Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Laugavegur 105,
Kaplaskjól,
Ásholtsreitur - Brautarholt 7,
Reykjavegur, undirgöng,
Lambhóll við Þormóðsstaðaveg,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Haukdælabraut 110,
Betri Reykjavík,
Götuheiti,
Skipulagsráð,
Lambasel 6,
Fegrunarnefnd,
Lóðarumsókn fyrir rugbyvöll,
Útilistaverk,
Útilistaverk,
Fjárhagsáætlun Skipulags- og byggingarsviðs,
Skipulagsráð
275. fundur 2012
Ár 2012, miðvikudaginn 30. maí kl. 09:10, var haldinn 275. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnrfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Valný Aðalsteinsdóttir, Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Björn Axelsson og Bjarni Þ Jónsson
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 24. maí 2012.
Umsókn nr. 120229 (01.24.00)
090462-2299
Gunnlaugur Jónasson
Hringbraut 87 101 Reykjavík
010962-5609
Bjarni Tómasson
Þrastarhöfði 21 270 Mosfellsbær
2. Laugavegur 105, breytt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Gunnlaugs Jónassonar, dags. 18. maí 2012, um breytingu á deiliskipulagi Hlemms vegna lóðar nr. 105 við Laugaveg skv. uppdrætti Teikningar.is, dags. 12. maí 2012. Breytingin gengur út á að í húsinu Laugavegur 105 verði leyft að hafa hótel eða gistiheimili.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að kynna hana sérstaklega fyrir meðeigendum.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 120236
3. Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram drög skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 18. maí 2012 að breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls. Í breytingunni felst að aðkoma að lóðunum nr. 1 til 3 við Meistaravelli verður um göngustíg milli Meistaravalla og Víðmels, en ekki er gert ráð fyrir að ekið verði að húsunum, gert er ráð fyrir að húsin nr. 116 og 118 við Hringbraut verði flutt á lóðirnar samkvæmt uppdrætti dags. í maí 2012. Heimilt verður að byggja lítil skýli utan byggingarreita, t.d. fyrir reiðhjól og garðverkfæri í samráði við skipulagsyfirvöld.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson sátu hjá við afgreiðslu málsins
Umsókn nr. 120247 (01.24.20)
4. Ásholtsreitur - Brautarholt 7, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingasviðs dags. 21. maí 2012 að óverulegri breytingu á aðalskipulagi skv. 2.mgr. 36. gr. vegna nemendaíbúða að Brautarholti 7, Ásholtsreit.
Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:20
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 120245 (01.37.7)
5. Reykjavegur, undirgöng, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingasviðs dags. 21. maí 2012 að óverulegri breytingu á aðalskipulagi skv. 2.mgr. 36. gr. vegna undirganga undir Reykjaveg.
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 90127 (01.53.93)
6. Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, breyting á lóðarmörkum
Lögð fram tillaga að breytingu á lóðarmörkum í samræmi við uppdrátt skipulags- og byggingasviðs frá 2. ágúst 2011 og tillögu að nýju lóðablaði landupplýsingadeildar, dags. 12. janúar 2012.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 44003
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð nr. 685 frá 29. maí 2012.
Umsókn nr. 120116 (05.11.35)
040657-3639
Hilmar Einarsson
Hverafold 46 112 Reykjavík
8. Haukdælabraut 110, málskot
Lagt fram málskot Hilmars Einarssonar dags. 8. mars 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 24. febrúar 2012 varðandi byggingu þriggja íbúða húss með tveimur bílskúrum á lóð nr. 110 við Haukdælabraut.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 24. febrúar 2012 staðfest.
Umsókn nr. 120104
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
9. Betri Reykjavík, trukkana burt úr íbúðahverfum
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 29. febrúar 2012 varðandi trukkana burt úr íbúðahverfum, ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. maí 2012.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
Umsókn nr. 120230
10. Götuheiti, ný götuheiti í Keldnaholti og Kjalarnesi
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. maí 2012, með tillögum nafnanefndar frá 30. apríl sl. um götuheiti á tveimur stöðum, annarsvegar á götu sem tengist Víkurvegi og liggur til austurs að rannsóknarstofunum í Keldnaholti og hinsvegar um veg sem tengist Vesturlandsvegi við norðurjaðar Kollafjarðar og liggur til suðurs að götunni Lækjarmel.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 120241
11. Skipulagsráð, greinargerð vegna framkvæmda á Úlfarsfelli
Á fundi skipulagsráðs 23. maí 2012 var lögð fram tillaga skipulagsráðs þar sem skipulagsstjóra er falið að taka saman greinargerð um feril máls vegna framkvæmda við lagningu rafmagnsheimtaugar og ljóseiðara í jörðu á Úlfarsfelli og mannvirkja sem tengjast því. Greinargerðin verði lögð fram á næsta fundi skipulagsráðs.
Lögð fram greinargerð skipulagsstjóra dags. 29. maí 2012.
Kynnt.
Umsókn nr. 44382 (04.99.810.3)
12. Lambasel 6, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 17. apríl 2012 með tillögu um tímafrest og beitingu dagsekta. Málinu fylgir undirritað samkomulag við byggingarstjóra dags. 22.01.2009, ásamt skýrslu skilmálafulltrúa af vettvangi dags. 07.09.2011 og einnig er bréf byggingarfulltrúa dags. 12.09.2011 til eiganda lóðar nr. 6 við Lambasel þar sem gefinn er tímafrestur til að framkvæma endurbætur.
Tillaga byggingafulltrúa um að veita eiganda 30 daga tímafrest til að hefja framkvæmdir við byggingu hússins frá móttöku tilkynningar þar að lútandi og ljúka utanhúss og lóðafrágangi inna 6 mánaða er samþykkt. Jafnframt er samþykkt að verði framkvæmdum ekki lokið innan setts tímafrests verði beitt dagsektum kr. 25.000 fyrir hvern dag sem það kann að dragast að ljúka verkunum.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 120248
13. Fegrunarnefnd, skipan fulltrúa 2012
Skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að viðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum árið 2012.
Samþykkt að skipa eftirtalda embættismenn í vinnuhópinn: Valnýju Aðalsteinsdóttur, Björn Inga Edvardsson Margréti Þormar og Helgu Maureen Gylfadóttur frá minjasafni Reykjavíkur.
Umsókn nr. 120131
521286-1569
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur
Borgartúni 12-14 105 Reykjavík
660711-1200
Rugby Ísland
Þrastarhöfða 2 270 Mosfellsbær
14. Lóðarumsókn fyrir rugbyvöll, framtíðarstaðsetning
Á fundi skipulagsstjóra 23. mars 2012 var lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs dags. 15. mars 2012 ásamt erindi Rugby Ísland dags. 1. mars 2012 varðandi framtíðarstaðsetningu á rugbyvelli í Reykjavík. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags.13.apríl 2012.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 13. apríl 2012 samþykkt.
Umsókn nr. 120184
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
521280-0269
Listasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
15. Útilistaverk, Minnismerki óþekkta embættismannsins
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs dags. 18. apríl 2012 varðandi fluting á útilistaverkinu "Minnismerki óþekkta embættismannsins". Lagt er til að Minnismerki óþekkta embættismannsins verði staðsett við Tjörnina þar sem brúin frá Ráðhúsinu liggur að Iðnó.
Skipulagsráð gerir ekki athugsemdir við nýja staðsetningu á útilistaverkinu "Minnismerki óþekkta embættismannsins".
Umsókn nr. 120234
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
521280-0269
Listasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
16. Útilistaverk, Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 16. maí 2012 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs um varanlega staðsetningu listaverksins Svarta keilan, minnisvarða um borgaralega óhlýðni eftir Santiago Sierra á Austurvelli. Einnig lagt fram minnisblað safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2012 og umsögn forsætisnefndar Alþingis dags. 17. apríl 2012.
Frestað.
Skipulagsráð leggur til að safnstjóra Listasafns Reykjavíkur verði falið að koma með fleiri hugmyndir að staðsetningu útilistaverksins Svarta Keilan, minnisvarða um borgarlega óhlýðni.
Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 11:55
Umsókn nr. 120143
17. Fjárhagsáætlun Skipulags- og byggingarsviðs, áherslur og forgangsröðun 2013-2017
Lögð fram til kynningar tillaga skipulagsstjóra dags. í maí 2012 varðandi áherslur og forgangsröðun skipulags- og byggingarsviðs vegna fjárhagsáætlunar 2013-2017.
TRÚNAÐARMÁL.