Umhverfis- og skipulagsráð
Verknúmer : US130315
49. fundur 2014
Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 vegna samþykktar borgarráðs um að vísa svohljóðandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfsstæðisflokksins til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs: "Borgarráð Reykjavíkur skorar á Alþingi og Vegagerð ríkisins að ljúka sem fyrst uppsetningu vegriða á milli allra stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu með tveimur eða fleiri akreinum í hvora átt, þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst. eða meira. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. nóvember 2013 ásamt korti með upplýsingum um staðsetningu vegriða.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. nóvember 2013 samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá og bókuðu:
"Víða í borginni er mikilvægt að sett verði upp vegrið til að auka umferðaröryggi. Þetta á augljóslega við þar sem umferðarhraði er mestur og umferðin þyngst. Samantekt Umhverfis- og skipulagssviðs, sem gerð var að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sýnir að enn er langt í land að þessu leyti og rík ástæða til að hvetja Vegargerðina til að gera átak þar sem það á við. Jafnframt verði tekið tillit til þess að ekki sé með vegriðum skorið á hverfi og tillit tekið til allra samgöngukosta. Þá er rétt að benda á að auðveldlega má hanna og ganga frá vegriðum með þeim hætti að þau fari vel í borgarumhverfinu. Aðalatriðið hlýtur að vera að tryggja umferðaröryggi sem best".
45. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 vegna samþykktar borgarráðs um að vísa svohljóðandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfsstæðisflokksins til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs: "Borgarráð Reykjavíkur skorar á Alþingi og Vegagerð ríkisins að ljúka sem fyrst uppsetningu vegriða á milli allra stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu með tveimur eða fleiri akreinum í hvora átt, þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst. eða meira.
Frestað.
44. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 vegna samþykktar borgarráðs um að vísa svohljóðandi tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfsstæðisflokksins til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs: "Borgarráð Reykjavíkur skorar á Alþingi og Vegagerð ríkisins að ljúka sem fyrst uppsetningu vegriða á milli allra stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu með tveimur eða fleiri akreinum í hvora átt, þar sem leyfður hámarkshraði er 60 km/klst. eða meira.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.