Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Lautarvegur 18, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Nýr Landspítali við Hringbraut, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Drafnarstígur 7, Faxaskjól 26, Laugavegur 74, Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, Kvosin, Melgerði 1, Austurbakki 2, Tónlistarhús, Götuheiti, Nýtt torgarheiti og tölusetning, Skipulagsráð, Nýr Landspítali við Hringbraut, Uppgerð gamalla báta, Húsahverfi svæði C, Skútuvogur 10-12,

Skipulagsráð

228. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 15. desember kl. 09:15, var haldinn 228. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Marta Grettisdóttir, Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Þórarinn Þórarinsson, Haraldur Sigurðsson og Margrét Þormar Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 10. desember 2010.


Umsókn nr. 100419 (01.79.45)
450589-1369 AVH ehf Arkitektúr-Verkfr-Hönn
Mýrarvegi Kaupangi 600 Akureyri
630269-0759 Ás styrktarfélag
Skipholti 50c 105 Reykjavík
2.
Lautarvegur 18, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 3. desember 2010 var lagt fram erindi Önnu M. Hauksdóttur f.h. Ás styrktarfélags dags. 30. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðar Ás styrktarfélags. Í breytingunni felst að stytta byggingarreit að sunnan, stækka byggingarreit til vesturs og fjölgun íbúa og bílastæða, samkvæmt uppdrætti dags. 22. nóvember 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100444 (01.63)
3.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Aðalskipulag Reykjavíkur
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2002-2024 dags. 9. desember 2010. Í breytingunni felst heimild um byggingu nemendaíbúða á svæði Vísindagarða við Háskóla Íslands.

Samþykkt að kynna framlögð drög að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.
Tillögunni er jafnframt vísað til umsagnar Skipulagsstofnunar.


Umsókn nr. 100329 (01.19)
500810-0410 Nýr Landspítali ohf
Snorrabraut 60 101 Reykjavík
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
4.
Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 26. nóvember 2010 var lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. september 2010. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lagt fram bréf Einars Eiríkssonar dags. 30. nóvember 2010 fh. samstöðuhópsins Verjum hverfið ásamt undirskriftarlista 114 íbúa við Barnósstíg að austan, Njarðargötu að vestan, Sóleyjargötu, Smáragötu, Laufásvegi og Bergstaðastræti.

Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl 10:17 þá var einnig búið að afgreiða mál nr. 11 á fundinum.

Helga Bragadóttir og Helgi Már Halldórsson kynntu.

Umsókn nr. 42413
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 616 frá 14. desember 2010



Umsókn nr. 42192 (01.13.421.3)
290958-4909 Óskar Björgvinsson
Drafnarstígur 7 101 Reykjavík
6.
Drafnarstígur 7, reyndarteikning bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. október 2010 þar sem sótt er um samþykki á reyndarteikningu af bílskúr sem skv. Þjóðskrá Íslands var byggður 1936 á lóð nr. 7 við Drafnarstíg. Kynning stóð yfir frá 1. nóvember 2010 til og með 26. nóvember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðmundur Kristjánsson f.h. Fasteignafélagsins B-16 dags. 19. nóvember 2010.

Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 39769 (01.53.211.2)
060173-3899 Þórunn Lárusdóttir
Faxaskjól 26 107 Reykjavík
080178-5659 Snorri Petersen
Faxaskjól 26 107 Reykjavík
7.
Faxaskjól 26, viðbygging, kvistir og bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júní 2009 þar sem Sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan úr steinsteypu, byggja við íbúðarhús til norðurs og einnig til suðurs og byggja tvo nýja kvisti og útbúa íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 26 við Faxaskjól. Grenndarkynning stóð frá 11. júní til og með 10. júlí 2009.Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Íbúar að Sörlaskjóli 17, Kristína Ragnarsdóttir, Finnbogi Pétursson, Ari Eldjárn og Linda Guðrún Karlsdóttir dags. 9. júlí ásamt ítrekun á fyrri athugasemdum frá Ara Eldjárn og Lindu G. Karlsdóttur dags. 16. júlí 2009. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 16. apríl 2010, breytt dags. 3. júní 2010 eftir fund með umsækjendum.

Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 100438 (01.17.42)
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
690402-5720 Laug ehf
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
8.
Laugavegur 74, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Zeppelin arkitekta dags. 7. desember 2010 varðandi breytta notkun á jarðhæð hússins nr. 74 við Laugaveg ásamt breytingu á þakhalla á norðanverðri viðbyggingu samkvæmt uppdr. Zeppelin arkitekta dags. 7. desember 2010.

Neikvætt.
Ekki er fallist á að breyta heimildum í gildandi deiliskipulagi.


Umsókn nr. 100428 (01.6)
530575-0209 Flugfélag Íslands ehf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
9.
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) úrbætur
Lögð fram fyrirspurn Árna Gunnarssonar framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands dags. 25. nóvember 2010 varðandi úrbætur á aðstöðu Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli.

Frestað.
Vísað til umsagnar stýrihóps um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar, Flugmálastjórnar Íslands og Isavia.


Umsókn nr. 100445 (01.1)
10.
Kvosin, arkitektasamkeppni
Lagt fram minnisblað Arkitektafélags Íslands dags. 1. desember 2010. Einnig er lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. í nóvember 2010.
Skipulagsráð felur embætti skipulagsstjóra að hefja þegar undirbúning að keppnislýsingu tveggja þrepa hönnunarsamkeppnis í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Lögð er áhersla á að í fyrra þrepi keppninnar verði fjallað um endurskoðun á skipulagi Ingólfstorgs og nágrennis en nánari afmörkun verður skilgreind í keppnislýsingunni.
Markmið samkeppninnar skal vera að styrkja sögulegt samhengi á þessu svæði auk þess sem gert verður ráð fyrir uppbyggingu í hæsta gæðaflokki. Í síðara þrepi samkeppninnar skal hanna hótelbyggingu í samræmi við niðurstöður fyrri hluta samkeppninnar.



Umsókn nr. 100270 (01.81.40)
070957-2489 Halla Arnardóttir
Melgerði 1 108 Reykjavík
010372-3569 Magnús Albert Jensson
Langagerði 88 108 Reykjavík
11.
Melgerði 1, lóðarstækkun
Á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2010 var lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 16. júlí 2010 um stækkun lóðar nr. 1 við Melgerði samkvæmt uppdrætti dags. 27. september 2010. Kynning stóð yfir frá 27. október 2010 til og með 10. nóvember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðríður Þorvaldsdóttir dags. 2. nóvember, undirskriftalisti 11 íbúa að Búðagerði 4, 8 og 10 ásamt Byggðarenda 15 og Jón Þorsteinsson dags. 8. nóvember 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. nóvember 2010.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 100293
500299-2319 Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
12.
Austurbakki 2, Tónlistarhús, bráðabirgðafrágangur lóðar
Lögð fram tillaga Landslags, dags. 10. desember 2010, að bráðabirgðafrágangi lóðar tónlistarhússins Hörpu að Austurbakka 2.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 12:00
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 12:20
Hjálmar Sveinsson vék af fundi kl. 12:25



Dagný Bjarnadóttir frá Landslagi kynnti.

Umsókn nr. 90003
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13.
Götuheiti, Túnahverfi
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 2. desember 2010 ásamt bréfi Húsfélagsins Skúlatúni 2 dags. 29. nóvember 2010 varðandi breytingar á götunöfnum í Túnahverfi. Einnig lagt fram svar byggingarfulltrúa dags. 14. desember 2010.



Umsókn nr. 42429
14.
Nýtt torgarheiti og tölusetning,
Lögð fram tillaga byggingarfulltrúans í Reykjavík þar sem lagt er til að reitur milli Katrínartúns (Höfðatúns), Bríetartúns (Skúlagötu), Þórunnartúns (Skúlatúns) og Borgartúns fái heitið Höfðatorg og verði byggingar aðrar en Borgartún 8-16 tölusettar við Höfðatorg þannig að turnbyggingin verði tölusett nr. 2.

Frestað.

Umsókn nr. 90431
15.
Skipulagsráð, fyrirkomulag funda í desember 2010
Kynnt tillaga formanns skipulagsráðs dags. 15. desember 2010 um fyrirkomulag funda skipulagsráðs um jól og áramót 2010.

Samþykkt.

Umsókn nr. 100430 (01.19)
16.
Nýr Landspítali við Hringbraut, nýtt deiliskipulag
Á fundi skipulagsstjóra 3. desember 2010 var lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 26. nóvember 2010 þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum Spital hópsins.


Umsókn nr. 100437
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17.
Uppgerð gamalla báta, bréf borgarstjóra
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. desember 2010 varðandi uppgerð gamalla báta.



Umsókn nr. 100101 (02.84)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18.
Húsahverfi svæði C, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarlaga dags. 11. mars 2010 ásamt kæru dags. 9. mars 2010 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Húsahverfis í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 9. nóvember 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 100232 (01.42.600.1)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
19.
Skútuvogur 10-12, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru dags. 2. júní 2010 þar sem kærð er afgreiðsla byggingarfulltrúans á umsókn um að innrétta húsvarðaríbúð í atvinnuhúsinu nr. 12 við Skútuvog. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 9. desember 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.