Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Umhverfis- og skipulagssvið, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Aðalstræti 6, Hverfisgata 78, Borgartún 28, Friggjarbrunnur 42-44, Skyggnisbraut 14-18, Laugarás, reitur 1.381, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Hverfisgata 103, Ársskýrsla byggingarfulltrúa, Háagerði 22, Hraunbær 102, Umhverfis- og skipulagsráð, Útilistaverk,

61. fundur 2014

Ár 2014, miðvikudaginn 2. apríl kl. 09:07, var haldinn 61. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 140051
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
1.
Betri Reykjavík, göngubrú eða betri gönguleið frá Lækjartorgi að Hörpu
Lögð fram efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum framkvæmdir "göngubrú eða betri gönguleið frá Lækjartorgi að Hörpu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. febrúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. mars 2014 samþykkt.



Umsókn nr. 140052
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
2.
Betri Reykjavík, betri samgöngur í strætó milli hverfa í Grafarvogi
Lögð fram efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum samgöngur "betri samgöngur í strætó milli hverfa í Grafarvogi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. febrúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- of skipulagssviðs dags. 25. mars 2014.

Umsögn umhverfis- of skipulagssviðs, dags. 25. mars 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140055
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
3.
Betri Reykjavík, Vesturbæjarstrætó!
Lögð fram fimmta efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum samgöngur "Vesturbæjarstrætó!" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. febrúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. mars 2014.

Umsögn umhverfis- of skipulagssviðs, dags. 27. mars 2014 samþykkt.

Hildur Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:11.


Umsókn nr. 140063
4.
Umhverfis- og skipulagssvið, Líffræðileg fjölbreytni í Reykjavík
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 24. mars 2014. Einnig er lögð fram skýrsla um Líffræðileg fjölbreytni í Reykjavík - stefnumótun og gerð aðgerðaáætlunar.

Snorri Sigurðsson sérfræðingur kynnir.
Frestað.



Umsókn nr. 10070
5.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 28. mars 2014.



Umsókn nr. 140119 (01.13.65)
711208-0700 Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf
Höfðatúni 2 105 Reykjavík
6.
Aðalstræti 6, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2014 var lögð fram umsókn Reita fasteignafélags dags. 20. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðarinnar nr. 6 við Aðalstræti. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og þakhæð hússins, samkvæmt uppdr. Arkís dags. 20. mars 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp dags. 20. mars 2014.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .
Vísað til borgarráðs.

Umhverfis og skipulagsráð bókar:
"Þrátt fyrir að byggingarmagn á þakhæð Aðalstrætis 6 sé aukið lítillega er útfærslan með þeim hætti að ásýnd hússins mun batna vegna inndreginnar þakhæðar sem snýr að Aðalstræti. Þakhæðin sker sig þannig frá að húsið mun virka lægra í götumyndinni.Hækkunin snýr mest að baklóð en sýnt hefur verið fram á að ekki verður um aukningu skuggavarps að ræða.
Með þessari breytingu er farið í átt að upphaflegri hönnun hússins."


Umsókn nr. 130578 (01.17.3)
690903-4070 Hverfi ehf.
Hverfisgötu 78 101 Reykjavík
7.
Hverfisgata 78, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hverfis ehf. dags. 5. desember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar nr. 78 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að byggðar verði þrjár hæðir ofan á hús sem stendur í bakgarði ásamt leyfi til að hafa hótel eða gistiheimili á lóðinni, samkvæmt uppdr. Gunnlaugs Jónassonar ark. dags. 5. desember 2013. Tillagan var auglýst frá 17. janúar til og með 28. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðfinna J. Guðmundsdóttir hdl. f.h. Vesturgarða ehf. dags. 27. febrúar 2014. Einnig eru lögð fram andmæli Mark Wilson og Kristins I. Jónssonar dags. 13. mars 2014 f.h. eigenda og réttarhafa lóðarinnar að Hverfisgötu 78 við athugasemdum Guðfinnu J. Guðmundsdóttur hdl. f.h. Vesturgarða ehf. dags. 27. febrúar 2014. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2014 og umsögn skrifsstofu sviðsstjóra dags. 28. mars 2014.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2014
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 140139 (01.23.01)
690612-0970 HEK ehf.
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
8.
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn HEK ehf. dags. 28. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún. Í breytingunni felst að fyrirhuguð bygging á lóð er breytt úr þjónustubyggingu í íbúða- og þjónustubyggingu, hæðum er fjölgað um eina og fyrirkomulagi bílastæða er breytt, samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 25. mars 2014.


Helga Lund verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .
Vísað til borgarráðs.


Sóley Tómasdóttir víkur af fundi kl 10:00 Líf Magneudóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma.


Umsókn nr. 140140 (05.05.32)
9.
Friggjarbrunnur 42-44, Skyggnisbraut 14-18, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Mansard Teiknistofu ehf. dags. 28. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42-44 við Friggjarbrunn og 14-18 við Skyggnisbraut. Í breytingunni felst fjölgun íbúða, hækkun húss við Skyggnisbraut um eina hæð, fjölgun stæða í bílakjallara og að fallið er frá ákvæði um verslun og þjónustuhúsnæði á jarðhæð við Skyggnisbraut, samkvæmt uppdr. Mansard Teiknistofu ehf. dags. 6. febrúar 2014.

Helga Lund verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .
Vísað til borgarráðs.





Umsókn nr. 140132 (01.38.1)
510497-2799 Félagsbústaðir hf.
Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík
420299-2069 ASK Arkitektar ehf.
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
10.
Laugarás, reitur 1.381, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Félagsbústaða hf. dags. 27. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.381, Laugarás. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulagsins og aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 6 við Austurbrún, samkvæmt uppdr. Ask arkitekta ehf. dags 25. mars 2014.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .
Jafnframt var samþykkt að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.
Vísað til borgarráðs



Umsókn nr. 45423
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 773 frá 1. apríl 2014.








Umsókn nr. 47377 (01.15.440.7)
660213-0820 SA Verk ehf.
Áslandi 3 270 Mosfellsbær
12.
Hverfisgata 103, Hótel
Sótt er um leyfi til að byggja hótel með 100 herbergjum úr forsteyptum einingum, þrjár til fjórar hæðir á kjallara með bílgeymslu fyrir 28 bíla á lóð nr. 103 við Hverfisgötu.
Kjallari, 306,9 ferm., bílgeymsla 873,1 ferm., 1. hæð 890,3 ferm., 2. hæð 882,2 ferm., 3. hæð 818,4 ferm., 4. hæð 570 ferm.
Samtals: 4.227,9 ferm., 9.475,8 rúmm.
Gjald kr. 9.500

Björn Stefán Hallsson byggingarfulltrúi tekur sætir á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.

Sóley Tómasdóttir tekur sæti á fundinum að nýju kl. 10:40, Líf Magneudóttir víkur af fundi á sama tíma.

Umhverfis og skipulagsráðs bókaði eftirfarandi:
"Umhverfis-og skipulagsráð telur ánægjulegt að uppbygging við Hverfisgötu 103 sé á næsta leiti. Ráðið telur þó að gera verði meiri kröfur til útlits og yfirbragðs uppbyggingar á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur heldur en framlagðar teikningar gefa tilefni til að ætla. Í deiliskipulagi reitsins eru skilmálar er lúta að yfirbragði byggingarinnar en þar kemur fram eftirfarandi um hönnun mannvirkja. " Vanda skal mjög til hönnunar á nýbyggingum á miðborgarsvæðinu. Skulu þær endurspegla nánasta umhverfi sitt og vernda og styrkja heildarmynd svæðisins. Við hönnunina skal taka mið af sérkennum svæðisins. Við mat á hönnun bygginga skal m.a. hafa eftirfarandi atriði til hliðsjónar: Stærðarhlutföll, hæðir og mælikvarða bygginga, efnisnotkun, listaval, fyrirkomulag glugga og hurða sem og notkun efna og deililausna í byggingum. Auk þessa er kveðið á um lóðarhönnun og frágang sem og ákvæði um jarðhæðir sem opinber rými.
Einnig er í nýsamþykktu aðalskipulagi kafli um gæði byggðar og þar kemur fram eftirfarandi " Reykjavíkurborg á að vera til fyrirmyndar og setja ný viðmið um gæði, heilnæmi og fagurt umhverfi með því að gera kröfur um undirbúning hönnunar og framkvæmda, varðveita það besta í byggingararfleifðinni og bæta umhverfið þar sem kostur er " Þessu ber skipulagsyfirvöldum að framfylgja.
Í deiliskipulagi eru gefnar hámarksheimildir og ákveðinn rammi utanum uppbyggingu, innan hans gefst tækifæri til uppbrots og mótunar sem hefur ekki verið nýtt í því tilviki sem um ræðir. Ásýnd má bæta með vönduðu efnisvali og uppbroti í hönnun sem endurspeglar nánasta umhverfi þar sem láréttar línur eru áberandi. Hverfisgatan er í endurnýjun og við götuna eru mikil sóknarfæri til framtíðar. Á öðrum skipulagsreitum við götuna hefur verið lögð áhersla á metnaðarfulla uppbyggingu og hönnun og mikilvægt er að svo sé líka á þessum mikilvæga reit í miðborginni.
Að mati umhverfis og skipulagsráðs er tillagan í ósamræmi við aðalskipulag og deiliskipulag.
Af þeim sökum beinir ráðið því til lóðarhafa að vinna tillögu sem samræmist betur ákvæðum skipulags um gæði byggðar sem gildir á svæðinu í samvinnu við byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa.
Ráðið óskar jafnframt eftir að fá allar tillögur sem kunna að verða lagðar fram á reitnum til umfjöllunar."



Umsókn nr. 47475
13.
Ársskýrsla byggingarfulltrúa, Ársskýrsla 2013
Lögð fram til kynningar ársskýrsla byggingarfulltrúa Reykjavíkur árið 2013.

Óskar Torfi Þorvaldsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.

Umsókn nr. 140133 (01.81.74)
220772-5949 Arnhildur Pálmadóttir
Stórigarður 13 640 Húsavík
14.
Háagerði 22, málskot
Lagt fram málskot Arnhildar Pálmadóttur dags. 26. mars 2014 vegna afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 28. janúar 2014 varðandi stærð bílskúrs á lóðinni nr. 22 við Háagerði.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 28. janúar 2014 staðfest.





Umsókn nr. 140138 (04.34.33 05)
190364-2169 Margrét H Indriðadóttir
Hlíðarbyggð 31 210 Garðabær
15.
Hraunbær 102, málskot
Lagt fram málskot Margrétar H. Indriðadóttur og Ægis Pálssonar dags. 21. mars 2014 vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 11. mars 2014 um að breyta efri og neðri hæð atvinnurýmis 0001 og 0101 í íbúð í húsinu á lóð nr. 102C við Hraunbæ.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.







Umsókn nr. 140067
16.
Umhverfis- og skipulagsráð, viðauki um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs
Lagður fram viðauki 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.

Frestað.


Umsókn nr. 140047
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17.
Útilistaverk, flutningur styttunnar Tónlistarmaðurinn
Lagður fram tölvupóstur Menningar- og ferðamálasviðs f.h. menningar- og ferðamálaráðs dags. 12. mars 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um flutning styttunnar Tónlistarmaðurinn frá Háskólabíói að Hörpu. Einnig er lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar forstjóra Hörpu dags. 5. desember 2013, tillaga að staðsetningu styttunnar Tónlistarmaðurinn samkvæmt uppdrætti Landslags dags. í nóvember 2013 og umsögn Listasafns Reykjavíkur dags. 13. febrúar 2014.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugsemdir við flutning á styttunni Tónlistamaðurinn frá Háskólabíó að Hörpu samkvæmt uppdrætti Landslags dags. í nóvember 2013 en leggur áherslu á að annað útilistaverk verði sett upp í staðinn.