Bláskógar 14,
Hólmvað 38-52,
Reitur 1.132.1, Naustareitur,
Öskjuhlíð, Keiluhöll,
Skeifan 5,
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa,
Ásendi 10,
Gvendargeisli 13,
Gvendargeisli/ Biskupsgata,
Skipasund 83,
Tryggvagata 18,
Laugardalur, fjölskyldu- og húsdýragarður,
Holtsgata 1,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Axarhöfði,
Ármúli/Lágmúli,
Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889,
Dalbraut, reitur 1.344/8,
Grenndarstöðvar,
Hádegismóar 2,
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Hörpugata 2,
Menntaskólinn við Hamrahlíð 10,
Rafstöðvarvegur 31,
Reitir 1.151.4, Þjóðleikhússreitur,
Sóltún,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð
15. fundur 2005
Ár 2005, miðvikudaginn 18. maí kl. 09:04, var haldinn 15. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B. Eggertsson, Björk Vilhelmsdóttir, Þorlákur Björnsson, Benedikt Geirsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Jón Árni Halldórsson, Ólafur Bjarnason og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 50121 (04.94.13)
010639-2049
Árni B Sveinsson
Bláskógar 14 109 Reykjavík
1. Bláskógar 14, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta, dags. 15.04.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 14 við Bláskóga. Einnig lagt fram samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir áritað á uppdrátt.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50172 (04.79)
120944-2669
Kristinn Ragnarsson
Skaftahlíð 27 105 Reykjavík
2. Hólmvað 38-52, deiliskipulagsbreyting
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristins Ragnarssonar ark, dags. 31.03.05, og tillaga að breyttu deiliskipulagi, dags. 27.03.05, vegna Hólmvaðs 38-52. Málið var í kynningu frá 13. apríl til 11. maí 2005. Engar athugasemdir bárust. Lagt fram samþykki þeirra aðila sem grenndarkynnt var fyrir áritað á uppdrátt.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50251 (01.13.21)
691299-3419
M3 arkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
3. Reitur 1.132.1, Naustareitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga M3 arkitekta, dags. 26.11.03, síðast breytt, 20. apríl 2005, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.132.1, Naustareits.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 50219 (01.73.12)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
4. Öskjuhlíð, Keiluhöll, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, ásamt tölvupósti Teiknistofunnar Tröð ehf, dags. 13.05.05 og uppdrætti dags. 15.04.05, vegna breytingar á deiliskipulagi á hluta lóðar Keiluhallarinnar að Flugvallavegi 1, til að reisa sjálfafgreiðslustöð fyrir eldsneyti í norðurenda lóðarinnar.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 40462 (01.46.10)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
530994-2609
Húsfélagið Skeifunni 5
Skeifunni 5 108 Reykjavík
5. Skeifan 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Teiknistofunnar Traðar að breytingu á deiliskipulagi, dags. 10.12.04, breytt 3.05.05, á lóð nr. 5 við Skeifuna ásamt umboði lóðarhafa Skeifunnar 5, dags. 6.07.04. Tillagan var kynnt á fundi umhverfisráðs 17. janúar s.l. Málið var í auglýsingu frá 25. febrúar til 8. apríl 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugsemdir: Jón Pétur Jónsson framkv.stj. Örninn hf. Skeifunni 11d, dags. 09.03.05 og 8.04.05, Elías Theodórsson, Skeifan 3a, dags. 07.04.05, Theodór S. Marinósson, ÁÞ Skeifunni 3b, dags. 08.04.05, Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir og Gunnar Þór Sveinsson, eigendur Local, Skeifunni 3A, dags. 11.04.05, Hið íslenska bókmenntafélag, dags. 07.04.05, eigendur fasteignarinnar við Skeifuna 3, dags. 11.04.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2.05.05.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 31700
6. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 346 frá 10. maí 2005 og nr. 347 frá 17. maí 2005.
Umsókn nr. 31121 (01.82.420.8)
181268-5499
Haraldur Þorbjörnsson
Skagasel 4 109 Reykjavík
7. Ásendi 10, nýjar og áður gerðar breytingar
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 22.03.05. Sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi íbúðarhúss, áður gerðu gróðurhúsi við austurhlið bílskúrs og áður gerðum skjólvegg vestan við bílskúrinn á lóðinni nr. 10 við Ásenda. Samþykki nágranna Ásenda 8 dags. 28. febrúar 2005 og samþykki skráðra eigenda Ásenda 10 dags. 28. febrúar 2005 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 6. apríl til 4. maí 2005. Engar athugsemdir bárust.
Stærð: Stækkun, matshl. 02 (áður gert gróðurhús) 9,2 ferm. og 38,0 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 2.166
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 31523 (05.13.360.1)
480190-1069
Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
8. Gvendargeisli 13, stækka og færa leikskóla
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 3. maí 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka leikskólabyggingu úr timbureiningum og færa hana um tvo metra til norðurs á lóðinni nr. 13 við Gvendargeisla, samkv. uppdr. Fasteignastofu, dags. 28.02.05.
Jafnframt er erindi 31470 dregið til baka.
Stærð: Stækkun 15,6 ferm. og 54,0 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 308
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 31023 (02.4)
480190-1069
Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
500501-3160
Strætó bs
Þönglabakka 4 109 Reykjavík
9. Gvendargeisli/ Biskupsgata, aðstaða fyrir vagnstjóra
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 22. febrúar 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir gámi sem nýttur yrði í tvö ár sem bráðabirgðaskýli fyrir vagnstjóra. Staðsetning gámsins er við endastöð strætisvagnaleiðar á mótum Gvendargeisla og Biskupsgötu, samkv. uppdr. Fasteignastofu, dags. 14.02.05. Kynning stóð yfir frá 2. - 30. mars 2005. Athugasemdir bárust frá Gunnari Sveinbjörnssyni Biskupsgötu 1, dags. 10.03.05 og Vigfúsi Halldórssyni Biskupsgötu 3, dags. 30.03.05. Einnig lögð fram umsögn Strætó, mótt. 09.05.05.V
Stærð: Bráðabirgðaskýli 14,4 ferm. og 35,5 rúmm.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 30826 (01.41.301.5)
201257-4339
Jón Júlíus Elíasson
Skipasund 83 104 Reykjavík
10. Skipasund 83, niðurrif og endurb. bílskúrs
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 5. apríl 2005, þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun og breytingu geymsluskúrs í vinnustofu (matshluta 70) og leyfi til þess að rífa núverandi bílskúr (matshluta 71) og byggja annan stærri léttbyggðan bílskúr ásamt vinnustofu á norðurhorni lóðar nr. 83 við Skipasund, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í janúar 2005.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. febrúar 2005 fylgir erindinu.
Samþykki eigenda Skipasunds 81 og eigenda Njörvasunds 20 og 22 (á teikningu) fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 13. apríl til 13. maí 2005. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Áður gerð vinnustofa stækkun 17,5 ferm., 50,9 rúmm.
Niðurrif bílskúrs fastanúmer 202-0660 merking 71 0101 25,7 ferm., nýr bílskúr + vinnustofa samtals 41,6 ferm., 114,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 9.445
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 31080 (01.13.210.5)
630785-0309
Kirkjuhvoll sf
Kirkjutorgi 4 101 Reykjavík
11. Tryggvagata 18, nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra til sex hæða fjöleignarhús með fjórum stigahúsum með aðgengi frá Tryggvagötu á sameinaðri lóð nr. 6-10A við Vesturgötu og nr. 18-18C við Tryggvagötu.
Á fyrstu hæð eru tvö verslunar- og þjónusturými, á efri hæðum hússins eru tuttugu og fjórar íbúðir.
Húsið er steinsteypt, einangrað utan og klætt múrklæðningu, náttúrusteini og málmplötum.
Stærð: xxx
Gjald kr. 5.700 + xxx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 40112 (01.39)
580298-2069
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Engjavegi Hafrafelli 104 Reykjavík
12. Laugardalur, fjölskyldu- og húsdýragarður, Parísarhjól
Lagt fram bréf Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, dags. 17. maí 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að staðsetja tímabundið Parísarhjól í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
Tímabundin staðsetning samkvæmt erindi samþykkt.
Umsókn nr. 31644 (01.13.460.9)
591203-2740
Holtsgata 1ehf
Stórhöfða 15 110 Reykjavík
13. Holtsgata 1, nýbygging, niðurrif, sameining lóða
Sótt er um leyfi til að sameina lóðirnar nr. 1 og 3 við Holtsgötu og nr. 32A við Bræðaraborgarstíg í eina lóð. Jafnframt er sótt um leyfi til að rífa húsið nr. 32A við Bræðraborgarstíg og bílskúr á lóðinni nr. 1 við Holtsgötu.
Ennfremur er sótt um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr steinsteypu með 13 íbúðum og bílageymslu í kjallara fyrir 13 bíla á hinni sameinuðu lóð.
Stærðir: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 10070
14. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 6. og 13. maí 2005.
Umsókn nr. 40416 (04.06)
15. Axarhöfði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. apríl 2005 á bókun skipulagsráðs frá 13. s.m., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Axarhöfða.
Umsókn nr. 40523 (01.26.13)
450400-3510
VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
16. Ármúli/Lágmúli, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. apríl 2005 á bókun skipulagsráðs frá 9. f.m., varðandi deiliskipulag á lóðum nr. 1-3 við Ármúla og nr. 5-9 við Lágmúla.
Umsókn nr. 50253 (01.88.5)
17. Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 4. maí 2005, ásamt kæru, dags. 9. febrúar 2005, þar sem kærð er samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 15. desember 2004, sem staðfest var í borgarráði 6. janúar 2005, um breytingu á deiliskipulagi að Blesugróf, stgr. 885 og 1.889.
Umsókn nr. 30495 (01.34)
671197-2919
Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
18. Dalbraut, reitur 1.344/8, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. apríl 2005 á bókun skipulagsráðs frá 20. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi að Dalbraut 12.
Umsókn nr. 50155
19. Grenndarstöðvar, fyrirhugaðar staðsetningar, kynning
Lögð fram bókun umhverfisráðs frá 7.03.05 ásamt minnisblaði umhverfissviðs, dags. 2.03.05, varðandi staðsetningar grenndarstöðva. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. maí 2005.
Ekki er gerð athugasemd við staðsetningu grenndarstöðva með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 50138 (04.41.23)
440703-2590
Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
20. Hádegismóar 2,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. apríl 2005 á bókun skipulagsráðs frá 20. s.m., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóð nr. 2 við Hádegismóa.
Umsókn nr. 20014
21. Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. apríl 2005 á bókun skipulagsráðs frá 6. s.m., varðandi styrki úr Húsverndarsjóði til viðgerða og endurgerðar á byggingum í Reykjavík.
Umsókn nr. 50276 (01.63.55)
22. Hörpugata 2, úrskurður úrskurðarnefndar
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4.05.05 vegna kæru eiganda fasteignarinnar að Hörpugötu 1, Reykjavík á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. nóvember 2004 um að veita leyfi til að byggja einlyft einbýlishús á lóðinni nr. 2 við Hörpugötu. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umsókn nr. 40618 (01.73.19)
681272-0979
V.S.Ó. Ráðgjöf ehf
Borgartúni 20 105 Reykjavík
23. Menntaskólinn við Hamrahlíð 10, deiliskipulag lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. apríl 2005 á bókun skipulagsráðs frá 20. s.m., um að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi lóðar Menntaskólans við Hamrahlíð.
Borgarráð samþykkti að tillagan yrði endurauglýst. Jafnframt samþykkti borgarráð að haldinn verði kynningarfundur um málið.
Umsókn nr. 50277 (04.25.72)
24. Rafstöðvarvegur 31, úrskurður úrskurðarnefndar
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4.05.05 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 15. febrúar 2005 um að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og bílskúr við austurhlið hússins að Rafstöðvarvegi 31 í Reykjavík. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi er hafnað.
Umsókn nr. 40055 (01.15.14)
25. Reitir 1.151.4, Þjóðleikhússreitur,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. apríl 2005 á bókun skipulagsráðs frá 13. s.m., varðandi breytt deiliskipulag reits 1.151.4, Þjóðleikhússreits.
Umsókn nr. 50267 (01.23)
26. Sóltún, Ármannsreitur, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. maí 2005, ásamt kæru, dags. 22. febrúar 2005, þar sem kært er deiliskipulag fyrir Sóltún-Ármannsreit, sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs 26. janúar s.l. Borgarráðs samþykkti afgreiðslu skipulagsráðs á fundi þann 3. febrúar 2005.
Umsókn nr. 50199
27. Skipulagsráð, framkvæmdaráð og umhverfisráð, vorferð
Vorferð skipulagsráðs, framkvæmdaráðs og umhverfisráðs um Höfðahverfi.
Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs lagði fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að allt umrætt svæði beggja vegna Elliðaárósa verði endurskoðað sem ein heild með gerð rammaskipulags, sem taki tillit til staðsetningar þess á Höfuðborgarsvæðinu. Núverandi landnotkun samkvæmt aðalskipulagi og hugsanlegra breytinga á því í ljósi þróunar sem orðið hefur og þeirra landkosta sem svæðið hefur uppá að bjóða.
Framlögð tillaga samþykkt.