Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Austurhöfn, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Alþingisreitur, Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, Þjóðhildarstígur, Nýr Landspítali við Hringbraut, Laugavegur 46A, Göngustígar í Reykjavíkur - Nafngiftir., Grundarstígur 10,

Skipulagsráð

199. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 17. febrúar kl. 09:05, var haldinn 199. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Torfi Hjartarson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Magnús Skúlason, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Helga Björk Laxdal, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir og Margrét Leifsdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 12. febrúar 2010.

Ragnar Sær Ragnarsson tók sæti á fundinum kl.9:07


Umsókn nr. 90009 (01.11)
660805-1250 Eignarhaldsfélagið Portus ehf
Pósthólf 709 121 Reykjavík
2.
Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Portus ehf. dags. 14. nóvember 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar TRH vegna gatna- og stígatengsla á svæðinu milli Hafnarstrætis og Tónlistahússins samkvæmt uppdrætti Batterísins dags. 14. desember 2009. Einnig lagt fram bréf Faxaflóahafna dags., 5. febrúar 2010, minnisblað Portusar og Austurhafnar dagsett 12. febrúar 2010, skýringaruppdráttur Batterísins dags. 14. desember 2010 og minnisblað Mannvits dags. 23. október 2009.

Kristján Guðmundsson tók sæti á fundinum kl. 9:55


Stefán Hermannsson framkvæmdastjóri Austurhafnar, Sigurður Einarsson arkitekt og Þorsteinn R. Hermannsson fulltrúi frá Mannvit kynntu.

Umsókn nr. 41051
3.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 575 frá 16. febrúar 2010.


Umsókn nr. 39779 (01.14.110.6)
420169-3889 Alþingi
Kirkjustræti 150 Reykjavík
4.
Alþingisreitur, flutningur á húsi ofl.
Sótt er um leyfi til að flytja hús af sökkli sínum á lóð nr. 12 við Vonarstræti yfir á nýjan og hærri sökkul á fornleifauppgreftri við Kirkjustræti nr. 4, Mhl. 03, til að endurbyggja Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti Mhl. 04, til að byggja steinsteyptan kjallara Mhl.07 á milli þessara tveggja húsa og tengja öll húsin neðanjarðar ásamt Kirkjustræti 8B og 10 við þjónustubyggingu Alþingis á Alþingisreit.
Jafnframt er erindi BN039619 dregið til baka.
Erindi fylgir bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 22. apríl 2008, fyrirspurn BN039505 dags. 24. febrúar 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2009, Húsafriðunarnefndar dags.3. mars 2009, skýrsla Húsafriðunarnefndar 26. mars 2009, bréf frá Fornleifavernd ríkisins dags. 14. apríl 2009, brunahönnunarskýrsla dags. 13. maí 2009, minnispunktar skipulagsstjóra dags. 1. september 2009, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 3. desember 2009 og umsögn Minsjasafns Reykjavíkur 8. janúar 2010.
Stærðir nýbyggingar Mhl. 07: Kjallari ?? ferm.,
Samtals: ?? ferm., ?? rúmm.
Gjald kr: 7.700 + ??

Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 11:00 þá var einnig búið að kynna lið nr. 7 á dagskrá.
Frestað.

Umsókn nr. 100033 (01.11.702.05)
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
5.
Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, sameining lóða
Lögð fram umsókn THG arkitekta f.h. lóðarhafa, dags. 25. janúar 2010, um sameiningu lóðanna Þingholtsstrætis 2-4 og Skólastrætis 1 í þeim tilgangi að nýta byggingarrétt samkvæmt núgildandi deiliskipulagi á báðum lóðunum undir íbúðahótel. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. febrúar 2010.
Frestað.

Umsókn nr. 80548 (04.11)
590602-3610 Atlantsolía ehf
Lónsbraut 2 220 Hafnarfjörður
6.
Þjóðhildarstígur, (fsp) lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu
Á fundi skipulagsstjóra dags. 22. ágúst 2008 var lögð fram fyrirspurn Atlantsolíu ehf dags. 21. ágúst 2008 þar sem spurt er hvort leyft sé að koma fyrir lóð við Þjóðhildarstíg fyrir sjálfsafgreiðslustöð með tvær til þrjár dælur. Óskað er einnig eftir því að útbúin verði ný innkeyrsla frá Reynisvatnsvegi sem einnig getur nýst fyrir hverfisstöð og bílastæði sem gert er ráð fyrir að komið verði þar fyrir. Meðfylgjandi eru uppdrættir dags.19. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. október 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 20. október 2008.
Frestað.

Umsókn nr. 90372 (01.19)
7.
Nýr Landspítali við Hringbraut, skipulag svæðis
Kynnt staða vinnu.

Ásgeir Ásgeirsson vék af fundi undir þessum lið
Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Margrét Leifsdóttir kynntu.

Umsókn nr. 41033 (01.17.310.3)
8.
Laugavegur 46A,
Byggingarfulltrúi kynnir stöðu mála á lóð nr. 46A við Laugaveg.
Frestað.

Umsókn nr. 40807
9.
Göngustígar í Reykjavíkur - Nafngiftir.,
Lögð fram að nýju til kynningar tillögur nafnanefndar um nafngiftir á aðalgöngustíga í Reykjavík, ásamt greinagerð dags. 12. des. 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 90316
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
10.
Grundarstígur 10, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 8. febrúar 2010 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. júli 2009 um að veita leyfi m.a. til að byggja við kjallara og hækka þak hússins að Grundarstíg 10 í Reykjavík og breyta notkun þess.
Úrskurðarorð:
Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. júlí 2009, sem staðfest var í borgarráði 6. ágúst 2009, um að veita leyfi til að byggja við og hækka þak hússins að Grundarstíg 10 í Reykjavík og breyta notkun þess.