Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Hverfisgata 57 59 og 61 og Frakkastígur 6B,
Jökulgrunn 18-28 og 25-29,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Grandavegur 44,
Betri Reykjavík,
Álfsnes, Sorpa,
Útilistaverk,
Bárugata 23,
Stekkjarbakki 4-6,
Umhverfis- og skipulagsráð,
Vitahverfi,
Nelson Mandela torg,
Kaplaskjól,
Hverafold 1-5,
Tjarnargata 12,
Skipulagsráð
299. fundur 2012
Ár 2012, miðvikudaginn 12. desember kl. 09:10, var haldinn 299. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen, Hildur Sverrisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Guðlaug Erna Jónsdóttir og Björn Ingi Edvardsson
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 7. desember 2012.
Umsókn nr. 120513 (01.15.25)
460212-1460
Hverfill ehf.
Helluvaði 1 110 Reykjavík
660504-2060
Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
2. Hverfisgata 57 59 og 61 og Frakkastígur 6B, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Hverfils ehf. dags. 16. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðanna nr. 57, 59 og 61 við Hverfisgötu og 6B við Frakkastíg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og hækkun hússins að Hverfisgötu 57, á lóðinni Hverfisgötu 59 verði heimilaður bílakjallari og sameiningu lóðanna að Hverfisgötu 61 og Frakkastíg 6B, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 27. nóvember 2012. Einnig er lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 11. desember 2012.
Afgreiðslu frestað.
Páll Hjaltason vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 120504 (01.35.1)
080842-2609
Baldur Ásgeirsson
Jökulgrunn 20 104 Reykjavík
3. Jökulgrunn 18-28 og 25-29, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Baldurs Ásgeirssonar dags. 13. nóvember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugarás-Hrafnista vegna lóðanna nr. 18-28 og 25-29 við Jökulgrunn. Í breytingunni felst að byggja sólstofur á austurhlið húsanna, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 7. nóvember 2012. Einnig er lagt fram samþykki Auðuns Eiríkssonar, Gunnars Guðjónssonar og Sigrúnar Runólfsdóttur f.h. félags húseigenda við Jökulgrunn.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 44003
4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 711 frá 11. desember 2012.
Umsókn nr. 45297 (01.52.040.2)
671106-0750
Þingvangur ehf
Hlíðasmára 9 201 Kópavogur
5. Grandavegur 44, Fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fjölbýlishús, einangrað að utan og klætt flísum og málmplötum, með 99 íbúðum, tíu hæðir og bílakjallara fyrir 73 bíla á lóð nr. 44 við Grandaveg.
Stærðir:Mhl. 01: 4.340,4 ferm., 12.853,5 rúmm.Mhl. 02: 4.387,5 ferm., 13.003,8 rúmm.Mhl. 03: 4.388,4 ferm., 13.130,6 rúmm.Gjald kr. 8.500 + xxx
Byggingarleyfisumsókn kynnt.
Fyrirhuguð uppbygging virðist ekki í samhengi við umhverfi sitt. Skipulagsráð óskar eftir upplýsingum um skipulagssögu þessa reits og samningum þar af lútandi ásamt stöðu fyrirhugaðs hjúkrunarheimilis sem gert er ráð fyrir á lóðinni.
Umsókn nr. 120545
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
6. Betri Reykjavík, gera Amtmannsstíg að vistgötu
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012 "Gera Amtmannsstíg að vistgötu" ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til meðferðar Umhverfis- og skipulagssviðs.
Umsókn nr. 120554 (36.2)
510588-1189
SORPA bs
Gylfaflöt 5 112 Reykjavík
7. Álfsnes, Sorpa, fyrirspurn um urðunarstaði fyrir úrgang
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra frá 5. nóvember 2012 ásamt erindi Sorpu, dags. 16. október 2012, varðandi mögulega urðunarstaði fyrir úrgang. Einnig lagt fram svarbréf umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 10. desember 2012.
Kynnt.
Umsókn nr. 120493
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
8. Útilistaverk, eftir Rafael Barrios
Lagt fram bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 2. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir umsögn um staðsetningu útilistaverks eftir Rafael Barrios. Einnig er lögð fram tillaga safnsstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 17. september 2012 að staðsetningu listaverksins upp á hringtorgi á mótum Borgartúns og Höfðatúns.
Hafþór Yngvason kynnti
Afgreiðslu frestað.
Umsókn nr. 120542 (01.13.55)
310845-7019
Rafn Guðmundsson
Bárugata 30a 101 Reykjavík
9. Bárugata 23, málskot
Lagt fram málskot Rafns Guðmundssonar dags. 3. desember 2012 um að byggja við húsið ál óðinni nr. 23 við Bárugötu, samkvæmt uppdr. Arkiteo ehf. dags. 4. júní 2012. Einnig er lagt fram samþykki nágranna dags. 22. apríl 2012.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
Umsókn nr. 120538 (04.60.22)
640412-1430
S7 ehf.
Kringlunni 4-6 104 Reykjavík
10. Stekkjarbakki 4-6, málskot
Lagt fram málskot Jóhanns Halldórssonar f.h S7 ehf. dags. 3. desember 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 26. október 2012 varðandi breytingu á skilmálum Norður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 4-6 við Stekkjarbakka sem felur í sér að leyfður verði matvælamarkaður á lóðinni.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 26. október 2012 staðfest.
Umsókn nr. 120541
11. Umhverfis- og skipulagsráð, samþykkt um umhverfis- og skipulagsráð
Skrifstofustjóri borgarstjórnar kynnir drög að samþykkt um umhverfis- og skipulagsráð.
Skrifstofustjóri borgarstjórnar kynnti.
Umsókn nr. 120544 (01.15.3)
150875-4639
Pálmi Freyr Randversson
Norðurbrú 2 210 Garðabær
12. Vitahverfi, mörkun og merking svæðis í miðborginni
Lagt fram bréf Pálma Frey Randverssonar dags. 22. nóvember2012 ásamt erindi rekstraraðila í nágrenni við Vitastíg varðandi mörkun og merkingu svæðis í miðborginni sem markast af Frakkastíg, Laugavegi, Vitastíg og Skúlagötu og lagt til að hverfið verði nefnt Vitahverfi. Einnig lögð fram greinargerð og tillaga að skjaldarmerki svæðisins.
Afgreiðslu frestað.
Umsókn nr. 120474
13. Nelson Mandela torg, bréf Arkitektur- og designhögskolen i Oslo
Lagt fram bréf Arkitektur- og designhögskolen i Oslo dags. 5. október 2012 varðandi útfærslu á Nelson Mandela torgi í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. nóvember 2012.
Afgreiðslu frestað
Umsókn nr. 120437
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14. Kaplaskjól, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. september 2012 ásamt kæru dags. 24. september 2012 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Víðimels 80 / Kaplaskjólsvegar 2 og Meistaravalla 1-3. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. des. 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 120533 (02.87.4)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15. Hverafold 1-5, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. nóvember 2012 ásamt kæru mótt. 27. nóvember 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis til að innrétta íbúð á 3. hæð í hverfismiðstöð í húsi nr. 112 við Hverafold. Í kærunni er gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 6. des. 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 80750 (01.14.130.6)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16. Tjarnargata 12, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28. nóv. 2008, vegna byggingarleyfis fyrir viðbyggingu að Tjarnargötu 12 í Reykjavík og er þar gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu um stöðvunarkröfuna dags. 15. desember 2008. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4. des. 2012. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. október 2008 um að veita leyfi til að breyta innra skipulagi og byggja við húsið á lóðinni nr. 12 við Tjarnargötu