Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Bíldshöfði 9, Holtsgöng, Búrfellslína, Kolviðarhólslína, Skipholt 23, Kringlan, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Laugavegur 12, Laugavegur/Vatnsstígur, Afgreiðslur byggingarfulltrúa, Klapparstígur/Grettisgata, Borgartún 8-16, Klapparstígur 17, Stórholt 16, Víðimelur 36, Víðimelur 40, Kleppsvegur 90, Leiðhamrar 46,

Skipulagsráð

160. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 21. janúar kl. 09:05, var haldinn 160. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Brynjar Fransson, Ingvar Jónsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Magnús Sædal Svavarsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Örn Þór Halldórsson, Jóhannes Kjarval, Haraldur Sigurðsson og Lilja Grétarsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 16. janúar 2009.


Umsókn nr. 80756 (04.06.20)
451004-4680 Eyrarland ehf
Urriðakvísl 18 110 Reykjavík
170242-4599 Einar V Tryggvason
Miðdalur 270 Mosfellsbær
2.
Bíldshöfði 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar f.h. Eyrarlands ehf., dags. 18. desember 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Bíldshöfða. Sótt er um aukningu á byggingarmagni og breytta aðkomu að lóð í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti dags. 13. janúar 2009. Einnig lagt fram samþykki meðeigenda dags. 13. janúar 2009.

Ragnar Sær Ragnarsson tók sæti á fundinum kl.9:10
Svandís Svavarsdóttir tók sæti á fundinum kl.9:12
Kynnt. Frestað.

Umsókn nr. 80245
3.
Holtsgöng, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram drög skipulags- og byggingarsviðs dags. 20. janúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna færslu Holtsganga.
Kynnt. Frestað.

Umsókn nr. 70190
630204-3480 Landsnet ehf
Krókhálsi 5c 110 Reykjavík
4.
Búrfellslína, Kolviðarhólslína, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 12. janúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, ásamt umhverfisskýrslu dags. í janúar 2009. Ennfremur er lagt fram bréf Landsnets dags. 10. nóvember 2008, skýrslu verkfræðistofunnar Efla dags. 6. nóvember 2008 og bréf Landsnets ásamt kynningargögnum, dags. 3. desember 2008. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. desember 2008, bréf Landsnets dags. 1. desember 2008 og bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. desember 2008.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Svandís Svavarsdóttur óskaði bókað: Ekki eru gerðar athugasemdir við forkynningu tillögunnar á þessu stigi með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu að auglýsingu lokinni.


Umsókn nr. 80722 (01.25.01)
670502-2950 Þursaborg ehf
Blikastöðum 1 270 Mosfellsbær
200258-3719 Pálmi Guðmundsson Ragnars
Garðastræti 17 101 Reykjavík
5.
Skipholt 23, breyting á deiliskipulagi Skipholtsreits
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn arkitektastofu Pálma Guðmundssonar f.h Þursaborga ehf. dags. 28. nóvember 2008, um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 23 við Skipholt skv. uppdrætti, dags. 24.nóvember 2008. Bílgeymsla ásamt rampa er feld niður og kjallari stækkaður sem nemur henni. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. desember til og með 7. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kjartan Gunnarsson f.h. Skipholts ehf. dags. 4. janúar 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 15. janúar 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 40228 (01.72.1)
6.
Kringlan, vinnsla forsagnar
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra dags. 11. ágúst 2008 að vinnslu forsagnar fyrir Kringlusvæði.
Halldór Guðmundsson arkitekt kynnti.

Umsókn nr. 39394
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 522 frá 20. janúar 2009.


Umsókn nr. 37836 (01.17.140.1)
701293-5419 Laugaberg hf
Burknabergi 8 221 Hafnarfjörður
8.
Laugavegur 12, vísað til byggingarfulltrúa
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn BN037678 frá Laugabergi hf. þar sem sótt er um leyfi til að setja upp tvo veggi með hurðum til að mynda 21,2 ferm. lokað port með þaki úr segldúk að þremur fjórðuhluta milli húsana á lóð nr. 1 við Bergstaðarstræti (sbr. fyrirspurn nr. BN37445) og Laugavegar 12. hurðirnar eru ekki læsanlegar og eru 1,0 meter á breidd til að tryggja flóttaleiðir úr portinu á lóðinni nr. 12 við Laugaveg. Lagt fram bréf eiganda Laugavegar 12b dags. 7. febrúar 2008 , bréf byggingarfulltrúa til borgarráðs dags. 7. febrúar 2008 og bréf borgarráðs dags. 22. febrúar 2008 þar sem samþykkt er að vísa málinu að nýju til meðferðar byggingarfulltrúa. Jafnframt lagt fram bréf Tryggva Þórhallssonar hdl. dags. 21. mai 2008, umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 8. júlí 2008, bréf borgarráðs dags. 7. ágúst 2008 og tölvupóstur Tryggva Þórhallssonar hdl. dags. 26. ágúst 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. desember 2008 til og með 14. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Magnús Þráinsson f.h. Laugavegs 12b ehf., dags. 14. janúar 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. janúar 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 90012
9.
Laugavegur/Vatnsstígur, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn arkiBúllunar dags. 12. janúar 2009 að breytingu á deiliskipulagi Laugavegar/Vatnsstígs Í breytingunni felst möguleg uppbygging á horni Laugavegs og Vatnsstígs samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum dags.
Hólmfríður Jónsdóttir og Arna Ösp Guðbrandsdóttir arkitektar frá arkiBúllunni kynntu.

Umsókn nr. 39399
10.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa, yfirlit um afgreiðslu byggingarleyfisumsókna
Lagt fram yfirlit byggingarfulltrúa dags. 19. janúar 2008 um afgreiðslur byggingarleyfisumsókna árið 2008.


Umsókn nr. 90013
11.
Klapparstígur/Grettisgata, frágangur götu
Lögð fram tillaga Kjartans Mogensen, landslagsarkitekts að yfirborðsfrágangi Klapparstígs/Grettisgötu dags. 15. janúar 2009.
Kynnt.

Umsókn nr. 80645 (01.22.01)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
12.
Borgartún 8-16, bréf Faxaflóahafna
Á fundi skipulagsstjóra 17. október 2008 var lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 9. október 2008, vegna byggingar á lóð nr. 8-16 við Borgartún sem skyggir á innsiglingavita Reykjavíkurhafna. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Túnahverfis og er nú lagt fram að nýju. Einnig lagður fram tölvupóstur ritara borgarstjóra frá 30. des. 2008 ásamt erindi Sjómannadagsráðs, dags. 16. des. 2008
Frestað.

Umsókn nr. 39397 (01.15.240.2)
13.
Klapparstígur 17, fjarlæga hús
Timburhúsið á lóð nr. 17 við Klapparstíg gjöreyðilagðist í eldi aðfaranótt 16. janúar 2009. Húsið var byggt árið 1906. Að mati LHS og SHS var hætta á hruni brunarústa og því ákveðið að fjarlæga þær. Fór sú framkvæmd fram síðdegis þann 16. janúar. Eftir standa kjallaraveggir hússins.
Kynnt.

Umsókn nr. 39389 (01.24.500.4)
14.
Stórholt 16, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 14. janúar 2009 vegna stöðvun framkvæmda á lóð nr. 16 við Stórholt.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 39384 (01.54.002.5)
15.
Víðimelur 36, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2009 vegna stöðvun framkvæmda á lóðinni nr. 36 við Víðimel.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 39383 (01.54.002.3)
16.
Víðimelur 40, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2009 vegna stöðvun framkvæmda á lóðinni nr. 40 við Víðimel.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 80605 (01.35.22)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Kleppsvegur 90, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2008 ásamt kæru dags. 15. ágúst 2008 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun varðandi lóðina nr. 90 við Kleppsveg. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 15. janúar 2009.


Umsókn nr. 70398 (02.29.21)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18.
Leiðhamrar 46, kæra, umsögn,. úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 15. janúar 2009 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 10. janúar 2007 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 46 við Leiðhamra.
Úrskurðarorð:
Felld er úr gildi samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 10. janúar 2007 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 46 við Leiðhamra.