Skipulagsráð,
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+,
Aðalskipulag Reykjavíkur,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð,
Sumarleyfi skipulagsráðs,
Skipulagsráð
209. fundur 2010
Ár 2010, miðvikudaginn 23. júní kl. 09:08, var haldinn 209. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Geir Sveinsson og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Bjarni Þ Jónsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir,
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson og Margrét Leifsdóttir.
Einnig sátu á fundinum varamennirnir Stefán Benediktsson og Kristín Soffía Jónsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 100222
1. Skipulagsráð, nýtt skipulagsráð, júní 2010.
Lögð fram samþykkt borgarstjórnar frá 15. júní 2010 um kosningu sjö fulltrúa í skipulagsráð og sjö til vara til loka kjörtímabilsins.
Formaður skipulagsráðs lagði fram tillögu um að Hjálmar Sveinsson yrði kjörinn varaformaður skipulagsráðs.
Samþykkt.
Umsókn nr. 10070
2. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 21 og 28. maí og 4, 11 og 16. júní 2010.
Umsókn nr. 41630
3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir nr. 588 frá 25. maí 2010, 589 frá 1. júní 2010, 590 frá 8. júní 2010, 591 frá 15. júní 2010 og 592 frá 22. júní 2010.
Umsókn nr. 100237
4. Skipulagsráð, Kynning á stjórnsýslu og samþykkt um skipulagsráð.
Kynning á stjórnsýslu og samþykkt um skipulagsráð.
Helga Björk Laxdal yfirlögfræðingur kynnti.
Umsókn nr. 100236
5. Skipulagsráð, Kynning á starfssemi skipulags- og byggingarssviðs
Kynning á starfssemi skipulags- og byggingarssviðs.
Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri kynnti.
Umsókn nr. 60424
6. Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, skipun nýrra fulltrúa í stýrihóp
Þann 21. júní 2006 samþykkti skipulagsráð Reykjavíkur að hefja endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Einnig var ákveðið að sérstakur stýrihópur, skipaður af skipulagsráði myndi hafa yfirumsjón með verkinu.
Frestað.
Umsókn nr. 90389
7. Aðalskipulag Reykjavíkur, kynnt staða endurskoðunar
Kynnt staða endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur.
Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur kynnti.
Umsókn nr. 100238
8. Skipulagsráð, Kynning á hugmyndum um hverfaskipulag.
Kynning á hugmyndum um hverfaskipulag.
Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri kynnti.
Umsókn nr. 100239
9. Skipulagsráð, Kynning á helstu verkefnum á vettvangi skipulagsráðs.
Kynning á helstu verkefnum á vettvangi skipulagsráðs.
Margrét Leifsdóttir kynnti tillögur um breytingu á deiliskipulagi Vísindagarða og skipulagsvinnu vegna Landsspítala Háskólasjúkrahúss.
Umsókn nr. 80003
10. ">Sumarleyfi skipulagsráðs,
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að fundadagskrá skipulagsráðs sumarið 2010.
Samþykkt að fella niður fundi skipulagsráðs þann 30. júní nk. 21. og 28. júlí nk. og 4. ágúst nk.