Sorpa bs.,
Almenningssamgöngur,
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Austurhöfn,
Tryggvagata 13,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Útilistaverk,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Almannadalur,
Arnargata 10,
Bugðulækur 17,
Gufunes,
Kambavað 5,
Sundahöfn,
Verklagsreglur vegna auglýsinga á breytingu á deiliskipulagi,
69. fundur 2014
Ár 2014, miðvikudaginn 4. júní kl. 09:15 var haldinn 69. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Torfi Hjartarson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Óttarr Guðlaugsson .
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Harri Ormarsson Magnús Ingi Erlendsson og Marta Grettisdóttir.
Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 130002
1. Sorpa bs., fundargerðir
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 336 frá 26. maí 2014.
Umsókn nr. 140110
2. Almenningssamgöngur, stefna í almenningssamgöngum
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 23. maí 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um stefnumörkum í almenningssamgöngustefnu Reykjavíkur. Einnig er lögð fram skýrsla starfshóps um stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavík.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Umsókn nr. 10070
3. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 23. maí 2014 og 2. júní 2014.
Umsókn nr. 130479 (01.11)
4. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi vegna byggingarreita 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 10
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. maí 2014 var lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags 7. maí 2014 ásamt lagfærðum uppdrætti dags. 11. desember 2013 síðast breyttur 30. apríl 2014. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2014.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 130099 (01.11.74)
5. Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi
Lagður fram uppdráttur Arkþings, dags. 23. maí 2014 vegna Tryggvagötu 13 þar sem stærðartölur eru leiðréttar.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsókn nr. 45423
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerð nr. 780 frá 27. maí 2014 og nr. 781 frá 3. júní 2014.
Umsókn nr. 140222
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
7. Útilistaverk, Laugardalshöll
Á fundi skipulagsfulltrúa 2. maí 2014 var lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. apríl 2014 þar sem erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar varðandi uppsetningu listaverks á Laugardalshöll er vísað er til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig eru lagðir fram uppdr. T.ark dags. í mars 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 7. maí 2014.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við uppsetningu listaverks á framhlið Laugardalshallarinnar.
Umsókn nr. 140095
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
8. Betri Reykjavík, skógrækt í Fossvogsdal
Lögð fram önnur efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum umhverfismál "skógrækt í Fossvogsdal" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. maí 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. maí 2014 samþykkt.
Umsókn nr. 140026
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
9. Betri Reykjavík, hjólaskautahöll í Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum skipulagsmál "hjólaskautahöll í Reykjavík" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2014.
Frestað.
Umsókn nr. 140260 (05.8)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
10. Almannadalur, kæra 43/2014
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 22. maí 2014 ásamt kæru, dags. 21. maí 2014 þar sem kærð er málsmeðferð og synjun skráningu lögheimilis á efri hæðum hesthúsa í Almannadal.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
Umsókn nr. 140272 (01.55.32)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
11. Arnargata 10, kæra 45/2014, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28. maí 2014 ásamt kæru, dags. 28. maí 2014, þar sem kært er byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Arnargötu 10. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 1. júní 2014.
Umsókn nr. 140252 (01.34.33)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
12. Bugðulækur 17, kæra 36/2014, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 2. maí 2014 ásamt kæru, dags. 30. apríl 2014 vegna samþykktar byggingarfulltrúa á leyfi til að endurnýja umsókn um óleyfishandrið á lóð nr. 17 við Bugðulæk. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 20. maí 2014.
Umsókn nr. 140238 (02.2)
13. Gufunes, framtíðaruppbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. maí 2014 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á minnisblaði stýrishóps um framtíðaruppbyggingu Gufunessvæðis.
Umsókn nr. 140185 (04.73.36)
621102-2220
Eignasjóður Reykjavíkurborgar
Borgartúni 12-14 105 Reykjavík
14. Kambavað 5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. maí 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar Kambavað 5.
Umsókn nr. 130525 (01.33.2)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
15. Sundahöfn, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2014 um samþykkt borgarráðs dags. 15. maí 2014 um breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða í Sundahöfn.
Umsókn nr. 140111
16. Verklagsreglur vegna auglýsinga á breytingu á deiliskipulagi,
Lögð fram eftirfarandi tillaga umhverfis- og skipulagsráðs:
"Þegar þétta á byggð í grónum hverfum er mikilvægt að borgarbúar séu vel upplýstir um fyrirhuguð uppbyggingaráform, tilgang þeirra og forsögu.
Lagt er því til að sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs verði falið að gera tillögu að verklagi eða innleiðingaráætlun fyrir það hvernig kynna á slík áform fyrir íbúum umfram skyldu laganna".
Vísað til sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.