Faxafen 5, Kleppsvegur 86, Langholtsvegur 18, Langholtsvegur 95, Laufengi 1 - 3, Laugarás á lóð das., Lágholtsvegur 20, Miðtún 6, Njálsgata 92, Rauðagerði 30, Skipasund 42, Skipholt 19, Sævarhöfði 6 - 12, Sörlaskjól 4, Vagnhöfði 23, Víðimelur 60, Meistari/húsasmíðameistari, Miðstræti 6, Síðumúli 27, Meistari/húsasmíðameistari,

Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 614/1995

5. fundur 1996

Árið 1996, föstudaginn 8. mars, kl. 14.00 eftir hádegi, hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 5. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu á 2. hæð í Borgartúni 3. Þessir sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þormóður Sveinsson, Óskar Þorsteinsson og Ólafur Ó. Axelsson. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 11407 (01.01.463.301)
Faxafen 5,
færa til hurðir/breytt notkun
Sótt er um leyfi til að færa hurðir og breyta notkun hússins á
lóðinni nr. 5 við Faxafen.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 11361 (01.01.352.201)
Kleppsvegur 86,
Stækka og breyta
Sótt er um leyfi fyrir rýmum sem sýnd voru óútgrafin á
upphaflegum teikningum en hafa verið í notkun frá upphafi,
einnig er sótt um að stækka bílskúr og setja nýja glugga á
norður-suður og austurhliðar hússins á lóðinni nr. 86 við
Kleppsveg.
Stærð: kjallari 46 ferm., 115 rúmm. Bílgeymsla 3,7 ferm., 9 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 2.790.oo.

Frestað.
Gera skal grein fyrir vegg milli bílskúrs og íbúðar.


Umsókn nr. 11365 (01.01.353.217)
Langholtsvegur 18,
Áður gerð íbúð
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í húsinu á lóðinni nr.
18 við Langholtsveg.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykki meðeigenda dags. 04.03.1996 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 07.03.96 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrsla heilbrigðiseftirlits dags. 07.03.96 fylgir
erindinu.

Frestað.
Vantar skoðunarskýrslu heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 11367 (01.01.412.011)
Langholtsvegur 95,
áður gerð íbúð í kjallara
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 95 við Langholtsveg.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Vantar samþykki meðeigenda. Vantar skoðunarskýrslu
heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 11383 (01.02.389.001)
Laufengi 1 - 3,
svalir og breytingar
Sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðausturhlið og breyta
innréttingu á 1. og 2. hæð í húsinu á lóðinni nr. 1-3 við
Laufengi.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 11384 (01.01.351.001)
Laugarás á lóð das.,
Hækka hurð á geymslu ofl.
Sótt er um leyfi til að hækka hurð á geymsluhúsnæði og nýta það
til bráðabirgða sem geymslur á lóðinni nr. 62A við Kleppsveg.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 11370 (01.01.520.201)
Lágholtsvegur 20,
Fjölga eignum í húsinu
Sótt er um leyfi til að fjölga eignum úr einni í tvær í húsinu á
lóðinni nr. 20 við Lágholtsveg.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Gera skal grein fyrir snyrtiaðstöðu.


Umsókn nr. 11369 (01.01.223.003)
Miðtún 6,
Áður gerð íbúð
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 6 við Miðtún.
Gjald kr. 2.250.oo.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitsins
dagsettar 27.02.1996 fylgja erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. 05.03.96 fylgir erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 11409 (01.01.243.002)
Njálsgata 92,
áður gerð íbúð
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í húsinu á lóðinni nr.
92 við Njálsgötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Skoðunarslýrslur byggingarfulltrúa dags. 24.01.96 og
heilbrigðiseftirlits dags. 31.01.96 fylgja erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 11414 (01.01.823.003)
Rauðagerði 30,
br.nýtingu neðri hæðar
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu og innrétta
vinnustofu á 1. hæð í húsinu nr. 30A á lóðinni nr. 30 við
Rauðagerði.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Sýna skal lausn þar sem innangengt er úr íbúð í vinnustofu.


Umsókn nr. 11408 (01.01.357.319)
Skipasund 42,
fyrir íbúð í kjallara
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 42 við Skipasund.
Skoðunarskýrslur heilbrigðiseftirlits dags. 30.01.1996 og
byggingarfulltrúa dags. 31.01.1996 fylgja erindinu. Samþykki
meðeigenda dags. 19.02.1996 fylgir erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 11371 (01.01.242.213)
Skipholt 19,
Uppfærðar teikningar
Sótt er um samþykki á uppfærðum teikningum m.t.t. núverandi
notkunar í húsinu á lóðinni nr. 19 við Skipholt.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Gera grein fyrir íbúð.


Umsókn nr. 11358 (01.04.50-.---)
Sævarhöfði 6 - 12,
þró utan um tanka
Sótt er um leyfi til að byggja steypta þró úr steinsteypu utan
um tanka á lóðinni nr. 6-10 við Sævarhöfða.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 11225 (01.01.532.209)
Sörlaskjól 4,
áður gerð íbúð í kj
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 4 við Sörlaskjól.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Ekki er hægt að samþykkja sameiginleg inntök í séreignarými.


Umsókn nr. 11388 (01.04.063.201)
Vagnhöfði 23,
Breyta innra fyrirkomulagi
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum í húsinu á lóðinni
nr. 23 við Vagnhöfða.
Gjald kr. 2.250.oo.
Lagt fram bréf Helgu Gunnarsdóttur dags. 05.03.96.

Frestað.
Gera grein fyrir brunahólfunum.
Lagfæra teikningar.


Umsókn nr. 11396 (01.01.524.002)
Víðimelur 60,
áður gerð íbúð
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins á
lóðinni nr. 60 við Víðimel.
Gjald kr. 2.250.oo.
Skoðunarskýrslur byggingarfulltrúa dags. 29.01.96, og
heilbrigðiseftirlitsins dags. 29.01.96 fylgja erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. 26.01.1996 fylgir erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 11410
Meistari/húsasmíðameistari,
Meistari/húsasmíðameistari
Ofanritaður sækir um leyfi byggingarfulltrúa til að mega standa
fyrir byggingum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem
húsasmíðameistari.

Samþykkt.


Umsókn nr. 11335 (01.01.183.115)
Miðstræti 6,
Rífa skorstein
Bjarni Árnason og Karin Bernhardsson, Miðstræti 6, óska eftir
leyfi til að fjarlægja skorstein á húsinu á lóðinni nr. 6 við
Miðstræti.

Frestað.
Mælst er til þess að skorsteinar verði endurgerðir.


Umsókn nr. 11313 (01.01.295.107)
Síðumúli 27,
Númerabreyting
Lagt fram bréf húseigenda dags. 21.02.96 þar sem óskað er eftir
því að bakhús á lóðinni fái númerið 27A við Síðumúla.

Samþykkt.


Umsókn nr. 11116
Meistari/húsasmíðameistari,
meistari/húsasmíðameistari
Ofanritaður sækir um leyfi byggingarfulltrúa til að mega standa
fyrir byggingum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur sem
húsasmíðameistari.

Samþykkt.