Ingólfstorg,
Skipulagsráð
254. fundur 2011
Ár 2011, miðvikudaginn 19. október kl. 09:12, var haldinn 254. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd. Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ólafur Bjarnason, Lilja Grétarsdóttir og Marta Grettisdóttir
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 110275 (01.14.0)
1. Ingólfstorg, samkeppnislýsing
Lögð fram samkeppnislýsing varðandi hugmyndasamkeppni um Kvosina- Ingólfstorg dags. 19. október 2011.
Samkeppnislýsing samþykkt.
Áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Torfi Hjartarson óskaði bókað:
" Vinstri hreyfingin-Grænt framboð lýsir eindreginni andstöðu við þá fyrirætlun skipulagsráðs að efna til samkeppni arkitekta þar sem allt of stór hótelbygging teflir í tvísýnu sumum af elstu götumyndum landsins og húsum með mikið varðveislugildi. Með því að leggja 130 herbergja og allt að 4.500 fm. hótelbyggingu til grundvallar hugmyndasamkeppni á þessum viðkvæma stað í hjarta Reykjavíkur fara borgaryfirvöld gegn eigin stefnu um borgarvernd og lífsgæði í miðborginni. Í samkeppnislýsingu er lögð mikil áhersla á vandaða hönnun og litríkt mannlíf í góðum tengslum við almannarými, gamla byggð og menningararf en sú krafa lóðarhafans við Vallarstræti og Ingólfstorg að á svæðinu eigi að rísa jafn stórt hótel og hér er á ferðinni með samruna margra lóða, skuggavarpi og einsleitri starfsemi setur þau markmið í uppnám. Með því að hafna þeim hugmyndum og fara fram á opnari nálgun með fjölbreytilegum möguleikum hvað snertir starfsemi og mannlíf byggða á skýrri áherslu á vernd gamallar byggðar tæki ráðið afstöðu í takt við sína eigin stefnumótun og nýja tíma. Greinargerð fylgir bókuninni.
Fulltrúar í skipulagsráði óskuðu bókað:
"Skipulagsráð harmar andstöðu Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs við samkeppnislýsingu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Ingólfstorg. Skipulagsráð telur að samkeppnislýsingin taki ríkt tillit til umhverfisins, verndi gömlu timburhúsin við Vallarstræti og skapi umgjörð fyrir fjölbreytilegt mannlíf og starfsemi í sátt við núverandi byggð. Skipulagsráð lítur á samkeppnina sem farsæla leið til að halda áfram metnaðarfullri uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur".
Áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson óskaði bókað:
¿Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar-Græns framboðs telur ákjósanlegt að samkeppnislýsingin verði lögð fyrir Húsafriðunarnefnd og Borgarminjavörð til umsagnar.¿
Fulltrúar í skipulagsráði óskuðu bókað:
¿Skipulagsráð telur áríðandi að trúnaður ríki um samkeppnislýsinguna þar til hún er gerð aðgengileg keppendum. Vakin er athygli á því að bæði Húsafriðunarnefnd og Borgarminjavörður verða kölluð til ráðgjafar við dómtöku tillagna eins og fram kemur í samkeppnislýsingunni.¿