Bæjarflöt 4, Austurbrún 6, Bræðraborgarst 39-41, Bæjarflöt 8, Dalhús 2, Dugguvogur 4, Efstasund 66, Eirhöfði 11, Eirhöfði 11, Eyjabakki 2, Skeifan 15, Fossháls 1, Garðsstaðir 23, Gerðuberg 3-5, Grensásvegur 60, Grettisgata 86, Hallveigarstígur 7, Hjálmholt 8, Hverfisgata 106, Kambsvegur 17, Kirkjuteigur 27, Lágmúli 5, Melhagi 20-22, Njálsgata 15A, Rauðarárstígur 42, Rofabær 30, Skeifan 8, Starengi 120, Stórhöfði 21, Stórhöfði 45, Suðurgata Háskóli Ísl , Sætún 8, Tómasarhagi 19, Túngata kirkja - Túngata skóli, Víðimelur 36, Ægisíða 98, Bárugata 2, Meistari/Húsasmíðameistari, Tómasarhagi 16B,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995

79. fundur 1998

Neðanskráð fundargerð hlaut staðfestingu borgarstjórnar þann 21. janúar 1999. Árið 1998, þriðjudaginn 22. desember kl. 13:00 eftir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 79. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Guðlaugur Gauti Jónsson, Trausti Leósson, Bjarni Þór Jónsson og Bára Skæringsdóttir. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 17809 (01.02.575.202)
120861-3289 Þórhalli Einarsson
Brúnastaðir 73 112 Reykjavík
Bæjarflöt 4, Atvinnuhúsn. á 1 hæð úr límtré
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði á einni hæð úr límtrésbitum og samlokueiningum á lóðinni nr. 4 við Bæjarflöt.
Stærð: 1203,5 ferm. og 6860,6 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 171.515
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar 23. nóvember 1998, ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 17. nóvember 1998 fylgir erindinu ásamt yfirlýsingu lóðarhafa á Bæjarflöt 2 og 4 dags. 18. nóvember 1998 um sameiginlega innkeyrslu, vottun Brunamálastofnunar nr. 268 dags. 26. jan. 1996, bréfi Brunamálastofnunar dags. 19. mars 1997, bréfi Vektors dags. 6. júlí 1997 og bréfi Rb dags. 8. júlí 1997, bréfi Brunamálastofnunar ríkisins dags. 18. des. 1998.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 18158 (01.01.381.102 01)
480190-1069 Byggingadeild borgarverkfræð
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
Austurbrún 6, Klæðning
Sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi, frá 28. nóvember 1996, til að klæða að utan með lituðum álplötum húsið á lóðinni nr. 6 við Austurbrún.
Gjald kr. 2.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Bókun byggingarfulltrúa: Enda verði verkið unnið í samfellu.


Umsókn nr. 18134 (01.01.139.122)
580791-1319 Bræðraborgarstígur 41,húsfélag
Bræðraborgarstíg 41 101 Reykjavík
Bræðraborgarst 39-41, Br. bílskýli í bílskúr og lokun á gangi í kj.
Sótt er um leyfi til að breyta bílskýli í lokaða bílgeymslu og að gera breytingar á innra fyrirkomulagi í matshluta 02 (kjallara) hússins á lóðinni nr. 39-41 við Bræðraborgarstíg.
Gjald kr. 2.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 18148 (01.02.575.802)
280165-5579 Trausti Guðjónsson
Viðarrimi 54 112 Reykjavík
Bæjarflöt 8, Atv.húsn. úr steinst á einni hæð með millig.
Sótt er um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr steinsteypu á einni hæð með milligólfi í hluta húss á lóðinni nr. 8 við Bæjarflöt. Húsið verður einangrað að utan og klætt trapizuformuðum stálplötum.
Stærðir: 1. hæð 733,6 ferm. milligólf 174,3 ferm. samtals 907,9 ferm. og 4804,6 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 120.115
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar frá 7. desember 1998 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 20. nóvember 1998.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 18130 (01.02.841.201 01)
480190-1069 Byggingadeild borgarverkfræð
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
Dalhús 2, Breyting á hurðum v.eldvarna
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi eldvarna í sundlaugarhúsinu á lóðinni nr. 2 við Dalhús.
Gjald kr. 2.500
Frestað.
Gera skal grein fyrir breytingum.


Umsókn nr. 17720 (01.01.452.201)
600269-0549 Slippfélagið í Reykjavík hf
Dugguvogi 4 104 Reykjavík
Dugguvogur 4, Þró umhverfis olíugeyma
Sótt er um leyfi til færa geyma fyrir olíuefni á lóðinni nr. 4 við Dugguvog og setja lekavörn úr olíuþolnum dúki utan um þá. Jafnframt verða settar upp olíuskiljur og sótt er um leyfi fyrir áður gerðum loftstokkum.
Gjald kr. 2.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa, áður en mokað er yfir geyma.


Umsókn nr. 17934 (01.01.410.001)
110744-2429 Björgvin Ingibergsson
Efstasund 66 104 Reykjavík
Efstasund 66, áður gerð íbúð í kjallara
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 66 við Efstasund. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir tveim viðbótarbílastæðum á lóðinni.
Gjald kr. 2.500
Virðingargjörð dags. 24. júní 1951 og íbúðaskoðun byggingarfulltrúa dags. 25. október 1996 og 2. des 1998 fylgir erindinu.
Frestað.
Vakin er athygli á því að þetta er í annað sinn sem erindið kemur til afgreiðslu án þess að tillit sé tekið til athugasemda.
Málinu vísað til umsagnar gatnamálastjóra vegna bílastæða.


Umsókn nr. 18143 (01.04.028.403)
670269-1409 Vatnsveita Reykjavíkur
Eirhöfða 11 112 Reykjavík
Eirhöfði 11, Fjarskiptamastur
Sótt er um 30 m hátt fjarskiptamastur úr stáli í suðvesturhorni lóðarinnar nr. 11 við Eirhöfða.
Gjald kr. 2.500
Frestað.
Uppdráttum vísað til umsagnar Borgarskipulags vegna yfirstandandi grenndarkynningar á mastri.


Umsókn nr. 17187 (01.04.028.403)
670269-1409 Vatnsveita Reykjavíkur
Eirhöfða 11 112 Reykjavík
Eirhöfði 11, Stækkun skriftofuhúss til vesturs og norðurs
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr steinsteypu einangraða að utan og klædda sléttum álplötum eða ímúr við vesturenda skrifstofuhúss Vatnsveitu Reykjavíkur.
Stærð: Kjallari 906,9 ferm., 1. hæð 893,4 ferm., 2. hæð 743,8 ferm., samtals 2544,1 ferm., 8869 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 221.725
Útskrift úr gerðabók skipulags- og umferðarnefndar dags. 26. október 1998 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 17616 (01.04.630.102 01)
590184-0639 Eyjabakki 2-16,húsfélag
Eyjabakka 2 109 Reykjavík
Eyjabakki 2, Reyndart. v/ eignaskipta
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum samkvæmt reyndarteikningu á 1. hæð húsanna nr. 2, 4, 8, 10, 14 og 16 á lóðinni nr. 2-16 við Eyjabakka. Jafnframt er leitað samþykkis á fyrirkomulagi eldvarna í kjallara húsanna sem kemur til framkvæmda samhliða viðhaldi húsanna.
Gjald kr. 2.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 18146 (01.01.462.001 09)
620269-7439 Steypustöðin ehf
Malarhöfða 10 112 Reykjavík
Skeifan 15, Breyting á millpöllum
Sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innréttinga á áður gerðum milligólfum í húsinu nr. 15 við Skeifuna sem tilheyrir lóðinni nr. 8-14 við Faxafen. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir starfsmannainngangi við norðausturhorn hússins.
Gjald kr. 2.500
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 15. des. 1998 og samþykki Skeifunnar hf og Iðngarða hf dags. 15. des. 1998 fyrir útlitsbreytingu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 18147 (01.04.302.601 01)
520795-2439 Hollt og gott ehf
Fosshálsi 1 110 Reykjavík
Fossháls 1, Br. innra frkl og útliti í hluta kj.
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi, þar á meðal milligólfum, í suðvesturhluta kjallara hússins nr. 1 við Fossháls. Jafnframt er erindi nr. 17985 dregið til baka.
Stækkun: Milligólf 26,8 ferm.
Gjald kr. 2.500 + 670
Erindinu fylgir bréf Brunamálastofnunar dags. 18. nóvember 1998 og teikningar samþykktar af stofnuninni sama dag, varðandi fyrri umsókn um byggingarleyfi, samþykki nokkurra meðeigenda vegna breytingar á stigahúsi 0104 dags. 22. des. 1998, bréf Brunamálastofnunar dags. 22. des. 1998, samkomulag um neyðarútgang dags. 19. nóv. 1998.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 18135 (01.02.427.501 02)
280154-4079 Gísli Arnar Gunnarsson
Álfatún 3 200 Kópavogur
Garðsstaðir 23, Breyting á húsii nr. 23
Sótt er um leyfi til að gera arinn og breyta innra fyrirkomulagi í húsinu nr. 23 á lóðinni nr. 21 - 25 við Garðsstaði.
Gjald kr. 2.500
Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda.


Umsókn nr. 18079 (01.04.674.302 01)
480190-1069 Byggingadeild borgarverkfræð
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
Gerðuberg 3-5, Stækka anddyri og breyta skipulagi lóðar
Sótt er um leyfi til að stækka anddyri á efri hæð menningarmiðstöðvarinnar á lóðinni nr. 3-5 við Gerðuberg til norðurs. Jafnframt er sótt um leyfi til að breyta skipulagi lóðar.
Stækkun: 48,4 ferm. og 156,1 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 3.902
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 18133 (01.01.805.301 05)
680278-0169 Grensásvegur 60,húsfélag
Grensásvegi 60 108 Reykjavík
Grensásvegur 60, gluggapóstar
Sótt er um leyfi til að setja póst í glugga á suðurgafli hússins nr. 60 á lóðinni nr. 52 - 60 við Grensásveg.
Gjald kr. 2.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 18034 (01.01.191.012 01)
650594-3049 Jörgen ehf
Ölduslóð 6 220 Hafnarfjörður
Grettisgata 86, Br á innra frkl og starfsemi
Sótt er um leyfi til þess að sameina tvær verslanir á 1. hæð og fá samþykki fyrir matvælavinnslu, skyndibitastað og áður gerðu skyggni á lóðinni nr. 86 við Grettisgötu.
Gjald kr. 2.500
Umsögn Borgarskipulags dags. 16. desember 1998, skilyrt samþykki nokkurra íbúðareigenda ódags.. fylgir erindinu.
Frestað.
Samþykki meðeigenda ófullnægjandi.


Umsókn nr. 17646 (01.01.171.212 01)
090167-5299 Signý Eiríksdóttir
Hofsvallagata 20 101 Reykjavík
Hallveigarstígur 7, inngangur 2 hæðar
Sótt er um leyfi til að færa inngang að 2. hæð hússins á lóðinni nr. 7 við Hallveigarstíg þannig að inngangurinn verði um utanáliggjandi tröppur og svalir, jafnframt sótt um áður gerða íbúð á annarri hæð.
Erindinu fylgir greinargerð frá Erni Baldurssyni arkitekt, dags. 30. september 1998.
Gjald kr. 2.500
Málinu fylgir bréf umsækjanda dags. 22. október 1998.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 18116 (01.01.255.204 01)
110830-6539 Jón Þór Jóhannsson
Hjálmholt 8 105 Reykjavík
Hjálmholt 8, Br. skráning v eignaskiptasa
Sótt er um leyfi til breytinga í kjallara hússins á lóðinni nr. 8 við Hjálmholt, vegna eignaskiptayfirlýsingar.
Gjald kr. 2.500
Frestað.
Gera gein fyrir staðsetningu sorpíláta.


Umsókn nr. 15421 (01.01.174.112 01)
170172-5749 Bjarki Már Sveinsson
Stuðlasel 18 109 Reykjavík
Hverfisgata 106, Br. á íb. í kj. hurð, glugga ofl.
Sótt er um leyfi til þess að endurinnrétta íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 106 við Hverfisgötu, breyta gluggum á fram- og bakhlið og færa dyr á bakhlið.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda dags. 25. júlí 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 16732 (01.01.354.206)
121145-3599 Ragna Kristín Jónsdóttir
Kambsvegur 17 104 Reykjavík
310772-4539 Sigurður Arnar Jónsson
Kambsvegur 17 104 Reykjavík
Kambsvegur 17, V/eignaskipta
Sótt er um leyfi fyrir smávægilegum breytingum á innra fyrirkomulagi og skráningu vegna eignaskipta í húsinu á lóðinni nr. 17 við Kambsveg.
Gjald kr. 2.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 14566 (01.01.361.112 01)
240331-6759 Guðrún Brynjólfsdóttir
Kirkjuteigur 27 105 Reykjavík
Kirkjuteigur 27, áður gerð íbúð í kjallara
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins ásamt breytingum á henni frá upprunalegri gerð á lóðinni nr. 27 við Kirkjuteig.
Gjald kr. 2.387.oo.
Meðfylgjandi eru skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 1997 og Heilbrigðiseftirlits dags. 7. apríl 1997, samþykki meðeigenda dags. 13. apríl 1997 og ljósrit af virðingargjörð dags. 21. apríl 1947.
08.04.1997 og heilbrigðiseftirlitsins dags. 07.04.1997.
Samþykki meðeigenda dags. 13.04.1997 fylgir erindinu.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 18144 (01.01.261.301)
591197-2239 Sextett ehf
Lágmúla 5 108 Reykjavík
Lágmúli 5, Br á innra frkl 6. hæðar
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 6. hæð hússins á lóðinni nr. 5 við Lágmúla.
Gjald kr. 2.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 18041 (01.01.542.014 01)
690269-6279 Vesturbæjarapótek ehf
Melhaga 20-22 107 Reykjavík
Melhagi 20-22, Áður gerðar br inni og gluggabr, skilti
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi og til að loka gluggum á suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 20-22 við Melhaga. Jafnframt verði komið fyrir skiltum á suðvestur- og norðvestur-hliðum hússins.
Gjald kr. 2.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 16602 (01.01.182.129)
070865-3789 Rósa G Rúnudóttir
Njálsgata 15a 101 Reykjavík
Njálsgata 15A, Kvistur, svalir og breytingar inni
Sótt er um leyfi fyrir breyttu fyrirkomulagi innanhúss, m.a. íbúð í kjallara og risi, svalir við vesturhlið 2. hæðar, svalir við vestur- og suðurhlið rishæðar og kvist á norðurhlið hússins á lóðinni nr. 15A við Njálsgötu.
Gjald kr 2.500
Umsögn Borgarskipulags dags. 4. apríl og önnur dags. 8. des.1998 fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðagbók skipulags- og umferðarnefndar frá 14. des. 1998.

Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 17786 (01.01.243.115 01)
090451-2279 Þorbjörg Jónsdóttir
Rauðarárstígur 42 105 Reykjavík
Rauðarárstígur 42, Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi fyrir núverandi innra fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 42 við Rauðarárstíg. Í kjallara er sýnd ósamþykkt íbúð.
Gjald kr. 2.500
Teikningar eru áritaðar af stjórn húsfélagsins. Erindinu fylgja afsöl dags. 9. janúar 1971 og 21. september 1943.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 18015 (01.04.360.002 01)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
Rofabær 30, Anddyri stækkað
Sótt er um leyfi til að stækka anddyri til vesturs á félagsmiðstöðinni á lóðinni nr. 30 við Rofabæ.
Stækkun: 4,2 ferm., 10,5 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 262
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits um opnun hurða.


Umsókn nr. 18106 (01.01.461.202 01)
530276-0239 Tæknival hf
Skeifunni 17 108 Reykjavík
Skeifan 8, innrétting skrifst, 1 og 2 hæð
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á 1. og 2. hæð hússins á lóðinni nr. 8 við Skeifuna. Jafnframt er sótt um leyfi til að samnýta notaeiningar 0103 og 0104 tímabundið.
Gjald kr. 2.500
Frestað.
Breyta skráningu.


Umsókn nr. 10974 (01.02.384.802 01)
090567-4469 Inga Margrét Haraldsdóttir
Leirubakki 18 109 Reykjavík
170966-5899 Karl Pétursson
Leirubakki 18 109 Reykjavík
Starengi 120, Einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á 1 hæð með áfastri bílgeymslu úr steinsteyptum einingum sem einangraðar verða að utan og klæddar múrkerfi og plötum, á lóðinni nr. 120 við Starengi.
Gjald kr. 2.250
Erindinu fylgir kaupsamningur innfærður hjá sýslumanni 17. des,
Frestað.


Umsókn nr. 18142 (01.04.084.601 01)
420169-0279 Ármannsfell hf
Funahöfða 19 112 Reykjavík
Stórhöfði 21, Minnkun á 1 hæð og br. snyrtingum
Sótt er um leyfi til að minnka lager á 1. hæð og breyta innra fyrirkomulagi í áður samþykktu húsi á lóðinni nr. 21 við Stórhöfða.
Minnkun: Samtals 266 ferm. og 791,1 rúmm.
Gjald kr. 2.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 18139 (01.04.088.801 01)
671077-0169 S.Á.Á. sjúkrastofnanir
Ármúla 20 108 Reykjavík
Stórhöfði 45, Breyting á áður samþ. teikningum
Sótt er um leyfi fyrir nokkrum minniháttar breytingum frá fyrri samþykkt á innra fyrirkomulagi og útliti hússins á lóðinni nr. 45 við Stórhöfða.
Stækkun: Samtals 21, 9 ferm. og 89,8 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 2.245
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 18124 (01.01.60-.-99)
600169-2039 Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
Suðurgata Háskóli Ísl , Nýji Garður, br. notkun og innra frkl
Sótt er um leyfi til að breyta notkun og innra fyrirkomulagi í Nýja Garði á lóð Háskóla Íslands við Suðurgötu. Í megindráttum verður húsið innréttað fyrir skrifstofur og sett upp lyfta.
Gjald kr. 2.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 18063 (01.01.216.303 02)
640979-0389 Heimilistæki hf
Sætúni 8 105 Reykjavík
Sætún 8, Viðbygging portmegin
Sótt er um leyfi til að byggja við húsið á lóðinni nr. 8 við Sætún. Viðbygging er einnar hæðar með léttum útveggjum.
Stærð: Samtals 22,9 ferm., 112,2 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 2.805
Með erindinu fylgja samþykki Lýsingar hf og Ó. Johnson og Kaaber hf, dags. 21. des. 1998.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 17961 (01.01.554.103)
111123-2099 Hólmfríður Sigrún Pálmadóttir
Tómasarhagi 19 107 Reykjavík
Tómasarhagi 19, Áður gerðar br. v. eignaskipta
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á fyrirkomulagi í kjallara hússins á lóðinni nr. 19 við Tómasarhaga.
Gjald kr. 2.500
Samþykki meðeiganda dags. í september 1998 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.


Umsókn nr. 18150 (01.01.160.101 06)
610171-0369 Landakotsskóli
101 Reykjavík
Túngata kirkja - Túngata skóli, Girðing að Hávallagötu og Hofsvallagötu
Sótt er um leyfi til að reisa allt að 190 cm hátt grindverk úr timbri á lóðarmörkum lóðanna nr. 1 við Hofsvallagötu og nr. 18, 20 og 22 við Hávallagötu annarsvegar og lóð Landakotskirkju hinsvegar.
Gjald kr. 2.500
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Vantar samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.



Umsókn nr. 17986 (01.01.540.025 01)
071250-2619 Marín Magnúsdóttir
Danmörk Reykjavík
051019-4159 Finnur Kristinsson
Víðimelur 36 107 Reykjavík
110444-5839 Ásdís Nikulásdóttir
Arnkelsgerði 701 Egilsstaðir
Víðimelur 36, Áður gerðar br. í kjallara
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum í kjallara hússins á lóðinni nr. 36 við Víðimel.
Gjald kr. 2.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 18137 (01.01.543.110)
040926-4299 Kjartan Sveinsson
Ægisíða 98 107 Reykjavík
031127-3009 Páll Guðmundsson
Ægisíða 98 107 Reykjavík
Ægisíða 98, Reydarteikningar
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í kjallara og skráningu hússins á lóðinni nr. 98 við Ægisíðu.
Gjald kr. 2.500
Erindinu fylgir yfirlýsing Hagstofu Íslands dags. 3. febrúar 1998 og ljósrit af leiguskilmálum lóðarinnar dags. 30. nóv. 1998.
Frestað.
Skráningu ábótavant.


Umsókn nr. 18152 (01.01.136.215)
151244-2039 Brandur Gíslason
Hæðargarður 16 108 Reykjavík
Bárugata 2, Fella tré
Sótt er um leyfi til þess að fella tré á lóðinni nr. 2 við Bárugötu.
Umsögn garðyrkjustjóra dags. 8. desember 1998 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Með vísan til umsagnar garðyrkjustjóra.


Umsókn nr. 18159
070955-5719 Nói Sigurðsson
Norðurbraut 35a 220 Hafnarfjörður
59">Meistari/Húsasmíðameistari, Löggilding
Ofanritaður sækir um leyfi til að mega standa fyrir byggingum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem húsasmíðameistari.
Samþykkt.
Sem staðbundinn meistari.


Umsókn nr. 18160 (01.01.553.221)
060752-2819 Kristín Þórðardóttir
Noregur Hafnarfjörður
Tómasarhagi 16B, Fella niður kvöð
Ofanrituð fer þess á leit að felld verði niður kvöð þess efnis að húsið á lóðinni nr. 16b við Tómasarhaga megi standa til ársins 1960.
Málinu fylgir bréf Kristínar Þórðardóttur dags. 20. nóvember 1998.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar Borgarskipulags.