Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Kvosin, Landsímareitur, Bryggjuhverfi, Samgönguvika í Reykjavík 2014, Umhverfis- og skipulagssvið, Borgartún 8-16A, Akurey og Lundey, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Skipasund 43, Útilistaverk, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, Reykjavíkurborg, Umhverfis- og skipulagssvið, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Reitur 1.172.2, Laugavegur 34A og 36, Grettisgata 17,

77. fundur 2014

Ár 2014, miðvikudaginn 10. september kl. 09:08, var haldinn 77. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Svafar Helgason árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Harri Ormarsson og Helena Stefánsdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 5. september 2014.


Umsókn nr. 140219 (01.14.04)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf.
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
610593-2919 Lindarvatn ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
2.
Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Landsímareits. Í breytingunni felst breyting á skipulagsskilmálum.
Páll Gunnlaugsson frá Ask arkitektum kynnir.

Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:50.


Umsókn nr. 140301 (04.0)
581198-2569 ÞG verktakar ehf.
Fossaleyni 16 112 Reykjavík
611004-2570 Arcus ehf
Fossaleyni 16 112 Reykjavík
3.
Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Björns Ólafs arkitekts f.h. Arcus ehf. dags. 19. júní 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóða við Tangabryggju og Naustabryggju. Í breytingunni felst breyting á byggingarreitum, bílastæðum, innkeyrslum o.fl., samkvæmt lagfærðum uppdr. Björns Ólafs arkitekts dags. 3. september 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Björns Ólafs ark. og Arcus ehf. dags. 23. júní 2014.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 140151
4.
Samgönguvika í Reykjavík 2014,
Lögð fram dagskrá samgönguviku í Reykjavík 2014.

Björg Helgadóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Kynnt.

Umsókn nr. 140155
5.
Umhverfis- og skipulagssvið, aðgengi að úrgangsílátum í Reykjavík
Lögð fram skýrsla umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, um aðgengi að úrgangsílátum í Reykjavík.

Þröstur Ingólfur Víðisson yfirverkstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Kynnt.

Fulltrúar umhverfis- og skipulagsráðs bóka: Í tilefni af útkomu skýrslu um aðgengi að úrgangsílátum í Reykjavík hvetur umhverfis- og skipulagsráð íbúa Reykjavíkur til samvinnu við borgina um að bæta aðgengi sorphirðustarfsmanna að sorpílátum. Aðgengi að sorpílátum er allt of víða í borginni mjög erfitt. Það veldur miklu óhagræði, skapar lélegt starfsumhverfi og í sumum tilvikum slysahættu.


Umsókn nr. 140465 (01.22.01)
520613-1370 Höfðatorg ehf.
Stórhöfða 34-40 110 Reykjavík
6.
Borgartún 8-16A, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Höfðatorgs ehf. dags. 4. september 2014 um að bæta við hæð ofan á hótelbyggingu á lóð nr. 8-16A við Borgartún.


Pálmar Kristmundsson frá PK arkitektum kynnir.

Kristín Soffía Jónsdóttir víkur af fundi kl. 11:30 og Eva Indriðadóttir tekur sæti á fundinum kl: 11:30.

Frestað. Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og rýnihóps um fagurfræði.


Umsókn nr. 140049
7.
Akurey og Lundey, friðun
Lagt fram bréf frá Fuglavernd dags. 12. febrúar 2014 þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg friðlýsi eyjarnar Akurey og Lundey. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 21. ágúst 2014.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 21. ágúst 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 45423
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru nr. 793 frá 9. september 2014.







Umsókn nr. 47914 (01.35.820.5)
151170-3669 Bryndís Guðnadóttir
Skipasund 43 104 Reykjavík
051167-4579 Þór Marteinsson
Skipasund 43 104 Reykjavík
9.
Skipasund 43, Breytingar úti
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. júlí 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir og stiga niður í garð, færa kofa á lóð, færa innkeyrslu og byggingarreit fyrir bílskúr við hús á lóð nr. 43 við Skipasund. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. júlí 2014. Erindi var grenndarkynnt frá 28. júlí til og með 25. ágúst 2014. Eftirtaldi aðilar sendu athugasemdir: Ágúst Alfreðsson dags. 20. ágúst 2014 og Ragnar P. Ólafsson dags. 24. ágúst 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. september 2014.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. september 2014.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 140182
190565-5219 Marteinn A Marteinsson
Austurströnd 12 170 Seltjarnarnes
10.
Útilistaverk, (fsp) í landi Esjubergs
Lögð fram fyrirspurn Marteins A. Marteinssonar dags. 7. apríl 2014 um að reisa 13.3 metra hátt listaverk í landi Esjubergs á Kjalarnesi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hverfisráðs Kjalarness og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn hverfisráðs Kjalarness dags. 8. maí 2014 og bókun hverfisráðs Kjalarness dags. 21. ágúst 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. september 2014.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. september 2014.

Umsókn nr. 140462
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
11.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. september 2014 vegna samþykktar borgarráðs 28. ágúst 2014 um að vísa erindi svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisins dags. 26. ágúst 2014 um auglýsingu á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Óskað er eftir að umsögn berist innan 14 daga.

Vísað til umsagnar deildarstjóra svæðis- og aðalskipulags Reykjavíkur.

Umsókn nr. 140156
12.
Reykjavíkurborg, rammaúthlutun 2015
Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 20. ágúst 2014 að rammaúthlutun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015. Einnig eru lögð fram bréf fjármálaskrifstofu dags. 27. ágúst 2014.


Umsókn nr. 140063
13.
Umhverfis- og skipulagssvið, Líffræðileg fjölbreytni í Reykjavík
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 3. júlí 2014 varðandi skipun nýrra fulltrúa í stýrihóp um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík. Einnig lögð fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 24. mars 2014 ásamt skýrslu um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík - stefnumótun og gerð aðgerðaáætlunar.

Umhverfis- og skipulagsráðs samþykkir að skipa fulltrúa sjálfstæðisflokksins Herdísi Önnu Þorvaldsdóttur í stað Óttarrs Guðlaugssonar í stýrihóp um líffræðilega fjölbreytni í Reykjavík.

Umsókn nr. 140139
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
14.
Betri Reykjavík, sef á bakka Tjarnarinnar til verndar andarungum
Lögð fram efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum framkvæmdir "sef á bakka Tjarnarinnar til verndar andarungum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. ágúst 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. september 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir og viðhald, dags. 3. september 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140138
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15.
Betri Reykjavík, gróðursetja tré í óræktina vestan við Gullinbrú
Lögð fram önnur efsta hugmynd júlímánaðar úr flokknum umhverfismál "gróðursetja tré í óræktina vestan við Gullinbrú" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 5. ágúst 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. september 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir og viðhald, dags. 3. september 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140226 (05.18)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
16.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra 37/2014, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. maí 2014 ásamt kæru dags. 25. apríl 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Hólmsheiðar, athafnasvæðis Fisfélags Reykjavíkur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. maí 2014. Lagður fram bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 1. september 2014. Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða er hafnað.


Umsókn nr. 140362 (01.17.22)
630513-1460 Lantan ehf.
Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík
17.
Reitur 1.172.2, Laugavegur 34A og 36, Grettisgata 17, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. ágúst 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.172.2, lóðirnar Laugavegur 34A, 36 og Grettisgata 17.