Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Ísleifsgata 2-34,
Stakkholt 2-4,
Njarðargata 45,
Þórsgata 13,
Betri Reykjavík,
Suðurlandsbraut 6,
Kaplaskjól,
Skipulagsráð,
Gamla höfnin,
Grandavegur 40,
Ægisíða 45 - Garðar,
Hjálmholt 6,
Grundarstígur 10,
Vesturvallareitur 1.134.5,
Borgartúnsreitur vestur,
Úlfarsfell,
Þingholtsstræti 18,
Brekknaás 9,
Skipulagsráð
288. fundur 2012
Ár 2012, mánudaginn 1. október kl. 09:10, var haldinn 288. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir og Guðlaug Erna Jónsdóttir
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 28. september 2012.
Umsókn nr. 110527 (05.11.3)
561184-0709
Búseti svf,húsnæðissamvinnufél
Síðumúla 10 108 Reykjavík
2. Ísleifsgata 2-34, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Búseta hsf. dags. 12. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss vegna lóðanna nr. 2-34 við Ísleifsgötu. Í breytingunni felst fjölgun og smækkun íbúða, samkvæmt uppdrætti Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 10. apríl 2007 síðast breytt 15. nóvember 2011. Tillagan var auglýst frá 27. janúar til og með 9. mars 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristín Sigurey Sigurðardóttir og Hjörtur Lúðvíksson dags. 6. febrúar, Rúnar Lárusson dags. 7. febrúar, Sylvía Lárusdóttir dags. 27. febrúar, Gunnar Ás Vilhjálmsson dags. 4. mars, Fjóla Agnarsdóttir og Sigurður Ólafsson dags. 5. mars, Atli Björnsson dags. 7. mars, Baldvin Þ. Svavarsson og Harpa Sigmarsdóttir dags. 8. mars, Guðbjörn Guðmundsson og Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir dags. 8. mars, Róbert Jónasson og Heiðrún Níelsdóttir dags. 8. mars, Árni Viðar Sigurðsson dags. 9. mars og Kristín S. Sigurðardóttir dags. 9. mars 2012 ásamt lista 28 íbúa við Reynisvatnsás. Einnig er lögð fram umsögn hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals dags. 9. mars 2012 og fram umsögn skipulagsstjóra dags. 13. september 2012.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 13. september 2012.
Umsókn nr. 120422 (01.24.11)
050868-3899
Þorvaldur H Gissurarson
Ólafsgeisli 63 113 Reykjavík
3. Stakkholt 2-4, breyting á bílastæðakröfum
Lagt fram erindi Þorvaldar Gissurarsonar dags. 17. september 2012 varðandi breytingu á kröfum um bílastæðafjölda á lóðinni nr. 2-4 við Stakkholt, samkvæmt tillögu THG Arkitekta dags. 5. september 2012.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila á svæðinu um auglýsinguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 44742 (01.18.660.5)
710505-1440
Spur ehf
Freyjugötu 24 101 Reykjavík
4. Njarðargata 45, Gistiheimili
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. júlí 2012. Sótt er um leyfi til þess að innrétta gistiheimili með átta gistiherbergjum og níu rúmum og koma fyrir svölum á vesturhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 45 við Njarðargötu. Erindi var í grenndarkynningu frá 23. júlí til og 21. ágúst 2012 kynningin var framlengd til 4. september 2012. Eftirtaldir hagsmunaaðilar sendu athugasemdir: Guðrún Friðriksdóttir, athugassemd 1 og 2 dags. 31. júlí 2012, Sigurður Gunnarsson og Aude Busson dags. 20. ágúst 2012 og Gunnar Jónsson dags. 21. ágúst 2012, Þórir Benediktsson og Guðrún Laufey Guðmundsdóttir dags. 28. ágúst 2012, Björg Eva Erlendsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir dags. 30. ágúst 2012 og Sigríður Guðjónsdóttir dags. 3. september 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. september 2012.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 11. september 2012.
Vísað til borgarráðs
Umsókn nr. 110512 (01.18.11)
160977-4779
Karl Sigfússon
Þórsgata 13 101 Reykjavík
5. Þórsgata 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra, dags. 14. september 2012, um að skipulagsráð endurupptaki neikvæða afgreiðslu skipulagsráðs frá 22. febrúar 2012 á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs
Umsókn nr. 120405
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
6. Betri Reykjavík, Gott að vera gangandi í miðbænum
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. ágúst 2012 " Gott að vera gangandi í miðbænum" ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Erindið framsent til umhverfis- og samgönguráðs.
Umsókn nr. 120303
660504-2060
Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
571201-7390
Húsfélagið Suðurlandsbr 6-framh
Suðurlandsbraut 6 108 Reykjavík
7. Suðurlandsbraut 6, málskot
Lagt fram málskot dags. 21 júní 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 8. júní 2012 varðandi stækkun 7. hæðar hússins á lóðinni nr. 6 við Suðurlandsbraut og byggingu svala á vesturgafli. Einnig er lagt bréf Þormóðs Sveinssonar fh. Húsfélagsins Suðurlandsbrautar 6 dags. 28. ágúst 2012.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 8. júní staðfest.
Páll Hjaltason vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 120236 (01.52.3)
8. Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 14. september 2012 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. september 2012 þar sem gerðar eru athugasemdir við málsmeðferð. Einnig lagður fram uppdráttur dags. 18. maí 2012 lagfærður 5. september 2012 til samræmis við athugasemdir skipulagsstofnunar, ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. ágúst 2012 breytt 17. september 2012.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 120383
9. Skipulagsráð, tillaga varðandi dagsektir.
Á fundi skipulagsráðs 22. ágúst 2012 var lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Hildar Sverrisdóttur og Jórunnar Frímannsdóttur dags. 22. ágúst 2012
" Óskað er eftir að á næsta fundi skipulagsráðs verð lögð fram skýrsla um yfirstandandi dagsektir sem byggingarfulltrúi hefur lagt á eigendur húsa sem talin hafa verið í niðurníðslu. Upplýst verði um einstakar dagsektir, hvort brugðist hafi verið við og hvar ekki og einnig þá upphæð sem einstakar dagsektir eru komnar í" Á fundinum var lögð fram skýrsla byggingarfulltrúa " aðgerðir embættis byggingarfulltrúa varðandi úrbætur fasteigna og umhverfis, yfirlit" dags. 29. ágúst 2012.
Kynnt
Umsókn nr. 120423 (01.0)
10. Gamla höfnin, rammaskipulag frá Grandagarði að Hörpu R12070091
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. september 2012, varðandi afgreiðslu borgarráðs frá 13. s.m. vegna endurskoðunar skipulags við höfnina frá Grandagarði að Hörpunni. Einnig lagt fram bréf formanns stýrihóps um endurskoðun skipulags við höfnina frá Grandagarði að Hörpu, dags. 12. september. Jafnfram er lagður fram formáli formanns stýrihópsins og bókun Júlíusar Vífils Ingvarssonar sem lögð var fram á fundi stýrihópsins. Borgarráð vísaði málinu til meðferðar skipulagsráðs og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar.
Vísað til meðferðar skipulagstjóra.
Umsókn nr. 45000 (01.52.031.0)
11. Grandavegur 40, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 13. september 2012 ásamt bréfum mennta- og menningarmálaráðuneytisins 13. ágúst og 28. ágúst 2012. Í bréfunum er lýst friðun ytra byrðis hússins .
Umsókn nr. 45001 (01.53.--9.0)
12. Ægisíða 45 - Garðar, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 13. september 2012 ásamt bréfum mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 13. ágúst og 28. ágúst 2012. Í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði hússins.
Umsókn nr. 120417 (01.25.52)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
13. Hjálmholt 6, kæra 86/2012
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. september 2012 ásamt kæru dags. 7. september 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir framkvæmdum í fjöleignarhúsi á lóð nr. 6 við Hjálmholt.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 120433
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14. Grundarstígur 10, kæra, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 3. sept. 2012, þar sem kærð er útgáfa byggingarleyfis þann 14. mars 2012 vegna samþykktar umsóknar þann 3. janúar 2012 um leyfi til að byggja við kjallara sal úr steinsteypu, steypa vegg á lóðamörkum að Grundarstíg 8, setja op og hlið í vegg að Skálholtsstíg og breyta nýtingu í blandaða atvinnustarfsemi á lóð nr. 10 við Grundarstíg. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 7. sept. 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 120355 (01.13.45)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15. Vesturvallareitur 1.134.5, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. júlí 2012 ásamt kæru, dags. 13. júlí 2012, vegna ákvörðunar skipulagsráðs frá 11. apríl 2012 að samþykkja deiliskipulag fyrir Vesturvallareit. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 11. sept. 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 110360 (01.21.6)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16. Borgartúnsreitur vestur, kæra 60/2011, umsögn, afturköllun
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 30. ágúst 2011 ásamt kæru dags. 5. ágúst 2011 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun fyrir Borgartúnsreit. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 20. apríl 2012. Lagt fram bréf Karls Ó. Karlssonar hrl., dags. 19. sept. 2012, þar sem kæru Húsfélagsins Sætúni 1, dags. 5. ágúst 2011, er afturkölluð.
Umsókn nr. 120338 (02.6)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17. Úlfarsfell, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. júní 2012, vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir fjarskiptamannvirki á Úlfarsfelli og krafa um stöðvun byggingarframkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9. júlí 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 10. september 2012. Úrskurðarorð: Kæru íbúasamtaka Úlfarsárdals, Landverndar og Geislabjargar er vísað frá úrskurðar-nefndinni. Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. maí 2012, um að veita byggingarleyfi fyrir tækjaskýli úr timbri og tveimur 10 m tréstaurum til fjarskiptareksturs á toppi Úlfarsfells, er felld úr gildi.
Umsókn nr. 120360 (01.18.00)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18. Þingholtsstræti 18, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. júlí 2012, vegna samþykktar byggingarfulltrúa frá 29. maí 2012 að veita byggingarleyfi fyrir endurbótum á húsinu við Þingholtsstræti 18 (á lóð Menntaskólans í Rvík við Lækjargötu) án grenndarkynningar. Þess er krafist að byggingarleyfið sé fellt úr gildi þar sem um meiri háttar breytingar á útliti hússins sé að ræða og enn fremur er krafist stöðvunar framkvæmda nú þegar. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 26. júlí 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 10. sept. 2012. Úrskurðarorð: Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 29. maí 2012, um að veita byggingarleyfi til að endurbyggja úr gleri og áli austur- og vesturhlið Þingholtsstrætis18, er felld úr gildi.
Umsókn nr. 120118 (04.76.41)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
19. Brekknaás 9, kæra 20/2012, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. mars 2012 ásamt kæru dags. 7. mars 2012 þar sem kærð er synjun á veitingu byggingarleyfis fyrir breyttu innra skipulagi vegna breyttrar notkunar Brekknaáss 9. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 2. maí 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 20. september 2012. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 7. febrúar 2012 um að synja umsókn um leyfi til að breyta innra skipulagi hússins á lóðinni nr. 9 við Brekknaás í Víðidal í Reykjavík