Skipulagslög, Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Bergstaðastræti 20, Hverfisgata 28, Klapparstígur 19, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Skólavörðustígur 40, Ný götuheiti, Göngustígar í Reykjavík, Skipulagsráð, Skipulagsráð,

Skipulagsráð

217. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 29. september kl. 09:05, var haldinn 217. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir og Margrét Þormar. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 100340
1.
Skipulagslög, ný skipulagslög
Lögð fram til kynningar skipulagslög samþykkt 9. september 2010.


Umsókn nr. 10070
2.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 17. og 24. september 2010.




Umsókn nr. 100349 (01.18.40)
690402-5720 Laug ehf
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
610906-0790 KRADS ehf
Hafnarstræti 19 101 Reykjavík
3.
Bergstaðastræti 20, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Laug ehf. dags. 23. september 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.0 vegna lóðarinnar nr. 20 við Bergstaðastræti. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit samkvæmt uppdrætti Krads arkitektúr dags. 23. september 2010.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að fella niður kynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

Umsókn nr. 100352 (01.17.11)
421199-2569 Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
4.
Hverfisgata 28, breyting á deiliskipulagi reits 1.171.1
Lögð fram umsókn Arkitektur.is dags. 24.september 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.1 vegna lóðar nr. 28 við Hverfisgötu, skv. uppdrætti dags. 24. september 2010. Breytingin felst í að heimilt verði að flytja núverandi hús við Hverfisgötu 28.

Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 10:25 Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum í hans stað.
Frestað.

Umsókn nr. 100044 (01.15.24)
671197-2919 Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
600269-0979 Ottó ehf
Klettagörðum 23 104 Reykjavík
5.
Klapparstígur 19, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkís fh. Ottó ehf. dags. 4. febrúar 2010 um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits 1.152.4 vegna stækkunar byggingarreits á lóðinni nr. 19 við Klapparstíg samkvæmt uppdrætti dags. 29. september 2009 móttekin 4. febrúar 2010. Einnig lögð fram bréf Stefáns S. Guðjónssonar f.h. Ottó ehf. dags. 27. maí 2010 og 3. september 2010 og orðsending skrifstofu borgarstjórnar dags. 24. september 2010 ásamt ítrekun á fyrra erindi Ottó ehf. dags. 23. september 2010.
Synjað.
Skipulagsráð getur ekki fallist á að breyta gildandi deiliskipulagi á þann hátt sem lagt er til í framlagðri tillögu lóðarhafa. Embætti skipulagsstjóra er falið að vinna að því með lóðarhöfum að gera nýja tillögu þar sem kannað er hvort unnt er að fella steinbæ á lóðinni inn í uppbygginguna.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins; Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins


Umsókn nr. 42087
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 605 frá 28. september 2010.


Umsókn nr. 41848 (01.18.140.4)
690604-3960 Samtímalist ehf
Skólavörðustíg 14 108 Reykjavík
7.
Skólavörðustígur 40, niðurrif og nýbygging
Sótt er um leyfi til að rífa tvö eldri hús og byggja í þeirra stað steinsteypt íbúðar- og verslunarhús, fjórar hæðir og kjallara, fimm íbúðir, tvær verslanir og veitingastað á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. ágúst 2010.
Einnig fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 5. ágúst og Húsafriðunarnefndar dags. 29. júlí 2010.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 fastanr. 200-6095, merkt 0101 íbúð: 87,2 ferm. Mhl. 02 fastanr. 200-6096 merkt 0101 geymsla 10,1 ferm. Mhl. 03 fastanr. 200-697 merkt 0101 bílskúr 21,6 ferm.
Niðurrif samtals: 118,7 ferm.
Stærð nýbyggingar: Kjallari 203,1 ferm., 1. hæð 187,8 ferm., 2. hæð 182,7 ferm., 3. hæð 179,9 ferm., 4. hæð 110,2 ferm.
A-rými samtals: 863,7 ferm., 2.665,4 rúmm.
B-rými á 1. hæð: 22,3 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 205.236
Frestað.

Umsókn nr. 90003
8.
Ný götuheiti, Túnahverfi
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúans í Reykjavík dags. 9. nóvember 2009 þar sem gerð er tillaga að nýjum götuheitum í Túnahverfi. Einnig er lagt farm bréf skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur til borgarráðs dags. 16. desember 2009. Tillagan var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 16. desember 2009 og vísað til borgarráðs.


Kynnt.
Skipulagsráð óskar eftir því að fyrri afgreiðsla ráðsins verði lögð fram á fundi borgarráðs til afgreiðslu, eins skjótt og unnt er.


Umsókn nr. 40807
9.
Göngustígar í Reykjavík, nafngiftir
Lögð fram að nýju tillögur nafnanefndar Reykjavíkur um nafngiftir aðalgöngustíga í Reykjavík, ásamt greinargerð, dags. 12. desember 2009.

Hildur Sverrisdóttir vék af fundi kl. 11:15, Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum í hennar stað
Magnús Sædal Svavarsson byggingarfulltrúinn í Reykjavík, kynnti tillögurnar.


Umsókn nr. 100316
10.
Skipulagsráð, Handbók skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur
Lögð fram til kynningar tillaga að handbók Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.
Frestað.

Umsókn nr. 100355
11.
5">Skipulagsráð, tillaga um kynningu á framkvæmdum
Lögð fram eftirfarandi tillaga. "Samfylkingin og Besti flokkurinn gera tillögu um að ítarleg kynning á framkvæmdum í borginni á framkvæmdarstað verði eitt af skilyrðum byggingarleyfis. Sérstök áhersla skal lögð á ítarlega myndræna kynningu og upplýsingatexta á byggingarstað þar sem byggt er í miðborginni. Slíkar upplýsingar skal setja upp á framkvæmdarstað um leið og framkvæmdir hefjast."
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.