Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Keilugrandi 1,
Spöngin 3-5,
Sóltún 2-4,
Árbæjarkirkja,
Nýlendugata 24c,
Hólmsheiði, jarðvegsfylling,
Suður Mjódd,
Borgartún - Skúlatún,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Laugavegur 178,
Tjarnargata 12,
Laugavegur / Vatnsstígur,
Suðurlandsbraut 8 og 10,
Holtsgötureitur, Holtsgata 7b,
Skipulagsráð
146. fundur 2008
Ár 2008, miðvikudaginn 10. september kl. 09:05, var haldinn 146. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Brynjar Fransson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 5. september 2008.
Umsókn nr. 80506
2. Keilugrandi 1, forsögn að deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að forsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. í ágúst 2008 að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 1 við Keilugranda.
Tillaga skipulags- og byggingarsviðs að forsögn samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða forsögn fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Umsókn nr. 70280 (02.37.6)
510497-2799
Félagsbústaðir hf
Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík
3. Spöngin 3-5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Ask arkitekta f.h. Félagsbústaða og Reykjavíkurborgar dags. 3. maí 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Spöngina. Tillagan var auglýst frá 18. júlí til og með 29. ágúst 2007 og bárust athugasemdir frá eftirtöldum aðilum: Steinn Sigurðsson Dísaborgum 3, dags. 28. ágúst 2007, Emil Kristjánsson Smárarima 6, dags. 29. ágúst 2007, Íbúasamtök Grafarvogs, dags. 29. ágúst 2007 og hverfisráð Grafarvogs, dags. 31. ágúst 2007. Einnig er lagt fram bréf hverfisráðs Grafarvogs dags. 21. febrúar 2008 og umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 5. mars 2008, um skilmála deiliskipulags vegna umferðarhávaða ásamt nýrri tillögu Ask arkitekta dags. 2. júlí 2008.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:15
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu dags. 2. júlí 2008. Jafnframt er samþykkt að falla frá auglýsingu fyrri tillögu. Skipulagsstjóra er falið að upplýsa þá hagsmunaaðila sem áður gerðu athugasemdir um auglýsinguna þar sem eldri athugasemdir falla nú niður.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 60710
530201-2280
Nexus Arkitektar ehf
Ægisíðu 52 107 Reykjavík
670700-2320
Frumafl hf
Thorvaldsenstræti 6 101 Reykjavík
4. Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi Ármannsreit
Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Nexus arkitekta, dags. 9. mars 2007 að breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna Sóltúns 2-4 skv. uppdráttum dags. 11. mars 2007, br. 25. febrúar 2008. Einnig eru lagðir fram minnispunktar framkvæmdastjóra Öldungs hf, mótt. 4. júní 2007. Tillagan var auglýst frá 26. mars til og með 7. maí 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Sólveig Hákonardóttir Sóltúni 30 dags. 15. apríl 2008, Bryndís Torfadóttir Sóltúni 12 dags. 15. apríl 2008, Hrefna Ingadóttir Sóltúni 8 dags. 28. apríl 2008, fh. Húsfélagsins Mánatúni 2, Ásthildur Jónsdóttir og Jón Þór Jóhannsson dags. 25. apríl 2008, Jón Guðmundsson og Marta Kjartansdóttir dags. 22. apríl 2008, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir Sóltúni 12 dags. 15. apríl 2008, Jóhanna B. Magnúsdóttir Sóltúni 12 dags. 28. apríl 2008, Hróbjartur Hróbjartsson dags. 5. maí 2008 sem vísar til athugasemda dags. 14. ágúst 2007, Bragi Rúnarsson og Jónína Gissurardóttir Sóltúni 8 dags. 28. apríl 2008, Víglundur Þorsteinsson og Kristjána G. Skarphéðinsdóttir Sóltúni 12 dags. 29. apríl 2008, Sveinn Sæmundsson og Sigríður Jóhannsdóttir Sóltúni 10 dags. 15. apríl 2008, Steingerður Einarsdóttir og Sigfús Gunnarsson Sóltúni 18 dags. 2. maí 2008, Ingibjörg Kolbeinsdóttir og Sigursteinn H. Hersveinsson Sóltúni 12 dags. 28. apríl 2008, Undirskriftarlisti 10 íbúa Sóltúns 14-18 dags. 29. apríl 2008, Óskar Á. Mar og Viðar Rósmundsson Sóltúni 5 dags. 6. maí 2008, Elínborg Sveinbjarnardóttir Sóltúni 10 dags. 5. maí 2008, Guðrún H. Tulinius og Áslaug Ellen G. Yngvadóttir Sóltúni 10, dags. 28. apríl 2008, Gunnlaugur P. Steindórsson Sóltúni 10, dags, 28. apríl 2008, Íslenskir aðalverktakar Höfðabakka 9, dags. 7. maí 2008, Íris Waltersdóttir Ferrua Sóltúni 8, dags. 15. apríl 2008, Snorri Traustason f.h. lóðarhafa Sóltúni 6, dags. 6. maí 2008, Helgi Esra Pétursson Sóltúni 18, dags. 7. maí 2008 og Oddrún Jónasdóttir Uri Sóltúni 16, dags. 1. maí 2008.
Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt uppdráttum Nexus arkitekta dags. 11. júlí 2008 og breyttum uppdráttum mótt. 9. september 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 10. september 2008
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Fulltrúi Samfylkingarinnar, Björk Vilhelmsdóttir sat hjá við afgreiðslu málssins og óskaði bókað: "Þrátt fyrir að komið sé að hluta til á móts við athugasemdir nágranna fyrirhugaðs hjúkrunarheimilis að Sóltúni 2-4, sit ég hjá við afgreiðslu málsins. Ég tel það ekki í samræmi við nútíma stefnumótun í þjónustu við aldraða að byggja þetta stór hjúkrunarheimili, heldur að hafa þau fleiri og minni. Þá er ekki séð að þessi uppbygging muni eiga sér stað á næstu árum, þar sem þetta hjúkrunarheimili er ekki á nýkynntri framkvæmdaáætlun stjórnvalda um byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Það skal þó einnig bókað að ég tel að hjúkrunarheimilið Sóltún hafi verið til mikillar fyrirmyndar í sinni hjúkrunar- og umönnunarþjónustu og vil ég ekki varpa rýrð á þeirra starfsemi."
Umsókn nr. 80306 (04.36.0)
420169-4429
Árbæjarkirkja
Rofabæ safnaðarheim 110 Reykjavík
450400-3510
VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
5. Árbæjarkirkja, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn VA arkitekta dags. 13. júní 2008 f.h. Árbæjarkirkju varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar Árbæjarkirkju. Í tillögunni er gert ráð fyrir aukningu á byggingarmagni, stækkun á lóð kirkjunnar, og færslu almenningsstígs samkv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 12. júní 2008. Tillagan var auglýst frá 2. júlí til og með 13. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Kristjáni Má Unnarssyni og Þorgerði Sigurðardóttur Hábæ 44 dags. 1. ágúst 2008, Guðrúnu Gunnarsdóttur Hábæ 41 og Steinunni Jónsdóttur Hábæ 39 dags. 12. ágúst 2008 og 6 íbúum við Hábæ dags. 7. ágúst 2008, Ómari Guðmundsyni og Ingu G. Birgissyni Hábæ 33 dags. 12. ágúst 2008 . Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 5.september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Umsókn nr. 80420 (01.13.11)
450400-3510
VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
6. Nýlendugata 24c, breyting á deiliskipulagi Nýlendureits
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga VA arkitekta, dags. 12. júní 2008 að breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðar nr. 24c við Nýlendugötu. Grenndarkynning stóð yfir frá 20. júní til 18. júlí 2008. Lagt fram bréf Kristins Ólafssonar hrl. dags. 11. júlí 2008 fh. eigenda að Nýlendugötu 24b þar sem óskað er eftir að athugasemdafrestur verði framlengdur og var frestur framlengdur til 1. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá Daða Guðbjörnssyni Brunnstíg 5, dags. 20. júní 2008, Hörpu Þórsdóttur og Lindu Hrönn Kristjánsdóttur dags. 31. júlí, eigendur að Nýlendugötu 24A/B dags. 31. júlí 2008.
Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 5. september 2008.
Frestað.
Umsókn nr. 80570 (05.8)
7. Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram drög skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur dags. 29. ágúst 2008. Í breytingunni felst stækkun á svæði til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 29. ágúst 2008.
Samþykkt að kynna framlögð drög að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.
Umsókn nr. 70580 (04.91)
8. Suður Mjódd, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 18. febrúar 2008 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Suður- Mjóddar. Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri landnotkun og aukningu á byggingarmagni. Tillagan var auglýst frá 4. apríl til og með 9. júní 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80579
9. Borgartún - Skúlatún, Drög að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram drög skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. september 2008 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna aukins byggingarmagns við Borgartún
Samþykkt að kynna framlögð drög að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.
Umsókn nr. 38891
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 504 frá 9. september 2008.
Umsókn nr. 38621 (01.25.110.2)
570703-2260
Vallhólmi ehf
Hjallalandi 8 108 Reykjavík
11. Laugavegur 178, bílageymsla
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15.júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu neðanjarðar á lóðinni Laugavegur 178. Bílastæði inni 34 úti 115 samtals bílastæði á lóð 149.
Meðfylgandi er samkomulag eigenda dags. 27. júní 2008. Stærðir. 794,2 ferm; 2.382,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 173.929
Tillagan var grenndarkynnt frá 1. ágúst til og með 1. september 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Ingi Már Helgason fh. Lx-fasteigna dags. 26. ágúst 2008, Ottó Eðvarðsson fh. Reykjafells hf dags. 29. ágúst 2008, Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. september 2008.
Einnig lagt fram bréf frá Jóni Guðna Óskarssyni fh. OR dags. 28. ágúst þar sem vakin er athygli á kvöðum um lagnir á mæliblaði 1.252.1
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 38133 (01.14.130.6)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
12. Tjarnargata 12, br. innanhúss, nýbygging, stækkun lóðar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og byggja við inn í porti ásamt því að fá lóð stækkaða í átt að Tjarnargötu fyrir stigahús nýbyggingarinnar sem er steinsteypt á tveimur hæðum með gler þaki að hluta í húsinu Tjarnarbíó á lóð nr. 12 við Tjarnargötu. Grenndarkynning stóð frá 22. maí til 19. júní 2008.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Gústaf Þór Tryggvason hrl. Tjarnargötu 10 d. dags 29.maí 2008, Sergiy Okhremchuk og Olha Dushynska, dags. 13. júní 2008, Guðmundur Hafsteinsson hdl., dags. 16. júní 2008.
Á fundi skipulagsstjóra 4. júlí 2008 var erindinu frestað.
Umsækjandi skal leggja fram greinargerð um brunatæknilegar lausnir vegna breytingarinnar. Nú lagt fram að nýju ásamt umsögn verkfræðistofu Snorra Ingimarssonar um brunatæknilegar lausnir dags. 14. ágúst 2008 og umsögn Rafns Guðmundssonar dgs. 2. júlí 2008 varðandi hönnun loftræstikerfis. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 26. ágúst 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 80004
13. Laugavegur / Vatnsstígur, Kynning
Kynntar hugmyndir á reitnum
Umsókn nr. 80569 (01.26.21)
170242-4599
Einar V Tryggvason
Miðdalur 270 Mosfellsbær
14. Suðurlandsbraut 8 og 10, Málskot
Lagt fram málskot Einars V. Tryggvasonar fh. Avion properties dags. 24. júlí 2008 vegna afgreiðslu skiplagsstjóra 6. júní 2008 á erindi vegna Suðurlandsbrautar 8 og 10. Einnig er lagt fram tölvupóstur Einars V. Tryggvasonar dags. 25. ágúst 2008 og endurbætt tillaga Einars Tryggvasonar og Avion properties dags. 1. september 2008.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 80018 (01.13.46)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15. Holtsgötureitur, Holtsgata 7b, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 2. september 2008 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs frá 4. október 2006 um að synja um breytingu á deiliskipulagi Holtsgötureits vegan lóðarinnar að Holtsgötu 7b. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á synjun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 4. október 2006 um breytingu á deiliskipulagi Holtsgötureits vegan lóðarinnar að Holtsgötu 7b.