Klapparstígsreitur 1.182.0,
Hverfisgata 78,
Laugavegur 55,
Birkimelur, blómatorgið,
Landakot,
Úlfarsárdalur,
Traðarland 1, Víkingur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Austurbakki 2,
Friggjarbrunnur 2-4,
Grandagarður 8,
Lofnarbrunnur 2-4,
Lokastígur 18,
Melavellir,
Reykjavíkurvegur 25A,
Skipasund 59,
Borgartún 31 og 33,
Fiskislóð 11-13,
Kjalarnes, Lykkja,
Kjalarnes, Lækjarmelur 1,
Skipholt 33,
Stóragerði 42-44,
Þétting byggðar,
Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21,
Bústaðahverfi,
Grundarhverfi, hreinsistöð fráveitu,
Reykjavíkurflugvöllur,
Suðurhús 4,
Vatnsmýrin, austursvæði,
Skipulags- og byggingarsvið,
Skipulagsráð
69. fundur 2006
Ár 2006, miðvikudaginn 18. október kl. 10:00, var haldinn 69. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Stefán Benediktsson, Gísli Marteinn Baldursson, Dagur B Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Birgir Hlynur Sigurðsson, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 60671 (01.18.20)
531200-3140
Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
1. Klapparstígsreitur 1.182.0, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 10. október 2006, að deiliskipulagi reits 1.182.0.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Stefán Þór Björnsson tók sæti á fundinum kl. 10:03
Umsókn nr. 40606 (01.17.3)
221140-7619
Kristinn Jónsson
Bauganes 24 101 Reykjavík
170641-7799
Sverrir Norðfjörð
Hrefnugata 8 105 Reykjavík
2. Hverfisgata 78, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Sverris Norðfjörð ark., dags. 2. febrúar 2006 að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 78 við Hverfisgötu. Kynning stóð yfir frá 16. mars til og með 13. apríl 2006. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Barði Guðmundsson, dags. 8. apríl 2006, Elísabet Guðmundsdóttir, dags. 11. apríl 2006, Sveinn Valfells, dags. 12. apríl 2006, Harpa Hauksdóttir, dags. 13. apríl 2006 og fyrirtæki og þjónustuaðilar að Laugavegi 59, dags. 12. apríl 2006. Einnig lagt fram bréf lóðarhafa við Hverfisgötu, dags. 19. maí 2006 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. maí 2006. Lögð fram ný tillaga Sverris Norðfjörð ark., dags. 26. september 2006. Einnig lagt fram skuggavarp dags. 1. október 2006.
Breytt tillaga dags. 26. september 2006 samþykkt með vísan til a liðar 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Fulltrúar Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 50662 (01.17.30)
621097-2109
Zeppelin ehf
Garðatorgi 7 210 Garðabær
3. Laugavegur 55, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf Zeppelin arkitekta, dags. 15. desember 2005 ásamt uppdr., mótt. 6. apríl 2006, vegna breytingar á deiliskipulagi lóðar nr. 55 við Laugaveg. Einnig lagt fram skuggavarp, móttekið 12. janúar 2006. Einnig lagðir fram nýjir uppdrættir mótt. 20. júní 2006. Kynning stóð yfir frá 16. ágúst til og með 13. september 2006. Athugasemdabréf barst frá Valdimari Kristinssyni, dags. 25. ágúst 2006 og Þormóði Sveinssyni f.h. +Arkitekta, dags. 12. september 2006. Að loknum athugasemdarfresti barst bréf frá Ólafi Thóroddsen f.h. húsfélagsins Hverfisgötu 72. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9. október 2006.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu, með vísan til a liðar 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 60132 (01.54.1)
4. Birkimelur, blómatorgið, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi svæðis við Birkimel, Háskóli Íslands vestan Suðurgötu dags. febrúar 2006. Einnig lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta að breytingu á deiliskipulagi dags. 25. maí 2006. Jafnframt er lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dags 2. ágúst 2006 og umsögn hverfisráðs Vesturbæjar, dags. 14. ágúst 2006. Auglýsing stóð yfir frá 18. júlí til og með 29. ágúst 2006. Engar formlegar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Einnig lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dags. 18. september 2006 og umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 29. september 2006.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar Framkvæmdasviðs.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30347 (01.16.01)
5. Landakot, deiliskipulag
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram að nýju forsögn að deiliskipulagi Landakots. Athugasemdarbréf barst frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 20. desember 2005, Þórunni Jónsdóttur Hávallagötu 18, dags. 16. janúar 2006, framkvæmdastjóra Mímis, dags. 23. janúar 2006. Einnig lögð fram tillaga að deiliskipulagi, dags. 21. september 2006, ásamt greinargerð, móttekin 18. október 2006.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu og fyrir Hverfisráði Vesturbæjar.
Umsókn nr. 60677 (02.6)
6. Úlfarsárdalur, endurskoðun austurhluta fyrsta áfanga
Lögð fram tillaga skipulagshöfunda, VA arkitekta, að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals, dags. 12. október 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt samþykki ráðið að kynna auglýsta breytingu sérstaklega fyrir lóðarhöfum í vesturhluta 1. áfanga.
Fulltrúar Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 50440 (01.87.59)
440703-2590
Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
7. Traðarland 1, Víkingur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 16. desember 2005, að breytingu á deiliskipulagi á íþróttasvæði Víkings að Traðarlandi 1 skv. uppdr., móttekin 1. júní 2006. Kynningin stóð yfir frá 26. júní til 15. júlí. Athugasemdir bárust frá Ragnari Aðalsteinssyni f.h. Þóris Jensen og Helgu Valsdóttur, dags. 11. júlí og 28. mars 2006, Ásu Ársælsdóttur og Eddu Hauksdóttur, dags. 12. júlí 2006, Einars Ásgeirssonar, dags. 11. júlí 2006, Jón Wendel og Jóhanna Eiríksdóttir, dags. 14. júlí 2006, Dröfn Gunnarsdóttir og Magnús Þráinsson, dags. 14. júlí 2006, Dagbjartur Guðmundsson og Tatjana Latinovic, dags. 14. júlí 2006. Lögð fram greinargerð RTS verkfræðistofu, dags. 20. september 2006 og drög að umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. september 2006. Einnig lagður fram breyttur uppdr., dags. 29. september 2006. Jafnframt er lögð fram tillaga að álagsbílastæðum við Bústaðaveg, dags. 28. september 2006. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs dags. 6. október 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt samþykkir ráðið að kynna auglýsta tillögu fyrir Kópavogsbæ og Hverfisráði Háaleitis. Ráðið beinir því til skipulagsfulltrúa að vinna nýja tillögu að staðsetningu álagsbílastæða.
Umsókn nr. 34852
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 416 frá 17. október 2006.
Umsókn nr. 34842 (01.11.980.1)
660805-1250
Eignarhaldsfélagið Portus hf
Pósthólf 709 121 Reykjavík
9. Austurbakki 2, tónlistar- og ráðstefnuhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tónlistar- og ráðstefnumiðstöð með fjórum misstórum sölum, tónlistarsal, æfingarsal, ráðstefnusal og kammertónlistarsal auk forsala, sýningarsvæða, minjagripaverslana, veitingastaða, æfingar- og skrifstofurýma þar sem megin burðarvirkið er steinsteypa og stál og útveggir að mestu klæddir með gleri á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Brunahönnun dags. í september 2006, burðarvirkis forsendur, dags. í september 2006, umsög um handriðshæðir dags. 4. október 2006 og umsögn um þrif utanhúss glerflata dags. 22. maí 20006 fylgja erindinu.
Stærð: Tónlistar- og ráðstefnuhús neðri kjallari xxx ferm., efri kjallari xxx ferm., 1. hæð xxx , 8. hæð xxx ferm., samtals xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 34507 (05.05.510.3)
030375-4249
Leifur Guðmundsson
Þorláksgeisli 47 113 Reykjavík
10. Friggjarbrunnur 2-4, parhús úr steinsteyptum ein. frá Loftorku
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús úr steinsteyptum einingum frá Loftorku með innb. bílgeymslu á lóðinni nr. 2-4 við Friggjarbrunn.
Með málinu fylgir vottun RB á útveggjaeiningum Loftorku.
Einnig fylgir brunatæknileg úttekt á Friggjarbrunni 4 dags. 25. september 2006 sem og umsögn skipulagshöfunda dags. 18. september 2006 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. september 2006.
Stærðir: Hús nr. 2: íbúð 177,7 ferm., bílgeymsla 22,7 ferm., samtals 200,4 ferm. Hús nr. 4: íbúð 179,2 ., bílgeymsla 20,6 ferm., samtals 199,8 ferm. Samtals 400,2 ferm., 1326 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 80.886
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 34446 (01.11.510.1)
560205-0580
Grandagarður 8 ehf
Mýrargötu 2-8 101 Reykjavík
11. Grandagarður 8, ofanábygging o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er sótt er um leyfi til þess að byggja inndregna fjórðu hæðina úr stálvirki, byggja glerviðbyggingu við vesturhlið allra hæða með nýjum inngangi og breyta starfsemi úr lager og frystigeymslum í að mestu skrifstofur í suðurenda hússins á lóð nr. 8 við Grandagarð.
Jafnframt er erindi 33367 dregið til baka.
Skilyrt samþykki fyrir hönd Faxaflóahafnar sf. dags. 25. september 2006 fylgir erindinu. Samþykki nágranna móttekið 18. október 2006 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging og ofanábygging 1180 ferm., 4740 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 6.100 + 289.140
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 34834
110575-6029
Magnús Kári Bergmann
Goðheimar 18 104 Reykjavík
300675-3879
Ólafur Magnússon
Álfheimar 22 104 Reykjavík
12. Lofnarbrunnur 2-4, nýbygging - parhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypt parhús með innbyggðri bílgeymslu allt einangrað að utan og klætt með múrkerfi með ljósum marmarasalla á lóð nr. 2-4 við Lofnarbrunn.
Stærð: Íbúð kjallari 16,4 ferm., 1. hæð 165,2 ferm., 2. hæð 222,7 ferm., bílgeymslur 49,6 ferm., samtals 453,9 ferm., 1444 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 88.084
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 34330 (01.18.130.2)
020879-5809
Eyþór Ingi Eyþórsson
Lokastígur 18 101 Reykjavík
110980-3379
Inga Rúnarsdóttir Bachmann
Lokastígur 18 101 Reykjavík
13. 30">Lokastígur 18, gerð svala í 0201
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. ágúst 2006. Sótt er um leyfi til þess að setja svalahurð og byggja svalir við suðvesturhlið 2. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 18 við Lokastíg, skv. uppdr. Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf., dags. 6. júní 2006 síðast breytt 22. ágúst 2006. Einnig lagt fram samþykki allra eigenda að Lokastíg 16, ódags. Grenndarkynning stóð yfir frá 13. september til 11. október 2006. Engar athugasemdir bárust.
Bréf hönnuðar dags. 6. júlí 2006 og samþykki meðeigenda (á teikningu) fylgja erindinu.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 34843 (00.01.300.2)
471103-2330
Matfugl ehf
Völuteigi 2 270 Mosfellsbær
14. Melavellir, tvö kjúklingaeldishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö kjúklingaeldishús úr steinsteypu einangruð að utan og klædd með málmklæðningu sunnan við núverandi eldishús sem kúma um 14000 kjúklinga hvort á jörðinni Melavellir á Kjalarnesi.
Stærð: Kjúklingaeldishús (matshluti 06 og 07) 1767,3 ferm., 8127,6 rúmm., hvort hús eða samtals 3534,6 ferm., 16255,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 991.567
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Skipulagsferli ólokið.
Umsókn nr. 34527 (01.63.580.7)
060162-3289
Sturla Óskar Bragason
Reykjavíkurvegur 25a 101 Reykjavík
15. Reykjavíkurvegur 25A, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2006. Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og byggja við stofu og bílskúr einbýlishússins á lóðinni nr. 25A við Reykjavíkurveg, skv. uppdr. Kristjáns Eggertssonar og Magnúsar Jenssonar, dags. 4. ágúst 2006. Kynning stóð yfir frá 15. september 2006 til og með 13. október 2006. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 34311 (01.41.101.0)
161172-3919
Alfreð Gunnarsson Baarregaard
Skipasund 59 104 Reykjavík
310573-2059
Milagros Valencia Palmero
Skipasund 59 104 Reykjavík
16. Skipasund 59, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. ágúst 2006. Sótt er um leyfi til að byggja við norðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 59 við Skipasund, steyptan bílskúr og hæð úr timbri ofaná, einnig að byggja við suðausturhlið eina hæð staðsteypta með skúrþaki við húsið á lóð nr. 59 við Skipasund, skv. uppdr. Marteins Huntingdon-Williams, dags. 14. ágúst 2006. Kynning stóð yfir frá 7. september til og með 5. október 2006. Athugasemd barst frá Helgu Loftsdóttur hdl., dags. 2. október 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. október 2006.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. ágúst 2006 fylgir erindinu.
Stærðir: Stækkun 93,3 ferm., 364,6 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 22.240
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 60630
170242-4599
Einar V Tryggvason
Miðdalur 270 Mosfellsbær
531184-0259
Byggingarfélag Gylfa/Gunnars sf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
590204-2850
Auðlind ehf
Borgartúni 29 105 Reykjavík
18. Borgartún 31 og 33, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Einars V. Tryggvasonar ark., mótt. 28. september 2006 ásamt uppdrætti, dags. 25. september 2006, vegna breytingar á deiliskipulagi vegna lóða nr. 31 og 33 við Borgartún.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og Framkvæmdasviðs vegna umferðarmála.
Umsókn nr. 34822
680406-1030
Fasteignafélagið 11-13 ehf
Fagrahvammi 8 220 Hafnarfjörður
19. Fiskislóð 11-13, (fsp) stálgrindarhús
Spurt er hvort leyft yrði að byggja tveggja hæða stálgrindarhús klætt að utan með ljósgrárri stálklæðningu fyrir geymslur til útleigu í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóð nr. 11-13 við Fiskislóð.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Umsókn nr. 60642
170836-3089
Ferdinand Ferdinandsson
Lykkja 2 116 Reykjavík
20. Kjalarnes, Lykkja, (fsp) breyting á lóðarmörkum
Lögð fram fyrirspurn Ferdinands Ferdinandssonar, dags. 2. október 2006, varðandi breytingu á lóðarmörkum á landi Lykkju á Kjalarnesi. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. október 2006 ásamt samþykki eigenda Lykkju 2 og Lykkju 4, dags. 17. október 2006.
Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið.
Umsókn nr. 60237 (01.86.16)
701277-0239
Brimborg ehf
Bíldshöfða 6 110 Reykjavík
21. Kjalarnes, Lækjarmelur 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurnartillaga Arko, dags. september 2006 mótt. 25. september 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Lækjarmelur 1 á Esjumelum.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Skipulagsfulltrúa er falið að leiðbeina fyrirspyrjanda um fullnaðarvinnslu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi..
Umsókn nr. 40212 (01.25.11)
041251-3019
Ólafur Óskar Axelsson
Kjartansgata 2 105 Reykjavík
650269-0639
Tónlistarfélagið í Reykjavík
Hagamel 2 107 Reykjavík
22. Skipholt 33, (fsp) ofanábygging
Lagt fram bréf Júlíusar Vífils Ingvarssonar form. Tónlistarfélagsins í Reykjavík og Ólafs Ó. Axelssonar arkitekts, dags. 26. ágúst 2004, varðandi fyrirspurn um hvort byggja megi inndregna hæð ofan á Skipholt 33. Einnig lagt fram bréf Júlíusar V. Ingvarssonar, dags. 6. apríl 2006.
Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið. Skipulagsfulltrúa er falið að hefja vinnu við deiliskipulagningu reitsins þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu í samræmi við fyrirspurn.
Umsókn nr. 60435 (01.80.31)
420299-2069
ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
23. Stóragerði 42-44, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta, dags. 19. júní 2006 ásamt uppdr., mótt. 21. júní 2006, um uppbyggingu á lóð nr. 42-44 við Stóragerði.
Ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem kynnt verður fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu þegar hún berst.
Umsókn nr. 60604
24. Þétting byggðar, br. á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram bréf sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs, dags. 18. október 2006 ásamt tillögu Skipulags- og byggingarsviðs að þéttingu íbúðabyggðar á byggðarsvæðum 2-4, 6 og 1-9, dags. 22. ágúst 2006. Einnig lagt fram bréf Kjósarhrepps, dags. 7. september 2006, Garðabæjar, dags. 29. ágúst 2006, Mosfellsbæjar, dags. 12. september 2006, Hafnarfjarðarbæjar, dags. 18. september 2006 og Seltjarnarnesbæjar, dags. 22. september 2006.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 60118 (04.35.09)
050255-5229
Linda Hrönn Ágústsdóttir
Fjarðarás 5 110 Reykjavík
25. Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. október 2006, vegna samþykkt borgarráðs 5. október 2006 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 27. september 2006, varðandi viðræður um kaup á Árbæjarbletti 62 vegna breytinga á deiliskipulagi Árbæjar og Seláss.
Umsókn nr. 60651
26. Bústaðahverfi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Alark arkitekta ehf. dags. 2. október 2006 vegna endurskoðunar á skilmálum deiliskipulags Bústaðahverfis.
Ekki er gerð athugasemd við erindið.
Umsókn nr. 60621
421199-2569
Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
27. Grundarhverfi, hreinsistöð fráveitu, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. október 2006, vegna samþykkt borgarráðs á afgreiðslu skipulagsráðs frá 27. september 2006, varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grundarhverfis vegna lóðar fyrir hreinsistöð fráveitu.
Umsókn nr. 60579 (01.6)
640904-2830
Nordic Partners ehf
Suðurgötu 10 101 Reykjavík
28. Reykjavíkurflugvöllur, aðstaða á og við Reykjavíkurflugvöll
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. september 2006, ásamt bréfi Jóns Þ. Hjaltasonar f.h. Nordic Partners ehf., dags. 5. september 2006, vegna aðstöðu á og við Reykjavíkurflugvöll.
Neikvætt. Erindið samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Ekki er tímabært að taka afstöðu til staðsetningar samkvæmt erindi með tillit til þess að endurskoðun á svæðinu í heild stendur yfir.
Umsókn nr. 60527 (02.84.88)
29. Suðurhús 4, kæra, umsögn
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 11. október 2006 varðandi kæru vegna byggingarleyfis, dags. 28. júlí 2006, fyrir viðbyggingu á lóðinni að Suðurhúsum 4. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umsókn nr. 60054 (01.6)
30. Vatnsmýrin, austursvæði, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 6. október 2006, vegna samþykkt borgarráðs 5. október 2006 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 27. september 2006, varðandi breytingu á aðalskipulagi austursvæðis Vatnsmýrarinnar.
Umsókn nr. 20289
31. Skipulags- og byggingarsvið, fjárhagsáætlun
Lögð fram tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2007.
Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl. 12:00
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.