Sæbraut, Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Austurbæjarskóli, Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, Túngötureitur, Lambhagaland - 189563, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Faxaskjól 26, Þverholt 11, Hverfisgata 40-44, Langholtsvegur 5, Langholtsvegur 9,

Skipulagsráð

252. fundur 2011

Ár 2011, miðvikudaginn 28. september kl. 09:10, var haldinn 252. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Helena Stefánsdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þormar, Björn Ingi Edvardsson og Valný Aðalsteinsdóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 110390
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
1.
Sæbraut, orðsending skrifstofu borgarstjórnar
Lögð fram orðsending R11090074 frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. september 2011 ásamt bréfi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 19. september 2011 um frágang sjávarkants við Sæbraut.
Kynnt.

Umsókn nr. 10070
2.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 16. og 23. september 2011.


Umsókn nr. 110396 (01.19.21)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3.
Austurbæjarskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 23. september 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðar Austurbæjarskóla. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdrætti Hornsteina dags. 22. september 2011.
Frestað.

Umsókn nr. 90100
4.
Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar samkvæmt uppdráttum egg arkitekta ehf. dags. 28. september 2011. Einnig lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009, endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 16. maí til og með 9. júní 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir og ábendingar: Inga Valborg Ólafsdóttir f.h. íbúa Otrateig 2-16 dags. 17. maí, Marvin Ívarsson f.h. Arion banka dags. 18. maí, Sesselja Traustadóttir dags. 5. júní, Jón G. Friðjónsson og Sveinn Karlsson f.h. eigenda að Laugalæk 50-62, dags. 6. júní, Heiðar I. Svansson og Aðalbjörg S. Helgadóttir dags. 6. júní, Hreyfill svf. dags. 8. júní, Sigurður A. Þóroddsson f.h. eigenda Laugarnesvegs 52 dags. 8. júní, Egill Stephensen og Anna G Egilsdóttir dags. 8. júní, THG Arkitektar f.h. Reita dags. 9. júní og Jakob S. Friðriksson dags. 9. júní 2011. Einnig er lögð fram bókun Hverfisráðs Laugardals dags. 15. júní 2011. Að loknum athugasemdafresti barst ábending frá Vilbergi Sigurjónssyni og Sigrúnu Andrésardóttur dags. 5. júlí 2011.

Hildur Sverrisdóttir vék af fundi kl. 10:45. Júlíus Vífill Ingvarsson tók sæti á fundinum kl. 10:45.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80622 (01.13.74)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
5.
">Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011, breytt 21. júní 2011 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. Einnig er lögð fram forsögn dags. í desember 2007, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. október 2008, athugasemdir úr fyrri hagsmunaaðilakynningu ásamt samantekt skipulagsstjóra um þær dags. 13. nóvember 2009. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 6. apríl til og með 27. maí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigríður Á. Andersen, dags.30. maí 2011. Að lokinni kynningu barst athugasemd frá Önnu Margréti Marinósdóttur dags. 20. júní 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2011. Tillagan var auglýst frá 6. júlí til og með 17. ágúst 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Elísabet Þórðardóttir dags. 6. júlí 2011, Sigríður Andersen dags. 2. ágúst 2011, Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson dags. 16. ágúst 2011, Haraldur Ólafsson dags. 16. ágúst 2011, Inga Smith dags. 16. ágúst 2011, Elín B. Guðmundsdóttir dags. 17. ágúst 2011, Pétur Hafþór Jónsson dags. 17. ágúst 2011, Guðmundur Bjarni Ragnarsson og Jóhanna Árnadóttir dags. 17. ágúst 2011, Björn Karlsson dags. 17. ágúst 2011, Guðrún C. Emilsdóttir dags. 18. ágúst 2011 og undirskriftarlisti 7 íbúa dags. 30. ágúst 2011.
Frestað.

Umsókn nr. 110375 (02.68.41)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
6.
Lambhagaland - 189563, breyting á deiliskipulagi vegna dreifistöðva O.R.
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 13. september 2011 um breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands, skv. uppdrætti dags.9. september 2011. Breytingin gengur út á skilgreiningu tveggja lóðarreita fyrir smádreifistöðvar, önnur vestan við Lund og hin við Lambhagaveg 23.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110391 (01.73.12)
620509-1320 GP-arkitektar ehf
Litlubæjarvör 4 225 Álftanes
421007-2090 Keiluhöllin ehf
Pósthólf 8500 128 Reykjavík
7.
Öskjuhlíð, Keiluhöll, breyting á deiliskiulagi
Lagt fram erindi Keiluhallarinnar dags. 21. september 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðar Keiluhallarinnar. Í breytingunni felst að húsið er stækkað og þak viðbyggingar til suðurs verði málað í dökkum lit í stað urðunnar, samkvæmt uppdrætti GP-arkitekta dags. 22. september 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 43533
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 652 frá 20. september 2011 og nr. 653 frá 27. september 2011.


Umsókn nr. 43155 (01.53.211.2)
080178-5659 Snorri Petersen
Faxaskjól 26 107 Reykjavík
060173-3899 Þórunn Lárusdóttir
Faxaskjól 26 107 Reykjavík
9.
Faxaskjól 26, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2011 þar sem sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan úr steinsteypu, byggja við íbúðarhús til norðurs og einnig til suðurs og byggja tvo nýja kvisti og útbúa íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 26 við Faxaskjól. Grenndarkynning stóð frá 29. júní til og með 27. júlí 2011. Athugasemd barst frá íbúum Sörlaskjól 17 dags. 25. júlí 2011.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 7. júní 2011.
Bílskúr mhl. 70: Niðurrif, xx ferm., xx rúmm. Nýbygging xx ferm., xx rúmm.
Viðbygging og kvistir mhl. 01:xx ferm. eftir hæðum, xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xxx
Frestað.

Umsókn nr. 43351 (01.24.410.8)
560496-2739 Arkitektar Laugavegi 164 ehf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
660407-0300 Þverholt 11 ehf
Suðurlandsbraut 52 108 Reykjavík
10.
Þverholt 11, br. notkun og innra frkl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. júlí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun tímabundið í skóla, fella niður tímabundið níu bílastæði í kjallara og innrétta þar fyrirlestrarsal og til að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar- og atvinnuhúsi á lóð nr. 11 við Þverholt. Erindi var grenndarkynnt frá 17. ágúst til og með 14. september 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Halla Bogadóttir og Helgi Guðmundsson dags. 31. ágúst 2011, Katrín H. Baldursdóttir dags. 1. september 2011, Kristján Indriðason og Nína Kristjánsdóttir dags. 2. september 2011 og Guðjón Ó dags. 1. september 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. september 2011.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 110297 (01.17.20)
680598-2589 Foldir fasteignaþróunarfél ehf
Klapparstíg 29 101 Reykjavík
11.
Hverfisgata 40-44, (fsp) uppbygging á lóðum
Lögð fram fyrirspurn Folda ehf. dags. 12. júlí 2011 varðandi uppbyggingu á lóðunum nr. 40-44 við Hverfisgötu skv. frumdrögum Arkþings dags. júní 2011. Einnig er lögð umsögn skipulagsstjóra dags. 9. september 2011.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsögn skipulagsstjóra, á eigin kostnað. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

Umsókn nr. 43585 (01.35.500.4)
12.
Langholtsvegur 5, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 19. ágúst 2011 til eigenda ofangreindrar fasteignar á lóð nr. 5 við Langholtsveg. En í bréfinu er gerð tillaga um tímafresti og upphæð dagsekta til þess að knýja á um framkvæmdir sbr. byggingarleyfi BN037428. Andmælaréttur rann út þann 5. september án þess að hann yrði nýttur.
Lagt er til að skipulagsráð samþykki tillöguna.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 43586 (01.35.500.2)
13.
Langholtsvegur 9, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 19. ágúst 2011 til eigenda ofangreindrar fasteignar á lóð nr. 9 við Langholtsveg. En í bréfinu er gerð tillaga um tímafresti og upphæð dagsekta til þess að knýja á um framkvæmdir sbr. byggingarleyfi BN037429. Andmælaréttur rann út þann 5. september án þess að hann yrði nýttur.
Lagt er til að skipulagsráð samþykki tillöguna.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.