Fundargerðir Sorpu bs., Sundlaugar í Reykjavík, Laugavegur, Laugavegur, Gönguljós í borginni, Klapparstígur, Frakkastígsreitur 1.172.1, Öskjuhlíð, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Útilistaverk, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Frostaskjól 2, Ísleifsgata 2-34, Seljahverfi, Sogamýri, Sogamýri, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Kirkjuteigur 21,

6. fundur 2013

Ár 2013, miðvikudaginn 13. febrúar kl. 09:08, var haldinn 6. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Gísli Marteinn Baldursson og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 130002
1.
Fundargerðir Sorpu bs.,
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 312 frá 4. febrúar 2013.





Umsókn nr. 130048
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
2.
Sundlaugar í Reykjavík, skýrsla starfshóps
Lagt fram bréf borgarráðs ásamt skýrslu stafshóps um framtíðarsýn fyrir sundlaugarnar í Reykjavík til 20. ára. Óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs

Kristín Soffía Jónsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Karl Sigurðsson tóku sæti á fundinum kl. 9:10.

Frestað.

Umsókn nr. 130047
630408-0670 Íbúasamtök Miðborgar
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
3.
Laugavegur, Bréf íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur
Lagt fram bréf íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur dags. 23. janúar 2013 varðandi tillögu þeirra að breyttri skipan umferðarmála við Laugarveg.

Torfi Hjartarson tók sæti á fundinum kl. 9:13
Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngusviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 130057
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
4.
Laugavegur, vinnulag ásamt tillögu vegna samkeppni á göturými.
Lagt fram minnisblað ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. febrúar 2013 varðandi vinnulag við samkeppni um skipulag og útfærslu á göturými Laugavegar.


Frestað

Umsókn nr. 130004
5.
Gönguljós í borginni, græntími fyrir fótgangandi á umferðarljósagatnamótum
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. janúar 2013 ásamt minnispunktum Vinnustofunnar Þverá ehf. dags. 15. janúar 2013 varðandi græntíma fyrir fótgangandi á umferðarljósagatnamótum.

Kynnt.

Umsókn nr. 130056
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
6.
Klapparstígur, verkhönnun vegna lokaáfanga
Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds dags. 11. febrúar 2013 ásamt verkhönnun vegna lokaáfanga við endurgerð Klapparstígs.

Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds kynnti.

Umsókn nr. 130084 (01.17.21)
421001-2350 Vatn og land I ehf
Pósthólf 8033 128 Reykjavík
7.
Frakkastígsreitur 1.172.1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Vatns og lands ehf. dags. 8. febrúar 2013 um breytt deiliskipulag Frakkastígsreits. Tillagan gengur m.a. út á að fella niður kvöð um óstaðbundna gönguleið milli Laugaveg og Hverfisgötu, tilfærsla á byggingarlínum innan reits o.fl, samkv. tillögu Teiknistofunnar Traðar dags. 8. janúar 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið.

Fulltrúar Traðar Hans Olav arkitekt og Sigríður Magnúsdóttir arkitekt kynntu.

Umsókn nr. 130080 (01.76)
8.
Öskjuhlíð, fagsamkeppni um skipulag
Kynnt forsögn að samkeppnislýsingu um rammaskipulag Öskjuhlíðar ásamt afmörkun skipulagssvæðisins, jafnframt kynnt tillaga að skipan dómnefndar.

Frestað.
Hlín Sverrisdóttir verkefnastjóri kynnti


Umsókn nr. 130030
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
9.
Betri Reykjavík, Slipparóló leikvöllur og kaffihús í skipi í miðborginni
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. desember 2012 "Slipparóló leikvöllur og kaffihús í skipi í miðborginni " ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2013.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 130007
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10.
Betri Reykjavík, Jólalokun á Bankastræti og Laugavegi rétt fyrir jól
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum frá Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012 "Jólalokun á Bankastræti og Laugavegi rétt fyrir jól" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. janúar 2013.

Umsögn umhverfis og skipulagssviðs dags. 18. janúar 2013 samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

Umsókn nr. 130011
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
11.
Betri Reykjavík, Carpooling verði ekki hallærislegt
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum frá Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012"Carpooling verði ekki hallærislegt " ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig lögð fram umsögn umhverfis og skipulagssviðs dags. 18. janúar 2013.

Umsögn umhverfis og skipulagssviðs dags. 18. janúar 2013 samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

Umsókn nr. 130078
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
12.
Útilistaverk, eftir Hallstein Sigurðsson
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 30. janúar 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á erindi Hafþórs Yngvasonar forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur dags. 24. janúar 2013 um væntanlega gjöf Hallsteins Sigurðssonar á 16 myndverkum í Grafarvogi. Óskað er eftir að umsögn berist fyrir 15. febrúar nk. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2013.

Hermann Georg Gunnlaugsson verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.
Umhverfis-og skipulagsráð vekur þó athygli á því að borgin getur á hverjum tíma ákveðið að flytja verkin ef nýta á svæðið fyrir annað.



Umsókn nr. 10070
13.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 8. febrúar 2013.




Umsókn nr. 120564 (01.51.69)
700169-3919 Knattspyrnufélag Reykjavíkur
Frostaskjóli 2 107 Reykjavík
14.
Frostaskjól 2, Breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Knattspyrnufélags Reykjavíkur dags. 14. desember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis KR vegna lóðarinnar nr. 2 við Frostafold. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir þrjár færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. framkvæmda- og eignasviðs dags. 14. desember 2012. Einnig er lagt fram samþykki Knattspyrnufélags Reykjavíkur f.h. lóðarhafa Frostaskjóls 2 og 4 dags. 14. desember 2012. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. desember 2012 til 28. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Kristjánsson dags. 28. janúar 2013. Einnig lögð fram umsögn skrifstofustjóra frístundamála dags. 31. janúar 2013 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. febrúar 2013.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. febrúar 2013.

Umsókn nr. 120465 (05.11.3)
561184-0709 Búseti húsnæðissamvinnufélag
Síðumúla 10 108 Reykjavík
15.
Ísleifsgata 2-34, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Búseta dags. 16. október 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss vegna lóðanna nr. 2-34 við Ísleifsgötu. Í breytingunni felst að bætt er við nýrri raðhúsagerð, íbúðum fjölgað úr 16 í 18 og skilmálum fyrir gestabílastæði er breytt samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 10. apríl 2007 síðast breytt 10. október 2012. Tillagan var í auglýsingu frá 26. nóvember 2012 til og með 10. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Kristín S. Sigurðardóttir og Hjörtur Lúðvíksson dags. 8. janúar 2013, Hörður J. Guðmundsdóttir og Lena Rut Kristjánsdóttir dags. 9. janúar 2013, Gunnar Ás Vilhjálmsson dags. 9. janúar 2013, Ingibjörg Hreiðarsdóttir og Guðbjörn Guðmundsson dags. 10. janúar, Róbert V. Jónasson og Heiðrún Ó. Níelsdóttir dags. 10. janúar 2013, Fjóla Agnarsdóttir og Sigurður Ólafsson dags. 10. janúar 2013 og Baldvin Svavarsson og Harpa Sigmarsdóttir dags. 10. janúar 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar 2013.

Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. febrúar 2013.
Vísað til borgarráðs.



Umsókn nr. 120520 (04.9)
16.
Seljahverfi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis. Í breytingunni felst nýjar stígatengingar á nokkrum stöðum í Seljahverfi við nýjan göngustíg sem liggur á sveitafélagsmörkum Reykjavíkur og Kópavogs, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. nóvember 2012. Tillagan var auglýst frá 17. desember 2012 til og með 1. febrúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu ábendingu: Sigurbjörn Sveinsson dags. 7. janúar 2012, Sigurður Ingi Ljótsson dags. 31. janúar 2013, Einar Hallsson dags. 31. janúar 2013 og íbúar að Holtaseli 20, 22, 26, 28, 30, 32, 35, 36, 37, 38, 39, 40, 41, 42, 43, 44, 45 og 46 móttekið 1. febrúar 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. febrúar 2013.

Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 8. febrúar 2013.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120218
17.
Sogamýri, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. Í breytingunni felst breytt landnotkun, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012.

Haraldur Sigurðsson verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með atkvæðum fulltrúar Besta flokksins Páls Hjaltasonar Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá og bókuðu: " Nú stendur yfir vinna við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur sem tekur til áranna 2010-2030. Meginregla í skipulagi borgarinnar hefur verið að vinna aðalskipulagið heildstætt og marka heildarsýn fyrir borgina. Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja."
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110157
18.
Sogamýri, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 7. maí 2012 vegna deiliskipulags í Sogamýri. Einnig lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogamýri. Breytingin felur í sér þrjár nýjar lóðir austan, lóðanna við Suðurlandsbraut 68-70, ásamt hliðrun á göngustíg, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012.

Björn Ingi Edvardsson verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með atkvæðum fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 45423
19.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 718 frá 12. febrúar 2013.



Umsókn nr. 130077 (01.36.11)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20.
Kirkjuteigur 21, kæra 6/2013
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. febrúar 2013 ásamt kæru dags. 28. janúar 2013 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Teigahverfis vegna Kirkjuteig 21.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.