Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Árbæjarkirkja,
Grjótháls 10,
Hyrjarhöfði 8,
Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5,
Langholtsvegur/Drekavogur,
Lambhagi,
Kambsvegur 8,
Miðborgarvakt skipulagsráðs,
Granaskjól 48-52,
Traðarland 1, Víkingur,
Barmahlíð 54,
Bólstaðarhlíð,
Lambhóll V/ Þormóðsst 106111,
Laufásvegur 68,
Reynisvatnsheiði, Orkuveita Reykjavíkur,
Úlfarsárdalur,
Vesturlandsvegur landnúmer 195206,
Álfsnes,
Álfsnes, Sorpa,
Skipulagsráð
139. fundur 2008
Ár 2008, miðvikudaginn 18. júní kl. 09:05, var haldinn 139. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Snorri Hjaltason, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson og Brynjar Fransson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Elín Ósk Helgadóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Þórarinn Þórarinsson og Haraldur Sigurðsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur 13. júní 2008.
Umsókn nr. 80306 (04.36.0)
420169-4429
Árbæjarkirkja
Rofabæ safnaðarheim 110 Reykjavík
450400-3510
VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
2. Árbæjarkirkja, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn VA arkitekta dags. 13. júní 2008 fh. Árbæjarkirkju varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbæjarkirkju. Í breytingunni felst aukið byggingarmagn, stækkun á lóð kirkjunnar, og færsla almenningsstígs samkv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 12. júní 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.
Kristján Guðmundsson tók sæti á fundinum kl. 9:07
Umsókn nr. 80181
3. Grjótháls 10, breytt deiliskipulag Hálsahverfis vegna nýrrar lóðar
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breyttu deiliskipulagi Hálsahverfis vegna nýrrar lóðar við Grjótháls 10, dags. 17. september 2007, breytt 10. júní 2008. Afmörkuð er ný lóð við Grjótháls vestan lóðar Skeljungs fyrir bílgreinaþjónustu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 28. mars 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80417 (04.06.03)
670603-3850
Húsabær ehf
Berjarima 43 112 Reykjavík
070259-3469
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Skólavörðustígur 19 101 Reykjavík
4. 7">Hyrjarhöfði 8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Ásbergssonar ark. f.h. Húsabæjar ehf., dags. 11. júní 2008 um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðar nr. 8 við Hyrjarhöfða skv. uppdrætti, dags. 10. júní 2008. Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit samsíða Funahöfða á lóðinni.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 50697 (01.14.05)
5. Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga dags. 3. mars 2008 að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Pósthússtrætisreits. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í febrúar 2004.
Tillagan var auglýst 30. apríl til og með 11. júní 2008. Eftritaldir aðilar gerðu athugasemdir við tillöguna: Reynir Karlsson hrl. fh. Lækjar ehf dags. 7. maí, og Sigurður Guðjónsson, dags. 6. júní 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. Samþykkt að framsenda athugasemdir er varða eignarhald og mögulegar bótagreiðslur til skrifstofu borgarlögmanns í samræmi við niðurstöðu í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs
Guðrún Erla Geirsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:13
Umsókn nr. 80418 (01.41.40)
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
6. Langholtsvegur/Drekavogur, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Arkþing, mótt. 10. júní 2008, að deiliskipulagi vegna Langholtsvegar/Drekavogs. Innan svæðisins eru lóðirnar 109-115 við Langholtsveg og 4, 4a og 4b við Drekavog.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80423 (02.6)
010349-2659
Hafberg Þórisson
Vesturlbr Lambhagi 113 Reykjavík
020341-2979
Helgi Hafliðason
Stuðlasel 44 109 Reykjavík
7. Lambhagi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Helga Hafliðasonar ark. f.h. Hafbergs Þórissonar, dags. 13. júní 2008 um breytingu á deiliskipulagi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga við Vesturlandsveg (Lambhagavegur 23) skv. uppdrætti, dags. 12. júní 2008.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem málið varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.
Umsókn nr. 80295 (01.35.260.3)
260769-4489
Egill Þorgeirsson
Kambsvegur 8 104 Reykjavík
660504-2060
Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
8. Kambsvegur 8, (fsp) tvílyft einbýlishús
Á fundi skipulagsstjóra 9. maí 2008 var lögð fram fyrirspurn Egils Þorgeirssonar dags. 30. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús svipaðrar stærðar og það sem fyrir er samkvæmt meðfylgjandi teikningu +arkitekta dags. 10. apríl 2008. Erindinu var vísað til meðferðar í austurteymi arkitekta og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Plúsarkitekta, dags. 5. júní 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Kristján Guðmundsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Umsókn nr. 80387
9. Miðborgarvakt skipulagsráðs,
Laugavegur 4-6.
Skipulagssýning í miðborginni.
Kjarnasvæði miðborgar, tillögugerð.
Umsókn nr. 70375 (01.51.53)
141060-2019
Sigurður Guðjónsson
Granaskjól 52 107 Reykjavík
10. Granaskjól 48-52, lóðarstækkun
Lögð fram umsókn Sigurðar Guðjónssonar, dags. 15. maí 2008, um lóðarstækkun um 2 m til norðurs við Granaskjól 48-52. Einnig er lögð fram eldri umsögn umhverfisstjóra dags. 24. ágúst 2007.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 80349 (01.87.59)
11. Traðarland 1, Víkingur, stækkun svæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. júní 2008 vegna samþykktar borgarráðs 5. s.m. að vísa erindi aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Víkings varðandi stækkun á athafnasvæði félagsins til skipulagsráðs, framkvæmda- og eignaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. maí 2008, varðandi sama mál.
Vísað til meðferðar embættis skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 38517 (01.71.011.1)
12. Barmahlíð 54, lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. júní 2008 vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 54 við Barmahlíð.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Umsókn nr. 80361 (01.27)
510402-2940
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
13. Bólstaðarhlíð, lokun
Lögð fram bókun umhverfis- og samgönguráðs frá 13. maí 2008 ásamt bréfi samgöngustjóra, dags. 8. s.m. varðandi lokun Bólstaðarhlíðar.
Vísað til meðferðar embættis skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 38518 (01.53.--9.3)
14. Lambhóll V/ Þormóðsst 106111, lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. júní 2008 vegna óleyfisframkvæmda við Lambhól við Starhaga.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Umsókn nr. 38458 (01.19.720.7)
15. Laufásvegur 68, lagt fram bréf
Lögð fram drög að bréf byggingarfulltrúa dags. júní 2008 vegna óleyfisframkvæmda á lóð nr. 68 við Laufásveg.
Kynnt.
Frestað.
Umsókn nr. 80421 (05.1)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16. Reynisvatnsheiði, Orkuveita Reykjavíkur, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 12. júní 2008 vegna kæru á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 29. nóvember 2007 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna miðlunargeyma Orkuveitu Reykjavíkur á Reynisvatnsheiði er fól í sér stækkun lóðar undir miðlunargeyma og manar auk færslu og stækkunar byggingarreita. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 29. nóvember 2007 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna miðlunargeyma Orkuveitu Reykjavíkur á Reynisvatnsheiði.
Umsókn nr. 30406 (02.6)
560994-2069
Fasteignafélagið Landmótun ehf
Hamraborg 12 5h 200 Kópavogur
17. Úlfarsárdalur, deiliskipulag útivistarsvæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. júní 2008 vegna samþykktar borgarráðs 5. s.m. á bókun skipulagsráðs frá 28. f.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Úlfarsárdal.
Umsókn nr. 80132 (5..17)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18. Vesturlandsvegur landnúmer 195206, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 12. júní 2008 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. febrúar 2008 um að veita byggingarleyfi fyrir dælustöð á lóð Orkuveitu Reykjavíkur á Reynisvatnsheiði. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. febrúar 2008, sem staðfest var í borgarráði hinn 7. febrúar s.á., um að veita byggingarleyfi fyrir dælustöð á lóð Orkuveitu Reykjavíkur á Reynisvatnsheiði.
Umsókn nr. 80399
19. Álfsnes, höfn og iðnaðarsvæði
Lagt fram minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs, dags. 30. maí 2008 varðandi höfn og iðnaðar- og athafnasvæði á norðvestanverðu Álfsnesi vestan Sundabrautar.
Kynnt.
Hanna Birna Kristjánsdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir véku af fundinum kl. 10:30
Björk Vilhelmsdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:40
Umsókn nr. 70320
510588-1189
SORPA bs
Gufunesi 112 Reykjavík
20. Álfsnes, Sorpa, framtíðarvinnslusvæði
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2007 varðandi umsókn Sorpu bs. um lóð undir framtíðarvinnslusvæði fyrirtækisins í Álfsnesi. Einnig lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs, dags. 30. maí 2008.
Kynnt.