Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Kringlan, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Brautarholt 8, Grundarstígur 10, Kirkjustræti 14, Ægisgarður, Mýrargötusvæði, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Hönnunarleyfi, Gufunes, landfyllingar, Hallsvegur, Miðbæjarátak, Næfurás 10-14,

Skipulagsráð

165. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 09:05, var haldinn 165. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Brynjar Fransson, Ragnar Sær Ragnarsson, Zakaria Elías Anbari, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar og Örn þór Halldórsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 20. febrúar 2009.


Umsókn nr. 40228 (01.72.1)
2.
Kringlan, vinnsla forsagnar
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra dags. 15. janúar 2009 að vinnslu forsagnar fyrir Kringlusvæði. Einnig lagt fram minnisblað Þyrpingar dags. 27. janúar 2009
Frestað.

Umsókn nr. 39550
3.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 527 frá 24. febrúar 2009.


Umsókn nr. 39313 (01.24.120.5)
560178-0939 S.Waage sf
Hlíðarbyggð 19 210 Garðabær
4.
Brautarholt 8, endurnýjun byggingaleyfis
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. desember 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir endurnýjun á byggingaleyfi erindi nr. BN037017 frá 18. des. 2007 sem var endurnýjun frá 4. október 2006, þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýja hæð úr stálgrind klæddri múr ofan á húsið á lóðinni nr. 8 við Brautarholt. Grenndarkynning stóð yfir frá 21. janúar til og með 18. febrúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Íris Ólafsdóttir f.h. starfsfólks Icelandair Cargo, Brautarholti 8, dags. 23. janúar 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. febrúar 2009.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 39424 (01.18.330.8)
551007-0220 1904 ehf
Kársnesbraut 64 200 Kópavogur
5.
Grundarstígur 10, (fsp) breyting inni og úti
Á fundi skipulagsráðs 11. febrúar 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2009 þar sem spurt er hvort byggja megi sal við kjallara einbýlishúss á lóð nr. 10 við Grundarstíg og breyta nýtingu þessa fyrrum íbúðarhúss Hannesar Hafstein í blandaða atvinnustarfsemi. Erindinu var vísað til meðferðar skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20. febrúar 2009.
Bréf frá hönnuði dags 26.jan. 2009
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið með vísan til niðurstöðu í umsögn skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

Umsókn nr. 39505 (00.00.000.0)
110457-2789 Sigurður Einarsson
Sólberg 2 221 Hafnarfjörður
6.
Kirkjustræti 14, (fsp) endurgerð á húsi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. febrúar 2009 þar sem spurt er hvort endurbyggja megi Skjaldbreið nr. 6-10 við Kirkjustræti og flytja Vonarstræti 12 á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Málið hefur verið sent Húsafriðunarnefnd og Borgarminjaverði til umsagnar. Meðfylgjandi er bréf arkitekta dags. 10.febrúar 2009.

Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

Umsókn nr. 80724 (01.13)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
7.
Ægisgarður, Mýrargötusvæði, (fsp) hótel, Slippa- Ellingsenreitur lóð R-15
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 15. desember 2008 ásamt lóðaumsókn ABZ-A dags. 8. desember 2008 ásamt greinargerð og uppdráttum dags. 8. desember 2008. Erindinu var vísað til umfjöllunar í stýrihópi vegna hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri. Erindinu var jafnframt vísað til umsagnar skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Frestað.

Umsókn nr. 70730 (01.63)
8.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, (fsp) heildaruppbygging lóðar
Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2008 var lögð fram fyrirspurnartillaga Ask arkitekta, dags. 8. október 2008, að heildaruppbyggingu lóðar Vísindagarða ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2008.
Erindið nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði ASK arkitekta dags. 6. febrúar 2009 og ódags uppdráttum.
Kynnt.
Frestað.

Magnús Skúlason áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað: "Ég tel afar varhugavert að sífellt sé verið að vinna eftir Vatnsmýrartillögu eins og t.d. að breyta legu gatna með tilheyrandi kostnaði. Verðlaunatillagan hefur enga formlega stöðu aðra en að vera vinningstillaga úr samkeppni þrátt fyrir samþykkt Borgarráðs þar um. Þá er rétt að minna á að engin ákvörðun liggur enn fyrir um framtíð flugvallarins".


Umsókn nr. 90064 (04.14)
580169-7409 Golfklúbbur Reykjavíkur
Pósthólf 12067 132 Reykjavík
9.
Hönnunarleyfi, lagt fram bréf
Lagt fram bréf Björns Axelssonar landslagsarkitekts dags. 18. febrúar 2009, þar sem farið er fram á leyfi skipulagsráðs með vísan til meginreglu 3. mgr. 7. gr. skipulags- og byggingarlaga 73/1997 til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Golfvallarins í Grafarholti.
Samþykkt.

Umsókn nr. 80736 (02.2)
10.
Gufunes, landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum, framkvæmdaleyfi
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Gufunes til umsagnar skipulagsráðs. Einnig lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra dags. 10. febrúar 2009 ásamt bréfi íbúasamtaka Grafarvogs dags. 29. janúar 2009 .Ennfremur lögð bókun hverfisráðs Grafarvogs frá 10. febrúar 2009 varðandi umsagnarrétt ráðsins vegna málsins.


Umsókn nr. 90065 (02.5)
11.
Hallsvegur, bókun frá hverfisráði Grafarvogs
Lögð fram bókun hverfisráðs Grafarvogs dags. 17. febrúar 2009;
"Hverfisráð Grafarvogs telur ekki þörf á að farið verði í framkvæmdir við tengingu Víkurvegar við Vesturlandsveg fyrr en lega Sundabrautar hefur verið ákveðin og hún lögð alla leið upp á Kjalarnes. Hverfisráð Grafarvogs telur enga þörf á fjögurra akreina tengingu á milli Vesturlandsvegar og
Víkurvegar en verði talin þörf á fleiri tengingum hverfisins við Vesturlandsveg verði aðeins um tveggja akreina borgargötu að ræða".


Umsókn nr. 39549
12.
Miðbæjarátak,
Lagt fram til kynningar bréf byggingarfulltrúa til eigenda fasteigna í miðborg Reykjavíkur vegna viðhaldsmála 2009.
Kynnt.

Umsókn nr. 39548 (04.38.140.2)
13.
Næfurás 10-14, lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 28. janúar 2009 með tillögu til aðgerða vegna óleyfisframkvæmda í kjallaraíbúð, ásamt rafpósti eiganda íbúðarinnar og svari byggingarfulltrúa hvortveggja frá 3. febrúar 2009.
Frestað.