Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Miðborgin, Blikastaðavegur 2-8, Umhverfis- og skipulagssvið, Umhverfis- og skipulagssvið, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Háskóli Íslands, Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins, Hæg breytileg átt, Vesturhús 1, Hringbraut 79, Brautarholt 10-14/Skipholt 11-13, Grettisgata 62 og Barónsstígur 20A, Kjalarnes, Vallá,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

83. fundur 2014

Ár 2014, miðvikudaginn 22. október kl. 09:06, var haldinn 83. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Svafar Helgason árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Björgvin Rafn Sigurðarson og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 17. október 2014.



Umsókn nr. 45423
2.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru nr. 798 frá 21. október 2014.



Umsókn nr. 140187
3.
Miðborgin, sleppistæði fyrir rútur
Farið yfir staðsetningu og merkingar á sleppistæðum fyrir rútur í miðborg Reykjavíkur.

Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:24.

Umhverfis- og skipulagssviði er falið að vinna tillögu að frekari merkingum og kynningum á sleppistæðum í miðborg Reykjavíkur.




Umsókn nr. 140501 (02.4)
581011-0400 Korputorg ehf.
Smáratorgi 3 201 Kópavogur
531107-0550 Arkís arkitektar ehf.
Höfðatúni 2 105 Reykjavík
4.
Blikastaðavegur 2-8, (fsp) sjálfafgreiðslu eldsneytisstöð
Lögð fram fyrirspurn Korputorgs ehf. dags. 26. september 2014 varðandi sjálfafgreiðslu eldsneytisstöð á lóðinni nr. 2-8 við Blikastaðaveg, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 15. september 2014. Einnig er lagt fram bréf Davíðs Freys Albertssonar f.h. Korputorgs ehf. dags. 25. september 2014 ásamt viðauka og yfirlýsingu ódags. Jafnframt er lögð fram greinargerð Arkís arkitekta ehf. dags. 9. október 2014.



Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, Fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tóku jákvætt í fyrirspurnina. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísli Garðars greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.

Umsókn nr. 130118
5.
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í ágúst 2014.



Umsókn nr. 130185
6.
Umhverfis- og skipulagssvið, mánaðaruppgjör janúar til mars 2014
Kynnt uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs ES og RK fyrir janúar til ágúst 2014.





Umsókn nr. 140178
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
7.
Betri Reykjavík, ókeypis í strætó! Eða allavega ódýrara!
Lögð fram þriðja efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum samgöngur "ókeypis í strætó! Eða allavega ódýrara!" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 140184
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
8.
Betri Reykjavík, bekki á gangstéttir og við göngustíga þar sem við á
Lagt fram bréf skrifsstofu borgarstjórnar dags. 5. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um efstu hugmynd októbermánaðar frá samráðsvefnum Betri Reykjavík úr flokknum framkvæmdir, bekkir á gangstéttir og við göngustíga þar sem við á.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir.

Umsókn nr. 140175
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
9.
Betri Reykjavík, umhirða trjágróðurs við gangstéttir og stíga
Lögð fram efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum umhverfismál "umhirða trjágróðurs við gangstéttir og stíga" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða.

Umsókn nr. 140176
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10.
Betri Reykjavík, tímatöflu Strætó á google transit
Lögð fram fjórða efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum samgöngur "tímatöflu Strætó á google transit" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 140177
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
11.
Betri Reykjavík, byggingabann á Öskjuhlíð
Lögð fram efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum skipulag "byggingabann á Öskjuhlíð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúi.

Umsókn nr. 140070
12.
Háskóli Íslands, hugmyndasamkeppni
Lagt fram minnisblað umhverfi- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulags,byggingar og borgarhönnunar um skipulag Háskólasvæðisins dags. 21. október 2014.
Kynntar niðurstöður úr hugmyndasamkeppni um skipulag Háskólasvæðisins

Nikulás Úlfar Másson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


Kynnt.



Umsókn nr. 140186
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13.
Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins, verklok niðurstöður, vaxtarsamningur höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. september 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 18. september 2014 um að vísa samantektar- og undirskýrslum ¿Skólar í fremstu röð¿, til umfjöllunar skóla- og frístundaráðs. Undirskýrslu um háskólaborgina til umfjöllunar hjá stjórnkerfis- og lýðræðisráði, umhverfis- og skipulagsráði og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Undirskýrslu um endurmenntun á vinnumarkaði til umfjöllunar mannauðsskrifstofu. Undirskýrslu um menningarverkefni og samstarf við menntakerfið til umfjöllunar menningar- og ferðamálaráðs.
Borgarráð samþykkti einnig að vísa samantektar- og undirskýrslum ¿Vaxtarsamningur höfuðborgarsvæðisins¿ til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsráðs, fjármálaskrifstofu og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar. Undirskýrslum um framtíð og fjárfestingaþörf í ferðaþjónustu og um skapandi greinar og græna hagkerfið til umfjöllunar menningar- og ferðamálaráðs.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 140188
14.
Hæg breytileg átt, Kynning
Kynning á framtíðarhugmyndum verkefnisins "hæg breytileg átt"
Fulltrúar Trípólí arkitekta kynna.
Jón Davíð Ásgeirsson, Björn Teitsson og Guðni Valberg fulltrúar Trípólí arkitekta kynna.

Umsókn nr. 140067 (02.84.80)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
15.
Vesturhús 1, kæra 11/2014, umsögn, afturköllun
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. febrúar 2014 ásamt kæru dags. 17. febrúar 2014 þar sem kærðar eru framkvæmdir vegna hækkunar og klæðningu á þaki á húsi á lóð nr. 1 við Vesturhús. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. febrúar 2014. Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. október 2014 ásamt staðfestingu kæranda á afturköllun kærunnar dags. s.d.



Umsókn nr. 140544 (01.52.4)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
16.
Hringbraut 79, kæra 110/2014
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. október 2014 ásamt kæru, dags. 13. október 2014 þar sem kærð er samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. ágúst 2014 á byggingarleyfisumsókn fyrir Hringbraut 79.

Vísað til skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 140451 (01.24.23)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
17.
Brautarholt 10-14/Skipholt 11-13, kæra 95/2014, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála, dags. 27. ágúst 2014 ásamt kæru, dags. s.d. þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar dags. 28. júlí 2014 um útgáfu byggingarleyfis fyrir Brautarholt 10-14/Skipholt. Gerð er krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs sviðsstjóra, dags. 7. október 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. október 2014. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á útgáfu byggingarleyfisins.



Umsókn nr. 140230 (01.19.01)
600613-0490 RFL ehf.
Ármúla 7 108 Reykjavík
110254-3349 Gunnlaugur Björn Jónsson
Aðalstræti 77a 450 Patreksfjörður
18.
Grettisgata 62 og Barónsstígur 20A, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. október 2014 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Njálsgötureit 1.190.1.



Umsókn nr. 130279
630191-1579 Stjörnuegg hf.
Vallá 116 Reykjavík
19.
Kjalarnes, Vallá, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. október 2014 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir jörðina Vallá á Kjalarnesi.