Njálsgötureitur 1,
Njálsgötureitur 2,
Bergstaðastræti 16 og 18,
Skipholt 11-13, Brautarholt 10-14,
Slippa- og Ellingsenreitur,
Háskóli Íslands,
Grensásvegur 14,
Jöldugróf 24,
Hólmvað 54-68,
Grundarhverfi, hreinsistöð fráveitu,
Úlfarsárdalur,
Úlfarsárdalur,
Seilugrandi 11,
Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur,
Norðlingaholt suður,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Friggjarbrunnur 10-12,
Lambasel 8,
Njörvasund 18,
Skúlagata 17,
Þverholt 11,
Ánanaust 15,
Bæjarflöt 2,
Laufásvegur 73,
Úlfarsbraut 26-28,
Þórsgata 4,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Holtavegur 10,
Skipulagsráð
80. fundur 2007
Ár 2007, miðvikudaginn 17. janúar kl. 09:15, var haldinn 80. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Brynjar Fransson, Stefán Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Ásta Þorleifsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Birgir Hlynur Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Nikulás Úlfar Másson, Margrét Þormar, Margrét Leifsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Ólöf Örvarsdóttir og Björn Axelsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 60440 (01.19.01)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
1. Njálsgötureitur 1, reitur 1.190.0, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningur er lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Tröð, dags. 15. júní 2006, breytt nóvember 2006 að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.0, sem markast af Frakkastíg, Grettisgötu, Vitastíg og Njálsgötu. Einnig lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 131 og bréf húsafriðunarnefndar, dags. 23. október 2006. Kynning stóð yfir frá 27. desember til og með 11. janúar 2007. Athugasemdir bárust frá Arndísi Reynisdóttur, Ástu S Stefánsdóttur, dags. 10. janúar 2007, Unnari Karlsyni þann 10. Janúar 2007, 20 íbúum við Grettisgötu, dags. 8. janúar 2007 og Rebekku Sigurðardóttur, dags. 11. janúar 2007.
Athugasemdir kynntar.
Umsókn nr. 60439 (01.19.02)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
2. Njálsgötureitur 2, reitur 1.190.2, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Tröð, dags. 15. júní 2006, breytt nóvember 2006 að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.2, sem markast af Frakkastíg, Bergþórugötu, Vitastíg og Njálsgötu. Einnig lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 131 og bréf húsafriðunarnefndar, dags. 23. október 2006. Kynning stóð yfir frá 27. desember 2006 til og með 11. janúar 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hlynur H Sigurðsson og Sari M Cedergren, dags. 10. janúar 2007, Hörður Torfa, dags. 11. janúar 2007, Hermann Þ. Hermannsson, dags. 10. janúar 2007, Erna Andreassen og Þráinn Jóhannsson, dags. 11. janúar 2007 og Guðmundur Þ. Jónsson, dags. 11. janúar 2007.
Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:20
Athugasemdir kynntar.
Umsókn nr. 60746 (01.18.40)
531200-3140
Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
3. Bergstaðastræti 16 og 18, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu arkitekta, dags. 15. nóvember 2006, að leiðréttingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits, reits 1.184.0 vegna lóða nr. 16 og 18 við Bergstaðastræti. Leiðréttingin felst í því að nýtingarhlutfall á lóðunum breytist úr 1,2 í 1,5. Kynning stóð yfir frá 23. nóvember til og með 21. desember 2006. Athugasemdabréf barst frá Ólafi Kjartanssyni f.h. Sigurbjörns Þorbergssonar, dags. 20. desember 2006, Einari Árnasyni, dags. 21. desember 2006 og 4 manna starfsnefnd fyrir íbúahóp, dags. 21. desember 2006. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 12. janúar 2007.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa og með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 20197 (01.24.23)
050653-5529
Þormóður Sveinsson
Heiðargerði 124 108 Reykjavík
4. Skipholt 11-13, Brautarholt 10-14, breyting á deiliskipulagi, skipting lóðar
Lagt fram bréf Sigurðar Halldórssonar, dags. 12. janúae 2007, varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 11-13 við Skipholt og 10-14 við Brautarholt í tvær lóðir. Einnig lögð fram tillaga Glámu Kím, dags. 27. desember 2006, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 60602
5. Slippa- og Ellingsenreitur, deiliskipulag, reitur 1.116 og reit 1.115.3
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA-arkitekta að deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits mótt. 31. október 2006. Einnig lögð fram umsögn Umhverfissviðs, dags. 24. október 2006. Auglýsing stóð yfir frá 8. nóvember til og með 20. desember 2006. Bréf barst frá Vigni Albertssyni f.h. Faxaflóahafna, dags. 13. desember 2006, Húsafriðunarnefnd ríkisins, dags. 19. desember 2006, eigendum að Bakkastíg 1, dags. 19. desember 2006, eigendum og starfsfólki teiknistofunnar ASK arkitektum samtals 18 aðilum, dags. 19. desember 2006, Reykjaprenti ehf og Ólafi Hjálmarssyni f.h. lóðarhafa að Grandagarði 2, dags. 20. desember 2006, Guðmundi Ragnarssyni, dags. 20. desember 2006, Ástu S. Gísladóttur, dags. 20. desember 2006, Aroni N. Þorfinnssyni og Ástu S. Gísladóttur, dags. 20. desember 2006, Karli Æ. Karlssyni og Elsu H. Yeoman, dags. 20. desember 2006, Gísla Þ. Sigurþórsson f.h. íbúasamtaka Vesturbæjar, 20. desember 2006, Herði Einarssyni f.h. Reykjaprents ehf., dags. 20. desember 2006, Sigrúnu Kristjánsdóttur og Völundi Óskarssyni, dags. 19. desember 2006, Haraldi Jóhannssyni og Fjólu G. Friðriksdóttur Grandagarði 8, dags. 20. desember 2006, Ragnari H. Harðarsyni, Vesturgötu 48, dags. 20. desember 2006, 7 aðilum, dags. 20. desember 2006, Hörpu Björnsdóttur, dags. 20. desember 2006, Þórði Magnússyni, mótt. 20. desember 2006 og Önnu M. Bogadóttur og Ástu O. Magnúsdóttur, dags. 20. desember 2006. Að loknum athugasemdafresti barst bréf frá Jónínu Óskarsdóttur, mótt. 22. desember 2006 og 12 samhljóða bréf frá jafnmörgum aðilum, mótt. 27. desember 2006.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.
Umsókn nr. 60783 (01.6)
270847-2509
Gylfi Guðjónsson
Bleikjukvísl 9 110 Reykjavík
600169-2039
Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
6. Háskóli Íslands, breyting á deiliskipulagi Háskólatorgs 2
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 5. desember 2006, að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Háskólatorgs 2 sem gerir m.a. ráð fyrir hækkun úr tveimur hæðum í þrjár hæðir.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 60409 (01.29.54)
170561-4819
Erling H Ellingsen
Hlíðarhjalli 69 200 Kópavogur
631298-4439
Teiknistofan Archus ehf
Stórhöfða 17 110 Reykjavík
7. Grensásvegur 14, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Erlings H. Ellingsen, mótt. 13. júní 2006, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 14 við Grensásveg. Einnig lagt fram bréf Guðmundar Gunnlaugssonar ark. f.h. eiganda, dags. 11. ágúst 2006 ásamt uppdr. Archús ehf., dags. 30. október 2006. Jafnframt er lagt fram bréf Erlings Ellingsen, dags. 21. september 2006 ásamt bréfi Teiknistofunnar Archus, mótt. 21. september 2006. Grenndarkynning stóð yfir frá 15. nóvember til 13. desember 2006. Athugasemd barst frá Arnarssyni ehf. Grensásvegi 12, dags. 29. nóvember 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. janúar 2007.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 60577 (01.88.55)
260660-2689
Hrólfur Ölvisson
Bugðulækur 3 105 Reykjavík
430289-1529
Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
8. Jöldugróf 24, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Úti og inni s.f., dags. 15. nóvember að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 24 við Jöldugróf. sem felst í því að færa byggingarreit bílgeymslu, auka nýtingarhlutfall lóðarinnar og byggja kjallara. Kynning stóð yfir frá 5. desember til og með 5. janúar 2006. Athugasemdabréf barst frá 8 íbúum í grennd við Jöldugróf 24, dags. 3. janúar 2007. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2007.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 70019 (04.74.17)
310551-3259
Jón Guðmundsson
Látraströnd 12 170 Seltjarnarnes
690404-3030
Pálmar ehf
Bleikjukvísl 12 110 Reykjavík
9. Hólmvað 54-68, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Jóns Guðmundssonar f.h. Pálmar ehf., dags. 5. janúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 54-68 við Hólmvað. Einnig lagt fram samþykki meðeigenda og aðliggjandi lóðarhafa, dags. 9. janúar 2007.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Umsókn nr. 60621
421199-2569
Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
10. Grundarhverfi, hreinsistöð fráveitu, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Arkitektur.is, dags. 18. september 2006, að breytingu á deiliskipulags Grundarhverfis vegna lóðar fyrir hreinsistöð fráveitu. Auglýsingin stóð yfir frá 18. okt. til 29. nóv. 2006. Athugasemdir bárust frá íbúum Esjugrund 41, dags. 8. nóvember 2006 og undirskriftalisti 113 íbúa, dags. 28. nóvember 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. desember 2006 ásamt nýrri tillögu arkitekta Gunnars og Reynis, dags. 9. janúar 2007.
Samþykkt að vísa nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulagi til umsagnar hverfisráðs Kjalarness og umhverfisráðs.
Umsókn nr. 60792 (02.6)
11. Úlfarsárdalur, deiliskipulagsreitur 2, forsögn
Lögð fram drög að forsögn, dags. 19. desember 2006, br. 5. janúar 2007, vegna deiliskipulagsreits 2 í vesturhluta Úlfarsárdals.
Forsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.
Umsókn nr. 70021 (02.6)
12. Úlfarsárdalur, deiliskipulagsreitur 3, forsögn
Lögð fram drög að forsögn vegna deiliskipulagsreits 3 í Úlfarsárdal.
Forsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.
Umsókn nr. 60769 (01.51.2)
080657-7819
Gunnlaugur Johnson
Nesbali 74 170 Seltjarnarnes
270863-4509
Helga Guðrún Johnson
Seilugrandi 11 107 Reykjavík
13. Seilugrandi 11, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Gunnlaugar Johnson arkitekts, dags. 29. nóvember 2006, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 11 við Seilugranda. Kynning stóð yfir frá 14. desmber 2006 til og með 11. janúar 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 70024 (05.8)
14. Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf Arkform f.h. Hestamannafélagsins Fáks, dags. 15. janúar 2007, að breytingu á skilmálum deiliskipulags Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadals ásamt teikningum mótt. 12. janúar 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Óskar Bergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 40706 (04.79)
15. Norðlingaholt suður, deiliskipulag, leiðrétting á bókun
Á fundi skipulagsráðs þann 20. desember 2006 var lögð fram og samþykkt forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi í suðurhluta Norðlingaholts dags í ágúst 2005. Á fundinum var voru þau mistök gerð við bókun að Svandís Svavarsdóttir, var sögð sitja hjá við afgreiðslu málsins. Rétt bókun er því eftirfarandi;
"Forsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.
Fulltrúar Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Svandís Svavarsdóttir; fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs greiddi atkvæði gegn tillögunni óskaði bókað ásamt Ólafi F. Magnússyni; áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra:
Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista í skipulagsráði telja enga ástæðu til að skipuleggja einbýlishúsabyggð suður af Norðlingaholti, alveg við Elliðavatn. Í útjaðri byggðarinnar í Reykjavík er nægt framboð af einbýlishúsalóðum og því rétt að leyfa þessu græna útivistarsvæði sem nær að Elliðavatni að vera í friði. Þannig gefum við komandi kynslóðum tækifæri til að njóta þess sem við teljum til lífsgæða."
Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 11:00
Umsókn nr. 35255
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 427 frá 16. janúar 2007.
Umsókn nr. 35242 (05.05.510.5)
140673-3669
Páll Arnar Steinarsson
Espigerði 12 108 Reykjavík
030264-2239
Elí Pétursson
Laufásvegur 65 101 Reykjavík
17. Friggjarbrunnur 10-12, parhús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 10-12 við Friggjarbrunn. Húsin eru múrhúðuð á timburgrind og á steinsteyptum grunni.
Stærðir Friggjarbrunnur 10: 1. hæð: íbúð 74,1 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., 2. hæð: íbúð 102 ferm. Samtals 204 ferm. og 622,5 rúmm.
Friggjarbrunnur 12: Sömu stærðir.
Samtals 408 ferm. og 1245 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 84.660
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 35235 (04.99.810.4)
310567-3109
Bryndís Harðardóttir
Rekagrandi 6 107 Reykjavík
18. Lambasel 8, einbýlishús m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt einangrað að utan og klætt með flísum og liggjandi zinkhúðaðri báruklæðningu á lóð nr. 8 við Lambasel.
Stærð: Íbúð 226,7 ferm., bílgeymsla 38,9 ferm., samtals 265,6 ferm., 926,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 63.029
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 34950 (01.41.300.4)
071278-5579
Björn Bragi Bragason
Njörvasund 18 104 Reykjavík
19. Njörvasund 18, rífa bílskúr, byggja nýjan og breytingar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2006. Sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan á sama stað og eins nema steinsteyptan og ca. 70 cm hærri ásamt leyfi til þess að setja svalahurð á norðurhlið efri hæðar íbúðarhússins að bílskúrsþaki sem notað yrði sem svalir við tvíbýlishúsið á lóð nr. 18 við Njörvasund, skv. uppdr. Teiknistofunnar 11 mávar, dags. 30. október 2006. Einnig lagt fram samþykki lóðarhafa að Njörvasundi 16. Kynning stóð yfir frá 14. desember 2006 til og með 11. janúar 2007. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun 25,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 1.720
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 33062 (01.15.410.2)
620185-1249
Fasteignasalan Hóll ehf
Skúlagötu 17 101 Reykjavík
650497-2879
Skúlagata 17 ehf
Skúlagötu 17 101 Reykjavík
20. Skúlagata 17, stækkun lóðar o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. desember 2005. Sótt er um stækkun lóðarinnar nr. 17 við Skúlagötu og breytt fyrirkomulag á lóð hússins. M.a. fjölgar bílastæðum í 48, skv. uppdr. Úti - Inni Arkitekta, dags. 9. nóvember 2005. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2006.
Gjald kr. 5.700 + 6.100
Ráðið er jákvætt gagnvart ósk fyrirspyrjenda um fjölgun bílastæða og felur skipulagsfulltrúa að leiðbeina lóðarhöfum, m.a. í samræmi við í umsögn skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 34794 (01.24.410.8)
490104-3480
Hanza-Hópurinn ehf
Suðurlandsbraut 52 108 Reykjavík
21. Þverholt 11, br. og ofanábygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. nóvember 2006. Sótt er um leyfi til þess að stækka 3. og 4. hæðina og byggja 5. og 6. hæðina, innrétta skrifstofur á 1.- 4. hæð og átta íbúðir á 5. og 6. hæð ásamt sameiginlegum geymslum, æfingasal og bílageymslum í kjallara fjöleignarhússins á lóð nr. 11 við Þverholt skv. uppdr. Glámu Kím, dags. 21. nóvember 2006. Kynning stóð yfir frá 9. nóvember 2006 til og með 18. desember 2006. Athugasemdarbréf bárust frá Lögfræðiþjónustu Sjafnar Kristjánsdóttur f.h. Byggingafélags námsmanna, dags. 4. desember 2006, Erlendi Þ. Gunnarssyni f.h. fjárfestingafélagsins Vaxtar ehf., dags. 15. desember 2006 og Erlendi Þ. Gunnarssyni f.h. Leiguíbúða, dags. 15. desember 2006.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 3. október 2006, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 29. september 2006 og samþykki eigenda Þverholts 13 dags. 2. nóvember 2006 fylgja erindinu ásamt bréfi frá Verkfr. Höfða varðandi hljóðvist dags. 15. nóvember 2006 og hönnuði um mötuneyti á 1. hæð dags 16. október 2006. Einnig lagt fram bréf Huldu Þorsteinsdóttur, f.h. Leiguíbúða og Fjárfestingafélagsins Vaxtar ehf., dags. 16. janúar 2007 þar sem athugasemdir við grenndarkynningu eru dregnar tilbaka.
Stærð: Stækkun samtals 1429,4 ferm., 4595,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 312.474
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Greiða þarf fyrir 27,36 bílastæði í flokki III, kr. 27,36 x 1.137.784,56 = 31.129.786
Umsókn nr. 60607 (01.13.34)
680301-2630
Þórsafl hf
Skútahrauni 15 220 Hafnarfjörður
280662-4889
Sveinn Ragnarsson
Fjallalind 50 201 Kópavogur
22. Ánanaust 15, (fsp) breyting á deliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Friðriks Friðrikssonar ark., dags. 12. september og 21. nóvember 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 15 við Ánanaust skv. uppdrætti, dags. 12. september 2006.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna, á eigin kostnað, tillögu að breytingu á deiliskipulagi að mestu í samræmi við erindið þannig að hliðsjón verði tekin af nærliggjandi byggð, sem síðar verður grenndarkynnt. Ekki er fallist á að koma fyrir bílastæðum innan lóðar.
Umsókn nr. 34835 (02.57.520.1)
681295-2249
Búr ehf
Bæjarflöt 2 112 Reykjavík
23. Bæjarflöt 2, (fsp) reisa hljóðmön
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17.10.06. Spurt er hvort leyft yrði að reisa hljóðmön til bráðabirgða skv. meðfylgjandi uppdrætti utan lóðamarka við lóð nr. 2 við Bæjarflöt til að skýla íbúðabyggð við Viðarrima fyrir hávaða vegna frystigáma á athafnasvæði BÚR, skv. uppdr. Gunnlaugs Ó. Johnson ark., dags. 09.10.06. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 17. nóvember 2006 og umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 12. desember 2006 og Umhverfissviðs, dags. 4. janúar 2007.
Neikvætt gagnvart umsóttri staðsetningu með vísan til framlagðra umsagna. Ráðið beinir því til fyrirspyrjanda að athuga aðra staðsetningu hljóðvarnarveggs með vísan til leiðbeininga í framlögðum umsögnum.
Umsókn nr. 35069 (01.19.711.1)
180263-3309
Þorsteinn M Jónsson
Laufásvegur 73 101 Reykjavík
24. Laufásvegur 73, (fsp) bílskúr, stækkun og br.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. desember 2006. Spurt er hvort leyft yrði að byggja við hús til norðvesturs og til suðausturs, að byggja kvisti, að byggja jarðhýsi austan og norðan megin við húsið, tvöfaldan bílskúr að götu og útbúa verönd á suðvesturhlið og svalir á þaki eldhúss, skv. uppdr. Vinnustofu Kópavogi, dags. 6. september 2006.
Málinu fylgir samþykki eigenda Laufásvegar 75, samþykki eigenda Laufásvegar 71 með fyrirvara og skilyrt samþykki Bergstaðastrætis 80, öll dags. 8. nóvember 2006.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið, en minnir fyrirspyrjanda á athugasemdir sem borist hafa áður. Ný byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
Umsókn nr. 60770 (02.69.83)
220676-4049
Stefán Rósar Esjarsson
Gautavík 19 112 Reykjavík
120877-4299
Gísli Borgfjörð Þorvaldsson
Hlíðarbraut 2 220 Hafnarfjörður
25. Úlfarsbraut 26-28, (fsp) málskot
Lagt fram bréf Stefáns R. Esjarssonar og Gísla B. Þorvaldssonar, dags. 8. janúar 2007, varðandi synjun byggingarfulltrúa á stækkun byggingarreits lóðarinnar nr. 26-28 við Úlfarsbraut.
Ráðið er jákvætt gagnvart því að heimiluð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi samkvæmt erindi og vísar til bókunar ráðsins vegna endurskoðunar deiliskipualgs Úlfarsárdals frá 22. nóvember 2006.
Umsókn nr. 60554 (01.18.42)
170857-5779
Guðlaugur Gunnarsson
Þórsgata 4 101 Reykjavík
26. Þórsgata 4, (málskot) innkeyrsla, bílastæði
Lagt fram bréf Guðlaugs Gunnarssonar, dags. 24. ágúst 2006, um að koma fyrir 2-3 einkabílastæðum og innkeyrslu að þeim á lóðinni nr. 4 við Þórsgötu, skv. uppdr. Árna Þ. Jónssonar, dags. 4. maí 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags, 14. júní 2006 og umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 6. september 2006. Einnig lagt fram erindi Guðlaugs Gunnarssonar dags. 1. desember 2006 ásamt ljósmyndum.
Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað:
Ég tel að hér sé verið að fara gegn hagsmunum almennings með því að eitt bílastæði er gert að innkeyrslu í þágu umsækjanda. Mikilvægt einkenni Þingholtanna er garðar, skot og port fyrir börn og leik. Umrædd breyting gæti haft í för með sér fordæmi sem er skref í áttina að breyttu yfirbragði hverfisins þar sem garðar eru fyrir bíla og stæði en ekki fólk og gróður.
Fulltúi Sjálfstæðisflokks Hanna Birna Kristjánsdóttir og fulltrúar Framsóknarflokks Óskar Bergsson og Brynjar Fransson óskuðu bókað:
Grenndaráhrif þessa máls eru óveruleg, breytingarnar vel leystar, auk þess sem forsaga málsins mælir eindregið með því að jákvætt sé tekið í fyrirspurnina.
Umsókn nr. 10070
27. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 12. janúar 2007.
Umsókn nr. 70022
28. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, auglýsing
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 12. janúar 2007 að auglýsingu um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur.
Samþykkt.
Af hálfu skipulagsráðs voru tilnefndir í vinnuhóp Óskar Bergsson og Svandís Svavarsdóttir.
Umsókn nr. 60787 (01.40.81)
440703-2590
Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
29. Holtavegur 10, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. janúar 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 20 f.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 10 við Holtaveg.