Lindargata,
Umferðarhraði í Reykjavík,
Sniðtalningar 2015,
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-30 - Miðborgin,
Veghúsastígur 9 og 9A,
Stangarholt 3-11,
Engjateigur 7,
Tangabryggja 18-24,
Lágholtsvegur 15,
Bústaðavegur 151-153,
Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð,
Fossvogsvegur (Vigdísarlundur),
Breiðholtsbraut,
Grundarstígsreitur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Loftslagsfundur í París, COP21,
Umhverfis- og skipulagssvið,
Umhverfis- og skipulagssvið,
Gjaldskrár,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Reykjavíkurflugvöllur,
1.172.0 Brynjureitur,
Brekknaás 9,
Hverfisgata 20,
Kjalarnes, Hof,
Fossháls 17-25, Dragháls 18-26,
Lindargata 11,
Túngata 11A,
Þingholtsstræti 16,
Laufásvegur 70,
Óðinsgata 8b,
129. fundur 2015
Ár 2015, miðvikudaginn 9. desember kl. 9:20, var haldinn 129. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. eða Vindheimar
Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Oddrún Helga Oddsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 150257
1. Lindargata, stæði fyrir hreyfihamlaða (USK2015110043)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 20. nóvember 2015, þar sem lagt er til að almennt stæði við norðurkant Lindargötu á móti nr. 33 verði merkt sem stæði fyrir hreyfihamlaða.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.
Umsókn nr. 150259
2. Umferðarhraði í Reykjavík, starfshópur, erindisbréf
Umhverfis- og skipulagsráð leggur til il að settur verði á laggirnar starfshópur varðandi umferðarhraða í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar. Einnig lagt fram erindisbréf umhverfis- og skipulagssviðs ódags.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að skipa eftirtalda fulltrúa í starfshópinn: Fulltrúa Samfylkingarinnar Sverri Bollason áheyrnarfulltrúa Pírata Sigurborgu Ó. Haraldsdóttur og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Ólaf Kr. Guðmundsson.
Umsókn nr. 150263
3. Sniðtalningar 2015, umferðartalningar 2015
Lagðar fram skýrslur umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, varðandi meðalferðatíma og umferðartalningar í Reykjavík dags. í nóvember 2015.
Umsókn nr. 10070
4. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 27. nóvember 2015 og 4. desember 2015.
Umsókn nr. 150741
5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-30 - Miðborgin, ákvæði um starfsemi í miðborginni
Umhverfis- og skipulagssviði er falið að endurmeta einstök stefnuákvæði Aðalskipulags Reykjavíkur um miðborgina, einkum sérstök ákvæði um starfsemi á landnotkunarsvæðum og stýringu starfsemi á einstaka götusvæðum (götuhliðum) (sjá bls. 195, 204-209, í kaflanum Landnotkun) og enn fremur almenn markmið um miðborgina eftir því sem við á (sjá kaflann Miðborgin), samanber einnig bókun umhverfis-og skipulagsráðs frá 30. september 2015. Til grundvallar endurmati er þróun uppbyggingar síðustu misseri, úttektir og greiningar á núverandi stöðu og reynslan af notkun gildandi stefnuákvæða.
Umsókn nr. 150691 (01.15.24)
150769-3969
Þórður Birgir Bogason
Lækjarvað 5 110 Reykjavík
561214-2200
Ark Studio ehf.
Hverfisgötu 76 101 Reykjavík
6. 1">Veghúsastígur 9 og 9A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ark Studio ehf., mótt. 16. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 9 og 9A við Veghúsastíg. Í breytingunni felst breytt notkun íbúðarhúsnæðis á vestari hluta lóðar í íbúðar- og/eða atvinnuhúsnæði, heimild til reksturs gistiheimilis í flokki I, II eða III, rífa núverandi tengibyggingu á baklóð og byggja nýja tengibyggingu með kjallara milli húsanna, stækkun á byggingareit, hækkun á nýtingarhlutfalli o.fl., samkvæmt uppdr. Ark Studio ehf. dags. 16. nóvember 2015. Einnig er lagt fram umboð RR hótels ehf., dags. 16. nóvember 2015.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr.. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150006 (01.24.61)
7. Stangarholt 3-11, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3-11 við Stangarholt. Í skipulagstillögunni felst skipting lóðar, gera byggingarreit fyrir færanlega skólastofu vestan megin leikskólans o.fl., samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júlí 2015. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa að Stangarholti 3-11, mótt. 18. maí og 9. og 17. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 30. september til og með 25. nóvember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ragnhildur S. Birgisdóttir, dags. 11. nóvember 2015 og beiðni Hverfisráðs Hlíða um frest til að skila inn umsögn. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150687 (01.36.65)
531107-0550
Arkís arkitektar ehf.
Kleppsvegi 152 104 Reykjavík
8. Engjateigur 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf., mótt. 11. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig. Í breytingunni felst að innkeyrsla á lóðina er færð, afmarkaður er nýr einnar hæðar byggingarreitur fyrir hliðhús á lóðinni, bílastæðum á lóðinni er fækkað úr 57 í 12 og komið er fyrir tæknirýmum og geymslum í bílakjallara. Jafnframt er sett inn heimild fyrir allt að 4,5 m hárri öryggisgirðingu á lóðinni, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 30. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís Arkitekta ehf., dags. 11. nóvember 2015.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 150727 (04.02.31)
700896-2429
Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf.
Hamraborg 11 200 Kópavogur
9. Tangabryggja 18-24, breytingu á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Vektor, hönnun og ráðsgjöf ehf., mótt. 26. nóvember 2015, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 18-24 við Tangabryggju. Í breytingunni felst breyting á stærðarsamsetningu íbúða í húsinu, samkvæmt tillögu Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., dags. 26. nóvember 2015.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsókn nr. 150387 (01.52)
610711-1030
Gláma/Kím ehf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
10. Lágholtsvegur 15, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Glámu-Kím dags. 3. desember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðar nr. 15 við Lágholtsveg. Í breytingunni felst m.a. að leiðrétta lóðarstærð. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. desember 2015.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr.. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150638 (01.82.61)
11. Bústaðavegur 151-153, lýsing deiliskipulagsbreytingar
Að lokinni kynningu er lögð fram lýsing skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2015 vegna deiliskipulagsbreytingar á lóðunum nr. 151 og 153 við Bústaðaveg, þróunarsvæði Þ59 í Aðalskipulagi. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/ábendingar: Lögmál f.h. Atlantsolíu ehf., dags. 25. nóvember 2015, Kristín Árnadóttir, dags. 29. nóvember 2015 og Hörður Einarsson, dags. 30. nóvember 2015. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar, dags. 16. nóvember 2015, umsögn skipulagsstofnunar, dags. 18. nóvember 2015, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 30. nóvember 2015, bréf Garðabæjar, dags. 30. nóvember 2015, ábending sveitarfélags höfuðborgarsvæðisins, dags. 1. desember 2015 og umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 1. desember 2015.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Athugasemdir og ábendingar kynntar.
Umsókn nr. 150574 (01.82)
12. Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landslags ehf., dags. 7. desember 2015 að deiliskipulagi Miklubrautar sem afmarkast af lóðarmörkum húsa við Miklubraut 24-66 og til norðurs af gróðurbelti meðfram Klambratúni. Til vesturs eru mörk skipulagsins við Rauðarárstíg og til austurs við Lönguhlíð. Í tillögunni felst að koma fyrir forgangsleið fyrir Strætó í austurátt meðfram Miklubraut sunnanveðri. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur og hljóðvistarskýrsla dags. 7. desember 2015.
Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr.. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150641 (01.84.9)
13. Fossvogsvegur (Vigdísarlundur), lýsing deiliskipulags
Lögð fram lýsing vegna deiliskipulags svæðis í vestanverðum Fossvogi sem afmarkast af Fossvogsvegi, Árlandi og göngustígum, dags. 28. október 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. nóvember 2015.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar
Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs, og annarra sviða borgarinnar og stofnana ríkisins eftir því sem við á.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150224 (04.6)
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
14. Breiðholtsbraut, göngubrú
Á fundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2015 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. apríl 2015, vegna samþykktar borgarráðs 16. apríl 2015 á svohljóðandi tillögu borgarstjóra: "Lagt er til að borgarráð samþykki að unnið verði deiliskipulag fyrir göngubrú yfir Breiðholtsbraut til móts við Select. Deiliskipulagið verði unnið í samráði við Vegagerðina og í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur." Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt þremur tillögum Reykjavíkurborgar og verkfræðistofnunar Eflu, dags. 19. nóvember 2015, og skýrslu Eflu, dags. 23. nóvember 2015.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.
Umsókn nr. 150738 (01.18)
15. Grundarstígsreitur, lýsing,
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 4. desember 2015, vegna gerð nýs deiliskipulags reits 1.183.3, Grunndarstígsreits, sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg.
Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar
Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs miðborgar , og viðeigandi nefnda og deilda Reykjavíkurborgar.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.
Kl. 11:36 víkur Sigurborg Ó Haraldsdóttir af fundi
Umsókn nr. 45423
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 853 frá 1. og 8. desember 2015.
Umsókn nr. 150261
17. Loftslagsfundur í París, COP21, Kynning
Sagt frá loftlagsráðstefnunni sem haldin var í París í desember 2015.
Hrönn Hrafnsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsókn nr. 130045
18. Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í nóvember 2015.
Umsókn nr. 150273
19. Umhverfis- og skipulagssvið, níu mánaða uppgjör
Lagt fram níu mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs fyrir árið 2015 ásamt verkstöðuskýrslu nýframkvæmda janúar til september 2015.
Umsókn nr. 150274
20. Gjaldskrár, breyting miðað við nýjar verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar
Lagðar fram breyttar gjaldskrár miðað við breyttar verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar sem samþykkt var í borgarstjórn 1. desember 2015.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 150265
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
21. Betri Reykjavík, passa að strætóar komi á réttum tíma (USK2015120003)
Lagt fram erindið ¿passa að strætóar komi á réttum tíma" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 2. desember 2015.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 2. desember 2015 samþykkt.
Umsókn nr. 150268
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
22. Betri Reykjavík, fjölga Strætó í Grafarholtinu á kvöldin og um helgar (USK2015120007)
Lagt fram erindið ¿fjölga Strætó í Grafarholtinu á kvöldin og um helgar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var fjórða efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 2. desember 2015.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 2. desember 2015 samþykkt.
Umsókn nr. 150267
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
23. Betri Reykjavík, gangstétt í Einholtinu (USK2015120006)
Lagt fram erindið ¿gangstétt í Einholtinu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var þriðja efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.
Umsókn nr. 150266
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
24. Betri Reykjavík, færa sorphirslu í borginni í nútímabúning (USK2015120005)
Lagt fram erindið ¿færa sorphirslu í borginni í nútímabúning" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði.
Umsókn nr. 150269
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
25. Betri Reykjavík, göngustíg og gangstétt yfir Hallsveg frá Rimahv. í Foldahv. (USK2015120008)
Lagt fram erindið ¿göngustíg og gangstétt yfir Hallsveg frá Rimahv. í Foldahv." sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var fimmta efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum umhverfismál.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæði.
Umsókn nr. 150270
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
26. Betri Reykjavík, fræðsluskilti um herbyrgin í Öskjuhlíð (USK2015120009)
Lagt fram erindið ¿fræðsluskilti um herbyrgin í Öskjuhlíð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum ýmislegt.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds.
Umsókn nr. 150271
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
27. 1">Betri Reykjavík, gangstíg á Vínlandsleið (USK2015120010)
Lagt fram erindið ¿gangstíg á Vínlandsleið" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds.
Umsókn nr. 150272
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
28. Betri Reykjavík, fjölga grænum svæðum og grafa bílastæðin í jörð (USK2015120011)
Lagt fram erindið ¿fjölga grænum svæðum og grafa bílastæðin í jörð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2015. Erindið var efsta hugmynd nóvembermánaðar 2015 í málaflokknum skipulag.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 140361 (01.6)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
29. Reykjavíkurflugvöllur, kæra 59/2014, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. júlí 2014 ásamt kæru dags. 3. júlí 2014 þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar dags. 1. apríl s.á. að breyta deiliskipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöll. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra., dags. 14. júlí 2014 og 19. nóvember 2015.
Umsókn nr. 130345 (01.17.20)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
30. 1.172.0 Brynjureitur, kæra 60/2013, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. júlí 2013 ásamt kæru vegna samþykktar deiliskipulags Brynjureits í umhverfis- og skipulagsráði 22. maí 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. nóvember 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs 30. maí 2013 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Brynjureits.
Umsókn nr. 130265 (04.76.41)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
31. Brekknaás 9, kæra 11/2013, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. febrúar 2013 ásamt kæru dags. 8. febrúar 2013 þar sem kærð er synjun á byggingarleyfisumsókn fyrir breyttu innra skipulagi og bæta við aðstöðu húss á lóð nr. 9 við Brekknaás. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. nóvember 2015. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umsókn nr. 130529 (01.17.10)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
32. Hverfisgata 20, kæra 104/2013, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála ásamt kæru, dags. 25. október 2013, vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík að veita leyfi fyrir veitingahúsi í flokki 3 á Hverfisgötu 20. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 10. janúar 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 25. nóvember 2015. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 13. ágúst 2013 um að veita byggingarleyfi til að innrétta veitingahús í flokki 3 á Hverfisgötu 20.
Umsókn nr. 150547
200252-3229
Eygló Gunnarsdóttir
Brekkugata 13 220 Hafnarfjörður
33. Kjalarnes, Hof, afmörkun lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2015 um samþykkt borgarráðs 19. nóvember 2015 varðandi afmörkun tveggja lóða í landi Hofs á Kjalarnesi.
Umsókn nr. 150625 (04.30.43)
570394-2079
Mansard - Teiknistofa ehf
Hraunbrún 30 220 Hafnarfjörður
34. Fossháls 17-25, Dragháls 18-26, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2015 um samþykkt borgarráðs 19. nóvember 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags lóðarinnar að Fosshálsi 17-25 og Dragháls 18-26.
Umsókn nr. 150666 (01.15.12)
171270-5889
Sveinn Björnsson
Búland 28 108 Reykjavík
35. Lindargata 11, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2015 um samþykkt borgarráðs 19. nóvember 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis, vegna lóðarinnar að Lindargötu 11.
Umsókn nr. 150674
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
36. Túngata 11A, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2015 um samþykkt borgarráðs 19. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Landakots vegna afmörkun lóðar fyrir grenndarstöð að Túngötu 11A.
Umsókn nr. 150544 (01.18)
37. Þingholtsstræti 16, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2015 um samþykkt borgarráðs 19. nóvember 2015 vegna breytinga á deiliskipulagi reits 1.118.0 MR, lóðarinnar að Þingholtsstræti 16.
Umsókn nr. 150543 (01.19.73)
38. Laufásvegur 70, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. nóvember 2015 um samþykkt borgarráðs 26. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.197.2-3, Smáragötureits, vegna Laufásvegs 70.
Umsókn nr. 150275
39. Óðinsgata 8b, Fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina
"Framsókn og flugvallarvinir fyrirspurn: Mál nr. BN050167. Óskað er eftir upplýsingum um það hvort það sé almenn stefna að breyta íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði á þessu svæði, hvort hefð sé fyrir því að veita undanþágu frá ákvæðum um aðgengi fyrir alla í nýju verslunarhúsnæði og hvernig samræmist málsmeðferðin hæfisreglum stjórnsýslulaga þar sem um er að ræða umsókn frá æðsta embættismanni borgarinnar sem afgreidd er með undanþágu."
Frestað.