Skeiðarvogur

Skjalnúmer : 9369

14. fundur 1999
Skeiðarvogur, gönguþverun
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 26.05.99, varðandi lagningu göngustígs yfir hluta lóðarinnar Fákafen nr. 9 og samnings við lóðarhafa af því tilefni.


13. fundur 1999
Skeiðarvogur, gönguþverun
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 09.03.99, varðandi gönguþverun Skeiðarvogs. Málið var í auglýsingu frá 16.04. til 14.05.99, athugasemdafrestur var til 28.05.99.
Nefndin samþykkir að leggja til við borgarráð að það samþykki umrædda breytingu á aðalskipulagi í Reykjavík.

9. fundur 1999
Skeiðarvogur, gönguþverun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16.3.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 15. s.m. um undirgöng undir Skeiðarvog við Suðurlandsbraut.


7. fundur 1999
Skeiðarvogur, gönguþverun
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 09.03.99, varðandi gönguþverun Skeiðarvogs.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýst verði breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur í samræmi við framlagða tillögu sem nefndin lýsir ánægju sinni með.

7. fundur 1998
Skeiðarvogur, þrenging götu
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3.3.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26.1.98 um þrengingu Skeiðarvogs.


2. fundur 1998
Skeiðarvogur, þrenging götu
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 21.11.97 ásamt útfærslu gatnadeildar borgarverkfræðings, dags. 23.01.98, að fækkun akreina og bættum göngutengslum og bréfi gatnamálastjóra, dags. 23.1.98.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum að kynna tillögu að útfærslu, merkta nr. 3, fyrir foreldrafélögum og íbúum í hverfinu. (Jóna Gróa Sigurðardóttir og Halldór Guðmundsson sátu hjá)

24. fundur 1997
Skeiðarvogur, þrenging götu
Lögð fram að nýju frumdrög Borgarskipulags, dags. 21.11.97 að fækkun akreina og bættum göngutengslum, ásamt bréfum foreldrafélags Vogaskóla og foreldrafélags Langholtsskóla, dags. 12.09.97, varðandi umferðarmál í skólahverfunum.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir svohljóðandi bókun með 6 samhlj. atkvæðum (Jóna Gróa Sigurðardóttir sat hjá). "Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að þrengja götuna Skeiðarvog, úr 4 akreinum í 2 í tilraunaskyni, á kaflanum frá Gnoðarvogi að Sæbraut. Borgarskipulagi og umferðardeild falið að útfæra bráðabirgðaþrengingu. Tilraunin nái til eins árs. Athugaðir verði möguleikar á að umferð ökutækja yfir 6 tonn að heildarþyngd, annarra en vagna SVR, verði bönnuð á Skeiðarvogi frá Sæbraut að Suðurlandsbraut. Ennfremur verði athugað hvort gangbrautarljós þurfi á Skeiðarvog á aðalgönguleið að Vogaskóla."

23. fundur 1997
Skeiðarvogur, þrenging götu
Lagt fram bréf Kristins Gestssonar f.h. foreldrafélags Vogaskóla og Óskars Sigurðssonar f.h. foreldrafélags Langholtsskóla dags. 12.09.97 varðandi umferðarmál í skólahverfum Voga- og Langholtsskóla. Einnig lögð fram til kynningar frumdrög Borgarskipulags, dags. 21.11.97, að fækkun akreina og bættum göngutengslum.
Frestað.