Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Ingólfstorg,
Hádegismóar, búddahof,
Grafarholt,
Reykjatorg,
Sóltún 2-4,
Vegamótastígur 9,
Hólmsheiði, jarðvegsfylling,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Laufásvegur 73,
Lambhagavegur 2-4,
Lambhóll við Þormóðsstaðaveg,
Skildinganes,
Skildinganes,
Sörlaskjól 24,
Traðarkotssund 6,
Skipulagsráð
145. fundur 2008
Ár 2008, miðvikudaginn 3. september kl. 09:05, var haldinn 145. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Dalsmynni, Borgartúni 10-12, 2. hæð. Viðstaddir voru: Svandís Svavarsdóttir, Stefán Þór Björnsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Marta Grettisdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Jóhannes Kjarval
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Elín Ósk Helgadóttir.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 29 ágúst 2008.
Umsókn nr. 80552 (01.14.0)
2. Ingólfstorg, breytt umferðarskipulag
Lögð fram drög Umhverfis og samgöngusviðs dags. 20. ágúst 2008 að breyttu umferðarskipulagi við Ingólfstorg.
Kynnt.
Umsókn nr. 80358 (04.41)
3. Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,
Lagður fram uppdráttur Vífils Magnússonar ark., dags. 21. apríl 2008 að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa þar sem gert er ráð fyrir 4235 m2 lóð fyrir búddistahof. Lögð fram erindi Páls Júlíussonar til borgarstjóra, dags. 14. og 11. apríl 2007. Einnig lagt fram bréf Vífils Magnússonar dags. 14. júlí 2008 varðandi málið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Erindið er jafnframt sent Umhverfis-og samgöngusviði til umsagnar.
Umsókn nr. 30492 (04.1)
710178-0119
Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
4. Grafarholt, athafnasvæði, breyting á deiliskipulagi svæðis 4
Á fundi skipulagsstjóra 11. júlí 2008 var lögð fram tillaga Teiknistofunnar ehf, Brautarholti 6, dags. 6. nóvember 2003 að breytingu á deiliskipulagi svæðis 4, við Vínlandsleið. Í tillögunni felst afmörkun ótölusettrar lóðar fyrir lokahús OR og minnkun á lóð dælustöðvar OR á lóð nr. 10 við Vínlandsleið. Lagðir fram uppdrættir Teiknistofunnar ehf. dags. 6. nóvember 2003 breyttir uppdrættir dags. 25. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 80538
5. Reykjatorg, Hönnunarvinna
Lögð fram til kynningar efnistök fyrir hönnun og skipulag Reykjatorgs
Kynnt.
Umsókn nr. 60710
530201-2280
Nexus Arkitektar ehf
Ægisíðu 52 107 Reykjavík
670700-2320
Frumafl hf
Thorvaldsenstræti 6 101 Reykjavík
6. Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi Ármannsreit
Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Nexus arkitekta, dags. 9. mars 2007 að breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna Sóltúns 2-4 skv. nýjum uppdr., dags. 11. mars 2007, br. 25. febrúar 2008. Einnig lagðir fram minnispunktar framkvæmdastjóra Öldungs hf, mótt. 4. júní 2007. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að nýju samkvæmt uppdráttum br. 25. febrúar 2008.
Ráðið samþykkir jafnframt að upplýsa þá hagsmunaaðila sem áður gerðu athugasemdir við erindið um endurauglýsingu tillögunnar þar sem eldri athugasemdir falla niður. Tillagan var auglýst frá 26. mars til og með 7. maí 2008. Athugasemdir bárust frá eftritöldum aðilum:
Sólveig Hákonardóttir Sóltúni 30 dags. 15. apríl 2008, Bryndís Torfadóttir Sóltúni 12 dags. 15. apríl 2008, Hrefna Ingadóttir Sóltúni 8 dags. 28. apríl 2008, fh. Húsfélagsins Mánatúni 2 Ásthildur Jónsdóttir og Jón Þór Jóhannsson dags. 25. apríl 2008, Jón Guðmundsson og Marta Kjartansdóttir dags. 22. apríl 2008, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir Sóltúni 12 dags. 15. apríl 2008, Jóhanna B. Magnúsdóttir Sóltúni 12 dags. 28. apríl 2008, Hróbjartur Hróbjartsson dags. 5. maí 2008 og vísar í áðurinnsendar athugasemdir dags. 14. ágúst 2007, Bragi Rúnarsson og Jónína Gissurardóttir Sóltúni 8 dags. 28. apríl 2008, Víglundur Þorsteinsson og Kristjána G. Skarphéðinsdóttir Sóltúni 12 dags. 29. apríl 2008, Sveinn Sæmundsson og Sigríður Jóhannsdóttir Sóltúni 10 dags. 15. apríl 2008, Steingerður Einarsdóttir og Sigfús Gunnarsson Sóltúni 18 dags. 2. maí 2008, Ingibjörg Kolbeinsdóttir og Sigursteinn H. Hersveinsson Sóltúni 12 dags. 28. apríl 2008, Undirskriftarlisti 10 íbúa Sóltúns 14-18 dags. 29. apríl 2008, Óskar Á. Mar og Viðar Rósmundsson Sóltúni 5 dags. 6. maí 2008, Elínborg Sveinbjarnardóttir Sóltúni 10 dags. 5. maí 2008, Guðrún H. Tulinius og Áslaug Ellen G. Yngvadóttir Sóltúni 10, dags. 28. apríl 2008, Gunnlaugur P. Steindórsson Sóltúni 10, dags, 28. apríl 2008, Íslenskir aðalverktakar Höfðabakka 9, dags. 7. maí 2008, Íris Waltersdóttir Ferrua Sóltúni 8, dags. 15. apríl 2008, Snorri Traustason f.h. lóðarhafa Sóltúni 6, dags. 6. maí 2008, Helgi Esra Pétursson Sóltúni 18, dags. 7. maí 2008 og Oddrún Jónasdóttir Uri Sóltúni 16, dags. 1. maí 2008.
Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt nýjum uppdráttum Nexus arkitekta dags. 11. júlí 2008.
Frestað.
Umsókn nr. 80233 (01.17.15)
490597-3289
Stúdíó Granda ehf
Smiðjustíg 11b 101 Reykjavík
7. Vegamótastígur 9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Studio Granda ehf., dags. í apríl 2008 að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 9 við Vegamótastíg. Breytingin felur í sér þriggja hæða nýbyggingu með kjallara þar sem gamla húsið er endurbyggt sem turn á horninu. Auglýsingin stóð yfir frá 23. apríl til og með 27. júní 2008. Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum: Andri Björnsson dags. 7. júní 2008, Gunnar S. Óskarsson dags. 6. júní 2008, Arnar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir dags. 7. júní 2008, Valdís Bjarnadóttir og Gunnar Ingi Ragnarsson dags. 6. júní 2008, Elín G. Gunnlaugsdóttir fh eigenda og íbúa að Grettisgötu 3 og 3a dags. 6. júní 2008 og Bjarki Júlíusson f.h. Kaupangs ehf. dags. 6. júní 2008. Eftir að frestur til athugasemda rann út barst athugasemd frá Ögmundi Skarphéðinssyni dags. 2. júlí 2008. Einnig lögð fram drög að umsögn skipulagsstjóra dags.7. ágúst 2008.
Drög að umsögn skipulagsstjóra samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Umsókn nr. 80570 (05.8)
8. Hólmsheiði, jarðvegsfylling,
Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur kynnti.
Frestað.
Umsókn nr. 38862
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 503 frá 2. september 2008.
Umsókn nr. 38072 (01.19.711.1)
180263-3309
Þorsteinn M Jónsson
Laufásvegur 73 101 Reykjavík
10. Laufásvegur 73, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja og stækka bílskúr, lækka gólf í kjallara, byggja jarðhýsi, sem umlykur kjallara á þrjá vegu, stækka 1. hæð með anddyri til norðvesturs, stigahúsi til norðausturs, eldhúsi til suðausturs, stækka 2. hæð með nýjum svölum á þaki anddyris og á þaki eldhúss, innrétta rishæð með nýjum kvistum til suðvesturs og norðausturs í einbýlishúsi nr. 73 við Laufásveg.
Meðfylgjandi er bréf Mörkin lögmannsstofa hf. dags. 31. mars 2008 og afrit frá Úrskurðarnefnd skipulags og byggingamála staðfest 31. mars 2008.
Stærðir: niðurrif bílgeymslu 24,05 ferm., 63,7 rúmm. stækkunar íbúð kjallari 202,5 ferm., bílgeymsla 39,1 ferm., 1. hæð 23,2 ferm., 2. hæð 8,8 ferm. ferm., Samtals 278,1 ferm. 912,2 rúmm.
Grenndarkynningin stóð frá 10. júní til og með 9. júlí 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum: Sigurði Björnssyni íbúa á Bergstaðastræti 78 dags. 23. júní 2008, Sigrúnu Tryggvadóttur og Ólafi Briem Laufásvegi 75 dags. 7. júlí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 29. ágúst 2008.
Ágúst Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir vék af fundi kl. 12:03
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að byggingarleyfi verði gefið út.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 80544 (02.64.31)
460907-1440
Lambhagavegur fasteignaféla ehf
Pósthólf 670 121 Reykjavík
440703-2590
THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
11. Lambhagavegur 2-4, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra dags. 22. ágúst 2008 var lögð fram fyrirspurn Lambhagavegur Fasteignafélag dags. 19. ágúst 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-4 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur á suð- austur hluta lóðarinnar stækki vegna breyttra þarfa við vörumóttöku samkv. meðfylgjandi uppdráttum THG Arkitekta dags. 18. ágúst 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Umsókn nr. 80560 (01.53.93)
12. Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 21. ágúst 2008 ásamt kæru dags. 16. ágúst 2008 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík að aðhafast ekki vegna breytinga á gluggum hússins Lambhóls.
Umsókn nr. 80558 (01.67)
150568-2939
Pálmi Jónasson
Skildinganes 37 101 Reykjavík
13. Skildinganes, kæra, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 19. ágúst 2008 ásamt kæru mótt. 6.ágúst þar sem kærðar eru framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar á svæði milli Skildinganess og Bauganess.
Umsókn nr. 80522 (01.67)
050861-2019
Ingileif Thorlacius
Skildinganes 37 101 Reykjavík
14. Skildinganes, kæra
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 27. ágúst 2008 vegna kæru Pálma Jónassonar dags. 6. ágúst 2008 þar sem kærðar eru aðgerðir borgarinnar á grænu svæði milli Bauganess, Bauganestanga og Skildinganess í Reykjavík.
Umsókn nr. 80561 (01.53.20)
15. Sörlaskjól 24, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 19. ágúst 2008 ásamt kæru dags. 25. júlí 2008 ásamt fylgigögnum þar sem kært er byggingarleyfi fyrir hækkun og öðrum breytingum á húsinu nr 24 við Sörlaskjól.
Umsókn nr. 80528 (01.17.1)
160962-2169
Halla Bergþóra Pálmadóttir
Laugavegur 5 101 Reykjavík
16. Traðarkotssund 6, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 27. ágúst 2008, vegna kæru vegna framkvæmda á lóðinni nr. 6 við Traðarkotssund.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.