Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Umhverfis- og skipulagráð,
31. fundur 2013
Ár 2013, miðvikudaginn 4. september 2013 kl. 09:20, var haldinn 31. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björgvin Rafn Sigurðarson, Erna Geirsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Guðmundur Benedikt. Friðriksson, Nikulás Úlfar Másson, Ámundi V. Brynjólfsson, Guðjóna Björk Sigurðardóttir, Ásdís Ásbjörnsdóttir og Hreinn Ólafsson.
Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 30. ágúst 2013.
Umsókn nr. 45423
2. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 745 frá 3. september 2013.
Umsókn nr. 130089
3. Umhverfis- og skipulagráð, starfsdagur
Starfsdagur umhverfis- og skipulagsráðs miðvikudaginn 4. september 2013.