Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Nýr Landspítali við Hringbraut,
Borgartúnsreitur vestur,
Háskóli Íslands,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Drafnarstígur 7,
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands,
Háskóli Íslands,
Grettisgata 62,
Melgerði 1,
Skólavörðustígur 23,
Sæbraut,
Ný götuheiti,
Njarðargata 25,
Skipulagsráð
227. fundur 2010
Ár 2010, miðvikudaginn 8. desember kl. 09:10, var haldinn 227. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerði eftirtalin embættismaður grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 3. desember 2010.
Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:15 þá var verið að kynna Háskóla Íslands byggingarlóðir mál nr. 8 á fundinum
Umsókn nr. 100329 (01.19)
500810-0410
Nýr Landspítali ohf
Snorrabraut 60 101 Reykjavík
580810-0710
SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
2. 29">Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 26. nóvember 2010 var lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. september 2010. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lagt fram bréf Einars Eiríkssonar dags. 30. nóvember 2010 fh. samstöðuhópsins Verjum hverfið ásamt undirskriftarlista 114 íbúa við Barnósstíg að austan, Njarðargötu að vestan, Sóleyjargötu, Smáragötu, Laufásvegi og Bergstaðastræti.
Hrólfur Jónsson sviðsstjóri og Guðfinna Guðmundsdóttir lögfræðingur á Framkvæmda- og eignasviði kynntu.
Umsókn nr. 90424 (01.21.6)
3. Borgartúnsreitur vestur, deiliskipulag staðgreinireitur 1.216
Lögð fram tillaga Vinnustofunnar Þverá að deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur samkvæmt uppdrætti dags. 30. nóvember 2010. Í tillögunni felst að byggingarmagn er aukið á reitnum, einkum meðfram Guðrúnartúni/Sætúni, þar sem gert verður ráð fyrir blandaðri byggð. Gert er ráð fyrir bílageymslum neðanjarðar og fækkun bílastæða ofanjarðar. Innan reitsins verður opinn garður.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80717 (01.6)
600169-2039
Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
4. Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu, Árnastofnun
Lögð er fram að nýju umsókn Háskóla Íslands dags. 25. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. Í breytingunni felst að á reit A3 verður byggingarmagn aukið, nýtingarhlutfall á lóð hækkað og hámarkshæð byggingar aukin auk þess sem gert er ráð fyrir þakgarði á húsinu samkvæmt uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 15. nóvember 2008. Tillagan var áður auglýst frá 19. desember 2008 til og með 5. febrúar 2009. Athugasemd barst frá: Kristínu Björgu Kristjánsdóttur dags. 5. febrúar 2009 f.h. húsfélagsins að Birkimel 8, 8A og 8B. Einnig eru lögð fram bréf fulltrúa Háskóla Íslands, Félagsstofnun stúdenta og Þjóðminjasafns Íslands dags. 17. febrúar 2009, bréf Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 2. febrúar 2009, umsögn skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2009, umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 26. febrúar 2009 ásamt bréfi Háskóla Íslands dags. 10. mars 2009 með drögum af samgöngustefnu HÍ.
Samþykkt að endurauglýsa framlagða tillögu
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er samþykkt að upplýsa þá aðila sem áður gerðu athugasemdir við tillöguna, um endurauglýsinguna. Embætti skipulagsstjóra er einnig falið að upplýsa þá um þær forsendur sem liggja að baki fjölda bílastæða á lóðinni og um möguleg mótvægisúrræði.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð leggur áherslu á að samstarf Reykjavíkurborgar við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík varðandi mótun samgöngustefnu hefjist í byrjun 2011 í samræmi við starfsáætlun umhverfis-og samgöngusviðs Reykjavíkur."
Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað:
"Samþykkt að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu."
Umsókn nr. 42395
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 615 frá 7. desember 2010.
Umsókn nr. 42192 (01.13.421.3)
290958-4909
Óskar Björgvinsson
Drafnarstígur 7 101 Reykjavík
6. Drafnarstígur 7, reyndarteikning bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. október 2010 þar sem sótt er um samþykki á reyndarteikningu af bílskúr sem skv. Þjóðskrá Íslands var byggður 1936 á lóð nr. 7 við Drafnarstíg. Kynning stóð yfir frá 1. nóvember 2010 til og með 26. nóvember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðmundur Kristjánsson f.h. Fasteignafélagsins B-16 dags. 19. nóvember 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 100428 (01.6)
530575-0209
Flugfélag Íslands ehf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
7. Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) úrbætur
Lögð fram fyrirspurn Árna Gunnarssonar framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands dags. 25. nóvember 2010 varðandi úrbætur á aðstöðu Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt tillögum dags. í nóvember 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 100427 (01.6)
8. Háskóli Íslands, byggingarlóðir
Skipulag háskólasvæðisins og nágrenni kynnt
Kynnt.
Umsókn nr. 100426 (01.19.01)
110254-3349
Gunnlaugur Björn Jónsson
Aðalstræti 77a 450 Patreksfjörður
9. Grettisgata 62, málskot
Á fundi skipulagsstjóra 26. nóvember 2010 var lagt fram málskot Gunnlaugs Björns Jónssonar dags. 24. nóvember 2010 varðandi neikvæða afgreiðslu fyrirspurnar á afgreiðslufundi skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2010 um að byggja við húsið nr. 62 við Grettisgötu til vesturs, hækka um eina hæð og að innrétta nýja íbúð á þriðju hæð og breyta jarðhæð í íbúð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 1. desember 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 100270 (01.81.40)
070957-2489
Halla Arnardóttir
Melgerði 1 108 Reykjavík
010372-3569
Magnús Albert Jensson
Langagerði 88 108 Reykjavík
10. Melgerði 1, lóðarstækkun
Á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2010 var lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 16. júlí 2010 um stækkun lóðar nr. 1 við Melgerði samkvæmt uppdrætti dags. 27. september 2010. Kynning stóð yfir frá 27. október 2010 til og með 10. nóvember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðríður Þorvaldsdóttir dags. 2. nóvember, undirskriftalisti 11 íbúa að Búðagerði 4, 8 og 10 ásamt Byggðarenda 15 og Jón Þorsteinsson dags. 8. nóvember 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 42356 (01.18.224.3)
11. Skólavörðustígur 23, bréf lóðarhafa
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. nóvember 2010 ásamt bréfi lóðarhafa dags. 15. nóvember 2010.
Frestað
Umsókn nr. 100416
12. Sæbraut, upplýsingarskilti
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 23. nóvember 2010 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsstjóra varðandi erindi Landforms ehf. f.h. Ferðafélags íslands dags. 19. nóvember 2010 um leyfi fyrir uppsetningu á upplýsingarskilti við Sæbraut á móts við Faxagötu og Kalkofnsveg.
Frestað.
Umsókn nr. 90003
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13. Ný götuheiti, Túnahverfi
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 2. desember 2010 ásamt bréfi Húsfélagsins Skúlatúni 2 dags. 29. nóvember 2010 varðandi breytingar á götunöfnum í Túnahverfi.
Umsókn nr. 100277 (01.18.65)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14. Njarðargata 25, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 22. júlí 2010 ásamt kæru dags. 18. júní 2010 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Njarðargötu 25 sem samþykkt var í skipulagsráði 12. maí 2010. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 3. desember 2010.