Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Holtavegur 23, Langholtsskóli, Freyjubrunnur 33, Hraunbær 103-105, Skipholt 70, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Sogavegur 3, Sorpa, Ártún, Smiðjustígur, Vesturgata 6-10A, Suðurlandsbraut 68 og 70, Elliðabraut 8-10 og 12, Laugardalur, Secret Solstice, Dýrahald á opinberum stöðum, Fegrunarnefnd, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Laugavegur 12B og 16, Ferjuvað 1-3, Rauðagerði 39, Sólheimar 27, Tryggvagata 10, Mosgerði 7, Mosgerði 7, Kvosin, Landsímareitur, Reykjavíkurflugvöllur, Kjalarnes, Esjuberg, Kjalarnes, Esjuhlíðar, Kjalarnes, Saltvík, Kjalarnes, Móavík, Heiðmörk, Vatnsendakrikar, Strípsvegur,

109. fundur 2015

Ár 2015, miðvikudaginn 3. júní kl. 09:05, var haldinn 109. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Sigurður Ingi Jónsson, og Svavar Helgason áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Stefán Finnsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 29. maí 2015.



Umsókn nr. 150066 (01.43.01)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
2.
Holtavegur 23, Langholtsskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Reykjavíkurborgar, dags. 6. febrúar 2015 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 23 við Holtaveg. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreitum fyrir færanlegar kennslustofur á suðvestur- og suðausturhluta lóðar sunnan við álmu C og fjarlægja byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur í norðausturhluta lóðar, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. febrúar 2015. Einnig er lagt fram umboð eigna og atvinnuþróunar dags. 9. febrúar 2015. Tillagan var auglýst frá 2. mars til og með 13. apríl 2015. Engar athugasemdir bárust. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd/ábending frá Hrafnhildi Brynjólfsdóttur dags. 14. apríl 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2015.

Jón Kjartan Ágústsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2015.
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 140542
570394-2079 Mansard - Teiknistofa ehf
Hraunbrún 30 220 Hafnarfjörður
3.
Freyjubrunnur 33, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Mansard - Teiknistofu ehf. dags. 14. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 33 við Freyjubrunn. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli og fjölgun íbúða, samkvæmt uppdr. Mansard - Teiknistofu ehf. dags. 26. ágúst 2014. Tillagan var auglýst frá 7. apríl til og með 19. maí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Frank M. Michelsen dags. 18. maí 2015 og Axel Guðni Úlfarsson dags. 18. maí 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2015.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 26. maí 2015 með
sex atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur, fulltrúa samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Stefáns Benediktssonar, fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar, fulltrúa sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur. Fulltrúi Framsóknarflokks- og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sat hjá afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 150168 (04.33.11)
4.
Hraunbær 103-105, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103-105 við Hraunbæ. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðis til vesturs þar sem heimilt verði að reisa 6-10 hæða byggingu með um 50 íbúðir fyrir eldri borgara, samkvæmt uppdrætti Guðmundar Gunnlaugssonar ark. dags. 30. apríl 2015. Uppbyggingin er í samræmi við áherslur um þéttingarsvæði Þ85 í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-20130. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 24. mars 2015.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.

Umsókn nr. 150087 (01.25.52)
580293-3449 Rok ehf.
Lágmúla 7 108 Reykjavík
710178-0119 Teiknistofan Arkitektar ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
5.
Skipholt 70, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Roks ehf. dags. 10. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bólstaðarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 70 við Skipholt. Í breytingunni felst hækkun hússins um eina inndregna hæð, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar arkitektar ehf. dags. 29. apríl 2015. Einnig er lagt fram samþykki þinglýstra eigenda húsnæðis að Skipholti 70, ódags.

Hildur Gunnarsdóttir arkitekt tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.



Umsókn nr. 45423
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 829 frá 2. júní 2015.




Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi kl 11::05, Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma þá var einnig búið að kynna mál nr. 12 á dagskránni.



Umsókn nr. 49016 (01.81.0-9.8)
440110-0100 Fiskikóngurinn ehf
Sogavegi 3 108 Reykjavík
7.
Sogavegur 3, Viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta viðbyggingu á suðurhlið sem verður kæliklefi í atvinnuhúsi á lóð nr. 3 við Sogaveg. Erindi var grenndarkynnt frá 26. mars til og með 23. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Rannveig Jónsdóttir dags. 19. apríl 2015 ásamt athugasemd við fyrri kynningu, Ingi Leifsson og Jónas Leifsson dags. 22. apríl 2015 og Baldur Ingvi Jóhannsson mótt. 22. apríl 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2015.

Lilja Grétarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.




Umsókn nr. 150132
8.
Sorpa, heimboð
Kynnt dagskrá heimsóknar umhverfis- og skipulagsráðs til aðalstöðva Sorpu í Álfsnesi miðvikudaginn 10. júní nk.




Kynnt.

Umsókn nr. 150133
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
9.
Ártún, hitun strætóskýla (USK2015050035)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 20. maí 2015 þar sem lagt er til að á þessu ári verði tekinn fyrir fyrsti áfangi hitunar strætóskýla við Ártún, sem felst í lagningu aðkomutengingar og undirbúning hitunar leiða að skýlunum. Einnig er lögð fram skýrsla verkfræðistofunnar Verkís dags. 11. febrúar 2013.

Samþykkt.

Umsókn nr. 150136
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10.
Smiðjustígur, tillaga að endurbótum á götu (2015030087)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 1. júní 2015 þar sem lagt er til að gerðar verði endurbætur á Smiðjustíg á milli Laugavegar og Hverfisgötu, samkvæmt tillögu Landhönnunar dags. 19. maí 2015.

Samþykkt.

Umsókn nr. 150296 (01.13.21)
440703-2590 THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
11.
Vesturgata 6-10A, (fsp) almenning- og gistirými á jarðhæð
Lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar dags. 21. maí 2015 um að nýta jarðhæð hússins á lóð nr. 6-10A við Vesturgötu fyrir almennings- og gistirými, samkvæmt tillögu ódags.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Neikvætt.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúar samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Stefán Benediktsson og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson lögðu fram eftir farandi bókun.
" Í samræmi við ákvæði Aðalskipulags Reykjavíkur 2010 - 2030 um virkar götuhliðar verður ekki fallist á gistirými á jarðhæð að Vesturgötu 6-10A."


Umsókn nr. 140027 (01.47.1)
681013-0910 Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf
Hringbraut 50 101 Reykjavík
12.
Suðurlandsbraut 68 og 70, (fsp) sameining lóða o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2015 var lögð fram fyrirspurn Íbúða eldri borgara í Mörk ehf. dags. 22. janúar 2014 varðandi sameiningu lóðanna nr. 68 og 70 við Suðurlandsbraut, aukningu á byggingarmagni og stækkun lóðarinnar, samkvæmt uppdráttum og greinargerð Glámu-Kím dags. 21. janúar 2014. Einnig er lagt fram minnisblað Íbúða eldri borgara í Mörk ehf. dags. 22. janúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. febrúar 2014, uppfærðir uppdrættir Glámu Kím mótt. 7. maí 2015 og bréf framkvæmdastjóra IEB ehf dags 6. maí 2015. Bréf framkvæmdastjóra ÍEB dags. 3. júní 2015 lagt fram á fundinum.

Lilja Grétarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúi Glámu-Kím Sigbjörn Kjartansson og fulltrúi Íbúða eldri borgara í Mörk ehf. Gísli Páll Pálsson kynna.




Umsókn nr. 140653 (04.77.23)
660505-2100 Mótx ehf.
Hlíðasmára 19 201 Kópavogur
13.
Elliðabraut 8-10 og 12, (fsp) breyting á notkun lóðar
Lögð fram fyrirspurn Mótx ehf. dags. 1. desember 2014 varðandi mögulegar breytingar á aðalskipulagi Elliðabrautar 8-10 og 12 sem felst í að lóðin verði nýtt undir íbúðir í stað létts iðnaðar, samkvæmt tillögu Atelier arkitekta dags. mars 2015 að fyrirkomulagi íbúðarbyggðar.

Lilja Grétarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.




Umsókn nr. 150146
440299-2969 Solstice Productions ehf.
Síðumúla 1 101 Reykjavík
14.
Laugardalur, Secret Solstice, framlenging á dagskrá á útisvæðum
Lagður fram tölvupóstur Friðriks Ólafssonar dags. 27. maí 2015 varðandi framlengingu á dagskrá útihátíðarinnar Secret Solstice Festival í Laugardalnum til kl. 23:30 á útisvæðum.




Frestað.
Óskað er eftir umsögn hverfisráðs Laugardals.




Umsókn nr. 150134
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15.
Dýrahald á opinberum stöðum, tillaga um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga um dýrahald á opinberum stöðum (USK2015050053)
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. maí 2015 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 19. maí 2015 á svohljóðandi tillögu "Borgarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til ríkisvaldsins að rýmka reglur um hollustuhætti og matvæli svo það sé hverju sveitarfélagi í sjálfsvald sett hvernig það kýs að haga reglum um á hvaða stöðum sé leyfilegt að hafa dýr, svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktastöðvum, samkomuhúsum o.s.frv. Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska."

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.



Umsókn nr. 150304
16.
Fegrunarnefnd, skipan fulltrúa/tilnefningar 2015
Skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að viðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum árið 2015.

Tilnefning umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.

Umsókn nr. 140205
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17.
Betri Reykjavík, hreinsa til í Öskjuhlíðinni (USK2014110037)
Lögð fram fimmta efsta hugmynd októbermánaðar úr flokknum umhverfismál "hreinsa til í Öskjuhlíðinni" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu dags. 2. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu dags. 1. júní 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150137
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
18.
Betri Reykjavík, snjóruðningur (USK2015060002)
Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum framkvæmdir "snjóruðningur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, rekstur og umhirða borgarlands.

Umsókn nr. 150138
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
19.
Betri Reykjavík, nýta Sundlaugatún við Vesturbæjarlaug enn betur til útivistar sem grænt svæði (USK2015060003)
Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum skipulag "nýta Sundlaugatún við Vesturbæjarlaug enn betur til útivistar sem grænt svæði" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 150139
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
20.
Betri Reykjavík, sporvagnar án spora eða kapalvagnar (USK2015060004)
Lögð fram önnur efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "sporvagnar án spora eða kapalvagnar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 150140
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
21.
Betri Reykjavík, strætó hefji akstur 3 tímum fyrr á sunnudögum (USK2015060006)
Lögð fram fimmta efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "strætó hefji akstur 3 tímum fyrr á sunnudögum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 150141
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
22.
Betri Reykjavík, betri samgöngur í strætó frá Grafarvogi til Mosfellsbæjar (USK2015060007)
Lögð fram þriðja efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "betri samgöngur í strætó frá Grafarvogi til Mosfellsbæjar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 150143
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
23.
Betri Reykjavík, bæta við strætóferðum svo nemendur í HR og HÍ komist í skóla (USK2015060009)
Lögð fram fjórða efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "bæta við strætóferðum svo nemendur í HR og HÍ komist í skóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 150142
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
24.
Betri Reykjavík, meiri gróður í bert og opið land Úlfarsárdals (USK2015060008)
Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum umhverfismál "meiri gróður í bert og opið land Úlfarsárdals" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.



Umsókn nr. 150308 (01.17.14)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
25.
Laugavegur 12B og 16, kæra 38/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. maí 2015 ásamt kæru dags. 24. maí 2015 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóða nr. 12B og 16 við Laugaveg.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 150303 (04.73.15)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
26.
Ferjuvað 1-3, kæra 26/2015, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 17. apríl 2015 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa á samþykki um breytingar á bílastæði B-17 í bílageymslu við Ferjuvað 1-3 í Reykjavík, ásamt lokaúttekt á húsinu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 27. maí 2015.



Umsókn nr. 150302 (01.82.13)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
27.
Rauðagerði 39, kæra 25/2015, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. apríl 2015 ásamt kæru vegna synjunar byggingarfulltrúans í Reykjavík 17. mars 2015 á reyndarteikningu fyrir Rauðagerði 39. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 22. maí 2015.



Umsókn nr. 110313 (01.43.35)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
28.
Sólheimar 27, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 15. júlí 2011, ásamt kæru vegna endurnýjunar byggingarleyfis fyrir framkvæmdum tengdum lokun svala á 2.-10. hæð hússins að Sólheimum 27. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 21. sept. 2011. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. maí 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda.



Umsókn nr. 140470 (01.13.21)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
29.
Tryggvagata 10, kæra 79/2014, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. ágúst 2014 ásamt kæru, ódags. vegna synjunar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa þ. 24. júní 2014 á umsókn um leyfi til að setja auglýsingaskilti á hús á lóð nr. 10 við Tryggvagötu. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. september 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. maí 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.



Umsókn nr. 150064 (01.81.55)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
30.
Mosgerði 7, kæra 9/2015, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. febrúar 2015 ásamt kæru vegna óhæfilegs dráttar máls vegna óleyfisframkvæmda í kjallaraíbúð á lóð nr. 7 við Mosgerði. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 3. febrúar 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. maí 2015. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda er vísað frá nefndinni.



Umsókn nr. 150166 (01.81.55)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
31.
Mosgerði 7, kæra 20/2015, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. mars 2015 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að beita ekki þvingunarúrræðum vegna óleyfisframkvæmda í kjallaraíbúð á lóð nr. 7 við Mosgerði, Reykjavík, á þeim grundvelli að ekki hafi verið um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir að ræða. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. apríl 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. maí 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.



Umsókn nr. 130539 (01.14.04)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
32.
Kvosin, Landsímareitur, kæra 108/2013, umsögn, afturköllun
Lagt fram bréf úrskurðarnendar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. nóvember 2013 ásamt kæru dags. 8. nóvember 2013 þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs Reykjavíkurborgar að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar - Landsímareits. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 27. desember 2013. Lagt fram bréf forseta Alþingis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem kæran er afturkölluð og bréf forseta Alþingis dags. 28. maí 2015 til borgarstjóra Reykjavíkur varðandi afturköllun kærunnar.


Umsókn nr. 150118
33.
Reykjavíkurflugvöllur, Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. maí 2015 vegna samþykktar borgarráðs frá 21. maí 2015 á umsögn skipulags- og byggingarsviðs vegna frumvarps til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, sbr. þingskjal 478, 361. þingmál.



Umsókn nr. 150230
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
34.
Kjalarnes, Esjuberg, lóð undir dreifistöð Orkuveitur Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 vegna samþykktar borgarráðs frá 28. maí 2015 um stofnun lóðar undir dreifistöð í landi Esjubergs á Kjalarnesi.



Umsókn nr. 150248
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
35.
Kjalarnes, Esjuhlíðar, lóð undir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 vegna samþykktar borgarráðs frá 28. maí 2015 um stofnun lóðar undir dreifistöð í landi Esjuhlíðar á Kjalarnesi.



Umsókn nr. 150264
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
36.
64">Kjalarnes, Saltvík, lóð undir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 vegna samþykktar borgarráðs frá 28. maí 2015 um stofnun lóðar undir dreifistöð í landi Saltvíkur á Kjalarnesi.



Umsókn nr. 150229
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
37.
Kjalarnes, Móavík, lóð undir dreifistöð Orkuveitur Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 vegna samþykktar borgarráðs frá 28. maí 2015 um stofnun lóðar undir dreifistöð í landi Móavíkur á Kjalarnesi.



Umsókn nr. 150228
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
38.
Heiðmörk, Vatnsendakrikar, Strípsvegur, lóðir fyrir lokahús
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 vegna samþykktar borgarráðs frá 28. maí 2015 um stofnun tveggja lóða fyrir lokahús að Strípsvegi, Vatnsendakrikum.