Arnargata 10, Austurbrún 27, Bakkasel 2 - 18, Barónsstígur 11a, Bauganes 8, Bergþórugata, skóli, Bjarmaland 9-15, Brautarholt 22, Brautarholt 24, Breiðavík 31-33, Bíldshöfði 12, Dofraborgir 12-18, Dísaborgir 2, Efstaleiti 3, Eiríksgata 6, Eiðsgrandi 0, Flúðasel 2-24, Fróðengi 2 gæsluvöllur, Fálkagata 20, Fífusel 2 - 18, Gnoðarvogur 52, Goðheimar 9, Granaskjól 10, Hólmsheiði fjáreigfél, Korngarður 10, Kóngsbakki 2-16, Laugalækur 2-8, Laugavegur 18, Laugavegur 29, Lækjargata 6b, Njálsgata 37, Nökkvavogur 33, Rofabær 27 - 31, Skipholt 7, Skógarhlíð 10, Skúlagata 15, Sporhamrar 3, Starengi 52, Suðurlandsbraut 2, Suðurlandsbraut 28, Suðurlandsbraut 4 og 4a, Tjarnargata 16, Vallengi 4-6, Vatnagarðar 26, Vesturás 2-8, Viðarás 31, Viðarás 33, Viðarás 35, Viðarás 37, Viðarás 39, Vættaborgir 112-124, Vættaborgir 119, Vættaborgir 130, Vættaborgir 134, Vættaborgir 41-43, Vættaborgir 85-87, Æsuborgir 6-8, Þönglabakki 4, Afgreiðsluf. byggingarfulltrúa, Borgartún 29, Hraunbær 69 - 83, Hönnunarleyfi, Nönnugata 5, Samþykkt borgarráðs, Skýrsla um byggingarframkvæmd., Stapasel 11, Vesturgata 50, Viðarhöfði 4 - 6, Austurstræti 22, Bauganes 11 heiði, Borgartún 32, Flétturimi 32-40, Framnesvegur 2, Hverfisgata 29, Háaleitisbraut 58 - 60, Háteigsvegur sjómsk., Ingólfsstræti 7b, Langholtsvegur 91, Skipasund 9, Skriðustekkur 10-16, Síðumúli 3-5, Vættaborgir 152, Ásholt 2-42, Ásvallagata 54,

BYGGINGARNEFND

3405. fundur 1996

Árið 1996, fimmtudaginn 25. júlí, kl. 11.00 fyrir hádegi, hélt byggingarnefnd Reykjavíkur 3405. fund sinn. Fundurinn var haldin í fundarsalnum 4. hæð Borgartúni 3. Fundinn sátu: Gunnar L. Gissurarson, Helgi Hjálmarsson, Kristín Blöndal, Hilmar Guðlaugsson og Halldór Guðmundsson. Auk þeirra sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þormóður Sveinsson, Ólafur Ó. Axelsson, Ágúst Jónsson, Björn Valgeirsson, Sigríður Þórisdóttir og Gunnar Ólason. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 12669 (01.01.553.296)
">Arnargata 10,
Viðbygging og breyting
Sótt er um leyfi til að byggja við og hækka hús úr steinsteypu
og timbri á lóðinni nr. 10 við Arnargötu.
Jafnframt óskað eftir leyfi fyrir girðingu í lóðamörkum að
Fálkagötu 25 sbr. bréf umsækjanda dags. 3. júlí 1996.
Stærð: kjallari 3,3 ferm., 1. hæð 3,3 ferm., 2. hæð 2,0 ferm.,
113 rúmm. Gjald kr. 2.250.oo + 2.543.oo.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 3. júní 1996, mótmæli
hafa borist með bréfum dags. 27. júní 1996 og 11. júní 1996.
Bréf Hallgríms Haraldssonar dags. 16.07.1996 fylgir erindnu.

Frestað.
Lækka þak, minnka kvisti.
Vísað til umsagnar skrifstofustjóra borgarverkfræðings vegna
aðkomu að baklóð hússins nr. 25 við Fálkagötu.


Umsókn nr. 12653 (01.01.354.002)
Austurbrún 27,
byggja svalir 2 hæð
Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr stáli á húsið á lóðinni
nr. 27 við Austurbrún.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12668 (01.04.944.301)
Bakkasel 2 - 18,
klæðning
Sótt er um leyfi til þess að klæða húsin á lóðinni nr.
8-10-12 við Bakkasel með steniplötum og einangra.
Gjald kr. 2.250.oo.
Ástandsskýrsla dags. 14.06.96 fylgir erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12644 (01.01.174.129)
Barónsstígur 11a,
skyggni
Sótt er um leyfi til að setja upp nýtt skyggni og skilti á húsið
á lóðinni nr. 11A við Barónsstíg.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12721 (01.01.674.011)
Bauganes 8,
Viðbygging
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri á lóðinni
nr. 8 við Bauganes.
Stærð: 1. hæð 15,4 ferm., 37 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 833.oo.

Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.


Umsókn nr. 12660 (01.01.192.102)
Bergþórugata, skóli,
breyting inni
Sótt er um leyfi fyrir breyttum innréttingum í Austurbæjarskóla
við Barónsstíg.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Frágangur á brunavörnum háður sérstakri úttekt
slökkviliðsstjóra.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Helgi Hjálmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 12701 (01.01.854.101)
Bjarmaland 9-15,
Hækkun á þaki
Sótt er um leyfi til að gera glerþak yfir innigarði og breyta
gluggum í húsinu á lóðinni nr. 9 við Bjarmaland.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykki eigenda Bjarmalands 11, 13 og 15 dags. 26. júní 1996
fylgir erindinu.
Umsögn borgarskipulags dags. 17. júlí 1996 fylgir erindinu.

Frestað.


Umsókn nr. 12674 (01.01.250.101)
Brautarholt 22,
br.atv.í íb
Sótt er um leyfi fyrir breyttri notkun skrifstofuhúsnæðis í
útleiguherbergi í húsinu á lóðinni nr. 22 við Brautarholt.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Vantar greinargerð um hljóðvist og brunavarnir.
Skila skal inn verkáætlun um breytingar á húsnæði.


Umsókn nr. 12684 (01.01.250.102)
Brautarholt 24,
innanhússbreyting
Sótt er um leyfi til að innrétta 3. hæð sem gistiheimili og opna
á milli 3. hæðar að Brautarholti 24 yfir í 3. hæð
Brautarholts 22.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Stærðir vantar á herbergi. Athuga hljóðvist.


Umsókn nr. 12636 (01.02.354.202)
Breiðavík 31-33,
fjölbylishús 8 íb.
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr steinsteypu með
átta íbúðum á lóðinni nr. 31-33 við Breiðuvík.
Stærð: kjallari 89,9 ferm., 1. hæð 376,9 ferm., 2. hæð 376,9
ferm., 2749 rúmm. Gjald kr. 2.250.oo + 61.853.oo.

Samþykkt.
Skilyrði byggingarnefndar:
Setja skal hita í palla og útitröppur.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 12665 (01.04.064.101)
Bíldshöfði 12,
uppfærðar teikningar
Sótt er um leyfi fyrir þegar gerðum breytingum í húsinu á
lóðinni nr. 12 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Vantar samþykki fyrir neyðardyrum út á lóð nr. 10.


Umsókn nr. 12710 (01.02.344.502)
Dofraborgir 12-18,
loka bílgeymslu
Sótt er um leyfi til að breyta bílskýli í lokaða bílgeymslu úr
steinsteypu við húsið nr. 14 á lóðinni nr. 12-18 við
Dofraborgir.
Stærð: bílgeymsla 23,5 ferm., 61,4 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 1.382.oo.
Samþykki meðeigenda dags. 23. júlí 1996 fylgir erindinu.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 12055 (01.02.348.601)
Dísaborgir 2,
fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús með átta íbúðum úr
steinsteypu á lóðinni nr. 2 við Dísaborgir.
Stærð: kjallari 11,3 ferm., 1. hæð 240,6 ferm., 2. hæð 241,3
ferm., 3. hæð 241,5 ferm., 2278 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 52.403.oo.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 12709 (01.01.745.001)
Efstaleiti 3,
Heilsugæslustöð
Sótt er um leyfi til að byggja heilsugæslustöð úr steinsteypu,
gleri, timbri og áli á lóðinni nr. 3 við Efstaleiti.
Stærð: 1. hæð 876 ferm., 3555 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 79.988.oo.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 5. júní 1996, mótmæli
hafa borist með bréfum dags. 27. júní 1996 og 1. júlí 1996.

Frestað.
Vantar að ganga frá lóðarsamningi.
Helgi Hjálmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 12670 (01.01.194.303)
Eiríksgata 6,
br.innr.innanhúss
Sótt er um leyfi til þess að breyta húsi í gistiheimili og íbúð
á lóðinni nr. 6 við Eiríksgötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 18.06.1996 engin
mótmæli hafa borist.

Frestað.
Lagfæra snyrtingar.


Umsókn nr. 12679 (01.01.513.2--)
Eiðsgrandi 0,
Skolpdælustöð
Sótt er um leyfi til þess að byggja skólpdælustöð úr steinsteypu
á lóð við Eiðsgranda.
Stærð: kjallari 126 ferm., 1. hæð 133 ferm., 1449 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 32.603.oo.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 18. júní 1996.
Mótmæli hafa borist með bréfi dags. 14.07.1996.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12724 (01.04.970.702)
Flúðasel 2-24,
Loka svölum og klæða húsið.
Sótt er um leyfi til að klæða húsið með steniplötum og loka
svölum með gleri í húsinu á lóðinni nr. 2-10 við Flúðasel.
Stækkun: 22 ferm., 58 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 1.305.oo. Meðfylgjandi er bréf Einars H.
Guðmundssonar dags. 15.07.1996. Ástandskönnun útveggja dags.
15.06.1996 og greinagerð Þorsteins Friðþjófssonar vegna lokunar
svala dags. 15.06.1996.

Samþykkt.
Sigríður Þórisdóttir vék af fundi kl. 12.30.


Umsókn nr. 12659 (01.02.386.201)
Fróðengi 2 gæsluvöllur,
gæsluvallarhús, nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja gæsluvallarhús úr timbri á
lóðinni nr. 2 við Fróðengi.
Stærð: 1. hæð 58 ferm., 180 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 4.050.oo.

Samþykkt.
Hæðarafsetning háð sérstöku samþykki byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 12604 (01.01.553.011)
Fálkagata 20,
viðbygging
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við vinnustofu á
lóðinni nr. 20B við Fálkagötu.
Stærð: 1. hæð 17,2 ferm.,
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er samþykki eigenda Fálkagötu 20A, dags. 10.07.1996
og samþykki skiptastjóra dánarbús Önnu H. Magnúsdóttur.

Frestað.
Ófullnægjandi gögn. Vantar samþykki nágranna.


Umsókn nr. 12597 (01.04.970.601)
Fífusel 2 - 18,
fjórir eignarhl.í einnhl.
Sótt er um leyfi til að sameina fjóra eignahluta og stækka íbúð
í kjallara hússins á lóðinni nr. 12 við Fífusel.
Gjald kr. 2.250.oo. Meðfylgjandi er bréf Inga Ú. Magnússonar
dags. 04.09.1991 og bréf Hauks Ingibergssonar dags. 03.10.1991.
Jafnframt lagt fram bréf húsfélags Fífusels 12, dags. 19.04.1996
og samkomulag eigenda Fífusels 12, dags. 20.05.1996.

Frestað.
Skoðist á milli funda.


Umsókn nr. 12123 (01.01.444.104)
Gnoðarvogur 52,
Sólstofa
Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu á 3. hæð hússins á
lóðinni nr. 52 við Gnoðavog.
Stærð: 3. hæð 15 ferm., 39 rúmm. Gjald kr. 2.250.oo + 878.oo.
Samþykki meðeigenda dags. 25.03.1996 fylgir erindinu.
Bréf Sigurðar Halldórssonar ódagsett fylgir erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12675 (01.01.432.302)
Goðheimar 9,
stækka þakhæð
Sótt er um leyfi til að stækka þakhæð á lóðinni nr. 9 við
Goðheima.
Stærð: 3 hæð 16,3 ferm., 49 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 1.103.oo.
Meðfylgjandi er bréf Hjörleifs Stefánssonar dags. 14.06.1996.
Samþykki meðeigenda dags. 14.12.1995 fylgir erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12598 (01.01.515.606)
Granaskjól 10,
stækka bílsk.br,inng.skyggni
Sótt er um leyfi til að stækka bílskúr, breyta inngangi inn á
neðri hæð og setja skyggni yfir nýjan inngang og byggja sólstofu
við húsið á lóðinni nr. 10 við Granaskjól.
Stærð: bílgeymsla 36 ferm., 104 rúmm., Garðstofa 15,3 ferm., 43
rúmm. Gjald kr. 2.250.oo + 3.308.oo.

Frestað.
Minnka sólskála. Vantar samþykki eigenda húsa á lóðunum
nr. 8 og 12 við Granaskjól.


Umsókn nr. 12680 (01.05.8--.-96)
Hólmsheiði fjáreigfél,
Endurbyggja hesthús
Sótt er um leyfi til að endurbyggja hesthús úr timbri á lóðinni
nr. 24 við Fjárborg A-götu.
Stærð: kjallari 17,5 ferm., 1. hæð 153,6 ferm., 534 rúmm.
Stækkun: 199 rúmm. Gjald kr. 2.250.oo + 4.478.oo.
Meðfyljandi er bréf heilbrigðiseftirlitsins dags. 17.07.1996.
Meðfylgjandi er bréf Guðmundar Karls Guðjónssonar dags.
23.07.1996.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12652 (01.01.33-.-78)
Korngarður 10,
Hráefnageymar.
Sótt er um leyfi til að koma 3 hráefnageymum úr stáli fyrir á
lóðinni nr. 10 við Korngarða.
Stærð: 223,3 ferm., 5694 rúmm. Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Halldór Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 12678 (01.04.634.203)
Kóngsbakki 2-16,
innr.br.á 01.01.minnkun 01-02
Sótt er um leyfi til að stækka íbúð 01-01 og minnka íbúð 01-02 í
mhl 08 í húsinu á lóðinni nr. 2-16 við Kóngsbakka.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er bréf Húsfélagsins Kóngsbakka 2-16 og Sesselju
Ólafsdóttur og Skafta Björnssonar, Kóngsbakka 16, dags.
16.07.1996.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12681 (01.01.347.006)
Laugalækur 2-8,
Útblástursrör og atv.starfsemi
Sótt er um leyfi til að opna milli húsa 6 og 8, breyta
innréttingu og koma fyrir háf á húsi nr. 6 á lóðinni nr. 2-8 við
Laugalæk.
Gjald kr. 2.250.oo.
Ennfremur lagt fram bréf heilbrigðiseftirlitsins dags.
02.07.1996. Jafnframt lagt fram samþykki eigenda húsa nr. 6 og 8
við Laugalæk.
Meðfylgjandi er bréf heilbrigðiseftirlitsins dags. 17.07.1996 og
Brynjars Haraldssonar ódagsett.

Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Halldór Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 12634 (01.01.171.501)
Laugavegur 18,
br.2 hæð í kaffisölu
Sótt er um leyfi til að innrétta kaffihús á 2. hæð í verslun
Máls og Menningar á lóðinni nr. 18 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 12706 (01.01.172.008)
Laugavegur 29,
innrétta á hljóver
Sótt er um leyfi til að innrétta hljóðver og koma fyrir
loftræsisamstæðu á þaki hússins nr. 46 við Hverfisgötu á lóðinni
nr. 29 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.250.oo.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 1. júlí sl., mótmæli
hafa borist með bréfum dags. 14. júlí og 20. júlí 1996.

Frestað.
Vantar staðsetningu loftræstistokks upp úr þaki og suðurútlit.
Sýna skal hljóðskermandi yfirbyggingu á loftræstisamstæðu.


Umsókn nr. 12677 (01.01.140.509)
Lækjargata 6b,
Breytt notkun veitingah,
Sótt er um leyfi til að breyta notkun 1. hæðar og kjallara
hússins að Lækjargötu 6B úr verslun og skrifstofu í veitingahús
og gistirými.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi eru greinargerðir Stefáns Ingólfssonar dags.
07.05.1996 og 15.05.1996.
Ennfremur fylgir erindinu greinagerð um hljóðvist dags.
05.06.1996.
Ennfremur fylgir erindinu bréf hönnuðar dags. 18.06.1996.

Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 12629 (01.01.190.025)
Njálsgata 37,
Skipta um bárujárn og glugga.
Sótt er um leyfi til að byggja ofan á viðbyggingu sem fyrir er
úr timbri, hækka þak að norðanverðu og skipta um bárujárn og
glugga í húsinu á lóðinni nr. 37 við Njálsgötu.
Stærð: 22,8 ferm.
Gjald kr. 2.250.oo.
Mótmæli sem fylgdu kynningu þann 10. maí 1996 dags. 22 maí og
24. maí 1996.

Frestað.
Lagfæra skal "franskar" svalir.


Umsókn nr. 12507 (01.01.445.309)
Nökkvavogur 33,
br. á bílskúr
Sótt er um leyfi til að stækka bílskúr úr steinsteypu á lóðinni
nr. 33 við Nökkvavog.
Stærð: 23,9 ferm., 87 rúmm., gjald kr. 2.250.oo + 1.958.oo.

Synjað.
Samræmist ekki byggingarreglugerð um 36 ferm., hámarksstærð
bílskúra.


Umsókn nr. 12648 (01.04.343.401)
Rofabær 27 - 31,
Utanhússbreyting/ klæðning.
Sótt er um leyfi til að klæða húsið á lóðinni nr. 108 við
Hraunbæ með steni- plötum.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12676 (01.01.241.209)
6">Skipholt 7,
klæða útveggi
Sótt er um leyfi til að klæða útveggi hússins á lóðinni nr. 7
við Skipholt með steindum plötum.
Gjald kr. 2.250.oo.
Bréf dags. 12.06.96 fylgir erindinu.
Meðfylgjandi er bréf Gunnars Borgarssonar dags. 16.07.1996 fylgir
erindinu.

Frestað.
Byggingarfulltrúa falið að skoða einangrunargildi útveggja.


Umsókn nr. 12673 (01.01.703.401)
Skógarhlíð 10,
re. á innra skipulagi(skóli)
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum og innrétta
skólahúsnæði á 2. hæð hússins á lóðinni nr. 10 við Skógarhlíð.
Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.
Frágangur á brunavörnum háður sérstakri úttekt
slökkviliðsstjóra.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 12662 (01.01.154.101)
Skúlagata 15,
sorpgeymsla
Sótt er um leyfi til að breyta sorpgeymslu í kæligeymslu og
klæða af sorphurðir með Alucobond. Sorpi verður komið fyrir í
tveim gámum á lóðinni nr. 15 við Skúlagötu.
Gjald kr. 2.250.oo.

Frestað.
Gera betri grein fyrir staðsetningu og frágangi sorpgáma.


Umsókn nr. 12630 (01.02.295.601)
Sporhamrar 3,
útibygg. stækkun
Sótt er um leyfi til að byggja við húsið á lóðinni nr. 3 við
Sporhamra úr stáli og timbri.
Stærð: 1. hæð 16,2 ferm., 45 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 1.013.oo.

Samþykkt.
Með 3 atkvæðum, Helgi Hjálmarsson og Halldór Guðmundsson sátu
hjá.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 12605 (01.02.384.402)
Starengi 52,
einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr steinsteypu á
lóðinni nr. 52 við Starengi.
Stærð: 1. hæð 149 ferm., 497 rúmm., bílgeymsla 27 ferm., 89 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 13.185.oo.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 12562 (01.01.261.101)
Suðurlandsbraut 2,
Múrklæ. á vesturgfl hússins.
Sótt er um leyfi fyrir múrklæðningu á vesturgafli, endurnýjun
gluggahliða 3. hæðar, n- og v-hlið, og til að endurnýja og
breyta gluggum og gluggahliðum á 2. hæð, n-, v- og s-hlið
hússins á lóðinni nr. 2 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er bréf Sæmundar Eiríkssonar dags. 10.07.1996.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12645 (01.01.264.202)
Suðurlandsbraut 28,
viðbygging
Sótt er um leyfi til að byggja hæð úr steinsteypu ofan á húsið
á lóðinni nr. 28 við Suðurlandsbraut.
Stærð: 3. hæð 425,9 ferm., 1810 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 40.725.oo.

Frestað.
Gera skal grein fyrir bílastæðum.


Umsókn nr. 12723 (01.01.262.001)
Suðurlandsbraut 4 og 4a,
Endurgera 8. hæð og múrklæða.
Sótt er um leyfi til að endurgera 8. hæð og stækka hana og klæða
húsið með stáli og áli á lóðinni nr. 4 við Suðurlandsbraut.
Stærð: 183,2 ferm., 985 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 22.163.oo.
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar dags. 05.07.1996.
Samþykki meðeigenda og nágranna fylgir erindinu.

Samþykkt.
3:1, Halldór Guðmundsson var á móti, Helgi Hjálmarsson sat hjá.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á brunavörnum háður sérstakri úttekt
slökkviliðsstjóra.
Bílastæði háð sérstakri úttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 12638 (01.01.141.303)
Tjarnargata 16,
svalir og breyting á efstu hæð
Sótt er um leyfi til að endurnýja og stækka svalir. Ennfremur er
sótt um leyfi til þess að sameina efstu hæð og ris í eina íbúð í
húsinu á lóðinni nr. 16 við Tjarnargötu.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er samþykki Harðars Sævarssonar dags. 16.07.1996 og
Hilmars Knudsen f.h Reykjavíkurborgar dags. 17.07.1996.

Frestað.
Stytta skal svalir.


Umsókn nr. 12498 (01.02.383.002)
Vallengi 4-6,
byggja fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr steinsteypu með
sex íbúðum á lóðinni nr. 4-6 við Vallengi.
Stærð: 1. hæð 249,8 ferm., 2. hæð 268,8 ferm.
Gjald kr. 2.250.oo + 40.050.oo.

Frestað.
Setja skal hita í tröppur og palla stigahúss.
Vísað til athugasemda.


Umsókn nr. 12671 (01.01.339.604)
Vatnagarðar 26,
sýningarsalur
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingu (setja milligólf) úr
stáli og timbri í húsinu á lóðinni nr. 26 við Vatnagarða.
Stærð: 2. hæð 108,4 ferm. Gjald kr. 2.250.oo.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12689 (01.04.385.703)
Vesturás 2-8,
Reykrör og þakglugga
Sótt er um leyfi til að setja þakglugga og skorstein fyrir arin
á húsið nr. 2 á lóðinni nr. 2-8 við Vesturás.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykki meðeigenda dags. 03.06.1996 fylgir erindinu.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12639 (01.04.387.402)
Viðarás 31,
Parhús
Sótt er um leyfi til að byggja parhús úr steinsteypu á lóðinni
nr. 31-31A við Viðarás.
Stærð: hvort hús kjallari 96,4 ferm., 1. hæð 72,8 ferm., samtals
1026 rúmm., hvor bílgeymsla 23,6 ferm., samtals 152 rúmm.
Gjald kr. 4.500.oo + 26.505.oo.

Frestað.
Vantar skráningartöflu. Skipulagsvinnu ólokið og málið í bið þar
til skipulagi er lokið.


Umsókn nr. 12640 (01.04.387.403)
Viðarás 33,
parhús
Sótt er um leyfi til að byggja parhús úr steinsteypu á lóðinni
nr. 33-33A við Viðarás.
Stærð: hvort hús kjallari 96,4 ferm., 1. hæð 72,8 ferm., samtals
1026 ferm., hvor bílgeymsla 23,6 ferm., samtals 152 rúmm.
Gjald kr. 4.500.oo + 26.505.oo.

Frestað.
Vantar skráningartöflu. Skipulagsvinnu ólokið og málið í bið þar
til skipulagi er lokið.


Umsókn nr. 12641 (01.04.387.701)
Viðarás 35,
nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja parhús úr steinsteypu á lóðinni
nr. 35-35A við Viðarás.
Stærð hvort hús: kjallari 96,4 ferm., 1. hæð 72,8 ferm., samtals
1026 rúmm. Hvor bílgeymsla 23,6 ferm., samtals 152 rúmm.
Gjald kr. 4.500.oo + 26.505.oo.

Frestað.
Vantar skráningartöflu. Skipulagsvinnu ólokið og málið í bið þar
til skipulagi er lokið.


Umsókn nr. 12643 (01.04.387.702)
Viðarás 37,
nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja parhús úr steinsteypu á lóðinni
nr. 37-37A við Viðarás.
Stærð: hvort hús kjallari 96,4 ferm., 1. hæð 72,8 ferm., samtals
1026 rúmm., hvor bílgeymsla 23,6 ferm., samtals 152 rúmm.
Gjald kr. 4.500.oo + 26.505.oo.

Frestað.
Vantar skráningartöflu. skipulagsvinnu ólokið og málið í bið þar
til skipulagi er lokið.


Umsókn nr. 12642 (01.04.387.703)
Viðarás 39,
parhús
Sótt er um leyfi til að byggja parhús úr steinsteypu á lóðinni
nr. 39-39A við Viðarás.
Stærð: hvort hús kjallari 96,4 ferm., 1. hæð 72,8 ferm., samtals
1026 rúmm., hvor bílgeymsla 23,6 ferm., samtals 152 rúmm.
Gjald kr. 4.500.oo + 26.505.oo.

Frestað.
Vantar skráningartöflu. Skipulagsvinnu ólokið og málið í bið þar
til skipulagi er lokið.


Umsókn nr. 12656 (01.02.342.603)
Vættaborgir 112-124,
raðhús
Sótt er um leyfi til að byggja raðhús með sjö íbúðum úr
steinsteypu á lóðinni nr. 112-124 við Vættaborgir.
Stærð: hvert hús 1. hæð 87 ferm., 2. hæð 59 ferm., hvert hús 450
rúmm., samtals 3150 rúmm. Hver bílgeymsla 20 ferm., 54 rúmm.,
samtals 378 rúmm.
Gjald kr. 7x2.250.oo + 79.380.oo.

Frestað.
Vantar skráningartöflu.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 12695 (01.02.341.205)
Vættaborgir 119,
einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr steinsteypu á
lóðinni nr. 119 við Vættaborgir.
Stærð: kjallari 85,2 ferm., 1. hæð 113,3 ferm., 635 rúmm.
Bílgeymsla 27,1 ferm., 69 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 15.840.oo.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Byrjunarframkvæmdir háðar samþykki gatnamálastjóra.
Ólafur Axelsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 12682 (01.02.342.401)
82">Vættaborgir 130,
Einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr steinsteypu á
lóðinni nr. 130 við Vættaborgir.
Stærð: 1. hæð 50,3 ferm., 2. hæð 126,1 ferm., 548 rúmm.,
bílgeymsla 46,5 ferm., 125 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 15.143.oo.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Byrjunarframkvæmdir háðar samþykki gatnamálastjóra.


Umsókn nr. 12685 (01.02.342.403)
Vættaborgir 134,
Einbýlishús úr steinsteypu.
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr steinsteypu á
lóðinni nr. 134 við Vættaborgir.
Gjald kr. 2.250.oo.
Stærð: 1. hæð 104,9 ferm., 2. hæð 109,5 ferm., 653 rúmm.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Byrjunarframkvæmdir háðar samþykki gatnamálastjóra.


Umsókn nr. 12637 (01.02.343.302)
Vættaborgir 41-43,
nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja parhús úr steinsteypu á lóðinni
nr. 41-43 við Vættaborgir.
Stærð: hvort hús 1. hæð 69,1 ferm., 2. hæð 69,4 ferm., hvort hús
452 rúmm. Hvor bílgeymsla 31,5 ferm., 88 rúmm.
Gjald kr. 2x2.250.oo + 24.300.oo.

Frestað.
Vantar skráningartöflu.


Umsókn nr. 12667 (01.02.343.209)
Vættaborgir 85-87,
Byggja parhús
Sótt er um leyfi til að byggja parhús úr steinsteypu á lóðinni
nr. 85-87 við Vættaborgir.
Stærð: hús nr. 85, 1. hæð 87,1 ferm., 2. hæð 69,1 ferm., 492
rúmm., hús nr. 87, 1. hæð 69,1 ferm., 2. hæð 69,1 ferm., 433
rúmm., bílgeymslur: hús nr. 85, 28,1 ferm., 87 rúmm., hús nr. 87,
32,8 ferm., 101 rúmm.
Gjald kr. 2x2.250.oo + 25.043.oo.

Frestað.
Vantar skráningartöflu.
Athuga glugga sem snýr yfir á þak bílskúrs á næsta
einkalóðarhluta.


Umsókn nr. 12687 (01.02.341.302)
Æsuborgir 6-8,
parhús
Sótt er um leyfi til að byggja parhús úr steinsteypu og hækka
gólfkóta um 10 sm á lóðinni nr. 6-8 við Æsuborgir.
Stærð hvort hús: 1. hæð 146,8 ferm., 476 rúmm., samtals 952
rúmm., hvor bílgeymsla 30 ferm., 86 rúmm., samtals 172 rúmm.
Gjald kr. 2 x 2.250.oo + 25.290.oo.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 12672 (01.04.603.103)
Þönglabakki 4,
Innrétt.breyting og svalir.
Sótt er um leyfi fyrir innri breytingum og svölum á vesturhlið
hússins á lóðinni nr. 4 við Þönglabakka.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykki meðeigenda ódagsett fylgir erindinu.

Samþykkt.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.


Umsókn nr. 12715
Afgreiðsluf. byggingarfulltrúa,
Afgreiðsluf. byggingarfulltrúa
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerð nr. 15 frá
17. júlí 1996, án liðar nr. 9, og fundargerð nr. 16 frá 23. júlí
1996, án liðar nr. 14.



Umsókn nr. 12708 (01.01.218.103)
Borgartún 29,
Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Bústaðar sf, Leirutanga 51, 270 Mosfellsbæ, dags.
7. júní 1996, móttekið 17. júlí 1996, þar sem gerð er krafa um að
byggingarleyfi frá 14. mars 1996 um leyfi fyrir innakstursdyrum á
framhlið götuhæðar vesturenda hússins verði fellt úr gildi.

Frestað.
Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 12712 (01.04.331.501)
Hraunbær 69 - 83,
Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Sigurðar Jenssonar, Hraunbæ 83, dagsett 23. júlí
1996.

Óskað er álits skrifstofustjóra byggingarfulltrúa og
skrifstofustjóra borgarverkfræðings.


Umsókn nr. 12713
Hönnunarleyfi,
Hönnunarleyfi
Ragnar G. Gunnarsson, tæknifræðingur starfsmaður embættis
byggingarfulltrúa óskar eftir leyfi byggingarnefndar til þess að
gera burðarþols- og lagnauppdrætti af einbýlishúsi á lóðinni
nr. 90 við Starengi og gera lagnauppdrætti vegna skiptingar á
hita í eignarhluta 0102-02 í Bíldshöfða 18.
Sami mun ekki nýta hönnunarleyfi vegna Höfðabakka 1 frá 30. maí
1996 og óskast það fellt úr gildi.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12707 (01.01.186.643)
Nönnugata 5,
Niðurrif
Skrifstofustjóri borgarverkfræðings, sækir um leyfi f.h.
borgarsjóðs til þess að rífa húseignina Nönnugötu 5, en húsið
skemmdist mikið í eldi 15. maí sl.
Stærð hússins er u.þ.b. 73 ferm., byggingarár að mestu 1924.

Samþykkt.


Umsókn nr. 12705
Samþykkt borgarráðs,
Samþ.borgarráðs frá 16.07.1996
Lögð fram samþykkt borgarráðs frá 16. júlí sl., (mál 29) um
skilyrði varðandi jákvæða umsögn um útgáfu vínveitingarleyfa.



Umsókn nr. 12703
Skýrsla um byggingarframkvæmd.,
Skýrsla um byggingarfr.í Rvk.
Lögð fram skýrsla byggingarfulltrúa um byggingarframkvæmdir í
Reykjavík árið 1995.



Umsókn nr. 12714 (01.04.924.506)
Stapasel 11,
Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Dagþórs Haraldssonar dags. 9. júní en móttekið
9. júlí 1996 vegna óleyfisframkvæmda í hluta Stapasels 11.

Málinu vísað til byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 12704 (01.01.130.207)
Vesturgata 50,
Lagt fram bréf
Lagt fram bréf umhverfisráðuneytisins dags. 18. júlí 1996 vegna
kæru frá Sveini Guðmundssyni hdl. f.h. Guðmanns Heiðmar,
Öldugötu 7a, vegna synjunar byggingarnefndar á leyfi til þess að
rífa Vesturgötu 50.
Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa
dags. 24. júlí 1996.

Umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa samþykkt.


Umsókn nr. 12696 (01.04.077.502)
Viðarhöfði 4 - 6,
Lóðarmarkabreyting
Skrifstofustjóri borgarverkfræðings óskar eftir samþykki
byggingarnefndar til að breyta mörkum lóðarinnar Viðarhöfði 4-6
eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti mælingadeildar
borgarverkfræðings dags. 18.07.1996.
Lóðin er 12018 ferm., sbr. þinglesinn lóðarsamning um Viðarhöfða
4, nr. 371/88, dags. 10.03.1988.
Tekið af lóðinni undir götu 22 ferm. Viðbót við lóðina meðfram
Vesturlandsvegi 240 ferm. Lóðin verður 12236 ferm.
Sjá samþykkt skipulagsnefndar 23.01.1995 og samþykkt borgarráðs
14.02.1995. Felld er niður aðkoma frá hliðarvegi með
Vesturlandsvegi. Þá er breytt tilhögun kvaða um bílastæði,
hvorttveggja eftir tillögu borgarverkfræðings.

Samþykkt.
Hilmar Guðlaugsson vék af fundi kl. 14.02.


Umsókn nr. 12655 (01.01.140.504)
Austurstræti 22,
byggja ofan á byggingar
Spurt er hvort leyft verði að byggja tvær ofanábyggingar á húsið
á lóðinni nr. 22 við Austurstræti.

Frestað.
Vísað til skipulagsnefndar.
Umsækjanda bent á að umsagnir vantar frá Árbæjarsafni og
Húsafriðunarnefnd ríkisins.


Umsókn nr. 12654 (01.01.672.106)
Bauganes 11 heiði,
byggja aukaíbúð
Spurt er hvort leyft verði að byggja við bílskúr og innrétta
aukaíbúð á lóðinni nr. 11 við Bauganes.
Meðfylgjandi er bréf Páls V. Bjarnasonar dags. 17.07.1996.

Nei.


Umsókn nr. 12702 (01.01.232.001)
Borgartún 32,
innrétta hótelherbergi
Spurt er hvort leyft verði að innrétta hótelherbergi í húsinu á
lóðinni nr. 32 við Borgartún.
Gjald kr. 2.250.oo. Málinu fylgir umsögn Heilbrigðiseftirlits,
eldvarnareftirlits og upplýsingar frá byggingarfulltrúa í
Kaupmannahöfn. Jafnframt fylgir bréf Ferðamálaráðs
dags. 18. júlí 1996.

Frestað.
Byggingarfulltrúa falið að vinna að samantekt um málið í samráði
við eldvarnareftirlitið fyrir næsta fund.
Helgi Hjálmarsson vék af fundi kl. 14.38.


Umsókn nr. 12711 (01.02.583.101)
Flétturimi 32-40,
fjölbýlishús
Spurt er hvort leyft verði að byggja tvö þriggja hæða
fjölbýlishús með 30 íbúðum.
Umsögn Borgarskipulags dags. 13.06.1996 fylgir erindinu.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 18.06.1996.
Mótmæli hafa borist með bréfi dags. 15.07.1996.
Bréf Tryggva Aðalsteinssonar dags. 08.07.1996 fylgir erindinu.

Frestað.
Gera skal nýja tillögu um staðsetningu bílskúra.


Umsókn nr. 12657 (01.01.133.222)
Framnesvegur 2,
gera íbúð á 1 hæð
Spurt er hvort leyft verði að innrétta íbúð á 1. hæð þar sem nú
er skrifstofuhúsnæði í húsinu á lóðinni nr. 2 við Framnesveg.

Jákvætt að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 12658 (01.01.151.509)
Hverfisgata 29,
1
Spurt er hvort leyft verði að setja glugga á norðurhlið hússins
á lóðinni nr. 29 við Hverfisgötu.

Nei


Umsókn nr. 12563 (01.01.284.401)
Háaleitisbraut 58 - 60,
byggja stiga við neyðarútgang
Spurt er hvort leyft verði að byggja stiga við neyðarútgang í
húsinu á lóðinni nr. 50-60 við Háaleitisbraut til þess að
uppfylla kröfur eldvarnareftirlitsins.

Jákvætt.


Umsókn nr. 12663 (01.01.254.201)
Háteigsvegur sjómsk.,
breyta gluggum
Spurt er hvort leyft verði að breyta gluggum og lagfæra útlit
í kjallarrými Sjómannaskóla Íslands við Háteigsveg.

Jákvætt.
Mjókka glugga næst hornum.


Umsókn nr. 12599 (01.01.171.217)
Ingólfsstræti 7b,
steypa stöðuvegg og girðingar
Spurt er hvort leyft verði að steypa stoðvegg og gera girðingu
skv. meðfylgjandi teikningu á lóðinni nr. 7B við Ingólfsstræti.

Jákvætt.
Að fegnu samþykki lóðarhafa og án skuldbinga af hálfu
borgarsjóðs.


Umsókn nr. 12508 (01.01.412.009)
Langholtsvegur 91,
Stækka ris og setja svalir
Spurt er hvort leyft verði að stækka ris og gera svalir á húsið
á lóðinni nr. 91 við Langholtsveg.

Nei.


Umsókn nr. 12666 (01.01.356.001)
Skipasund 9,
breyta þakhæð
Spurt er hvort leyft verði að breyta þaki úr valmaþaki í risþak
og hækka þak og breyta kvistum á húsinu á lóðinni nr. 9 við
Skipasund.
Meðfylgjandi er umsögn borgarskipulags dags. 08.07.1996.

Frestað.
Vísað til skipulagsnefndar.


Umsókn nr. 12586 (01.04.616.002)
Skriðustekkur 10-16,
Tvær íbúðir
Spurt er hvort leyft verði að skipta húsinu á lóðinni nr. 14 við
Skriðustekk í þrjár íbúðir.
Málinu fylgir bréf fasteignasölunnar Borga ehf, dags. 9. júlí
1996, og tvö bréf byggingarfulltrúa dags. 26. júní 1996.

Frestað.
Vísað til skipulagsnefndar.


Umsókn nr. 12664 (01.01.292.006)
Síðumúli 3-5,
innrétta skoðunarstöð
Spurt er hvort leyft verði að innrétta skoðunarstöð skv.
meðfylgjandi teikningum í húsinu á lóðinni nr. 3-5 við Síðumúla.
Meðfylgjandi er bréf Halls Kristvinssonar dags. 17.07.1996.

Frestað.
Ófullnægjandi lausn.


Umsókn nr. 12649 (01.02.342.001)
Vættaborgir 152,
Einbýlishús
Spurt er hvort leyft verði að byggja einbýlishús á lóðinni nr.
152 við Vættaborgir.

Jákvætt.


Umsókn nr. 12694 (01.01.242.005)
Ásholt 2-42,
loka bílageymslum
Spurt er hvort leyft verði að loka tveim bílastæðum og breyta
þeim í geymslur á lóðinni nr. 2 við Ásholt.

Nei.
Miðað við að ekki séu umframstæði að kröfu skipulags.


Umsókn nr. 12661 (01.01.139.013)
Ásvallagata 54,
Byggja valmaþak á húsið.
Spurt er hvort leyft verði að byggja valmaþak á húsið á lóðinni
nr. 54 við Ásvallagötu í stað flats þaks.

Frestað.