Eyjarslóð, bryggja, Eyjarslóð, Skeljungur, Fróðengi, kirkjulóð, Hagamelur 55, Dyrhamrar 9, Hamraskóli, Hálsasel 51, Heiðargerði 37, Hofteigur/Kirkjuteigur, leiksvæði, Jaðarsel/Kaldasel, Kringlumýrarbraut/Sléttuvegur, Sæbraut/Skeiðarvogur, Knarrarvogur 2, Leirulækur, Melbær 30-36, Mururimi, miðsvæði, Norðurstígur 5, Skúlagata 18, Umferðaröryggisáætlun, Kringlan, Laufrimi 65-71,

Skipulags- og umferðarnefnd

16. fundur 1995

Ár 1995, föstudaginn 30. júní kl. 14.00, var haldinn 16. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð.YYYYYY XXXXXX
Þetta gerðist:


Eyjarslóð, bryggja, bryggja til móttöku olíuskipum
Lögð fram tillaga Reykjavíkurhafnar að gerð bryggju til móttöku olíuskipa í Örfirisey. Tillögunni fylgir greinargerð, dags. í maí 1995.

Jón Þorvaldsson verkfræðingur kom á fundinn og skýrði málið.
Frestað. Skipulagsnefnd fellst á að unnið verði áfram að málinu, en að það verði lagt fyrir nefndina á ný.


Eyjarslóð, Skeljungur, birgðastöð
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 8.6.95, varðandi ósk Skeljungs hf. um að reisa olíugeymi og stækka öryggissvæði á lóð Skeljungs í Örfirisey samkv. uppdr. Hauks Harðarsonar, arkitekts, dags. í jan. 1995.



Fróðengi, kirkjulóð, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17.5.95, varðandi afmörkun lóðar fyrir kirkju við Fróðengi. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 21.6.95.

Samþykkt

Hagamelur 55, sameining lóða og færsla á göngustíg
Lagt fram bréf forstöðumanns Dagvistar barna, dags. 2.6.95, varðandi flutning á göngustíg og sameiningu lóða leikskólans Vesturborgar og skóladagheimilisins Skála við Hagamel. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 22.6.95.

Frestað.

Dyrhamrar 9, Hamraskóli, lóð
Lagður fram uppdr. Arkitektaþjónustunnar sf. af lóð Hamraskóla, dags. 23.6.95.

Samþykkt.

Hálsasel 51, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Knúts Jeppesen, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 22.6.95, varðandi stækkun lóðarinnar nr. 51 við Hálsasel samkv. afstöðumynd, dags. 22.6.95 og tillaga Borgarskipulags, dags. 30.6.95.

Samþ. tillaga Borgarskipulags. Hafa skal samráð við garðyrkjustjóra.

Heiðargerði 37, viðbygging og bílskúr
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.5.95, varðandi viðbyggingu og gerð bílskúrs að Heiðargerði 37, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð, dags. í apríl 1995.

Samþykkt.

Hofteigur/Kirkjuteigur, leiksvæði, leiksvæði
Lagt fram bréf garðyrkjustjóra, dags. 21.6.95 ásamt tillögu garðyrkjudeildar að leikaðstöðu við Hofteig/Kirkjuteig, dags. 19.6.95.

Samþykkt.

Jaðarsel/Kaldasel, hljóðmön
Lagt fram bréf Sæþórs L. Jónssonar og Höllu H. Hallgrímsdóttur, dags. 25.5.95, varðandi hljóðmön við Jaðarsel/Kaldasel 1.

Vísað til Borgarskipulags og umferðardeildar.

Kringlumýrarbraut/Sléttuvegur, hljóðmön
Lagt fram bréf íbúa Sléttuvegar 3, dags. 30.5.95, varðandi gerð hljóðmanar við Kringlumýrarbraut/Sléttuveg.

Vísað til umferðardeildar og Borgarskipulags.

Sæbraut/Skeiðarvogur, hljóðvörn
Lagt fram bréf eigenda Njörvasunds 37, dags. 16.5.94, varðandi gerð hljóðvarnar á gatnamótum Sæbrautar og Skeiðarvogs.

Vísað til Borgarskipulags og umferðardeildar.

Knarrarvogur 2, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Leifs Arnar Leifssonar f.h. Nýju sendibílastöðvarinnar hf., dags. 31.5.95, varðandi stækkun lóðar nr. 2 við Knarrarvog til austurs að Súðarvogi. Einnig lögð fram tillaga Landslagsarkitekta, dags. 23.6.95.

Frestað. Vísað til umsagnar umhverfismálaráðs og umferðarnefndar. Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna fyrir nágrönnum.

Leirulækur, aðkoma frá Dalbraut
Lagt fram bréf forstöðumanns barna- og unglingadeildar Landspítalans, dags. 19.5.93, varðandi ósk um aðkomu að Laugalæk frá Dalbraut.

Frestað. Vísað til Borgarskipulags.

Melbær 30-36, nýbygging
Lagt fram bréf Jóns Þórs Hjaltasonar og Vífils Magnússonar, dags. 26.6.95, varðandi byggingu raðhúsa á lóð nr. 30-36 við Melbæ samkv. uppdr. Vinnustofu Vesturvör, dags. í júní 1995. Einnig lagt fram bréf stjórnar Torgfélags Melbæjar, dags. 24.6.95.

Samþykkt. Skipulagsnefnd leggur til við bogarráð að óskað verði breytinga á staðfestu deiliskipulagi sbr. 19. gr. skipulagslaga.

Mururimi, miðsvæði, breytt skipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Bankastræti 11 að breyttu skipulagi miðsvæðis við Mururima, dags. 21.6.95.

Samþykkt.

Norðurstígur 5, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 8.6.95, varðandi ósk Kirkjuhvols sf. um að reisa 4 íbúða hús á lóð nr. 5 við Norðurstíg. Einnig lagðir fram uppdr. Halldórs Gíslasonar, arkitekts, dags. í júní 1995.

Samþykkt, með fyrirvara um að svalir gangi ekki út yfir gangstétt.

Skúlagata 18, afmörkun lóðar og breyting á skilmálum
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar, arkitekts, f.h. Forvals hf., dags. 21.6.95, varðandi afmörkun lóðar fyrir heildsölu- og skrifstofuhúsnæði við Skúlagötu 18 og breytingu á skilmálum hvað varðar þakhalla. Einnig lagðir fram uppdr. Halldórs Guðmundssonar, dags. 12.6.95.
Samþykkt.

Umferðaröryggisáætlun, hámarkshraði
30 km hámarkshraði í íbúðahverfum. Skipulagsnefnd óskar að fá kynningu á reynslu af 30 km hámarkshraðasvæðum í Reykjavík og erlendis. Málið verði kynnt á næsta fundi skipulagsnefndar

Kringlan, bílastæði
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að breyttu deiliskipulagi Kringlunnar, dags.3.5.94, br. 8.6.95.

Samþykkt.

Laufrimi 65-71, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.6.95, varðandi nýbyggingu á lóðinni nr. 65-71 við Laufrima.

Samþykkt.