Borgartún 28

Verknúmer : SN140139

97. fundur 2015
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. október 2014 þar sem gerðar eru athugasemdir og sveitarstjórn bent á að taka athugasemdir til umræðu samkv. 1.mgr. 42. gr. skipulagslaga. Einnig er lagður fram uppdráttur Zeppelín arkitekta dags. 25. mars 2014, lagfærður 20. febrúar 2015.

Fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson greiða atkvæði með þeim lagfæringum sem fram koma á uppdrætti skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2014 lagfærðum 20. febrúar 2015.
Fulltrúar Sjálfstæðisfokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Guðfinna Jóahnna Guðmundsdóttir greiða atkvæði á móti.
Lagfæring að ósk Skipulagsstofnunar felld á jöfnum atkvæðum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka:
"Í bréfi Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags Borgartúns 28 - 28a segir: "Fram kemur í athugasemdum að hagsmunaaðilar telja að skort hafi á samráð við undirbúning deiliskipulagsbreytingarinnar. Mikil uppbygging er og hefur verið við Borgartún og á aðliggjandi svæðum og við slíkar aðstæður telur Skipulagsstofnun sérstaklega mikilvægt að haft sé samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila umfram það sem lágmarkskröfur skipulagslaga um auglýsingu deiliskipulagsbreytinga kveða á um, sbr. sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti". Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði lögðu fram tillögu í ráðinu 14. ágúst 2014 um að fundað verði með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en deiliskipulagstillagan yrði tekin til afgreiðslu. Þá tillögu felldu fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna án nokkurra athugasemda frá fulltrúa Pírata sem er áheyrnafulltrúi. Fulltrúar sömu flokka ákváðu að halda fund um Borgartúnið og nágrenni eftir að deiliskipulagsbreytingin hafði verið afgreidd og sá fundur fjallaði ekki sérstaklega um deiliskipulagsbreytingar á Borgartúni 28 - 28 a. Sá fundur hafði þess vegna ekkert vægi og með þá megnu óánægju sem þar kom fram hefur ekkert verið gert. Á fundi borgarstjórnar 16. september s.á. gagnrýndu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vinnubrögð meirihlutans harðlega. Með tilliti til athugasemda Skipulagsstofnunar skulda þeir fulltrúar sem höfnuðu samráði íbúum afsökunarbeiðni. "

Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bókar:
"Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina fagnar því að athugasemdir Skipulagsstofnunar séu lagðar fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs og breyttur uppdráttur til samþykktar. Framsókn og flugvallarvinir greiddu atkvæði gegn breytingu á deiliskipulaginu og er afstaða til þess óbreytt. Skipulagsstofnun telur sérstaklega mikilvægt að haft sé samráð við íbúa og aðra hagsmunaðila umfram lágmarkskröfur skipulagslaga um auglýsingu sbr. sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti. Meirihluti borgarstjórnar, þ.e. Samfylking, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar, voru ekki sömu skoðunar enda virti meirihlutinn að vettugi fjo¨ldamargar athugasemdir sem ba´rust vegna breytinga a´ deiliskipulaginu og höfnuðu því að halda upply´singa- og samra´ðsfund vegna breytinganna a´ður en deiliskipulagið var afgreitt. Eru slík vinnubrögð óásættanleg og ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti eins og Skipulagsstofnun bendir réttilega á"

Vísað til borgarráðs.


528. fundur 2015
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. október 2014 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. október 2014 þar sem gerðar eru athugasemdir og sveitarstjórn bent á að taka athugasemdir til umræðu samkv. 1.mgr. 42. gr. skipulagslaga. Einnig er lagður fram uppdráttur dags. 25. mars 2014, lagfærður 20. febrúar 2015.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

513. fundur 2014
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. október 2014 þar sem gerðar eru athugasemdir og sveitarstjórn bent á að taka athugasemdir til umræðu samkv. 1.mgr. 42. gr. skipulagslaga.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

79. fundur 2014
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. september 2014 um samþykkt borgarstjórnar dags. 16. september 2014 um breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðar númer 28 við Borgartún.



73. fundur 2014
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn HEK ehf. dags. 28. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún. Í breytingunni felst að fyrirhuguð bygging á lóð er breytt úr þjónustubyggingu í íbúða- og þjónustubyggingu, hæðum er fjölgað um eina og fyrirkomulagi bílastæða er breytt, samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 25. mars 2014. Tillagan var auglýst frá 14. maí til og með 25. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þuríður Einarsdóttir, forstöðumaður stjórnar húsfélagsins Borgartúni 30A og 30B dags. 26. maí 2014, Vífill Oddsson og Katrín Gústafsdóttir dags. 19. júní 2014, Pálmi Finnbogason f.h. Húsfélagsins Borgartúni 30 dags. 24. júní 2014 og íbúaeigendur að Sóltúni 11 og 13 dags. 19. júní 2014. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 26. júní 2014 ásamt athugasemdum Hauks Viktorssonar ark. f.h. eigenda Sóltúns 11-13 dags. 16. júní 2014.
Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júlí 2014.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir leggja fram eftirfarandi tillögu: "Lagt er til að umhverfis og skipulagssvið haldi opinn upplýsinga- og samráðsfund vegna breytinga á deiliskipulagi á lóð nr. 28 og 28a við Borgartún. Deiliskipulagið verði ekki afgreitt fyrr en að loknum þeim fundi."

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssyni gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Hildar Sverrisdóttur og fulltrúa framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísli Garðarsson bóka: "Meirihluti SÆV, ásamt áheyrnarfulltrúa Þ, í Umhverfis- og skipulagsráði er hlynntur aukinni upplýsingagjöf um uppbyggingu og skipulag í borginni og miðar nýtt verklag við auglýsingar á skipulagsbreytingum að því. Í Borgartúni er fyrirhuguð töluverð uppbygging og jafnframt hafa verið gerðar breytingar á göturými Borgartúnsins."

Deiliskipulag samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. júlí 2014 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssyni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Hildar Sverrisdóttur og fulltrúi framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir einróma að fela umhverfis- og skipulagssviði að halda opinn fund um stöðu skipulags, uppbyggingar og gatnaframkvæmda í Borgartúni og svæðum þar í kring.


72. fundur 2014
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn HEK ehf. dags. 28. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún. Í breytingunni felst að fyrirhuguð bygging á lóð er breytt úr þjónustubyggingu í íbúða- og þjónustubyggingu, hæðum er fjölgað um eina og fyrirkomulagi bílastæða er breytt, samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 25. mars 2014. Tillagan var auglýst frá 14. maí til og með 25. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þuríður Einarsdóttir, forstöðumaður stjórnar húsfélagsins Borgartúni 30A og 30B dags. 26. maí 2014, Vífill Oddsson og Katrín Gústafsdóttir dags. 19. júní 2014, Pálmi Finnbogason f.h. Húsfélagsins Borgartúni 30 dags. 24. júní 2014 og íbúaeigendur að Sóltúni 11 og 13 dags. 19. júní 2014. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 26. júní 2014 ásamt athugasemdum Hauks Viktorssonar ark. f.h. eigenda Sóltúns 11-13 dags. 16. júní 2014.

Helga Lund verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið

Frestað.

498. fundur 2014
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn HEK ehf. dags. 28. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún. Í breytingunni felst að fyrirhuguð bygging á lóð er breytt úr þjónustubyggingu í íbúða- og þjónustubyggingu, hæðum er fjölgað um eina og fyrirkomulagi bílastæða er breytt, samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 25. mars 2014. Tillagan var auglýst frá 14. maí til og með 25. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þuríður Einarsdóttir, forstöðumaður stjórnar húsfélagsins Borgartúni 30A og 30B dags. 26. maí 2014, Vífill Oddsson og Katrín Gústafsdóttir dags. 19. júní 2014, Pálmi Finnbogason f.h. Húsfélagsins Borgartúni 30 dags. 24. júní 2014 og íbúaeigendur að Sóltúni 11 og 13 dags. 19. júní 2014. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 26. júní 2014 ásamt athugasemdum Hauks Viktorssonar ark. f.h. eigenda Sóltúns 11-13 dags. 16. júní 2014.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

497. fundur 2014
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn HEK ehf. dags. 28. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún. Í breytingunni felst að fyrirhuguð bygging á lóð er breytt úr þjónustubyggingu í íbúða- og þjónustubyggingu, hæðum er fjölgað um eina og fyrirkomulagi bílastæða er breytt, samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 25. mars 2014. Tillagan var auglýst frá 14. maí til og með 25. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þuríður Einarsdóttir, forstöðumaður stjórnar húsfélagsins Borgartúni 30A og 30B dags. 26. maí 2014, Vífill Oddsson og Katrín Gústafsdóttir dags. 19. júní 2014, Pálmi Finnbogason f.h. Húsfélagsins Borgartúni 30 dags. 24. júní 2014 og íbúaeigendur að Sóltúni 11 og 13 dags. 19. júní 2014.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

65. fundur 2014
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. apríl 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 10. apríl 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún.


485. fundur 2014
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn HEK ehf. dags. 28. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún. Í breytingunni felst að fyrirhuguð bygging á lóð er breytt úr þjónustubyggingu í íbúða- og þjónustubyggingu, hæðum er fjölgað um eina og fyrirkomulagi bílastæða er breytt, samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

61. fundur 2014
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn HEK ehf. dags. 28. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún. Í breytingunni felst að fyrirhuguð bygging á lóð er breytt úr þjónustubyggingu í íbúða- og þjónustubyggingu, hæðum er fjölgað um eina og fyrirkomulagi bílastæða er breytt, samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 25. mars 2014.


Helga Lund verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .
Vísað til borgarráðs.


Sóley Tómasdóttir víkur af fundi kl 10:00 Líf Magneudóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma.