Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Teigahverfi norðan Sundlaugavegar,
Laugardalur, brettavöllur,
Árbær-Selás,
Nýr Landspítali við Hringbraut,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Óðinsgata 14,
Rafstöðvarvegur 9 og 9a,
Pósthússtræti 11,
Þórsgata 13,
Reitur 1.171.1,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Víðines,
Jafnasel,
Atvinnustefna Reykjavíkur,
Skipulagsráð
259. fundur 2011
Ár 2011, miðvikudaginn 14. desember kl. 08:45, var haldinn 259. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Björn Axelsson, Björn Ingi Eðvaldsson og Valný Aðalsteinsdóttir.
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 9. desember 2011.
Umsókn nr. 90100
2. Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar samkvæmt uppdráttum egg arkitekta ehf. dags. 28. september 2011. Einnig er lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009, endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 16. maí til og með 9. júní 2011. Athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 12. október til og með 23. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Stefán Jóhann Björnsson dags. 22. nóvember 2011, Javier Tellaeche Campamelós mótt. 22. nóvember 2011, Jakob S. Friðriksson dags. 22. nóvember 2011, Egill Stephensen og Anna G. Egilsdóttir dags. 23. nóvember 2011 og Landssamtök hjólreiðamanna dags. 23. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. dessember 2011.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra dags. 7. desember 2011.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 110369 (01.37.5)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3. Laugardalur, brettavöllur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 8. september 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna staðsetningu brettavallar norðan Engjavegar og vestan Þróttheima, skv. deiliskipulagsuppdrætti og skýringaruppdrætti Landslags ehf. dags. september 2011. Jafnframt verða felld úr gildi 186 áður fyrirhuguð bílastæði á svæðinu. Tillagan var auglýst frá 30. september til og með 11. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Þór Ólafsson dags. 30. september, Grétar Amazeen dags. 9. október, Ágústa Dröfn Sigmarsdóttir dags. 24. október, Regína Unnur Margrétardóttir dags. 31. október, Hildigunnur Einarsdóttir dags. 1. nóvember, Chuai Thongsawat og Jóhann Jónmundsson dags. 1. nóvember, Rannveig Pálmadóttir dags. 1. nóvember, Frímann Ari Ferdinandsson f.h. ÍBR dags. 10. nóvember, Framkvæmdastjórar íþróttamannvirkja í Laugardal dags. 3. nóvember, listi með 12 íbúum dags. 10. nóvember, Stefanía V. Sigurjónsdóttir og Axel Eiríksson dags. 10. nóvember, Jón Á Eiríksson og Elísabet Magnúsdóttir dags. 10. nóvember, Hjalti Þórarinsson og Guðrún Björk Tómasdóttir dags. 10. nóvember og Ágúst H. Bjarnason dags. 10. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. nóvember 2011.
Hjálmar Sveinsson tók sæti á fundinum kl. 9:05
Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:14
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 30. nóvember 2011.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað, " Tekið er undir athugasemdir íbúa og áhyggjur vegna fyrirhugaðrar staðsetningar brettavallar og þess ónæðis sem honum getur fylgt. Hönnun vallarins ræður miklu um það hvort sátt geti skapast um völlinn á þessum stað, og því hefði frumhönnun þurft að liggja fyrir áður en staðsetningin var samþykkt. Óskað er eftir því að samráð verði haft við Brettafélag Reykjavíkur þegar kemur að gerð nýs brettavallar. "
Umsókn nr. 110514
4. Árbær-Selás, breyting á skilmálum
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. desember 2011 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Árbær-Selás. Í breytingunni felst að heimilt verði að gera íbúðir í kjallara/jarðhæð.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710
SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
5. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAl vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011.
Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson, dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir, dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta "Verjum hverfið" dags. 30. sept, Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt; Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt., Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011.
Nú lögð fram drög að umferðarskýrslu umhverfis og samgöngusviðs dags. 13. desember 2011 ásamt minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011.
Frestað.
Umsókn nr. 43689
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 663. frá 6. desember 2011 og nr. 664. frá 13. desember 2011.
Umsókn nr. 43574 (01.18.442.1)
241067-2979
Anna Sigurveig Magnúsdóttir
Óðinsgata 14 101 Reykjavík
7. Óðinsgata 14, reyndarteikningar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. september 2011 þar sem sótt er um samþykkt á áður gerðum breytingum og stækkun á einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Óðinsgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11.október 2011. Erindi var grenndarkynnt frá 19. október til og með 16. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Tinna Jóhannsdóttir dags. 14. nóvember 2011 og Einar Guðjónsson dags. 16. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. nóvembe 2011. Stækkun: xx ferm., xx rúmm.Gjald kr. 8.000 + xx
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 25. nóvember 2011.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Hjálmar Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins
Umsókn nr. 110381 (04.25)
660705-0150
Lögmannsstofa Ingimars I hdl sf
Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík
8. ">Rafstöðvarvegur 9 og 9a, (fsp) notkun
Lögð fram fyrirspurn Ingimars Ingimarssonar hrl. f.h. Sjöstjörnunnar ehf. dags. 15. september 2011 varðandi notkun á fasteignunum að Rafstöðvarvegi 9 og 9a. Einnig eru lagðar fram umsagnir hverfaráðs Árbæjar og Grafarholts dags. 8. desember 2011 , hverfaráðs Breiðholts dags. 8. desember 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 23. september 2011.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 23. september 2011 samþykkt.
Fulltrúi Vinstri Hreifingarinnar græns framboðs Torfi Hjartarson óskaði bókað, "Vinstri hreyfingin-Grænt framboð telur afar óheppilegt hvernig staðið var að samningum án fyrirvara fyrir hönd almennings þegar á sínum tíma var ráðist í byggingu sýningarhúss fyrir fornbíla í Elliðaárdal. Á móti kemur að almannavald í borginni setur starfsemi á þessum stað skorður með skipulagi. Vinstrihreyfingin-Grænt framboð telur það skyldu borgaryfirvalda að standa vörð um umhverfi, lífríki og útivist í dalnum. Ekki fer vel á því að koma fyrir á þessu svæði líkamsrækt með herbúðasniði, hávaða og yfirbragði sem því fylgir, bílastæðaþröng og mikilli umferð bíla. Finna þarf húsum á svæðinu heppilegra hlutverk í sátt við mannlíf, sögu og náttúrulegt umhverfi."
Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks taka undir gagnrýni á hvernig staðið var að samningum á sínum tíma þegar lóðinni var úthlutað til fornbílaklúbbs. Í dag var hinsvegar aðeins verið að samþykkja að ráðast í breytingar á deiliskipulagi svæðisins, þar sem skipulagsráð mun hafa öll tækifæri til að skilgreina notkun þess, með hagsmuni almennings að leiðarljósi.
Umsókn nr. 110407 (01.14.05)
620698-2889
Hótel Borg ehf
Borgartúni 26 105 Reykjavík
440703-2590
THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
9. Pósthússtræti 11, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn Hótel Borgar dags. 4. október 2011 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 11 við Pósthússtræti, samkvæmt tillögu THG Arkitekta dags. 12. október 2011, ásamt bréfi Halldórs Guðmundssonar dags. 7. desember 2011 og nýrri tillögu THG Arkitekta dags.9. desember 2011.
Frestað.
Umsókn nr. 110512 (01.18.11)
160977-4779
Karl Sigfússon
Þórsgata 13 101 Reykjavík
10. Þórsgata 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Karls Sigfússonar dags. 8. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Þórsgötureits vegna lóðarinnar nr. 13 við Þórsgötu samkvæmt uppdr. Bjarna Snæbjörnssonar ark., dags. 8. desember 2011.
Frestað.
Umsókn nr. 110524 (01.17.11)
11. Reitur 1.171.1, Bréf borgarráðs
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 8. desember 2011 ásamt bréfi borgarlögmanns dags. 8. desember 2011 og samkomulagi Reykjavíkur og lóðarhafa dags. í nóvember 2011 um endurskoðun á deiliskipulagi Hljómalindarreits.
Umsókn nr. 110508
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
12. Betri Reykjavík, meðferð hugmynda af Betri Reykjavík
Lagðar fram leiðbeiningar dags. í desember 2011 varðandi meðferð fagráða um hugmyndir af Betri Reykjavík.
Frestað.
Umsókn nr. 110500
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13. Betri Reykjavík, Leyfa hænsnahald í borginni til nýtis
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2011, um að leyfa hænsnahald í borginni til nýtis, ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.
Umsókn nr. 110495
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
14. Víðines, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 24. nóvember 2011 varðandi afmörkun lóðar fyrir hjúkrunarheimilið í Víðinesi, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs dags. desember 2011.
Frestað.
Umsókn nr. 110478 (04.99.3)
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15. Jafnasel, orðsending skrifstofu borgarstjórnar
Á fundi skipulagsstjóra 18. nóvember 2011 var lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R11110047 dags. 14. nóvember 2011 ásamt erindi framkvæmdastjóra Atlantsolíu dags. 10. nóvember 2011 þar sem óskað er eftir lóð við Jafnasel undir rekstur Bensínstöðvar.
Frestað.
Umsókn nr. 110505
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
16. Atvinnustefna Reykjavíkur, bréf skrifstofu borgarstjórnar
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. desember 2011 þar sem óskað er eftir umsögn fyrir 16. desember nk. um drög að atvinnustefnu Reykjavíkurborgar dags. 25. nóvember 2011.
Frestað.