Austurstræti 5,
Baughús 15,
Breiðavík 31-33,
Brúarvogur 2,
Bólstaðarhlíð 26,
Dyrhamrar 9,
Efstasund 45,
Faxafen 7,
Furugerði 3,
Gylfaflöt 3,
Hamrahlíð 17,
Hverfisgata 18,
Hyrjarhöfði 2,
Hátún 35,
Hátún 8,
Hólmaslóð 2,
Kambsvegur 9,
Klapparstígur 35 A,
Kleppsvegur 96,
Kvistaland 10,
Langholtsvegur 187,
Langirimi 21-23,
Laugarásvegur 17,
Laugavegur 44,
Laugavegur 82,
Logaland 22,
Miklabraut 44,
Miðtún 86,
Mávahlíð 11,
Seljabraut 12-34,
Seljavegur 2,
Selvogsgrunn 31,
Skaftahlíð 24,
Skógarhlíð 6,
Skúlagata 59,
Spítalastígur 1,
Suðurhólar 14-18,
Sörlaskjól 22,
Sörlaskjól 34,
Súðarvogur 6,
Súðarvogur 6,
Viðarhöfði 6,
Vættaborgir 111,
Álfabakki 6-18,
Ármúli 12,
Bergstaðastræti 61,
Dofri við Vesturlandsveg,
Hulduborgir 1-11,
Hæðargarður 46,
Meistari - Húsasmíðameistari,
Mávahlíð 1,
Bergstaðastræti 28A,
Bíldshöfði 16,
Hraunteigur 9,
Leirubakki,
Lækjargata 6A,
Öldugata 15,
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995
43. fundur 1997
Árið 1997, þriðjudaginn 26. ágúst kl. 13:50 eftir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 43. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 2. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Guðlaugur Gauti Jónsson, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Guðmundsdóttir, Bjarni Þór Jónsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 15329 (01.01.140.212)
Austurstræti 5, Innanhússbreytingar
Sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingu á 1. hæð og fyrir brunavarnaruppdráttum af kjallara til 6. hæðar í húsinu á lóðinni nr. 5 við Austurstræti.
Gjald kr. 2.387
Afrit af bréfi Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 2. maí 1997 og bréf hönnuðar dags. 20.8.1997 fylgja erindinu.
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.
Umsókn nr. 15523 (01.02.846.704)
Baughús 15, Sólstofa
Sótt er um leyfi til að byggja garðstofu við húsið á lóðinni nr. 15 við Baughús.
Stærð 13,94 ferm., 42,5 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 1.014
Samþykki eiganda Baughús nr. 13 dags. 19. ágúst 1997 fylgir erindinu.
Frestað.
Vantar skráningartöflu. Vantar að sýna sólstofu á afstöðumynd.
Umsókn nr. 15525 (01.02.354.202)
Breiðavík 31-33, Breyting á áður samþ. teikningum.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þak yfir tröppur, breyta handriðum og fella niður kröfu um upphitun á ný samþykktum teikningum af húsinu á lóðinni nr. 31-33 við Breiðuvík.
Gjald kr. 2.387
Bréf hönnuðar dags. 19. ágúst 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 15461
Brúarvogur 2, br. frá fyrv. byggingarl.
Sótt er um leyfi til þess að breyta áður samþykktu atvinnuhúsnæði úr steinsteypu á lóðinni nr. 2 við Brúarvog.
Stækkun: Milligólf 167 ferm.
Gjald kr. 2.387
Ódagsettir minnispunktar hönnuðar fylgja erindinu.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 15535 (01.01.274.003)
Bólstaðarhlíð 26, Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og fleira.
Sótt er um leyfi fyrir áðurgerðri íbúð í kjallara, millivegg í bílgeymlur og skiptingu á lóðinni nr. 26 við Bólstaðarhlíð.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeiganda dags. 18. ágúst 1997 og skoðunarskýrslur heilbrigðiseftirlitinu dags. 15. ágúst 1997 og byggingarfulltrúa dags. 26. ágúst 1997
Frestað.
Vantar B-30 hurð og skilgreiningar ásamt björgunaropi.
Sýna lagnainntök. Ófullnægjandi afmörkun sérafnotarhluta lóðar.
Umsókn nr. 15551 (01.02.296.501)
Dyrhamrar 9, Viðtalsherbergi í n-enda
Sótt er um leyfi til að loka af hluta af setustofu á 1. hæð í Hamraskóla á lóðinni nr. 9 við Dyrhamra.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Umsókn nr. 15449 (01.01.357.310)
Efstasund 45, Breyting á þaki og smá stækkun á eldhúsi.
Sótt er um leyfi til þess að hækka þak og stækka áður samþykkta viðbyggingu við húsið á lóðinni nr. 45 við Efstasund.
Stækkun: 2,8 ferm., 25,6 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 611
Samþykkt.
Umsókn nr. 15378 (01.01.463.302)
Faxafen 7, Gólfefni hæðar fært að útvegg. Efri hæð deilt miður með glerveggjum og fleira.
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 7 við Faxafen þ.m.t. stækka gólf á 2. hæð.
Stækkun: 2. hæð 64 ferm.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Umsókn nr. 15537 (01.01.807.002)
Furugerði 3, Skipta í tvö rými.
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 3 við Furugerði.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeiganda dags. 20. ágúst 1997
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15547 (01.02.575.102)
Gylfaflöt 3, Breyting
Sótt er um leyfi til að breyta gólfhæð í vesturhluta suðurálmu, útliti, fyrirkomulagi sorps og fjölda bílastæða hússins á lóðinni nr. 3 við Gylfaflöt.
Stærð 70,8 rúmm
Gjald kr. 2.387 + 1.691
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 15481 (01.01.714.101)
Hamrahlíð 17, Tilfærsla á klósetthjörnum
Sótt er um leyfi til að gera innri breytingar á 1. hæð í húsi blindrafélagsins á lóðinni nr. 17 við Hamrahlíð.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15463 (01.01.171.005)
Hverfisgata 18, Stækkun á kvisti
Sótt er um leyfi til þess að stækka kvist á 3. hæð og breyta lítillega innréttingu á 3. hæð í húsinu á lóðinni nr. 18 við Hverfisgötu.
Stækkun: 20,9 ferm., 32,6 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 778
Samþykki eigenda Hverfisgötu 16, dags. 6. ágúst fylgir erindinu.
Málinu fylgja umsagnir Borgarskipulags, Árbæjarsafns og Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 19. ágúst 1997.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15505
Hyrjarhöfði 2, br.á olíutönkum
Sótt er um leyfi til að endurbyggja dælu og olíugeymi á lóðinni nr. 2 við Hyrjahöfða.
Gjald kr. 2.387
Bréf frá olíufélaginu dags 12. ágúst 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 15423 (01.01.235.116)
Hátún 35, Endurbyggja og stækka bílskúra
Sótt er um leyfi til þess að endurbyggja og stækka bílskúr og geymslu á lóðinni nr. 35 við Hátún.
Stækkun: 29,4 ferm., 79,4 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 1.895
Samþykki eigenda Hátúns 33, 37 og Miðtúns 66 fylgja erindinu.
Málinu fylgir umsögn Borgarskipulags dags. 11. ágúst 1997.
Synjað.
Ekki hefur verið komið til móts við ábendingar byggingaryfirvalda.
Umsókn nr. 15344 (01.01.235.304)
Hátún 8, Reyndarteikningar af kj. og 1. hæð
Sótt er um leyfi fyrir breytingu á geymslu í kjallara og á eignarhluta 01-03 og 01-04 í samræmi við núverandi fyrirkomulag og að eignarhluti 01-04 verði atvinnuhúsnæði í húsinu á lóðinni nr. 8 við Hátún.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 15526 (01.01.111.501)
Hólmaslóð 2, Breyting á eignarhaldi.
Sótt er um leyfi til að breyta eignahlutum á lóðinni nr. 2 við Hólmaslóð.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði og sérblaði eldvarnareftirlits.
Umsókn nr. 15243 (01.01.353.104)
Kambsvegur 9, Breyttar teikningar af bílgeymslu .
Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr (samþykktur bílskúr frá 1947 er óbyggður) á lóðinni nr. 9 við Kambsveg.
Stærð bílskúr: 44,1 ferm., 117 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 2.793
Frestað.
Ítrekuð fyrri bókun hvað stærð á bílageymslu varðar.
Umsókn nr. 15556 (01.01.172.237)
Klapparstígur 35 A, Hótelíbúð á 4.hæð skipt í tvær, einn gluggi felldur niður.
Sótt er um leyfi til að skipta hótelíbúð á 4. hæð í tvær og fella niður einn glugga á húsinu á lóðinni nr. 35 við Klapparstíg.
Gjald kr. 2.387.
Synjað.
Ekki er ástæða til frekari fjölgunar íbúða á lóðinni.
Umsókn nr. 15536 (01.01.353.005)
Kleppsvegur 96, Sótt er um að fá að grafa út kjallara og setja glugga á austur hlið hússins í kjallara.
Sótt er um leyfi til að grafa út kjallara og setja glugga á austurhlið hússins á lóðinni nr. 96 við Kleppsveg.
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15555 (01.01.863.102)
Kvistaland 10, Viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja yfir verönd út í lóð einbýlishúsins á lóðinni nr. 10 við Kvistaland og setja létt þak milli bílskúrs og íbúðarhúss.
1. hæð 32 ferm., 128 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 3.055
Samþykkt.
Umsókn nr. 15540 (01.01.470.401)
Langholtsvegur 187, Blómagluggi yfir svalir
Sótt er um leyfi til að loka svölum þakhæðar með glerbyggingu á lóðinni nr. 187 við Langholtsveg.
Stærð þakhæðar 5,3 ferm., 13,3 rúmm.
Gjald kr. 2.387+317
Samþykki meðeiganda dags. 19. 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14298 (01.02.546.803)
Langirimi 21-23, Reyndarteikningar
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af húsinu á lóðinni nr. 21-23 við Langarima.
Gjald kr. 2.387.oo.
Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embættið.
Umsókn nr. 15470 (01.01.380.405)
Laugarásvegur 17, Áður gerð íbúð á jarðhæð
Sótt er um leyfi fyrir íbúð á 1. hæð í húsinu á lóðinni nr. 17A við Laugarásveg.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda dags. 25. júlí 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15562 (01.01.173.101)
Laugavegur 44, Sótt er um bílastæði.
Sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni nr. 44 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.387
Samkomulag eigenda um bílastæði á lóðinni dags. 24. ágúst 1997 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar gatnamálastjóra.
Umsókn nr. 14593 (01.01.174.301)
Laugavegur 82, Breytingar
Sótt er um leyfi til þess að breyta áður samþykktum íbúðum í risi (A-60 hurð og björgunarop) hússins á lóðinni nr. 82 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.387.oo.
Málinu fylgir samþykki meðeigenda dags. maí 1997.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15533 (01.01.870.301)
Logaland 22, Klæða hluta húss
Sótt er um leyfi til að klæða svalir, sorpgeymslu og veggi í kjallaratröppum hússins á lóðinni nr. 22 við Logafold.
Gjald kr. 2.387
Óstaðfest fundargerð umsækjanda dags. 14. ágúst 1997 og samþykki fimm af sex meðeigendum dags. 20. ágúst 1997
Samþykkt.
Umsókn nr. 15529 (01.01.701.103)
Miklabraut 44, Stækka og dýpka svalir
Sótt er um leyfi til að dýpka svalir sem fyrir eru á húsinu á lóðinni nr. 44 við Miklubraut um 30. cm.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeiganda á lóðinni 40-42 við Miklabraut dags. 14. ágúst 1997 og ljósmyndir af núverandi svölum fylgja erindinu.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15462 (01.01.235.112)
Miðtún 86, Kvistur og íbúð
Sótt er um leyfi til þess að hækka kvist á suðurhlið, bæta við kvistum á norðurhlið og fá samþykkta áður gerða íbúð í risi hússins á lóðinni nr. 86 við Miðtún.
Stækkun: 17,1 rúmm. Gjald kr. 2.387 + 408
Samþykki meðeigenda dags. 8. ágúst 1997 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1997 og heilbrigðiseftirlitsins dags. 30. júní 1997 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15518 (01.01.702.118)
Mávahlíð 11, Vindfang á tröppum
Sótt er um leyfi til að byggja vindfang á tröppum hússins nr. 11 á lóðinni nr. 11-13 við Mávahlíð.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Umsókn nr. 15364 (01.04.948.102)
Seljabraut 12-34, Sótt er um að klæða húsin að utanverðu með steniplötum á grind. Seljabraut 26-34.
Sótt er um leyfi til þess að klæða húsið nr. 26-34 á lóðinni nr. 12-34 við Seljabraut að utan með loftræstri klæðningu (steindum plötum).
Gjald kr. 2.387
Jafnframt lögð fram skýrsla um ástand steinsteypu ódagsett.
Frestað.
Umsækjandi skal gera á teikningu grein fyrir þeim byggingarhlutum sem endursteypa þarf.
Umsókn nr. 15552 (01.01.130.105)
Seljavegur 2, Færa brunastiga og breikka svalir
Sótt er um leyfi til að breikka svalir og færa brunastiga á baklóð við loftkastalann á lóðinni nr. 2 við Seljaveg.
Gjald kr. 2.387.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15520 (01.01.350.702)
Selvogsgrunn 31, Sótt er um leyfi til að breyta gluggum.
Sótt er um leyfi til að breyta gluggum og hurðum hússins á lóðinni nr. 31 við Selvogsgrunn.
Gjald kr. 2.387
Samþykki meðeigenda dags. 18. ágúst 1997
Samþykkt.
Umsókn nr. 15539 (01.01.274.201)
Skaftahlíð 24, Auglýsingaskilti
Sótt er um leyfi til að setja upp tvö samtengd skilti á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 24 við Skaftahlíð (Tónabær).
Gjald kr. 2.387
Bréf umsækjanda dags 11. ágúst 1997 og samþykki meðeigenda ódagsett fylgja erindinu.
Synjað.
Skilti of stórt. Umsækjandi skal fjarlægja óleyfisskilti af byggingunni.
Umsókn nr. 15171 (01.01.703.003)
Skógarhlíð 6, Bæta við gluggum á nv. gafli
Sótt er um leyfi til að setja glugga á norðvesturgafl í kjallara hússins á lóðinni nr. 6 við Skógarhlíð.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Umsókn nr. 15314 (01.01.220.205)
Skúlagata 59, Tvö skilti
Sóttt er um leyfi til þess að setja tvö ljósaskilti á götuhlið að Skúlagötu og auglýsingu á austurgafl hússins á lóðinni nr. 59 við Skúlagötu. Jafnframt verði ljósaskilti yfir inngangi fjarlægt.
Samþykkt.
Ljósmagn í skiltum háð samþykki byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 15237 (01.01.180.217)
Spítalastígur 1, Um íbúð í kjallara sé séreign
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð á 1. hæð hússins á lóðinni nr. 1 við Spítalastíg.
Gjald kr. 2.387
Erindið var kynnt fyrir meðeigenda með bréfi dags. 14. júlí 1997. Mótmæli hafa borist með bréfi dags. 6. ágúst 1997.
Synjað.
Með vísan til ágreinings eigenda um eignarhald.
Umsókn nr. 15546 (01.04.670.0--)
Suðurhólar 14-18, Klæðning m. garðstáli
Sótt er um leyfi til þess að klæða húsið á lóðinni nr. 14 við Suðurhóla með garðastáli.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Umsókn nr. 15538 (01.01.532.016)
Sörlaskjól 22, Kvistur
Sótt er um leyfi til að lyfta þaki yfir baðherbergi í norðurhluta hússins á lóðinni nr. 22 við Sörlaskjól.
Stærð 3,8 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 90
Samþykki meðeigenda dags. 11. ágúst 1997.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15332 (01.01.532.010)
Sörlaskjól 34, geymsla í kjallara gerð að séreign
Sótt er um leyfi til þess að breyta hluta sameignar í kjallara í séreign í húsinu á lóðinni nr. 34 við Sörlaskjól.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Umsókn nr. 15287 (01.01.452.101)
Súðarvogur 6, Stækkun millilofts og br. á anddyri.
Sótt er um leyfi til að stækka anddyri og milliloft og breyta skyggni hússins á lóðinni nr. 6 við Súðavog.
Stærð: 1. hæð 7,6 ferm., 2. hæð 109,2 ferm., 25 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 597
Frestað.
Leyft að byrja framkvæmdir.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15368 (01.01.452.101)
Súðarvogur 6, Gluggar, skyggni pallur ofl.
Sótt er um leyfi til þess að breyta gluggum á 1. hæð austurhliðar, koma fyrir milligólfi, skyggni og útipalli við aðalinngang og breyta innra fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 6 við Súðarvog.
Stækkun milligólf
Gjald kr. 2.387
Frestað.
Leyft að byrja framkvæmdir.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 15178 (01.04.077.502)
Viðarhöfði 6, Breyttar grunnmyndir og útlit
Sótt er um leyfi til að breyta grunnmyndum (innréttingum) og útliti hússins á lóðinni nr. 6 við Viðarhöfða.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsækjandi skal gera nýjan uppdrátt er sýni skiptingu bílastæða á lóðinni og sækja um til byggingarnefndar.
Umsókn nr. 15544 (01.02.341.201)
Vættaborgir 111, Breytingar á áður samþ. teikningum breyting á útliti.
Sótt er um leyfi til þess að breyta hurð og glugga í norður og vestur á samþykktum teikningum af einbýlishúsi á lóðinni nr. 111 við Vættaborgir.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 15521 (01.04.603.201)
Álfabakki 6-18, Hurð og rimlahlið
Sótt er um leyfi til að setja upp tvö rimlahlið og hurð við öryggissvæði í kjallara húss á lóðinni nr. 10 við Álfabakka.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Umsókn nr. 15549 (01.01.290.201)
Ármúli 12, Brunavarnaruppdrættir af öllu húsinu.
Sótt er um leyfi fyrir samþykki á brunavarnarauppdráttum fyrir húsið á lóðinni nr. 12 við Ármúla.
Gjald kr. 2.387
Samþykkt.
Umsókn nr. 15593 (01.01.186.407)
Bergstaðastræti 61, Trjáfelling
Sótt er um leyfi til þess að fella grenitré á lóðinni nr. 61 við Bergstaðastræti.
Umsögn garðyrkjustjóra dags. 25. ágúst 1997 fylgir erindinu.
Synjað.
Með vísan til umsagnar garðyrkjustjóra.
Umsókn nr. 15583
Dofri við Vesturlandsveg, Breytt skráning
Byggingarfulltrúi leggur til að húseignin Dofri við Vesturlandsveg verði skráð sem Dofri við Leiðhamra.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15571
Hulduborgir 1-11, Tölusetning
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðin Hulduborgir 1-11 verði tölusett sem Hulduborgir 1-5.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15528 (01.01.819.103)
Hæðargarður 46, Fella tré
Sótt er um leyfi til að fella tré á lóðinni nr. 46 við Hæðargarð.
Umsögn garðyrkjustjóra dags. 15. ágúst 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15524
Meistari - Húsasmíðameistari, Löggilding
Ofanritaður sækir um leyfi til að mega standa fyrir byggingum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem húsasmíðameistari.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15527 (01.01.702.113)
Mávahlíð 1, Fella tré.
Sótt er um leyfi til að fella tré á lóðinni nr. 1 við Mávahlíð.
Umsögn garðyrkjustjóra dags. 15. ágúst 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Umsókn nr. 15559 (01.01.184.316)
Bergstaðastræti 28A, Skilveggur
Spurt er hvort leyft verði að setja upp vegg sem lokar stigapalli á efstu hæð frá sameiginlegum stigagangi á lóðinni nr. 28A við Bergstaðastræti.
Ekki er tekin afstaða til fyrirspurnarinnar fyrr en samþykki meðeigenda liggur fyrir.
Umsókn nr. 15545 (01.04.065.001)
Bíldshöfði 16, Sótt er um að setja glugga á vesturgafl 3.hæðar framhúss.
Spurt er hvort leyft verði að setja glugga á 3.hæð vesturgafls framhúss á lóðinni nr.16 við Bíldshöfða.
Nei.
Samræmist ekki byggingarreglugerð.
Umsókn nr. 15486 (01.01.361.010)
Hraunteigur 9, Svalir á suðurhlið og hurð út á svalir.
Spurt er hvort leyft verði að setja svalir á suðurhlið (að Hraunteig) og svalahurð á lóðinni nr.9 við Hraunteig.
Frestað.
Skoðist milli funda.
Umsókn nr. 15484 (01.04.633.202)
Leirubakki,
Spurt er hvort leyft verði að setja upp auglýsinaskilti við Arnarbakka.
Nei.
Samræmist ekki skiltareglum.
Umsókn nr. 15557 (01.01.140.508)
Lækjargata 6A, Tvær íbúðir á þakhæð
Spurt er hvort leyft verði að breyta íbúð í risi hússins á lóðinni nr. 6A við Lækjargötu í tvær íbúðir.
Meðfylgjandi er afrit af bréfi Gunngeirs Péturssonar frá 14. október 1985.
Nei.
Samræmist ekki reglugerð.
Umsókn nr. 15550 (01.01.136.401)
Öldugata 15, Bílskúr
Spurt er hvort leyft verði að byggja bílskúr í horni á lóðinni nr. 15 við Öldugötu.
Frestað.
Vísað til umsagnar Borgarskipulags.