Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis,
Fossaleynir 1, Egilshöll,
Hólmsheiði, deiliskipulag,
Heiðmörk,
Austurhöfn,
Njálsgötureitur 3,
Klapparstígur 19,
1.171.1 Hljómalindarreitur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Fegrunarviðurkenningar,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+,
Bergþórugata 1,
Áfengisveitingastaðir,
Skipulagsráð
211. fundur 2010
Ár 2010, miðvikudaginn 14. júlí kl. 09:06, var haldinn 211. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Margrét Leifsdóttir og Margrét Þormar
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. >Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 9. júlí 2010.
Umsókn nr. 100072 (04.36.3)
410604-3370
Erum Arkitektar ehf
Grensásvegi 3-5 108 Reykjavík
2. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, breyting á deiliskipulagi, áhorfendastúka
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Erum arkitekta fh. Íþróttafélagsins Fylkis dags. 25. febrúar 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Íþróttasvæðis Fylkis við Fylkisveg. Í breytingunni felst breyting á fyrirkomulagi mannvirkja og færsla áhorfendastúku innan lóðarinnar samkvæmt uppdrætti dags. í febrúar, móttekin 25. febrúar 2010. Einnig lögð fram greinargerð, móttekin 25. febrúar 2010, og tölvubréf Arnars Hafsteinssonar framkvæmdastjóra Fylkis, dags. 15. apríl 2010. Auglýsing stóð yfir frá 21. maí til og með 2. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Magnús Magnússon og E. Kristín Guðbergsdóttir dags. 30. maí 2010, undirskriftarlisti 12 íbúa við Dísarás dags. 22. júní, Sif Ómarsdóttir, Þórhallur Þráinsson og Sigríður Einarsdóttir dags. 26. júní Gunnlaugur Þráinsson dags. 28. júní, María Ýr Valdimarsdóttir og Rúnar Sigurðsson, Ásta Bárðardóttir og Páll Kolka Ísberg dags. 2. júlí og Jóhannes Guðbjörnsson dags. 3. júlí 2010.
Athugasemdir kynntar.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 100257 (02.46)
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
3. Fossaleynir 1, Egilshöll, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Alark, dags. 8. júlí 2010, að breytingu á deiliskipulagi íþróttamiðstöðvarinnar að Fossaleyni 1 skv. uppdr., dags. 20. maí 2010 vegna færslu á göngustíg.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.
Umsókn nr. 100259 (05.8)
561204-2760
Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
4. Hólmsheiði, deiliskipulag, jarðvegsfylling
Lögð fram tillaga Landmótunar,dags. 8. júlí 2010, að deiliskipulagi fyrir jarðvegsfyllingu á Hólmsheiði. Tillagan felur í sér heimild til losunar á ómenguðum jarðvegi til ársins 2020. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að eldra deiliskipulag á Hólmsheiði sem tók gildi 7. apríl 2010 og deiliskipulag fyrir miðlunargeyma á Hólmsheiði sem tók gildi 30. febrúar 2008, falli úr gildi við samþykkt tillögunnar.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 90348 (08.1)
5. Heiðmörk, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landmótunar dags. 8. júlí 2010 að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk samkvæmt meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrætti. Einnig er lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 2. júlí 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 90009 (01.11)
660805-1250
Eignarhaldsfélagið Portus ehf
Pósthólf 709 121 Reykjavík
6. Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Portus ehf. dags. 14. nóvember 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar TRH vegna gatna- og stígatengsla á svæðinu milli Hafnarstrætis og Tónlistahússins samkvæmt uppdrætti Batterísins dags. 14. desember 2009 mótt. 12. apríl 2010. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 5. febrúar 2010, minnisblað Portusar og Austurhafnar dags. 12. febrúar 2010, minnisblað Mannvits dags. 23. október 2009, bókun umhverfis- og samgönguráðs vegna málsins dags. 23. febrúar 2010 og bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 28. maí 2010. Tillagan var auglýst frá 12. maí til og með 24. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Torfi Hjartarson f.h. Eignarhaldsfélagsins Portus ehf dags. 18. júní 2010 og Gunnar Valur Sveinsson f.h. Samtaka Ferðaþjónustunnar dags. 22. júní 2010. Einnig lagt fram bréf borgarráðs dags. 29. júní ásamt afriti af bréfi samtaka Ferðaþjónustunnar til borgarráðs dags. 24. júni 2010. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. júlí 2010 og umhverfisskýrsla skipulagshöfunda dags. í júlí 2010.
Samþykkt að framlengja frest til að gera athugasemdir til 27. ágúst nk.
Jafnframt er samþykkt að birta að nýju auglýsingu um deiliskipulagið þar sem vísað er til meðfylgjandi umhverfisskýrslu.
Umsókn nr. 100258 (01.19.03)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
7. Njálsgötureitur 3, deiliskipulag fyrir reit 1.190.3
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Tröð, dags. 16. júní 2010, að deiliskipulagi reits 1.190.3, Njálsgötureits.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Einnig var samþykkt að senda hagsmunaaðilum á svæðinu bréf þar sem vakin er athygli á auglýsingunni.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 100044 (01.15.24)
671197-2919
Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
600269-0979
Ottó ehf
Klettagörðum 23 104 Reykjavík
8. Klapparstígur 19, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkís fh. Ottó ehf. dags. 4. febrúar 2010 um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits 1.152.4 vegna stækkunar byggingarreits á lóðinni nr. 19 við Klapparstíg samkvæmt uppdrætti dags. 29. september 2009 móttekin 4. febrúar 2010. Einnig lagt fram bréf Stefáns S. Guðjónssonar f.h. Ottó ehf. dags. 27. maí 2010.
Frestað.
Ráðið beinir því til embættis skipulagsstjóra að funda með lóðarhöfum.
Umsókn nr. 80601 (01.17.11)
430491-1059
Festar ehf
Klapparstíg 29 101 Reykjavík
270151-2999
Benedikt T Sigurðsson
Suðurlandsbraut 60 108 Reykjavík
9. 1.171.1 Hljómalindarreitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram drög að breytingu á deiliskipulagi Laugavegs- og Skólavörðustígsreits vegna Hljómalindarreits sem afmarkast af Laugarvegi, Smiðjustíg, Hverfisgötu og Klapparstíg. Í breytingunni felst aukin uppbygging breyttar götumyndir og fyrirkomulag á opnu torgi á miðju reitsins, samkvæmt uppdrætti arkitektur.is dags. 10. september 2009. Einnig lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 10. september 2009. Lagt fram bréf Festa ehf. dags. 26. maí 2009 þar sem gerðar eru athugasemdir við umsögn skipulagsstjóra frá 6. nóvember 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 3. júní 2009 ásamt minnisblaði skipulagsstjóra dags. 22. október 2009.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 11:54
Margrét Leifsdóttir arkitekt kynnti.
Umsókn nr. 41790
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 594 frá 6. júlí og 595 frá 13. júlí 2010.
Umsókn nr. 100254
11. Fegrunarviðurkenningar, tilnefningar 2010
Kynntar tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur dags. í júlí 2010 að tilnefningum til viðurkenninga fyrir árið 2010 vegna endurbóta á eldri húsum og vegna lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana.
Samþykkt.
Umsókn nr. 60424
12. Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, skipun nýrra fulltrúa í stýrihóp
Þann 21. júní 2006 samþykkti skipulagsráð Reykjavíkur að hefja endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Einnig var ákveðið að sérstakur stýrihópur, skipaður af skipulagsráði myndi hafa yfirumsjón með verkinu.
Frestað.
Umsókn nr. 100191 (01.19.02)
111247-3079
Auður Haralds
Bergþórugata 1 101 Reykjavík
13. Bergþórugata 1, lagt fram bréf
Lagt fram bréf Auðar Haralds, mótt. 10. maí 2010, vegna Bergþórugötu 1. Einnig eru lögð fram eldri gögn málsins.
Vísað til umsagnar hjá embætti borgarlögmanns
Umsókn nr. 100225
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
14. Áfengisveitingastaðir, staðsetning og opnunartími, tillaga stýrihóps
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. júní 2010 vegna samþykktar borgarráðs 27. f.m. að óska eftir umsögnum hagsmunaaðila um tillögu stýrihóps um staðsetningu og opnunartíma áfengisveitingastaða, dags. 25. maí 2010.
Vísað til umsagnar hjá embætti skipulagsstjóra