Akrasel 27,
Álfaland 4,
Álfsnes 125650,
Ármúli 7,
Bankastræti 2,
Barðastaðir 67,
Bergstaðastræti 60,
Bíldshöfði 18,
Bragagata 29A,
Bústaðavegur 130,
Esjugrund 62,
Fiskislóð 14,
Fífusel 24,
Flókagata 43,
Hagamelur 67,
Hæðargarður 14,
Ingólfsstræti 8,
Kambsvegur 11,
Kirkjusandur 2,
Kirkjustétt 2-6,
Kirkjustétt 2-6,
Klettagarðar 21,
Klettháls 1,
Klettháls 3,
Laugarásvegur 8,
Laugavegur 168,
Laugavegur 170-172,
Laugavegur 55,
Láland 1-7,
Mjóstræti 10,
Ólafsgeisli 103,
Ólafsgeisli 125,,
Pósthússtræti 5,
Reynimelur 63,
Safamýri 35,
Safamýri 43,
Sigtún 38,
Skólavörðustígur 24,
Sléttuvegur 15-17,
Smiðjustígur 4,
Sogavegur 164,
Starengi 6,
Stóragerði 23,
Svarthamrar 27-70,
Thorsvegur 1,
Vesturgata 21,
Þorláksgeisli 120,
Öldugata 17,
Kirkjuteigur 25,
Lindargata 46-48,
Pósthússtræti 2,
Fiskislóð 73,
Flókagata 67,
Frakkastígur 12-12A,
Háagerði 20,
Háteigsvegur 2,
Hólmgarður 3,
Höfðabakki 1,
Kambsvegur 27,
Látrasel 11,
Njálsgata 20,
Skúlagata 54,
Vatnsveituv. Fákur 112470,
Víðihlíð 5-11,
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 558/2003
327. fundur 2004
Árið 2004, þriðjudaginn 7. desember kl. 09:25 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 327. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 30619 (04.94.320.5)
130758-6149
Páll Haraldsson
Akrasel 27 109 Reykjavík
1. Akrasel 27, sólstofa o.fl.
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu ásamt sólstofu að suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 27 við Akrasel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. júní 2004 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun viðbygging xx, sólstofa xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Að þeim uppfylltum verður málið sent skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Umsókn nr. 30470 (01.84.710.6 02)
250259-3609
Guðbjörg Haraldsdóttir
Naustabryggja 26 110 Reykjavík
2. Álfaland 4, gluggar á suðausturhlið kjallara
Sótt er um leyfi til að koma fyrir gluggum á suðausturhlið geymslu og tómstundaherbergis í kjallara hússins nr. 2-4 við Álfaland.
Bréf meðumsækjenda dags. 25. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Samþykki nokkurra meðeigenda fylgir áritað á teikningu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30272 (00.01.000.0 00)
600269-2919
Skotfélag Reykjavíkur
Engjavegi 6 104 Reykjavík
3. Álfsnes 125650, félagsheimili
Sótt er um leyfi til þess að byggja félagsheimili Skotfélags Reykjavíkur (matshl. 01) á lóð félagsins á norðanverðu Álfsnesi.
Um er að ræða tvö flutningshús úr timbri sem áður stóðu við Sporhamra í Grafarvogi, útliti húsanna er breytt og húsin tengd saman með viðbyggingu úr gleri.
Stærð: Félagsheimili (matshl. 01) kjallari 41,2 ferm 1. hæð 189,3 ferm. Samtals 230,5 ferm. og 697,1 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 37.643
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 30407 (01.26.210.1)
700392-2449
Samhugur ehf
Langagerði 116 108 Reykjavík
420503-3340
E.B. Fasteignir ehf
Langagerði 3 108 Reykjavík
4. Ármúli 7, matshl. 01 - br. veitingah.
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á fyrstu hæð, breyta fyrirkomulagi og skráningu í kjallara og breyta skyndibitastað í veitingahús á fyrstu hæð hússins (matshluta 01) á lóðinni nr. 7 við Ármúla.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að koma fyrir gasgeymslu sunnan við húsið.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 5. nóvember 2004 fylgir erindinu. Samþykki nágranna Ármúla 9 dags. 18. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400 + 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 30447 (01.17.010.1)
700485-0139
Minjavernd hf
Amtmannsstíg 1 101 Reykjavík
5. Bankastræti 2, núverandi fyrikomulag
Sótt er um leyfi fyrir núverandi skipulagi og fyrirkomulagi brunavarna húsanna nr. 2 við Bankastræti, nr. 3 við Lækjargötu og nr. 1 við Amtmansstíg á lóðinni nr. 2 við Bankastræti í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 8. okt. 2004.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 29969 (02.40.430.4)
130260-3309
Geir Sigurðsson
Engihjalli 9 200 Kópavogur
6. Barðastaðir 67, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni 67 við Barðastaði.
Stærð: Íbúð 1. hæð 250,3 ferm. 2. hæð 198,5 ferm., bílgeymsla 41,9 ferm.
Samtals 492,5 ferm. og 1833,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400+ 5.400 + 99.025
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 30467 (01.19.700.1)
270674-4889
Albert Steinn Guðjónsson
Bergstaðastræti 60 101 Reykjavík
7. Bergstaðastræti 60, leiðr. á aðaluppdráttum dags 07.09.04
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttingu á uppdráttum af húsinu á lóðinni nr. 60 við Bergstaðastræti.
Nöfn hæða eru leiðrétt á grunnteikningum og sýnd er stækkun íbúðar 0301 fram í anddyri í sameign.
Samþykki meðeigenda dags. 18. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 30606 (04.06.500.2)
240253-4889
Magnús Árnason
Lindasmári 10 201 Kópavogur
290684-2269
Rakel Dísella Magnúsdóttir
Lindasmári 10 201 Kópavogur
180155-2019
Guðný María Guðmundsdóttir
Lindasmári 10 201 Kópavogur
8. Bíldshöfði 18, bráðabirgða samnýting rýma
Sótt er um leyfi til að samnýta til bráðabirgða notaeiningar 0202 og 0208 í matshluta 03 (framhús) á lóðinni nr. 18 við Bíldshöfða. Jafnframt verði innra fyrirkomulagi breytt.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30269 (01.18.622.0 02)
220679-4899
Guðmundur Einar Einarsson
Klukkurimi 81 112 Reykjavík
9. Bragagata 29A, áðurgerð íbúð í risi, breytt útlit
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð á 3. hæð (rishæð) hússins nr. 29A við Bragagötu.
Jafnframt er innra fyrirkomulagi á hæðinni breytt og sótt um leyfi til þess að koma fyrir gluggum á suðaustur- og norðvesturgafli hússins.
Íbúðarskoðanir dags. 19. maí 2000 og 3. desember 2004 fylgja erindinu. Kaupsamningur dags. 28. júní 2004 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. 23. júlí 2004 fylgir erindinu.
Afsal dags. 2. október 1950 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 30540 (01.87.100.4)
690586-1509
JARL ehf
Krókabyggð 3a 270 Mosfellsbær
10. Bústaðavegur 130, breytt innra fyrirkomulag
Sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi og m.a. koma fyrir tveimur spilakössum og djúpsteikingaraðstöðu á 1. hæð í söluturni (fyrrverandi biðskýli) á lóðinni nr. 130 við Bústaðaveg.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Leyfið tekur ekki til reksturs spilakassa.
Komi til lyktmengunar í nágrenni verður umsækjandi að endurbæta loftræiskerfi á eigin kostnað.
Umsókn nr. 30616 (32.47.531.0)
270172-4319
Magnús Kristinsson
Esjugrund 62 116 Reykjavík
11. Esjugrund 62, byggja bílskúr
Sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr úr steinsteypu á lóðinni nr. 62 við Esjugrund.
Stærð: Bílskúr 34,3 ferm. og 113,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 +6.113
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 30590 (01.11.500.5)
530390-1449
Ísfell ehf
Fiskislóð 14 101 Reykjavík
12. Fiskislóð 14, br. á girðingu og bílast.
Sótt er um leyfi til þess að breyta girðingu við norðausturhlið og fækka bílastæðum á lóð nr. 14 við Fiskislóð.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 30478 (04.97.060.3 03)
070649-4549
Anna F Bernódusdóttir
Fífusel 24 109 Reykjavík
13. Fífusel 24, klæðning
Sótt er um leyfi til þess að klæða raðhús nr. 24 með steniplötum á lóð nr. 20-36 við Fífusel.
Bréf f.h. umsækjanda dags. 8. nóvember 2004 og samþykki meðeigenda og sumra meðlóðarhafa dags. 15. júlí 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Húseigendur geri grein fyrir óleyfisklæðningu á húsi.
Umsókn nr. 30481 (01.24.531.2)
040861-5569
Sigfús Ólafsson
Flókagata 43 105 Reykjavík
14. Flókagata 43, leiðrétt skráning
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttri skráningu og leiðréttum uppdráttum af húsinu á lóðinni nr. 43 við Flókagötu.
Anddyri í kjallara er nú sýnt sem séreign kjallaraíbúðar.
Samþykki meðeigenda dags. 16. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 30600 (01.52.500.7)
131223-3669
Þorsteinn Valdimarsson
Vesturbrún 28 104 Reykjavík
15. Hagamelur 67, skyndibitastaður
Sótt er um leyfi til þess að starfrækja skyndibitastað í söluturni (rými 0103) í húsinu nr. 67 við Hagamel.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. nóvember 2004 (v. fyrirspurnar) og umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 5. nóvember 2004 fylgja erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. 24. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30584 (01.81.800.7)
230836-3969
Gréta Þórs Sigmundsdóttir
Hæðargarður 14 108 Reykjavík
031141-2579
Kristján Karl Normann
Hæðargarður 14 108 Reykjavík
16. Hæðargarður 14, klæða húsið byggja anddyri o.fl.
Sótt er um leyfi til þess að byggja anddyrisviðbyggingu að norðurhlið, byggja verönd að suðurhlið og klæða utan með trapisujárni húsið á lóðinni nr. 14 við Hæðargarð.
Á teikningum er gerð grein fyrir áður gerðum geymsluskúr á lóð, áður uppsettum sjónvarpsdiski og áður gerðu bílastæði á lóð. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. desember 2004 fylgir erindinu.
Umsögn burðarvirkishönnuðar vegna klæðningar dags. 26. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, anddyri 11,8 ferm. og 35,1 rúmm.
áður gerður geymsluskúr 4,7 ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30549 (01.17.030.8)
030775-4309
Ingibjörg Ágústa Grétarsdóttir
Ingólfsstræti 8 101 Reykjavík
17. Ingólfsstræti 8, innr. testofu í versl.
Sótt er um leyfi til þess að innrétta litla testofu í verslun í viðbyggingu og kjallara á lóð nr. 8 við Ingólfsstræti.
Samþykki sumra meðeigenda dags. 6. maí 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vantar samþykki Búálfa.
Umsókn nr. 30604 (01.35.310.3)
151157-4599
Auður Hugrún Jónsdóttir
Kambsvegur 11 104 Reykjavík
18. Kambsvegur 11, breytt skráning, einbýli
Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 11 við Kambsveg.
Gerð er grein fyrir rýmum í kjallara og breyttu fyrirkomulagi á fyrstu hæð húss.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30611 (01.34.510.1)
550500-3530
Íslandsbanki hf
Kirkjusandi 2 155 Reykjavík
19. Kirkjusandur 2, br á byggingartíma
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem orðið hafa á byggingartíma matshluta 12 frá því sem samþykkt var 29. apríl 2003 á lóðinni nr. 2 við Kirkusand.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 30531 (04.13.220.1)
600269-2599
Smáragarður ehf
Skemmuvegi 2a 200 Kópavogur
700189-2369
Trésmiðja Snorra Hjaltason hf
Kirkjustétt 2-6 113 Reykjavík
20. Kirkjustétt 2-6, matvöruv. og lyfjav. matshl. 01
Sótt er um leyfi til þess að fækka eignum úr þremur í tvær og innrétta matvöruverslun (0101) ásamt lyfjaverslun (0102) í húsi nr. 2 (matshl. 01) á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30532 (04.13.220.1)
700189-2369
Trésmiðja Snorra Hjaltason hf
Kirkjustétt 2-6 113 Reykjavík
21. Kirkjustétt 2-6, kennslust., blómav. mhl. 03
Sótt er um samþykki fyrir smá breytingum á innréttingu veitingastaðar á 1. hæð húss nr. 4 (matshl. 02), leyfi til þess að setja upp gasgeymslu fyrir veitingastað við norðurhlið húss nr. 4, leyfi til þess að fjölga eignum úr fjórum í fimm í húsi nr. 6 (matshl. 03) og innrétta bráðabirgða kennslustofu fyrir myndmenntarkennslu Ingunnarskóla (0104) ásamt blómabúð (0105) í þjónustubyggingu nr. 6 á lóð nr. 2-6 við Kirkjustétt.
Jafnframt er erindi 29753 dregið til baka.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30353 (01.32.440.1)
680380-0319
Sjónvarpsmiðstöðin ehf
Síðumúla 2 108 Reykjavík
22. Klettagarðar 21, br. á hæðarkóta
Sótt er um leyfi til þess að hækka nýsamþykkt vörugeymsluhús, breyta þakglugga og hækka gólfkóta um 10 sm til samræmis við hæðarkóta á hæðarblaði fyrir atvinnuhúsið á lóð nr. 21 við Klettagarða.
Brunahönnun VSI dags. 18. október 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Rúmmálsaukning vegna hækkunar 1421,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 76.777
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 30520 (04.34.280.1)
621194-2169
H.Hauksson ehf
Vesturási 47 110 Reykjavík
23. Klettháls 1, Klettháls 1A breyting inni og úti
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir millilofti og breyta innra fyrirkomulagi hússins nr. 1A á lóðinni nr. 1 við Klettháls.
Stærð: Stækkun milliloft xx ferm.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30485 (04.34.230.1)
450493-2959
Grandavör ehf
Skerplugötu 2 101 Reykjavík
24. Klettháls 3, milligólf o.fl.
Sótt er um leyfi til að gera milligólf í notaeiningu 0101 í suðurhluta hússins nr. 3 við Klettháls. Jafnframt er sótt um leyfi til að gera tvennar svalir, breyta útliti suðurgafls.
Erindinu fylgir bréf skiptastjóra dags. 9. nóv. 2004 og samþykki meðeiganda dags. 19. nóvember 2004.
Stækkun: Milligólf 359,3 ferm.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30595 (01.38.030.1)
280657-2639
Haukur Lárus Hauksson
Laugarásvegur 8 104 Reykjavík
240619-4749
Hrefna Líneik Jónsdóttir
Norðurbrún 1 104 Reykjavík
25. Laugarásvegur 8, reyndarteikningar
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á matshlutum á lóðinni nr. 8 við Laugarásveg. Á teikningum er gerð grein fyrir útgröfnum kjallara og breyttum stærðum á matshluta 02.
Stækkun matshluta 02: 34,1 ferm. og 75 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 4.050
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30541 (01.25.000.1)
480102-2310
Mænir ehf
Hlíðasmára 15 201 Kópavogur
26. Laugavegur 168, br. hluti 2. h (Hekla)
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi austasta hluta 2. hæðar, breyta útliti suðurhliðar 2. hæðar, fjölga keyrsludyrum á húsi nr. 170 að bílaplani og breyta bílastæðum á suðurhluta lóðar nr. 168 við Laugaveg. útgröfnum kjallara og stækkun
Samþykki meðlóðarhafa dags. 16. nóvember 2004 (og á teikningu) ásamt samkomulagi um umferð frá aðlægri lóð innfært 22. apríl 1996 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Leiðrétta fjölda bílastæða.
Umsókn nr. 30542 (01.25.020.1)
480102-2310
Mænir ehf
Hlíðasmára 15 201 Kópavogur
27. Laugavegur 170-172, br. á 1. og 2. h nr. 170
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi verslunarhluta 1. hæðar húss nr. 170, breyta útlit 1. hæðar norðurhliðar og setja upp tvö 4,8 ferm. skilti á skyggni, breyta innra skipulagi núverandi varahlutalagers og hólfa frá hluta verkstæðis á 2. hæð með opnun að suðurhluta aðlægrar lóðar, fell niður stiga í lager 2. hæðar, byggja milliloft inn í verkstæðisrými 2. hæðar og breyta bílastæðum norðan við í húsi nr. 170 þannig að bílastæðum fjölgar um fimm bílastæði á lóð nr. 170-174 við Laugaveg.
Stærð: Milliloft 56,3 ferm.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30309 (01.17.302.0)
280563-3909
Kolbrún S Guðmundsdóttir
Holtagerði 37 200 Kópavogur
28. Laugavegur 55, veitingahús
Sótt er um leyfi til að breyta notkun verslunar- og vörugeymsluhúsnæðis á lóðinni nr. 55 við Laugaveg í veitingarekstur. Veitingareksturinn verði í austasta hluta framhúss og á efri og neðri hæð bakhúss. Í húsnæðinu verði allt að 52 gestir að hámarki.
Erindið var í hagsmunaaðilakynningu frá 29. október til 12. nóvember 2004. Athugasemdir bárust.
Gjald. kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30303 (01.87.400.1)
190368-3009
Bjarki H Diego
Láland 5 108 Reykjavík
020169-5169
Svanhvít Birna Hrólfsdóttir
Láland 5 108 Reykjavík
29. Láland 1-7, stækkun húss
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu að suðurhlið hússins nr. 5 á lóðinni nr. 1-7 við Láland.
Eldhúsi verður komið fyrir í viðbyggingunni.
Jafnframt er þakkantur fjarlægður og steypuskemmdir lagfærðar.
Samþykki meðlóðarhafa og eigenda húss nr. 9 og 11 við Láland dags. 10. október 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun viðbygging 18,6 ferm. og 68,1 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 3.677
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 29398 (01.13.653.3)
150868-3199
Örn Ægisson
Grandavegur 37 107 Reykjavík
30. Mjóstræti 10, br. vinnustofu í íbúðarh.
Sótt er um leyfi til þess að klæða með bárujárni bakhús nr. 10A (matshluta 02), breyta gluggum og breyta vinnustofu í íbúðarhúsnæði á lóð nr. 10 við Mjóstræti.
Samþykki eiganda Grjótagötu 12 dags. 7. maí 2004, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. maí 2004, bréf skipulagsfulltrúa dags. 7. júní 2004 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. júní 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vantar samþykki meðlóðarhafa. Ítrekað er að stöðvun gildir um allar framkvæmdir í húsinu. Umsækjanda er bent á að sbr. 80. gr. laga um fjöleignarhús geta eigendur, einn eða fleiri, leitað álits kærunefndar fjöleignarhúsamála greini þá á um hvort samþykki meðeigenda er þörf og þá hversu margra.
Umsókn nr. 30283 (04.12.640.5)
150767-5479
Sveinn Arnarson
Gvendargeisli 40 113 Reykjavík
31. Ólafsgeisli 103, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, einangrað að innan og steinað að utan, á lóð nr. 103 við Ólafsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 106,5 ferm., 2. hæð 139,1 ferm., bílgeymsla 31,5 ferm., samtals 276,6 ferm., 865,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 46.721
Frestað.
Lagfæra skráningu.
Umsókn nr. 30610 (00.00.000.0 04)
120772-5709
Kjartan Long
Ólafsgeisli 125 113 Reykjavík
32. Ólafsgeisli 125,, nýr glugga á vesturhlið
Sótt er um leyfi til að setja glugga á geymslu við vesturhlið á neðri hæð tvíbýlishússins nr. 125 við Ólafsgeisla.
Erindinu fylgir samþykki meðeigenda dags. 25. nóv. 2004 áritað á teikningu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 30607 (01.14.030.7)
480190-1069
Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
33. Pósthússtræti 5, símaver á 3. hæð
Sótt er um leyfi til að koma fyrir símaveri með starfsmannaaðstöðu á þriðju hæð hússins nr. 5 við Pósthússtræti. Jafnframt verði salur fyrir félagsaðstöðu minnkaður sem þessu nemur.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30617 (01.52.430.2)
150956-5959
Jón Ólafur Skarphéðinsson
Reynimelur 63 107 Reykjavík
040859-3309
Hólmfríður Jónsdóttir
Reynimelur 63 107 Reykjavík
34. Reynimelur 63, tröppur af svölum
Sótt er um leyfi til þess að gera tröppur af svölum efri hæðar niður á þak bílgeymslu, koma fyrir girðingu á þaki bílgeymslu og setja tröppur af þaki bílgeymslu niður í garð hússins á lóðinni nr. 63 við Reynimel.
Samþykki meðeigenda dags. 30. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30614 (01.28.140.3)
110959-5679
Ólöf Guðríður Árnadóttir
Safamýri 35 108 Reykjavík
081247-3829
Helgi Bjarnason
Safamýri 35 108 Reykjavík
230256-4629
Svanhildur Edda Þórðardóttir
Safamýri 35 108 Reykjavík
310347-7369
Örn Sævar Ingibergsson
Safamýri 35 108 Reykjavík
35. Safamýri 35, reyndarteikning
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 35 við Safamýri.
Gerð er grein fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi kjallara og breyttri stærð íbúðar í kjallara.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30601 (01.28.140.6)
181248-4599
Katla Leósdóttir
Brautarholt 2 105 Reykjavík
250870-3889
Ólafur Þorsteinn Kjartansson
Kvisthagi 16 107 Reykjavík
36. Safamýri 43, dyr út í garð
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir garðdyrum og byggja verönd að vestur- og norðurhlið kjallaraíbúðar hússins á lóðinni nr. 43 við Safamýri.
Samþykki meðeigenda dags. 9. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 30633 (01.36.600.1)
691289-2499
Húseignarfélagið Sigtún 38 ehf
Sigtúni 38 105 Reykjavík
37. Sigtún 38, Stækkun við gafla, br. hótelh. o.fl.
Sótt er um leyfi til þess að byggja ofan á 3. hæð suðausturhluta Grand Hótels (D-álma) samtals 9 hótelherbergi, lengja hótelálmur við gafla í norður og suður, setja dyr á vesturhlið salar á 4. hæð, breyta hluta hótelherbergja, fjölga snyrtingum við ráðstefnumiðstöð, breyta sal í kjallara og fjarlægja hárgreiðslustofu í kjallara hótelsins á lóð nr. 38 við Sigtún.
Stærð: Stækkun xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 29145 (01.18.120.6)
280145-4249
Lára Ingibjörg Ólafsdóttir
Skólavörðustígur 24 101 Reykjavík
38. Skólavörðustígur 24, hækka og br.
Sótt er um leyfi til þess að byggja eina hæð úr timbri klæddu bárujárni ofan á húsið á lóðinni nr. 24 við Skólavörðustíg.
Málið var í kynningu frá 5. október til 2. nóvember 2004. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. nóvember 2003 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Samþykki nágranna Skólavörðustíg 22B og 24A, dags. 25. maí 2004 fylgir erindinu.
Yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 10. september 2004, umsögn Árbæjarsafns dags. 29. nóvember 2004 og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 25. nóvember 2004 fylgja erindinu.
Stækkun: 55,0 ferm.og 169,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 9.153
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 30609 (01.79.100.1 02)
430693-2049
Sléttuvegur 15-17,húsfélag
Sléttuvegi 15-17 103 Reykjavík
39. Sléttuvegur 15-17, nr. 17, stækka íbúð 06.01
Sótt er um leyfi til að afleggja sameiginlegt þvottahús á sjöttu hæð hússin nr. 17 á lóðinni nr. 15-17 við Sléttuveg og stækka íbúð 0601 sem því nemur. Jafnframt verði skráning hússins leiðrétt.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Sigurður Pálmi Ásbergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 29046 (01.17.111.4)
130648-2239
Sverrir Agnarsson
Smiðjustígur 4 101 Reykjavík
141177-5409
Ómar Sverrisson
Smiðjustígur 4 101 Reykjavík
40. Smiðjustígur 4, ofanábygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja hæð og ris ofan á húsið á lóðinni nr. 4 við Smiðjustíg.
Fjórða hæð (áður ris) og ný rishæð yrði ein íbúð, geymslur og sameiginlegt þvottahús.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2003 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. 18. febrúar 2004 fylgir erindinu.
Samþykki nágranna Laugavegi 13 og Smiðjustíg 6 fylgir erindinu.
Jafnframt lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. apríl 2004 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2004.
Stærð: Stækkun 108,9 ferm. og 232,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 12.560
Frestað.
Enn eru gerðar athugasemdir við skráningu.
Umsókn nr. 30256 (01.83.100.1)
610269-5599
Sparisjóður Hafnarfjarðar
Strandgötu 8-10 220 Hafnarfjörður
41. Sogavegur 164, endurnýjað byggingarleyfi frá 12.11.2002
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 12. nóv. 2002, þar sem sótt var um "leyfi til þess að byggja léttbyggt anddyri við norðurhlið og steinsteypta bílgeymslu við vesturhlið ásamt stækkun íbúðar ofan á bílgeymslu á lóð nr. 164 við Sogaveg."
Samþykki nágranna dags. 6. nóv. 2004 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 23. apríl 2001 sem fylgdi erindinu þegar það var samþykkt upphaflega. Málið var í kynningu frá 14. ágúst til 12. september, framlengd til 15. sept. 2001. Jafnframt lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. desember 2004 og umsögn skipulagsfulltrúa dags . 30. nóvermber 2004.
Stærð: Viðbygging íbúð 31,2 ferm., bílgeymsla 24,8 ferm., samtals 59,8 ferm., 121,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 6.555
Synjað.
Samræmist ekki deiliskipulagi sbr. umsögn skipulagsfulltrúa frá 30. nóvember 2004.
Umsókn nr. 30185 (02.38.400.2)
020265-4859
Ingi Pétur Ingimundarson
Hraunbær 112 110 Reykjavík
42. Starengi 6, 6 námsmannaíbúðir
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö einnar hæðar hús (matshl. 01 og 02) úr forsteyptum einingum með samtals sex námsmannaíbúðum á lóðinni nr. 6 við Starengi.
Íbúðirnar eru ætlaðar til útleigu og sama eignarhald er á öllum íbúðum matshluta 01 og 02.
Stærð: Matshl. 01: 1. hæð 129,5 ferm. og 426,7 rúmm.
Matshl. 02; 1. hæð 149,0 ferm. og 491,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 49.583
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal kvöð um eignarhald. Skila skal vottun eininga fyrir úttekt á botnplötu.
Umsókn nr. 30444 (01.80.400.3)
130655-3359
Guðrún Ingibjörg Ólafsdóttir
Stóragerði 23 108 Reykjavík
250946-4499
Birgir Vilhelmsson
Stóragerði 23 108 Reykjavík
100669-4989
Sigrún Björnsdóttir
Stóragerði 23 108 Reykjavík
43. Stóragerði 23, áður gerðar breytingar
Sótt er um leyfi til að breyta og stækka íbúð á fyrstu hæð hússins nr. 23 við Stóragerði á kostnað annarra íbúða í húsinu. Jafnframt er sótt um leyfi til að gera viðbótarbílastæði þannig þau verði þrjú á lóðinni. Ennfremur er sótt um breytingu á skráningu þannig að áður skráður kjallari verði fyrsta hæð. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. desember 2004 fylgir erindinu.
Stækkun:
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 29980 (02.29.610.1)
120247-3289
Þórunn Pálmadóttir
Svarthamrar 29 112 Reykjavík
44. Svarthamrar 27-70, Andd. 2.h (Nr.27-33)
Sótt er um leyfi til þess að stækka anddyri 2. hæðar við suðausturgafl fjölbýlishússins nr. 29 á lóð nr. 27-70 við Svarthamra.
Stærð: Stækkun 2. hæðar 4,2 ferm., 11,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 632
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 30626 (02.3-.--9.9)
480190-1069
Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
45. Thorsvegur 1, endurnýjun á byggingarleyfi
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi 26358 frá 17. desember 2002 þar sem sótt var um "leyfi til þess að breyta salernum barnaskóla á fyrstu hæð, koma fyrir tröppu í eystri ljósgarði og innrétta vinnustofur fyrir listamenn í miðrými á annarri hæð Korpúlfsstaða á lóðinni nr. 1 við Thorsveg."
Brunahönnun v. breytinga dags. 12. desember 2002 fylgdi erindi 26358.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 30455 (01.13.600.5)
650701-2080
Hraunbær 107 ehf
Tangarhöfða 6 110 Reykjavík
020367-3699
Jón Hafnfjörð Ævarsson
Vesturgata 21 101 Reykjavík
46. Vesturgata 21, mhl. 03 og 04 - samt.6 íbúðir
Sótt er um leyfi til þess að byggja matshluta 03 og 04, eða alls sex íbúðir á lóðinni nr. 21 við Vesturgötu.
Matshluti 03 er steinsteypt tveggja hæða tvíbýlishús einangrað utan og klætt múrhúð.
Matshluti 04 er steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með fjórum íbúðum einangrað utan og klætt múrhúð.
Með erindinu fylgir yfirlýsing eigenda matshl. 01 dags. 20. október 2004 varðandi sameiningu tveggja eignarhluta í eina íbúð áður en lokaúttekt fer fram.
Samþykki eigenda Vesturgötu 23 dags. 16. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Samþykki lóðarhafa (vantar einn) dags. 6. desember 2004 fylgir erindinu
Stærð: Matshl. 03: xx. Matshl. 04: xx.
Gjald kr. 5.400 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna tveggja svala, aðrar að Vesturgötu og hinar á annari hæð mh. 03.
Umsókn nr. 30231 (04.13.580.4)
190165-3459
Jón Kristleifsson
Leiðhamrar 4 112 Reykjavík
47. Þorláksgeisli 120, br. inni og úti
Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir geymslu og tómstundaherbergi í áður skriðrými undir bílgeymslu, setja glugga á austurhlið og dyr á suðurhlið fyrstu hæðar og breyta innra fyrirkomulagi (m.a. staðsetningu þvottaherbergis) hússins á lóðinni nr. 120 við Þorláksgeisla.
Skilyrt samþykki nágranna í húsi nr. 122 við Þorláksgeisla dags. 11. október 2004 fylgir erindinu.
Yfirlýsing umsækjanda vegna kostnaðar við gerð stoðveggjar dags. 30. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Húsið var áður skráð svo:
"Íbúð 1. hæð 93,8 ferm., 2. hæð 91,5 ferm., bílgeymsla 36,2 ferm., samtals 221,5 ferm. 752,7 rúmm.
Undir bílgeymlu er skriðrými 38,4 4 ferm., 92,2 rúmm."
Skráning hússins nú er eftirfarandi:
Íbúð 1. hæð 132,2 ferm., 2. hæð 87,8 ferm., bílgeymsla 39,9 ferm. Samtals 259,9 ferm. og 858,7 rúmm.
Stækkun hússins 38,4 ferm. og 106,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.724
Frestað.
Lagfæra yfirlýsingu, hér er um stoðvegg að ræða úr steinsteypu og timbri, þinglýsa skal henni á lóð nr. 120 við Þorláksgeisla.
Umsókn nr. 30612 (01.13.720.6)
640504-3580
Doma ehf
Stafnaseli 2 109 Reykjavík
48. Öldugata 17, reyndarteikning
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttum uppdráttum af bílskúr á lóð nr. 17 við Öldugötu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 30637 (01.36.111.1)
49. Kirkjuteigur 25, garðhýsi
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 20. maí 2003 til Sölva Sigurðssonar og svarbréf Sölva Sigurðssonar dags. 28. nóvember 2003.
Jafnframt lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs vegna garðhýsis á lóðinni nr. 25 við Kirkjuteig dags. 30. nóvember 2004.
Í samræmi við umsögn lögfræði og stjórnsýslu er kröfu meðeigenda á Kirkjuteig 25 um að fjarlægja gróðurskála á lóð hafnað. Leiðbeint er um að meðeigendur geta kært þessa niðurstöðu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála sbr. 10. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 eða leitað réttar síns fyrir dómstólum.
Umsókn nr. 30642 (01.15.251.1)
50. Lindargata 46-48, mæliblað
Lögð fram tillaga mælingadeildar borgarverkfræðings, dags. 15. október 2004, að breytingu lóðamarka og sameiningu lóðanna Lindargata 46-48, Lindargata 44A, Lindargata 44B og Hverfisgata 57B.
Hverfisgata 57A (stgr. 1.152.518):
Lóðin er talin vera 286,8 ferm., Lóðin reynist vera 286 ferm.
Tekið undir lóð fyrir stúdentagarða við Lindargötu 286 ferm. Lóðin verður 0 ferm. og verður máð úr skrám.
Lindargata 44A (stgr. 1.152.209):
Lóðin er talin vera 183,8 ferm. Lóðin reynist vera 182 ferm.
Tekið undir lóð fyrir stúdentagarða við Lindargötu 21 ferm. Lóðin verður 161 ferm.
Lindargata 44B (stgr. 1.152.510):
Lóðin er talin vera 180,5 ferm. Lóðin reynist vera 179 ferm. Tekið undir lóð fyrir stúdentagarða við Lindargötu 13 ferm. Lóðin verður 166 ferm.
Lindargata 46-48 (stgr. 1.152.511):
Lóðin er talin vera 1701 ferm., Lóðin reynist vera 1697 ferm. Tekið undir lóð fyrir stúdentagarða við Lindargötu 1474 ferm. Lóðin verður 223 ferm., og verður skráð Lindargata 48.
Lindargata lóð fyrir stúdentagarða (stgr. 1.152.521):
Frá Hverfisgötu 57A, 286 ferm. Frá Lindargötu 44A, 21 ferm. Frá Lindargötu 44B, 13 ferm. Frá Lindargötu 46-48, 1474 ferm.
Lóðin verður 1794 ferm., og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Sjá samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 6. október 2004.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 30640 (01.14.010.4)
51. Pósthússtræti 2, Leiðr. fjöldi hótelherbergja.
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 30. nóvember var samþykkt erindi 29661 um að breyta húsunum nr. 2 við Pósthússtræti/Tryggvagötu 28 úr skrifstofubyggingu í hótel.
Fjöldi hótelherbergja var ranglega bókaður í samþykktinni, hótelherbergi í húsinu eru alls 62 en ekki 59 eins og bókað var.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 30622 (00.00.000.0 01)
050653-5529
Þormóður Sveinsson
Heiðargerði 124 108 Reykjavík
52. Fiskislóð 73, (fsp) síkka glugga
Spurt er hvort leyft yrði að síkka glugga á 1. hæð suðausturhliðar atvinnuhússins á lóð nr. 73 við Fiskislóð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Umsókn nr. 30596 (01.27.001.8)
160751-3989
Sveinn Skúlason
Flókagata 67 105 Reykjavík
53. Flókagata 67, (fsp) viðb. hús og bílskúr o.fl.
Spurt er hvort leyft yrði að byggja aftan við húsið nr. 67 við Flókagötu að mestu í samræmi við meðfylgjandi forteikningar.
Jafnframt er spurt hvor leyft yrði að stækka og sameina kvisti á norðuþaki, stækka svalir á suðurhlið, gera svalir á vesturhlið og byggja við bílskúr á baklóð.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 30608 (01.17.222.5)
030169-3369
Lúðvík Kristinsson
Spóaás 1 221 Hafnarfjörður
54. Frakkastígur 12-12A, (fsp) áður gerð íbúð
Spurt er hvort samþykkt yrði áður gerð íbúð í vesturenda kjallara fjölbýlishússins nr. 12A á lóð nr. 12-12A við Frakkastíg.
Nei.
Samræmist ekki byggingarreglugerð.
Umsókn nr. 30641 (01.81.740.1)
061260-5529
Vilhjálmur Guðlaugsson
Brekkustígur 6 101 Reykjavík
55. Háagerði 20, (fsp) bílskúr
Spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr á lóð nr. 20 við Háagerði.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi. Nýtingarhlutfall fari ekki yfir 0,5. Berist byggingarleyfisumsókn verður hún send skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu.
Umsókn nr. 30479 (01.24.442.0)
010583-3149
Þórarinn Ólafsson
Drangshlíð 2 861 Hvolsvöllur
56. Háteigsvegur 2, (fsp) fjölgun íbúða
Spurt er hvort leyft yrði að gera tvær íbúðir á annarri hæð hússins nr. 2 við Háteigsveg í stað einnar og gera sjálfstæða íbúð í risi í stað herbergja í eigu neðri hæða.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. desember 2004 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. desember fylgja erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, enda verði sótt um byggingarleyfi.
Umsókn nr. 30625 (01.81.801.0)
190970-5909
Atli Þór Kristbergsson
Hólmgarður 3 108 Reykjavík
040373-3499
Lilja Sesselja Steindórsdóttir
Hólmgarður 3 108 Reykjavík
57. Hólmgarður 3, fsp. lyfta þaki húss nr. 3
Spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki hússins nr. 3 í húsinu á lóðunum nr. 1-3 við Hólmgarð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til athugasemda á umsóknarblaði, enda verði sótt um byggingarleyfi.
Umsókn nr. 30594 (04.07.000.1)
110370-5209
Oddný Margrét Stefánsdóttir
Barðastaðir 23 112 Reykjavík
58. Höfðabakki 1, (fsp) br. atvinnuh. í gistih.
Spurt er hvort leyft yrði að breyta í gistiheimili hluta 2. hæðar atvinnuhússins á lóð nr. 1 við Höfðabakka.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 30562 (01.35.420.1)
020763-4509
Kristmundur Halldórsson
Kambsvegur 27 104 Reykjavík
060369-3809
Pálína Freyja Harðardóttir
Kambsvegur 27 104 Reykjavík
59. Kambsvegur 27, (fsp) lyfta þaki
Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak með mænisþaki og setja á það 1-3 kvisti í líkingu við fyrirliggjandi skissu einbýlishússins á lóð nr. 27 við Kambsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. desember 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, vinna við deiliskipulag stendur yfir ekki er hægt að afgreiða byggingarleyfisumsókn fyrr en þeirri vinnu er lokið.
Umsókn nr. 30597 (04.92.841.1)
090736-5079
Eysteinn Leó Jónsson
Látrasel 11 109 Reykjavík
60. Látrasel 11, (fsp) stækkun sólstofu
Spurt er hvort leyfit yrði að stækka sólstofu við suðausturhlið 1. hæðar í líkingu við fyrirliggjandi teikningar íbúðarhússins á lóð nr. 11 við Látrasel.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 25724 (01.18.222.7)
180941-3049
Haukur Hannibalsson
Digranesheiði 34 200 Kópavogur
61. Njálsgata 20, (fsp) samþykkt íbúð
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðri íbúð á jarðhæð hússins eftir að búið er að færa inntök í sameign, breyta aðkomu og opna milli eldhúss og stofu íbúðar 0001 í fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 20 við Njálsgötu.
Virðingargjörð dags. 24. nóvember 1917 fylgir erindinu. Endurrit úr uppboðsbók Reykjavíkur dags. 13. marz 1959 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 6. september 2002 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Umsókn nr. 30591 (01.22.210.3)
020476-4199
Bjarki Þór Alexandersson
Eskihlíð 14 105 Reykjavík
62. Skúlagata 54, (fsp) tvær íbúðir 2. hæð
Spurt er hvort samþykktar yrðu tvær íbúðir á 2. hæð fjölbýlishússins (matshluta 02) á lóð nr. 54 við Skúlagötu.
Jákvætt.
Ekki er annað að sjá en að tvær íbúðir hafi verið samþykktar frá upphafi.
Skila skal nýrri skráningu.
Umsókn nr. 30560 (04.76.430.1)
110371-5869
Guðmundur Baldvinsson
Austurberg 8 111 Reykjavík
63. Vatnsveituv. Fákur 112470, (fsp) ofanábygg. hesthús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja ofanábyggingu á hesthúsið Faxaból 3d ásamt svölum við gafl í líkingu við fyrirliggjandi teikningu á lóð Fáks við Vatnsveituveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. desember 2004 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði umsókn aðlöguð tillögu að deiliskipulagi á svæðinu.
Umsókn nr. 30509 (01.78.230.2)
630269-0759
Styrktarfélag vangefinna
Skipholti 50c 105 Reykjavík
64. Víðihlíð 5-11, (fsp) nr 9-11 tímab.búseta í föndurh.
Spurt er hvort leyft yrði að breyta núverandi föndurherbergi í bílskúr við húsið nr. 9-11 tímabundið í íbúð tengda sambýlinu á lóð nr. 5-11 við Víðihlíð.
Bréf Styrktarfélags vangefinna dags. 9. nóvember 2004 og bréf hönnuðar dags. 11. nóvember 2004 fylgja erindinu.
Jafnframt lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 3. desember 2004 og umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 3. desember 2004.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi og með vísan til útskriftar frá embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa.