Gautavík 29-31, Laugardalur, Síðumúli 28, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bergstaðastræti 61, Grettisgata 64, Hafnarstræti 20, Kirkjuteigur 9, Skútuvogur 6, Suðurgata 22,

BYGGINGARNEFND

3440. fundur 1997

Árið 1997, fimmtudaginn 18. desember kl. 10:00, hélt byggingarnefnd Reykjavíkur 3440. fund sinn. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð, Borgartúni 3. Þessi nefndarmenn sátu fundinn: Gunnar L Gissurarson, Helgi Hjálmarsson, Sigurbjörg Gísladóttir, Hilmar Guðlaugsson og Ögmundur Skarphéðinsson. Auk þeirra sátu fundinn Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Guðlaugur Gauti Jónsson, Björn Valgeirsson, Hrólfur Jónsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 1595
700584-1359 Húsafl sf
Nethyl 2 (hús 3) 110 Reykjavík
Gautavík 29-31, Fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjölbýlishús úr steinsteypu með sjö íbúðum á lóðinni nr. 29-31 við Gautavík.
Stærð: 1. hæð 182,7 ferm., 2. hæð 322,4 ferm., 3. hæð 322,4 ferm., samtals 827,5 ferm., 2602,7 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 62.126
Samþykki meðlóðarhafa ódagsett fylgir erindinu.
Frestað.
Athuga aðgengi fatlaðra.


Umsókn nr. 1612
480190-1069 Byggingadeild borgarverkfræð
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
Laugardalur, Breytingar
Sótt er um leyfi fyrir breytingu á aðluppdráttum af félagsheimili Þróttar og Ármanns í Laugardal.
Stærðarbreyting: heildarflatarmál minnkar um 14,7 ferm., og verður 1634,8 ferm., heildarrúmmál stækkar um 994 rúmm., og verður 5999,3 rúmm.
Gjald kr. 2.387
Bréf hönnuðar dags. 5. desember 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 1590 (01.01.295.002)
580489-1259 Mótás ehf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
Síðumúli 28, Fjarskiptamastur
Sótt er um leyfi til að reisa 30 m hátt fjarskiptamastur úr stáli með tilheyrandi búnaði u.þ.b. 39 m neðan við suðvesturhorn lóðar nr. 28 við Síðumúla og jafnframt að staðsetja tengibúnað í 18 ferm., gerði utan við vesturmörk ásamt 2 m hárri trégirðingu umhverfis tengibúnað.
Ennfremur er óskað leyfis til að ganga frá trjágróðri milli lóðamarka og göngustígs.
Gjald kr. 2.387
Erindið var kynnt fyrir nágrönnum með bréfi dags. 30. október sl. Mótmæli hafa borist með bréfi dags. 5. nóvember 1997, þremur bréfum dags. 15. nóvember 1997 og þremur bréfum dags. 26. nóvember 1997, ennfremur fylgir erindinu bréf Geislavarna ríkisins dags. 15. desember 1997. Bréf umsækjanda dags. 16. desember 1997.
Einnig lagt fram bréf Íslenska farsímafélagsins dags. 11 og 17. desember 1997 og bréf Húsfélagsins Fellsmúla 17 og 19, dags. 17. desember 1997, og fundagerð kynningarfundar frá 15. desember s.l.
Samþykkt.
Til tíu ára.
Ekki verða leyfðar auglýsingar eða lýsing í mastrinu..
Koma skal í veg fyrir að óviðkomandi geti klifrað í mastrinu.
Gróðursetningu og frágang svæðis skal vinna í samráði við garðyrkjustjóra.


Umsókn nr. 1618
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Fylgiskjal með fundargerð þessar er fundargerð nr. 52 frá 17. desember.
Með vísan til 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 614/1995 er einnig lagður fram liður nr. 2 úr fundargerð nr. 50 frá 25. nóvember 1997


Umsókn nr. 1618 (01.01.186.407)
Bergstaðastræti 61, Lögð fram umsögn
Lögð fram umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa vegna kæru til umhverfisráðuneytisins þar sem Helgi Jónsson og Kristín Færseth kæra synjun byggingarfulltrúa frá 26. ágúst s.l.,þar sem synjað var umsókn þeirra um leyfi til þess að fella tré á lóðinni nr. 61 við Bergstaðastræti.
Umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa samþykkt

Umsókn nr. 1619 (01.01.191.001)
Grettisgata 64, Lögð fram umsögn
Lögð fram umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 16. desember 1997 vegna kæru íbúa við Grettisgötu og Barónsstíg á samþykkt byggingarnefndar frá 31. júlí 1997 þar sem samþykkt var umsókn um leyfi til þess að innrétta kaffistofu í húsinu á lóðinni nr. 64 við Grettisgötu.
Umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 1618 (01.01.140.302)
Hafnarstræti 20, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Lögfræðiþjónustunar ehf, dags. 15. þ.m. vegna úrskurðar í kærumáli vegna samþykktar byggingarnefndar frá 14. nóvember 1996 á breytingum á 1. hæð í húsinu nr. 20 við Hafnarstræti.

Guðlaugur Gauti Jónsson vék af fundi við framlagningu málsins.

Umsókn nr. 1618 (01.01.360.509)
Kirkjuteigur 9, Lögð fram umsögn
Lögð fram umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 17. desember 1997 vegna kæru Kjartans Ingimarssonar til umhverfisráðuneytisins þar sem kærð er synjun byggingarnefndar á leyfi til þess að lyfta þaki, byggja kvisti, anddyri og svalir við húsið á lóðinni nr. 9 við Kirkjuteig.
Umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 1618 (01.01.420.401)
Skútuvogur 6, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Verkfræðistofunnar Hamraborg dags. 17. desember 1997 vegna byggingar skrifstofu og vörugeymslu á lóðinni nr. 6 við Skútuvog.
Með vísan til 31. gr. byggingarlaga nr. 54/1978 skýrði byggingarfulltrúi frá stöðvun framkvæmda.


Umsókn nr. 1618 (01.01.161.205)
Suðurgata 22, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf A og P lögmanna dags. 12. þ.m. vegna umsóknar um leyfi til þess að hækka þak.