Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040

Verknúmer : SN140462

114. fundur 2015
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. júlí 2015 varðandi gildistöku svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þann 14. júlí sl. og innleiðingu stefnu svæðisskipulagsins í aðalskipulag Reykjavíkur.



111. fundur 2015
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 8. júní 2015 vegna samþykktar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þann 1. júní 2015 á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins - Höfuðborgarsvæði 2040.



106. fundur 2015
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. apríl 2015 vegna samþykktar borgarráðs 16. apríl 2015 um að vísa erindi samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu dags. 14. apríl 2015 til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Óskað er eftir að umsögn berist innan þriggja vikna. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015.
Eva Indriðadóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:15
Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:17

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðal- og svæðisskipulags Reykjavíkur og Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015 samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Evu Indriðadóttur, fulltrúa bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarsson.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir, og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráð.





95. fundur 2015
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. janúar 2015 um samþykkt borgarráðs s.d. um umsögn umhverfis- og skipulagssviðs vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og fylgigagna.



93. fundur 2015
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. september 2014 vegna samþykktar borgarráðs 28. ágúst 2014 um að vísa erindi svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisins dags. 26. ágúst 2014 um auglýsingu á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Óskað er eftir að umsögn berist innan 14 daga. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. september 2014 og athugasemdir umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. janúar 2015 við auglýsta tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og Ólafur Kr. Guðmundsson og fulltrúi framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.




82. fundur 2014
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. október 2014 um samþykkt borgarráðs dags. 2. október 2014 um auglýsingu á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 ásamt samþykkt á umsögn umhverfis- og skipulagsráðs dags. 17. september 2014.



78. fundur 2014
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. september 2014 vegna samþykktar borgarráðs 28. ágúst 2014 um að vísa erindi svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisins dags. 26. ágúst 2014 um auglýsingu á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Óskað er eftir að umsögn berist innan 14 daga. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. september 2014.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Hrafnkell Á Proppé svæðisskipulagsstjóri samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynnir.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. september 2014 samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bóka: ¿Í tillögu að nýju svæðisskipulagi er tekin upp nálgun sem að mörgu leyti er metnaðarfull og áhugaverð. Mikilvægur útgangspunktur skipulagsins er hins vegar að framtíðarstaðsetning innanlandsflugvallar verði ekki á núverandi stað. Nefnd sem skipuð var um staðarvalið hefur ekki enn lokið störfum en hefur á meðan beðið um pólitískt svigrúm til að klára þá vinnu. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki innan nokkurra mánaða. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallavina í umhverfis- og skipulagsráði sitja því hjá við afgreiðsluna þar sem ekki er tímabært að skipulagið fari í auglýsingu fyrr en þeirri vinnu er lokið.¿


77. fundur 2014
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. september 2014 vegna samþykktar borgarráðs 28. ágúst 2014 um að vísa erindi svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisins dags. 26. ágúst 2014 um auglýsingu á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Óskað er eftir að umsögn berist innan 14 daga.

Vísað til umsagnar deildarstjóra svæðis- og aðalskipulags Reykjavíkur.