málið var í kynningu frá 17. júlí til 15. ágúst.
Athugasemdabréf bárust frá: Íbúasamtökum Vesturbæjar, dags. 30.07.00, Gissur og Pálma hf, dags. 01.08.00, eigendum að Holtsgötu 33, kj. dags. 11.08.00, íbúum Holtsgötu 33 og 35, mótt. 10.08.00, íbúum Holtsgötu 31, mótt. 14.08.00, Íbúasamtöktum Vesturbæjar, dags. 30.07.00 og eigendum Framnesvegar 46 dags. 5.09.00, Gunnari Þorsteini Halldórssyni, Framnesvegi 44, dags. 20.09.00. Lagðir fram nýir uppdr. Glámu-Kím dags. í okt. 2000. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 30.10.00 og tillaga Borgarskipulags á breytingu á aðalskipulagi dags. 31.10.00.
Árni Þór Sigurðsson vék af fundi kl. 10:49.
Samþykkt að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem óverulega breytingu. Afgreiðslu deiliskipulagstillögu frestað.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 507 (11.98)
3. Landspítalalóðir,
Lagðar fram til kynningar hugmyndir White-arkitekta að hugsanlegri framtíðaruppbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut, í Fossvogi og að Vífilsstöðum.
Kristín Blöndal tók sæti á fundinum kl. 10:59.
Framlagðar hugmyndir kynntar.
Umsókn nr. 510 (28.45.3)
4. Hlíðarhús 3-7, Eir, stækkun
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar f.h. Hjúkrunarheimilisins Eir dags. 24.10.00, varðandi byggingu hjúkrunarálmu á lóð nr. 3-7 við Hlíðarhús skv. uppdráttum sama, dags. 30.7.00. Einnig lagt fram líkan.
Samþykkt að auglýsa tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 380 (29)
5. Víkurvegur/Reynisvatnsvegur, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 28.07.00, varðandi gerð gatnamóta Vesturlandsvegar og Víkurvegar svo og lagningu Reynisvatnsvegar upp að Reynisvatni. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að breytingu á Aðalskipulagi dags.30.10.00 og uppdrættir Borgarverkfræðings dags. 11.8.00 og 19.1.00 ásamt bréfi umferðardeildar dags. 21.10.00. Ennfremur lögð fram bókun heilbrigðis- og umhverfisnefndar frá 14.09.00 og uppdráttur vinnustofunar Þverár, dags. 25.09.00.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi með fyrirvara um mat á umhverfisáhrifum.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 19887 (01.43.350.3)
641095-3039
Húsráð ehf
Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík
6. Sólheimar 29-35, (fsp) ofanábygging/ nr. 29-33
Lagðir fram að nýju uppdrættir Teiknistofunnar Háaleiti, dags. í janúar 2000, br. október 2000. Einnig lögð fram bréf Lögmanna við Austurvöll, dags. 01.12.99 og 06.01.00, bréf kærunefndar fjölbýlishúsamála, dags. 24. maí 2000 ásamt áliti, dags. 23.05.00. Ennfremur lagt fram bréf Lögmanna við Austurvöll, dags. 28.06.00, bréf Lögmanna Höfðabakka 9, dags. 02.10.00 og greinargerð dags. 06.10.00. Jafnframt lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 23.10.00 og bréf Lögmanna við Austurvöll, dags. 27.10.00.
Frestað.
Samþykkt að veita Lögmönnum við Austurvöll umbeðin frest til andmæla.
Júlíus Vífill Ingvarsson tók ekki þátt í afgreiðslu erindisins.
Umsókn nr. 22050 (02.35.660.4)
560589-1159
Gissur og Pálmi ehf
Staðarseli 6 109 Reykjavík
7. Ljósavík 46-50, Fjölb. m.6 íb.og 3 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum og þrem innbyggðum bílgeymslum í kjallara á lóð nr. 46-50 við Ljósavík.
Lagt er til að húsið verði framvegis nr. 46-48 við Ljósavík.
Stærð: Íbúð kjallari 46,8 ferm., 1. hæð 352,6 ferm., 2. hæð 352,6 ferm., bílgeymslur 88,3 ferm., samtals 840,3 ferm., 2594,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 106.383
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 22045 (04.12.620.1)
160769-2979
Ívar Örn Þrastarson
Furugerði 15 108 Reykjavík
8. >Ólafsgeisli 77 , einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu, einangrað og klætt með steinflísum og múrkerfi að utan á lóðinni nr. 105 við Ólafsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 62,2 ferm., 2. hæð 86,4 ferm., bílgeymsla 36,6 ferm. Samtals 185,2 ferm og 622,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 25.506
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 21879 (04.12.620.4)
240851-4749
Jónas Björnsson
Blómsturvellir 270 Mosfellsbær
9. Ólafsgeisli 83 , Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 83 við Ólafsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 51,1 ferm., 2. hæð 115,5 ferm., bílgeymsla 28,1 ferm. Samtals 194,7 ferm. og 659,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 27.031
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 22093
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 132 án liðar nr. 14.
Umsókn nr. 465
11. Halla- og Hamrahlíðarlönd, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að auglýsingu um forval vegna skipulagsvinnu að nýjum hverfum í Hamrahlíðarlöndum undir Úlfarsfelli dags. 22.10.00.
Samþykkt.
Umsókn nr. 508 (11.18)
12. Tryggvagata, stöðubann
Lögð fram tillaga umferðaröryggisnefndar dags. 26.10.00 um að setja stöðubann frá enda gjaldtökustæða við Tryggvagötu 28 og að Pósthússtræti.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 509 (42)
13. Veiðimannavegur, stöðvunarskylda
Lögð fram tillaga umferðaröryggisnefndar dags. 26.10.00 um að sett verði stöðvunarskylda á Veiðimannaveg gagnvart umferð við Straum.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 501
14. Þekkingariðnaður, skoðanakönnun
Kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunar Reykjavíkurborgar á Agora - fagsýningu þekkingariðnaðarins í Laugardalshöll 12.-13. október 2000.
Frestað.