Heiðargerði 8,
Grænlandsleið 9,
Safamýri 34-38,
Bauganes 1A,
Hraunbær 143,
Rauðalækur 22,
Borgartún og Snorrabraut,
Grensásvegur 1,
Skipholt 9-Stúfh 1-3,
Álfsnes,
Kalkslétta 1,
Öskjuhlíð,
Hnjúkasel 15,
Kleifarsel 33,
Starhagi 3,
Eiðsgrandi,
Pósthússtræti 2,
Njörvasund 25,
Kjalarnes, Krókur,
Njálsgata 60,
Sundahöfn,
Víðinesvegur 2,
Kópavogur,
Seltjarnarnes,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
788. fundur 2020
Ár 2020, föstudaginn 11. september kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 788. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Birkir Ingibjartsson, Haukur Hafliði Nínuson, Lilja Grétarsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ólafur Melsted, Ingvar Jón Bates Gíslason og Sólveig Sigurðardóttir.
Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
1.20 Heiðargerði 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Grímu arkitekta ehf. dags. 31. ágúst 2020 ásamt bréfi dags. 31. ágúst 2020 um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar nr. 8 við Heiðargerði sem felst í stækkun hússins, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta ehf. dags. 31. ágúst 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.20 Grænlandsleið 9, Breyta erindi v. lokaúttektar - Innrétta áður óuppfyllt rými
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. september 2020 þar sem sótt er um að leyfi til að breyta erindi, BN028537, vegna lokaúttektar og eru breytingarnar þær að innréttað er áður óuppfyllt sökkulrými og því bætt við þvottaherbergi íbúðar 0101 og bílageymslu 0103 í húsi á lóð nr. 9 við Grænlandsleið, samkvæmt uppdr. Jón Guðmundssonar dags. 25. ágúst 2020.
Stækkun vegna óuppfyllt rýmis er: 27,6 ferm., 80,0 rúmm. Gjald kr. 11.200
Samþykkt er að heimila frávik frá deiliskipulagi með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.20 Safamýri 34-38, (fsp) gluggar/brunaútgangar
Lögð fram fyrirspurn Hauks Inga Sverrissonar dags. 1. september 2020 um að setja glugga/brunaútganganga á norður-, vestur- og suðurhlið hússins lóð nr. 34-38 við Safamýri undir núverandi jarðveg/kjallara, samkvæmt uppdr. ARK-VERK dags. 1. september 2020. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. september 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. september 2020 samþykkt.
4.20 Bauganes 1A, (fsp) breyting/leiðrétting á helstu tölum
Lögð fram fyrirspurn Jóns Davíðs Ásgeirssonar dags. 9. september 2020 ásamt bréfi dags. 8. september 2020 um breytingu/leiðréttingu á helstu tölum vegna nákvæmari uppmælingu á núverandi húsi og botnplötu/sökkli á norðanverðri lóðinni nr. 1A við Bauganes þar sem bílskúr átti að reisa, samkvæmt skissu á deiliskipulagsuppdrætti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dag. 11. september 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2020 samþykkt.
5.20 Hraunbær 143, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. ágúst 2020 var lögð fram fyrirspurn a2f arkitekta ehf., dags. 20. júlí 2020, varðandi fjölgun íbúða og stækkun bílakjallara / bílageymslu á lóð nr. 143 við Hraunbæ. Einnig er lögð fram skýringarmynd ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2020.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2020.
6.20 Rauðalækur 22, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Þóru Friðriksdóttur dags. 7. september 2020 um að setja bílskúr við vesturenda hússins á lóð nr. 22 við Rauðalæk, samkvæmt skissu ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
7.20 Borgartún og Snorrabraut, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 3. september 2020 um framkvæmdaleyfi vegna nýrra gatnatengingar á milli Borgartúns og Snorrabrautar ásamt aðlögun að núverandi gatnakerfi. Einnig er lagt fram teikningasett dags. í september 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
8.20 Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 7. september 2020 ásamt bréfi dags. 10. ágúst 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi "Skeifan-Fenin" vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni felst að bætt er við skilmálatexta heimild til þess að gera íbúðir á jarðhæð að inngarði í húsum C og syðst í húsi B og heimil notkun B er skilgreind nánar. Einnig er heimild fyrir fjölda hæða í bílakjallara breytt, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta dags. 31. júlí 2020.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.
9.20 Skipholt 9-Stúfh 1-3, Skipholt 9 - Íbúð 1.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. september 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta rými 0102 og innrétta íbúð í hluta rýmisins í Skipholti 9 sem er mhl. 01 á lóðinni Skipholt 9-Stúfh 1-3, samkvæmt uppdr. Sveins Ívarssonar dags. 1. júlí 2020.
Gjald kr. 11.200.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
10.20 Álfsnes, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Veitna ohf. dags. 1. september 2020 ásamt bréfi dags. 1. september 2020 um framkvæmdaleyfi vegna færslu á vatnslögn í sjó og þverum á landi í Álfsnesi. Einnig er lagt fram teikningasett Veitna ohf. dags. í ágúst 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
11.20 Kalkslétta 1, Þrjú óupphituð hús undir sorpvinnslu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. september 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þrjú óupphituð stálgrindarhús, hús fyrir sorpvinnslu ásamt tilheyrandi spennistöð og starfsmannaaðstöðu, olíutönkum og dælu og bílavog á lóð nr. 1 við Kalksléttu, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 1. september 2020.
Mhl. 01: 1.784,8 ferm., 19.543,8 rúmm. Mhl. 02: 1.114,4 ferm., 12.202,5 rúmm. Mhl. 03: 1.375,6 ferm., 15.121,5 rúmm. Samtals 4.274,8 ferm., 46.867,8 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
12.20 ">Öskjuhlíð, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. ágúst 2020 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 14. ágúst 2020 um framkvæmdaleyfi vegna malbikunar á stíg í hlíð Öskjuhlíðar, samkvæmt uppdráttum/forhönnun Landslags dags. í júní og júlí 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. september 2020.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. september 2020. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
13.20 Hnjúkasel 15, Stoðveggur á lóð, yfirbyggt rými og stækkun svala.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúafrá 8. september 2020 þar sem sótt er um leyfi til að setja upp stoðvegg inná lóð, byggja yfir gryfju við stoðvegg þannig að undir verði yfirbyggt rými og ofan á verði stækkun við núverandi svalir á húsi á lóð nr. 15 við Hnjúkasel, samkvæmt uppdr. s. ap arkitekta dags. 6. júlí 2020.
Erindi fylgir samþykki eiganda Hálsasels 56 á teikningu dags. 6. júlí 2020 og nýtt umsóknarblað með breyttum texta mótt. 24. ágúst 2020. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
14.20 Kleifarsel 33, (fsp) stækkun lóðar
Lögð fram fyrirspurn Elínborgar Auðar Hákonardóttur dags. 2. september 2020 um stækkun lóðarinnar nr. 33 við Kleifarsel sem nemur lóðarskika sem er á milli lóðarinnar og göngustígs, samkvæmt yfirlitsmynd.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
15.20 Starhagi 3, (fsp) færsla bílastæðis
Lögð fram fyrirspurn Árna Freys Magnússonar dags. 27. ágúst 2020 um færslu á bílastæði á lóð nr. 3 við Starhaga að lóðarmörkum Starhaga 1.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
16.20 Eiðsgrandi, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 3. september 2020 um framkvæmdaleyfi vegna endurgerðar á sjóvarnargarði við Eiðsgranda frá dælustöð í vestri að hringtorgi við JL hús í austri, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 7. ágúst 2020. Einnig er lögð fram útboðs- og verklýsing dags. 21. ágúst 2020. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2020.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.11. september 2020. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
17.20 Pósthússtræti 2, Breyting á 1. hæð og kjallara
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. júlí 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júlí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að stækka mhl. 01 með því að loka rými 0102 að hluta, fjarlægja hringstiga, breyta fundarherbergjum í bar í fl. II, tegund A, með tilheyrandi breytingum á innra skipulagi, sett er skyggni á austurhlið, komið fyrir skiltum á norður og suðurhliðum og gerður rampi á gangstétt í borgarlandi við suðurhlið hússins á lóð nr. 2 við Pósthússtræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2020.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2020.
18.20 Njörvasund 25, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 4. september 2020 um að setja bílskúr á lóð nr. 25 við Njörvasund, samkvæmt skissu á byggingarnefndarteikningu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
19.20 Kjalarnes, Krókur, hindrun á reiðleið á jörðinni Krók við lóðarmörk Grundarhverfis og Arnarhamarsskógar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2020 var lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 8. júlí 2020 vegna hindrunar á reiðleið undir Esjuhlíðum á Kjalarnesi á jörðinni Krók (landnr. 125712) við lóðarmörk Grundarhverfis og Arnarhamarsskógar. Umhverfisstofnun óskar eftir upplýsingum um stöðu þessa máls og hvort umræddur reiðstígur sem er lokaður með girðingu á landi Króks sé skipulagður reiðstígur samkvæmt skipulagi Reykjavíkurborgar og hvort hann fer um forna þjóðleið Króks. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn byggingarfulltrúa dags. 11. september 2020.
Umsögn byggingarfulltrúa dags. 11. september 2020 samþykkt.
20.20 Njálsgata 60, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. júní 2020 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 15. júní 2020 ásamt bréfi dags. 15. júní 2020 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Njálsgötu 60 sem felst að einfalda byggingarform þeirrar byggingar sem á lóðinni mun rísa. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2020 samþykkt.
21.20 Sundahöfn, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. ágúst 2020 var lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 17. ágúst 2020 ásamt bréfi dags. 17. ágúst 2020 um framkvæmdaleyfi vegna dýpkunar Sundahafnar. Einnig er lögð fram skýrsla Verkís dags. í maí 2020 um dýpkun Sundahafnar, ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 29. júlí 2020 og uppdrættir Samsýnar dags. í apríl 2020 sem sýna losunarsvæði austan Engeyjar. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2020.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2020. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
22.20 Víðinesvegur 2, (fsp) skipting lands
Lagt fram bréf Þorbjargar Gígja, Elísabetar Gígja og Guðríðar Gígja dags. 10. júlí 2020, um að skipta landinu Naustanes, Víðinesvegur 2, í tvo parta, samkvæmt uppdr. Sigurgeirs Skúlasonar dags. 10. júlí 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
23.20 Kópavogur, vinnslutillaga nýs aðalskipulags Kópavogs 2019-2031+
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2020 var lagt fram erindi Kópavogsbæjar dags. 10. júlí 2020 þar sem kynnt er vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi Kópavogs 2019-2031+. Um er að ræða endurskoðun á gildandi aðalskipulagi 2012-2024. Einnig eru lagðir fram uppdrættir dags. 2. júlí 2020 og greinargerð dags. 3.-7. júlí 2020 ásamt umhverfisskýrslu og öðrum viðaukum. Óskað er eftir að umsögn/ábendingar berist eigi síðar en 31. ágúst 2020 kl. 15:00. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. dags. 31. ágúst 2020.
Umsögn deildarstjóra aðalskipulags 31. ágúst 2020, samþykkt.
24.20 Seltjarnarnes, tillaga á vinnslustigi að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og deiliskipulagi Valhúsahæðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2020 var lagt fram erindi sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar dags. 16. júlí 2020 þar sem kynnt er tillaga á vinnslustigi að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033, dags. 28. maí 2020, og deiliskipulagi Valhúsahæðar, dags. 29. maí 2020. Um er að ræða stækkun íbúðasvæðis og afmörkun lóðar fyrir búsetukjarna fatlaðs fólks við Kirkjubraut. Óskað er eftir að ábendingar berist eigi síðar en 5. ágúst 2020. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 31. ágúst 2020.
Umsögn deildarstjóra aðalskipulags 31. ágúst 2020, samþykkt.