Útilistaverk

Verknúmer : US140047

61. fundur 2014
Útilistaverk, flutningur styttunnar Tónlistarmaðurinn
Lagður fram tölvupóstur Menningar- og ferðamálasviðs f.h. menningar- og ferðamálaráðs dags. 12. mars 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um flutning styttunnar Tónlistarmaðurinn frá Háskólabíói að Hörpu. Einnig er lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar forstjóra Hörpu dags. 5. desember 2013, tillaga að staðsetningu styttunnar Tónlistarmaðurinn samkvæmt uppdrætti Landslags dags. í nóvember 2013 og umsögn Listasafns Reykjavíkur dags. 13. febrúar 2014.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugsemdir við flutning á styttunni Tónlistamaðurinn frá Háskólabíó að Hörpu samkvæmt uppdrætti Landslags dags. í nóvember 2013 en leggur áherslu á að annað útilistaverk verði sett upp í staðinn.



485. fundur 2014
Útilistaverk, flutningur styttunnar Tónlistarmaðurinn
Lagður fram tölvupóstur Menningar- og ferðamálasviðs f.h. menningar- og ferðamálaráðs dags. 12. mars 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um flutning styttunnar Tónlistarmaðurinn frá Háskólabíói að Hörpu. Einnig er lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar forstjóra Hörpu dags. 5. desember 2013, tillaga að staðsetningu styttunnar Tónlistarmaðurinn og umsögn Listasafns Reykjavíkur dags. 13. febrúar 2014.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.