Rauðalækur
Verknúmer : US130035
48. fundur 2013
Rauðalækur, lokun fyrir gegnumakstri eða hægaksturs/vistgata.
Lögð fram tillaga verkfræðistofunnar Hnit dags. 16. maí 2013 varðandi breytingu á lokun Rauðalækjar. Einnig lögð fram bókun hverfisráðs Laugardals dags. 26. ágúst 2013 og athugasemd Þóru Friðriksdóttur dags. 30. ágúst 2013. Jafnframt er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. desember 2013.
23. fundur 2013
Rauðalækur, lokun fyrir gegnumakstri eða hægaksturs/vistgata.
Lögð fram tillaga verkfræðistofunnar Hnit dags. 16. maí 2013 varðandi breytingu á lokun Rauðalækjar.
Vísað til kynningar í Hverfisráði Laugardals.
Jafnframt er óskað eftir að hverfisráðið kynni framlagða tillögu fyrir íbúum Rauðalækjar.
5. fundur 2013
Rauðalækur, lokun fyrir gegnumakstri eða hægaksturs/vistgata.
Rætt um tvær tillögur að lokun Rauðalækjar, önnur tillagan feli í sér íbúatorg sem loki götunni fyrir bílaumferð um miðju en hin hægakstursgötu með þrengingum og fegrun götunnar.
Umhverfis- og skipulagsráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að í ljósi 2 ja ára reynslu af lokun götunnar verði tvær útfærslur að endurhönnun Rauðalækjar verði kynntar fyrir ráðinu.
4. fundur 2013
Rauðalækur, lokun fyrir gegnumakstri eða hægaksturs/vistgata.
Rætt um tvær tillögur að lokun Rauðalækjar, önnur tillagan feli í sér íbúatorg sem loki götunni fyrir bílaumferð um miðju en hin hægakstursgötu með þrengingum og fegrun götunnar.
Frestað.