Tillaga frá Júlíusi Vífli Ingvarssyni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Verknúmer : SR070006

114. fundur 2007
Tillaga frá Júlíusi Vífli Ingvarssyni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, matvöruverslanir
Júlíus Vífill Ingvarsson lagði fram eftirfarandi tillögu "Skipulagsráð felur Skipulagsstjóra að móta tillögur sem miða að því að tryggja frjálsa samkeppni matvöruverslunar í Grafarvogi. Í þessum tilgangi verði lagðar fyrir ráðið tillögur um nauðsynlegar breytingar á skilmálum deili- og aðalskipulags svæðisins. Tillögurnar feli í sér aðrar nauðsynlegar aðgerðir svo sem að fasteignaeigendum athafnasvæða verði heimilt að aflýsa kvöðum sem fyrirbyggja starfsemi matvöruverslana. Skipulagsstjóri hraði þessari vinnu svo sem kostur er."
Frestað.