Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Verknúmer : US160053
145. fundur 2016
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Stór atvinnu- og iðnaðarsvæði verða tekin undir íbúðabyggð.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 17. febrúar 2016 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir eftirfarandi fyrirspurn:
"Stór atvinnu- og iðnaðarsvæði verða tekin undir íbúðabyggð á þessu og næstu árum. Nægir að nefna Vogabyggð (Elliðaárvog), Höfðann, Skeifuna, Laugaveg og Múlana en á þessum reitum eru skráð mjög mörg og rótgróin fyrirtæki. Ljóst er að atvinnustarfsemi margra þessara félaga samræmist ekki fyrirhugaðri íbúðabyggð þannig að þau eiga ekki annarra kosta völ en að undirbúa flutning og sækja um nýjar lóðir fyrir starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu. Hvaða atvinnusvæði innan borgarmarkanna hefur verið deiliskipulagt fyrir þessi fyrirtæki? Hver hefur undirbúningur á þeim svæðum verið og hvenær verður vegagerð og framkvæmdum við aðra grunnþjónustu lokið? Hvenær mun úthlutun atvinnulóða hefjast?"Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðal- og svæðisskipulags, dags. 6. apríl 2016.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir bóka:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir og Halldór Halldórsson, telja augljóst af svarinu við fyrirspurninni að borgaryfirvöld hafa sýnt framtíðaratvinnusvæðum borgarinnar skeytingarleysi. Svæðin sem nefnd eru sem valmöguleikar eru fá, lítil og úti í jöðrum borgarinnar. Stefnan um þéttingu byggðar er skynsamleg en hefur af hálfu borgaryfirvalda fyrst og fremst verið sett fram á forsendum þarfarinnar fyrir þróun íbúðabyggðar. Þarfir og hagsmunir atvinnulífsins hafa ekki verið í forgrunni, þótt það ætti að vera augljóst að borg þrífst ekki án öflugs atvinnulífs. Gera verður ráð fyrir þörfum þess í borgarskipulaginu ekki síður en þörfum borgarbúa fyrir íbúðarhúsnæði og gera verður ráð fyrir því, meðal annars vegna hagkvæmra samgangna, að atvinnustarfsemi sé ekki bara ýtt út á jaðra borgarinnar. Áformuð er mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis í mörgum hverfum sem hafa hingað til hýst ýmsa atvinnustarfsemi. Reykjavíkurborg hefur ekki boðið upp á neina heildstæða kynningu gagnvart þeim sem verður bolað burt af svæðum sínum í nánustu framtíð. Það veldur óöryggi á meðal þeirra sem halda úti þeirri atvinnustarfsemi sem borgin ætti alla jafna að passa upp á að verði áfram í borginni. Fyrirspurnum fyrirtækja um möguleika á öðrum lóðum hefur verið svarað illa eða ekki af hálfu borgarinnar sem verður að teljast ótæk vinnubrögð sem gætu haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér, með því að fyrirtækin í borginni hrekist í önnur sveitarfélög."
140. fundur 2016
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Stór atvinnu- og iðnaðarsvæði verða tekin undir íbúðabyggð.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 17. febrúar 2016 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir eftirfarandi fyrirspurn:
"Stór atvinnu- og iðnaðarsvæði verða tekin undir íbúðabyggð á þessu og næstu árum. Nægir að nefna Vogabyggð (Elliðaárvog), Höfðann, Skeifuna, Laugaveg og Múlana en á þessum reitum eru skráð mjög mörg og rótgróin fyrirtæki. Ljóst er að atvinnustarfsemi margra þessara félaga samræmist ekki fyrirhugaðri íbúðabyggð þannig að þau eiga ekki annarra kosta völ en að undirbúa flutning og sækja um nýjar lóðir fyrir starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu. Hvaða atvinnusvæði innan borgarmarkanna hefur verið deiliskipulagt fyrir þessi fyrirtæki? Hver hefur undirbúningur á þeim svæðum verið og hvenær verður vegagerð og framkvæmdum við aðra grunnþjónustu lokið? Hvenær mun úthlutun atvinnulóða hefjast?"
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
138. fundur 2016
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Stór atvinnu- og iðnaðarsvæði verða tekin undir íbúðabyggð.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir leggja fram eftirfararndi fyrirspurn:
Stór atvinnu- og iðnaðarsvæði verða tekin undir íbúðabyggð á þessu og næstu árum. Nægir að nefna Vogabyggð (Elliðaárvog), Höfðann, Skeifuna, Laugaveg og Múlana en á þessum reitum eru skráð mjög mörg og rótgróin fyrirtæki. Ljóst er að atvinnustarfsemi margra þessara félaga samræmist ekki fyrirhugaðri íbúðabyggð þannig að þau eiga ekki annarra kosta völ en að undirbúa flutning og sækja um nýjar lóðir fyrir starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu. Hvaða atvinnusvæði innan borgarmarkanna hefur verið deiliskipulagt fyrir þessi fyrirtæki? Hver hefur undirbúningur á þeim svæðum verið og hvenær verður vegagerð og framkvæmdum við aðra grunnþjónustu lokið? Hvenær mun úthlutun atvinnulóða hefjast?
Frestað.