Langholtsvegur 115, Álmgerði, Ármúli 30 , Goðheimar 8, Heiðargerði 116, Sogavegur 18, Sogavegur 164, Steinagerði 8, Borgartún 31, Grafarholt, Smiðshöfði 8, Kjalarnes, Jörfagrund 23-39,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

27. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 10. ágúst kl. 10:00 var haldinn 34. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Þórarinn Þórarinsson og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Ragnhildur Ingólfsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Fundarritari var: Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


1.01 Langholtsvegur 115, nýting á lóð
Lagt fram bréf Gunnars Rósinkranz arkitekts, f.h. Gerpis ehf, dags. 08.08.01 ásamt uppdr. dags. 07.08.01, að uppbyggingu á lóðinni nr. 115 við Langholtsveg.
Jákvætt gagnvart tillögu A. Leggja fyrir skipulags- og byggingarnefnd með tillögu um að athafnasvæði verði deiliskipulagt.

2.01 Álmgerði, Orkuveitan
Lagt fram bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 29.04.01, varðandi afmörkun lóðar fyrir dælu- og dreifistöð við hlið Viðjugerðis 2 og með aðkomu frá Álmgerði.
Skoða þarf málið í tengslum við notkun lóðarinnar Stóragerði 42-44. Hverfistjóra falið að óska eftir fundi með Orkuveitu Reykjavíkur um málið.

3.01 Ármúli 30 , Breytingar - díeselrafstöð.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 19.07.01, þar sem sótt er um leyfi til að breyta útliti suður-, vestur- og austurhliðar fyrstu hæðar og innra fyrirkomulagi sömu hæðar í húsinu (matshl. 01) nr. 30 við Ármúla. Einnig er sótt um leyfi til þess að byggja steinsteypt skýli (matshl. 02) fyrir díselvararafstöð við lóðarmörk til suðvesturs. Ofan á skýlið er byggð 2,43m há girðing og innan hennar er komið fyrir gervihnattadiski, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 15.01.01, síðast breytt 28.06.01. Jafnframt er erindi nr. 21189 dregið til baka.
Samþykki meðeigenda og eigenda Síðumúla 13 (á teikn) fylgir erindinu.
Stærð: Vélarskýli 25,9 ferm. og 71,5 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.932
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Ármúla 26 og 32 og Síðumúla 11, 13, 15 og 17.

4.01 Goðheimar 8, fsp. Sólstofa á svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 01.08.01, þar sem spurt er hvort leyft verði að byggja sólstofu á hluta bílskúrsþaks og nýta hinn hlutann sem svalir á lóðinni nr. 8 við Goðheima, samkv. uppdr. Odds. Kr. Friðbjarnarsonar arkitekts, dags. 18.11.97.
Samþykki meðeigenda og samþykki nágranna, Goðheimum 6, fylgir erindinu.
Jákvætt að uppfylltum skilyrðum.

5.01 Heiðargerði 116, viðbygging og bílageymsla
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 01.08.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri klædda báruáli við suðvesturhlið húss og einnig að byggja bílskúr úr sömu efnum á lóðinni nr. 116 við Heiðargerði, samkv. uppdr. Hjördísar Sigurgísladóttur arkitekts, dags. 12.07.01.
Umsögn Borgarskipulags dags. 30. apríl 2001 fylgir erindinu. Samþykki eigenda Heiðargerðis 118 o.fl. (á teikn.) fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 9,4 ferm. og xx rúmm. Bílskúr 40,0 ferm. og 118,0 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + xx
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Heiðargerði 86, 88, 90, 114 og 118 og Hvammsgerði 2, 4 og 6.

6.01 Sogavegur 18, Anddyrisbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.07.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja anddyrisbyggingu við austurhlið hússins nr. 18 við Sogaveg.
Frestað. Hverfisstjóra falið að skoða á vettvangi.

7.01 Sogavegur 164, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 01.08.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja léttbyggt anddyri við norðurhlið og steinsteypta bílgeymslu við vesturhlið ásamt stækkun íbúðar ofan á bílgeymslu á lóð nr. 164 við Sogaveg, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Byggingar og skipulagshönnun ehf, dags. 24.07.01.
Samþykki nágranna dags. 27. júlí 2000 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 23. apríl 2001 fylgja erindinu.
Stærð: Viðbygging íbúð 31,2 ferm., bílgeymsla 24,8 ferm., samtals 59,8 ferm., 121,7 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 4.990
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Sogavegi 158, 160, 172 og 174.

8.01 Steinagerði 8, Kvistur - viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 19.07.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina þrjá litla kvisti á suðurhlið, byggja anddyri á norðurhlið og einangra og múra húsið að utan með Ímúr, samkv. uppdr. Teiknistofunnar T11, dags. 15.05.01, breytt 30.06.01.
Skýrsla vegna ástands útveggja dags. 11. maí 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, kvistur - anddyri 17,2 ferm. og 52,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.136
Frestað. Skoða þarf í tengslum við deiliskipulag sem verið er að vinna af svæðinu.

9.01 Borgartún 31, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 27.07.01, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 31 við Borgartún, samkv. uppdr. A1 arkitekta, dags. 27.07.01.
Frestað. Funda þarf með lóðarhöfum á 23, 25, 27 og 29.

11.01 ">Grafarholt, svæði 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkþings, dags. í ágúst 2001, að breytingu á deiliskipulagi í Grafarholti, svæði 1, norðurhluta á leikskólalóð og grunnskólalóð við Maríubaug.
Jákvætt. Leggja fyrir skipulags- og byggingarnefnd til samþykktar.

12.01 Smiðshöfði 8, (fsp) Gistiheimili
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 04.07.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir gistiheimili á efri hæð hússins nr. 8 við Smiðshöfða að mestu í samræmi við meðfylgjandi uppdr. Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 26.06.01.
Jákvætt gagnvart því að leyfa gistiheimili, með vísan til aðalskipulags, að uppfylltum skilyrðum.

13.01 Kjalarnes, Jörfagrund 23-39, raðhús í fjölbýli
Lagt fram bréf og uppdr. Eyjólfs Bragasonar ark. dags. 10.08.01 varðandi breytingu lóða við Jörfagrund 23-39 úr raðhúsum í fjölbýlishús.
Frestað. Hverfisstjóra falið að skoða.